Vísir - 09.03.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 09.03.1981, Blaðsíða 1
— Það var stórkostlegt að sjá á eftir knettinum, þar sem hann hafnaði i netmöskvunum/ sagði Pétur Pétursson/ sem skoraði glæsilegt mark með skalla/ þegar Feyen- oord gerði jafntefli (2:2) gegn Roda í hollensku 1. deildarkeppninni. — Það var tekin hornspyrna og þegar knötturinn kom fyrir mark Roda, stökk ég upp og skallaði knöttinn í netið/ sagði Pétur. — Það eru tæpir sex mánuðir siðan ég skoraði mitt siöasta mark — einnig gegn Roda, sagði Pétur, sem skoraöi eftir aðeins 15 min. — Ég er allur að koma til — knatttæknin og snerpan er orðin góð, en ég er ekki enn kominn i nægilega þrekæfingu. Það kemur' fljótlega, sagði Pétur. V-Þjóöverjinn Kaczor skoraði hitt mark Feyenoord, en hann lék sinn annan leik með liðinu, siöan hann var keyptur frá Bochum. — Kaczor, sem er 28 ára gamall, er PÉTUR PÉTURSSON... er byrjaður aö hrella markveröi I Hollandi. • DAKARSTA WEBSTER... sést hér skora sigurkörfu Skalla- grims — meö tilþrifum. Hann treður knettinum I körfuna. (Visismynd Friöþjófur) mikill markaskorari og ég hef trú á að við eigum eftir að gera góða hluti saman, þegar við förum að þekkja hvor annan, sagði Pétur. —SOS Pétur er metínn a 520 millj. g. kr. — Samningur minn rennur út i vor og þaö er enn óákvcöið hvort ég verö áfram hjá Feyenoord — þaö á eftir aö koma i Ijós. Ég stefni að þvi aö vera kominn i sem best form, áöur cn samningurinn cr út- runninn sagði Pétur Pétursson i stuttu spjalli viö Visi. Feyenoord vill halda i Pétur og hefur félagiö sett 1,7 milljónir gyll. á hann, sem er um 520 milljónir gamalla krona. — Þetta er mjög hátt verð og heíur óneitanlega fæl- andi áhrif á félög, sem hafa áhuga á, aö fá mig til sin, sagði Pétur. —SOS i ; MÆTTU EKKI TIL LEIKS - og Skallagrími var dæmdur sigur 2:0 „Við sendum þeim skeyti fyrir helgina, og sögðumst ekki ætla að mæta í þennan aukaleik viö Skallagrfm, þar sem viö heföum áfrýjað dómi KKl til dómstóls Iþróttasambands Islands”. Þetta sagði Arni Þór Pálsson formaður Körfuknattleiksdeildar Þórs á Akureyri, þegar við töl- uðum við hann i gærkvöldi, en þá hafði skömmu áður i Hagaskól- anum verið flautaöur á leikur Þórs og Skallagrims. Þar mætti enginn frá Þór og var þvi leik- urinn flautaöur á og af og sigur- inn dæmdur Skallagrimi 2:0. Þar með er Þór fallinn i 2. deild, en hvorki forráðamenn Þórs né leikmenn eru þar á sama máli og KKt. „Við teljum að þaö hafi verið gengið á rétt okkar með þessum dómihjá KKt á dögunum og ýmislegt sem þarf að láta rannsaka i sambandi við það” sagði Arni formaður i gærkvöldi. „Við ætlum að láta reyna á það hjá dómstól tS, og á meðan að sá dómstóll hefur ekki kveðiö upp sinn Urskurö erum við enn i 1. deildinni”... —klp— KA komst ekki suður vegna ófærðar Lcikmenn 2. deildarliðs KA I handknattleik karla komust ekki suöur um helgina vegna ófærðar. Þeir áttu aö leika gegn HK og Tý, en fresta varö þeim leikjum um óákveöinn tima, Næsti stórleikur i deildinni veröur á miövikudaginn en þá leika Breiöablík og HK... —klp— Komust ekkl hálfa lelðl Ekkert varð úr lands- leikjum tslands og Færeyja 1 blaki kvenna og unglinga, sem fram áttu að fara i Þórshöfn um helgina. tslensku liðin, sem fóru með tveim litlum flugvélum, komust ekki nema tíl Hafnar í Hornafirði. Þar varð að snúa við vegna veðurs, og halda aftur til Reykjavikur.... —klp— llla gekk í Finnlandi islenska unglingalandsliöiö i badminton reiö ekki feitum hesti frá Noröurlandamótinu I Finnlandi um helgina. Liöiö byrjaöi á þvi aö lenda i verk- falli hjá Finnska flugfélaginu „Finn Air” og misstuþar meö af landskeppni viö Sviþjóö og Danmörku. Þaö fékk þó leik á móti Finnlandi og Noregi, en þeir töpuðust báöir. t einstak- lingskeppni mótsins biöu Is- lensku unglingarnir sem flest- ir voru þarna aö taka þátt I sinu fyrsta stórmóti erlendis, lægri hlut á öllum vigstööum • og sigruðu ekki i einni einustu lotu... - sagði Pétur Pétursson sem skoraði mark gegn Roda - o — „Stórkostlegt að sjá á eftir knett- inum í netið”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.