Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 B 5 BÆKUR „Fra Logos til Mytos. Meta- forer, mening og erkjenn- else“ (Frá Lóg- os til Mytos. Myndhverfingar, merking og þekking) nefn- ist heimspekirit eftir Stefán Snævarr sem norska bókaforlagið Sokrates a/s gaf nýlega út. Höfundur ræðir helstu kenningar samtímans um myndhverfingar (metafórur). Hann veltir því fyrir sér hvort myndhverf- ingar hafi sérstaka merkingu og hvaða hlutverki þær gegni í vís- indum og fagurbókmenntum. Nið- urstaða hans er sú að þær hafi sjálfstæða merkingu og gegni veiga- miklu hlutverki í þekkingaröflun manna. Ekki er nóg með að mynd- hverfingar í vísindum geti aukið þekkingu okkar, hið sama gildir um myndhverfingar í skáldskap. Stefán Snævarr er prófessor í heimspeki við Háskólann í Lille- hammer. Hann hefur áður gefið út átta bókmenntaverk og eitt heim- spekirit. Innan tíðar mun Hið ís- lenska bókmenntafélag gefa út greinasafn eftir hann á íslensku. Netfang forlagsins er post- @sokrates.no. Heimspeki Íslensk stílfræði II – Skáldsögur 1850–1970 er eftir Þorleif Hauksson. Íþrótt frásagnarlist- arinnar er við- fangsefni þess- arar bókar. Efniviðurinn er íslenskar skáld- sögur frá upp- hafi sínu um miðja nítjándu öld og fram undir 1970, hinn sígildi sagna- arfur síðari tíma. Höfundur sýnir og skýrir þróun stíls og frásagnarhátta á hverjum tíma og beitir sér einkum að þeim höfundum sem best hafa stíltök og standa í far- arbroddi nýjunga. Sagnalist er annað grundvallarrit Þorleifs Haukssonar á þessu sviði. Hið fyrra, Íslensk stílfræði þeirra Þor- leifs og Þóris Óskarssonar, kom út ár- ið 1994. Útgefandi er Mál og menning. Kápu hannaði Margrét Laxness. Bókin er 333 bls., prentuð í Odda. Stílbrögð Leyndarmálið hennar ömmu er myndabók um ævintýralega at- burði eftir Björk Bjarkadóttur. Óli býr í gömlu húsi í rólegum bæ. Amma hans býr uppi á lofti. Allir halda að hún sé venjuleg gömul kona sem prjónar sokka og segir sögur. Aðeins Óli veit að amma á sér leyndarmál og daginn sem hann verður sex ára fær hann að kynnast því nánar. Það verður sko dagur í lagi! Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 25 bls., prentuð í Dan- mörku. Verð: 1.990 kr. Börn Næturaugu nefn- ist níunda ljóða- bók Þórarins Guðmundssonar. Bókin hefur að geyma 50 ljóð. „Hér kallast á maður og um- hverfi. Áhrifin tíð- ast án endi- marka. Maðurinn í umfangsríkri smæð og umhverfi í risamikilleik, jafnvel í minnstu ögn, vefa hvort öðru búning,“ segir í frétta- tilkynningu útgefanda. Höfundur gefur út. Bókin er 80 bls., prentuð í Offsetstofunni á Akureyri. Ljóð þjóðskálda. Þar er að finna vandaðan, hefð- bundinn skáldskap þar sem fornir hættir eru leiddir til öndvegis. Yrk- isefnin eru einnig í hefð- bundnum farvegi: Ástar- ljóð, náttúrukveðskapur, frásöguljóð og tækifær- isljóð. En í bók Sverris er einnig að finna flokk ljóð- sagna, minningarbrot frá æskuslóðum á Eyrar- bakka þar sem formið er frjálsara enda þótt skáldið sé ávallt með ljóðstaf í hendi. Sverrir er hrifnæmt skáld þótt hann sé lítið fyrir orða- gjálfur. Sveitin og rómantíkin hald- ast í hendur í ljóðum hans. ,,Þú býrð í brjósti mínu / sem blóm um vordag langan / fyllir hvamminn fríða / fögr- um lit og angan.“ Það er dálítill haustbragur á bókinni. Skáldið er komið á efri ár og viðfangsefnin mót- ast af því og nafn bókarinnar, Lauf- vindar, undirstrikar hausthljóðið í vindi tímans. Nokk- urs saknaðartóns gætir, ekki síst í ljóðaflokknum Átján ljóðsögur af Eyrar- bakka þar sem skáld- ið vitjar æsku sinnar. En söknuðurinn er ekki orðaður með mærð. Slíkt er skáld- inu fjarlægt. Heldur vaknar hann af myndum ljóðaflokks- ins. Meginstyrkur Sverris felst í vönd- uðum vinnubrögðum, djúpstæðri þekkingu á háttum og ljóðmáli og skarpri nátt- úrusýn. Minningarljóð um Sæbóls- bræður hefst á erindi sem opnar okkur sýn af hafi inn í Ingjaldssand við Önundarfjörð: Yst við útnesgjögur opnast sendin vík, á báðar hendur hamar með himingnæfa brík. Saltur silfurgári sandinn hreinan þvær, en hafið brimsins hörpu við hamravegginn slær. Það er einkenni bestu hagyrðinga að orðin virðast aldrei þvinguð vegna formsins eða orðaröð svo óeðlileg að til lýta þykir. Minni háttar skáldum er þessi list ekki gefin. Það vekur at- hygli mína hve auðveldlega og áreynslulaust orðin virðast falla í skorður skáldskaparins í bók Sverr- is. Áralöng þjálfun er þar að baki og djúpstæð þekking á máli. Oft er skáldskapurinn kliðmjúkur og ljúf- ur, ekki síst í ástarljóðunum og nátt- úrukvæðunum. Laufvindar er vönduð ljóðabók í alla staði, fallega innbundin og í raun til fyrirmyndar hvað frágang snertir. Í henni er að finna hefðbundinn skáldskap þar sem hvergi er slegið af kröfum til máls og forms og inn- haldið tengist ástinni, landinu og líf- inu í fortíð og nútíð. Þú býrð í brjósti mínu LJÓÐABÓK Laufvindar SVERRIR PÁLSSON Höfundur gaf út. 2003 – 135 bls. Skafti Þ. Halldórsson Sverrir Pálsson ÞAÐ er um það bil hálf öld síðan Steinn Steinarr lýsti yfir andláti hins hefðbundna ljóðforms. Sú tímamóta- yfirlýsing ruddi að sönnu nútíma- ljóðinu braut enda meðtók hún nú- tímann og breytta þjóðfélagsháttu. En hún varð aldrei bautasteinn hefð- arinnar. Hefðin lifir enn góðu lífi, hefur aðeins þokast í skuggann. Mörg okkar fremstu skáld grípa meðfram til hefðbundinna hátta, menn á borð við Hannes Péturssson, Matthías Johannessen og Þórarin Eldjárn og ungskáld seinni ára eru sum hver að glíma við eddunnar arf. Svo yrkja enn skáld sem ólust upp við ym hinna eldri hátta. Sverrir Pálsson er eitt þeirra skálda og bók hans Laufvindar sver sig í ætt við skáldskap fyrri tíma „HIÐ íslenska raunsæi er einkar áhugavert. Íslenskir lesendur vilja helst finna beina samsvörun við raunveruleikann í skáldsögum. Ég á því von á að vera spurður hvaða fólk þessar persónur mínar séu, hvar megi finna þær í veruleikanum. Það hefur lengi loðað við Íslendinga að lesa allar bókmenntir eins og Íslend- ingasögur, líkt og þeir vilji trúa því að það sem sagt er frá hafi raun- verulega gerst. Það skemmtilega í þessu er auðvitað sú staðreynd að veruleikinn er líka skáldskapur, og það misjafnlega góður,“ segir Berg- sveinn Birgisson, höfundur skáld- sögunnar Landslag er aldrei asna- legt sem Bjartur gefur út. Þetta er fyrsta skáldsaga Berg- sveins en hann hefur áður gefið út tvær ljóðabækur. Sú fyrsta hét Ís- lendingurinn og kom út 1992. „Hana var ég mikið skammaður fyrir. Það er mikið vítamín í því að vera skammaður, einkum þegar maður tekur það ekki of alvarlega.“ - Getur ekki verið erfitt fyrir ungt skáld að taka við miklum skömmum? „Það er þarna sem valið liggur á milli þeirra sem halda áfram og þeirra sem gefast upp.“ Hér skýtur upp kollinum kenning um darvinisma í skáldskapnum. „Þetta er spurning um þörfina til að yrkja eða ekki. Ef bókmenntir eiga bara að vera eins og postulíns- málun gefast menn upp við skamm- ir.“ Önnur ljóðabók Bergsveins Inn- rás Liljanna kom út árið 1997. „Henni var vel tekið.“ Forn í hugsun Við verðum sammála um að þörfin til að vita hver sé manneskjan að baki skáldsagnapersónu sé ekki bara bundin við söguna heldur höf- undinn líka. Hver er Bergsveinn Birgisson? Hann færist undan svör- um en segist vera 32 ára, alinn að einhverju leyti upp í Kópavogi, hafi verið talsvert til sjós og stundað ferðalög um heiminn. Undanfarin sjö ár hefur hann búið í Noregi og skrifar doktorsritgerð um drótt- kvæði við Björgvinjarháskóla. Ein- hvern veginn kemur viðfangsefnið ekki á óvart því maðurinn er dálítið forn í viðkynningu, kemur fyrir eins og heimspekilega þenkjandi bóndi eða sjómaður og vill ræða málin á göngu fremur en sitjandi við borð yf- ir kaffibolla. „Þú mátt alveg segja að ég sé forn í hugsun. Það hefur verið sagt við mig áður. En ég spyr á móti: Hvað er að vera nýr í hugsun? Og hvaða hugsun er ný? Það er búið að hugsa svo mikið fyrir mann af gengnum kynslóðum að það er óþarfi að eyða tíma að hugsa allt upp aftur. Það minnir dálítið á að hlaupa í hring, þegar maður vill áfram. Ég myndi kalla það vanvirðingu við gengnar kynslóðir. Einu nýju hugsunina í dag er að finna í skammtaeðlisfræði og sú hugsun virðist ekki beint vin- sæl hjá fjöldanum.“ Viðtalið fer fram meðan við göng- um um auðar götur Garðarbæjar á þriðjudagsmorgni. Þar er þó ekki að sjá að margir hafi gengið á undan okkur. „Það er rólegt hér í Garða- bænum. Ég hef aldrei mætt mann- eskju á gangi hérna. Fólk keyrir á milli húsa. Bakkar jafnvel þegar ekki tekur sig að snúa.“ Hann segist hafa viljað snúa svo- lítið á hina hefðbundnu skáldsögu. „Mér finnst ríkja eins konar þegj- andi samkomulag um hvernig skáld- sögur á að skrifa. Ég reyndi að skrifa þessa bók þannig að sagan kæmi eins og ósjálfrátt viðhengi við dagbókarskrif. Ég er mikið innblás- inn af munnlegum frásagn- armönnum og held að þar megi finna kjarnann í allri frásagnarlist. Að segja sögu er gömul hugsun, full af einhverju óræðu og náttúrlegu.“ Flórur hugsunarinnar Landslag er aldrei asnalegt lýsir lífinu í íslensku sjávarþorpi. Þar seg- ir m.a. frá trillukörlum lítt upp- næmum fyrir hávaða heimsins. Eru þetta aðstæður sem Bergsveinn þekkir af eigin raun í gegnum sjó- mennskuna? „Já, ég hef kynnst þessum aðstæðum og fannst sjálf- sagt að nota þá umgjörð en meg- inþemað má finna um víða veröld í dag. Í Kína, Evrópu eða Rússlandi þar sem lítil gróin menningar- samfélög verða að víkja fyrir stærri einingum í nafni hagræðingar og hagvaxtar.“ – Það fer ekkert á milli mála hvor á samúð þína? „Ég er ekkert hræddur við að benda á afleiðingar þess ef rof verð- ur á menningunni og við missum tengslin við upprunann. Tungumál okkar er sprottið úr landbúnaði og fiskveiðum. Þessi uppruni glatast ef alþjóðahyggjan á að taka yfir. En hún þarf ekki að taka yfir á allan hátt. Áhugi minn á tungumálum hef- ur beint athygli minni að því að mörg orð og áherslur eru hverju tungumáli svo sérstök að ekki er hægt að þýða þau á önnur tungumál. Tungumál eru eins og blóm. Tungu- mál eru flórur hugsunarinnar og þegar þjóð missir tengslin við tungu- mál sitt missir hún líka tengslin við allt sem hefur verið hugsað á tungu- málinu. Það hlýtur að vera snauðari menning en áður.“ – Ertu rómantískur höfundur? „Nei, því fer fjarri. Ég er endur- reisnarmaður. Mér finnst róman- tíkin vera alltof viðkvæm og brútal í senn. Hún hefur aldrei hugnast mér óútþynnt.“ Hlutverk skáldsins Hann segist þó ekki vera ýkja hrifinn af því að láta skipa sér á bás sem einhver ákveðin gerð af höfundi og tekur dræmt í þá tillögu að þjóð- erniskennd liggi á bakvið brýningu hans um að varðveita menningu og tungu. „Þjóðerniskennd er mjög misnot- að hugtak í dag. Ég myndi frekar kalla bókina stúdíu í átökunum milli hins veika og sterka. Í menningu okkar blasir við að síðkapítalistíska hagvaxtarhugsunin er sterk. Sterk- ust jafnvel. – Hvað er veikt? „Það eru litlu einingarnar, merk- ingarskapandi smábúskapur, krafta- verkið og kærleikurinn jafnvel. Eig- inkonan er veik á meðan hóran er sterk. Þannig mætti áfram telja. Samt sem áður held ég að til séu lög- mál í mannlegum veruleika. Oft er það þannig að hinn veikari er í raun- inni sterkari því hann þarf að bera veikleika hins sterka.“ – Sérðu höfundinn, skáldið, í hlut- verki sjáandans, boðbera sannleik- ans í þessu samhengi? „Mér sýnist lífið ekki snúast um sannleika nú á tímum. En það þýðir ekki að maður eigi að dansa ein- hvern Hrunadans inn í dauðann. Staðreyndin er sú að manneskjan þjáist meira við vissar aðstæður en ekki aðrar. Manneskjan er einmitt það sem er sáð í hana. Ég held að aldrei hafi verið meiri þörf en nú á því að hafa einstaklinga á meðal okk- ar sem geta greint kjarnann frá hisminu. Einstaklinga sem geta lesið fram í tímann, aðeins lengra en sem nemur árshugsun hagfræðinnar og aðeins dýpra líka. Ég held að þessi gamla hugmynd um sjáandann hafi breyst yfir í þörf fyrir greinendur á samfélagið. Vandamál akademíunn- ar í dag er sérhæfingin sem auðveld- lega getur leitt til þröngsýni. Hver og einn greinir bara útfrá sinni teór- íu. Og teóríur rúma aldrei mann- eskjuna. Þar koma skáldin til sög- unnar.“ Skáld kemur til sögunnar Eftir Hávar Sigurjónsson Morgunblaðið/Kristinn  Bjartur hefur gefið út skáldsöguna Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson. BERGSVEINN BIRGISSON: Kraftaverkið og kærleikurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.