Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Mars og apríl Fimmtudaga og mánudaga 3, 4 eða 7 nætur Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslend- inga sem fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Í mars byrjar að vora enda er þetta vinsælasti tími ferða- manna til að heimsækja borgina. Farar- stjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menn- ingu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veit- inga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 36.550 Flugsæti til Prag, 11. mars Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 11. mars M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Helgarferð til Prag 11. mars frá kr. 36.550 LÍKLEGT er að heimsmet hafi ver- ið slegið á skákhátíð Hróksins á laugardag þegar Guðmundur Daðason, fyrrverandi bóndi að Ósi á Skógarströnd á Snæfellsnesi, og Alfreð B. Valencia öttu kappi, en nærri öld skilur þá að. Guðmundur er 103 ára en Alfreð er 98 árum yngri, 5 ára gamall. „Við höfum gert tilkall til þess að skákin verði skráð sem heimsmet hjá Guinness sem mesti aldurs- munur í nokkurri keppnisgrein á opinberum og skipulögðum við- burði,“ segir Hrafn Jökulsson, for- seti Hróksins, en félagið hefur sótt um það formlega að fá metið skráð í næstu útgáfu Heimsmetabókar Guinness. Guðmundur hefur mikið yndi af skákinni og teflir flesta daga. „Hann getur örugglega þakkað skákinni að einhverju leyti hversu ótrúlega frjór hugur hans er,“ segir Hrafn. Hann segir Alfreð hafa lært að tefla rúmlega fjögurra ára. „Hann hefur verið í ótrúlega örri framför, er alveg hugfanginn af skákinni og hefur sýnt merki um mikla hæfileika.“ Ætla að hittast mánaðarlega og reyna með sér Að sögn Hrafns var skák Guð- mundar og Alfreðs fjörlega tefld. „Það urðu harðar sviptingar, báðir efndu til sóknar en reynsla Guð- mundar réði úrslitum og hann sigr- aði í ákaflega snoturri sókn eftir að hafa, þegar mátið blasti við, gefið unga manninum kost á því að tryggja sér jafntefli. Alfreð kaus heldur að skylmast áfram þótt hann byði lægri hlut,“ segir Hrafn. Vinátta tókst með þeim Guð- mundi og Alfreð í kjölfar hins snarpa einvígis og hafa þeir ákveð- ið að hittast mánaðarlega og tefla. Aldursmunur keppenda var 98 ár Morgunblaðið/Ómar Guðmundur Daðason og Alfreð B. Valencia urðu hinir mestu mátar eftir sögulegt skákeinvígi um helgina. Reynsla Guðmundar skilaði honum sigri en ekki er óhugsandi að Alfreð nái að jafna metin því þeir félagar ætla að hittast mánaðarlega og tefla. Hér má sjá Alfreð leika drottningunni eldsnöggt. Líklegt að heimsmet hafi verið slegið á skákhátíð Hróksins ÝSUDAGAR, kynningarátak sem Grandi hf. stóð fyrir um helgina, féllu í kramið hjá íbúum höfuð- borgarinnar og var uppákoman vel sótt. Hátt í tíu þúsund manns sóttu hátíðina, sem haldin var á at- hafnasvæði Granda við Norður- garð. Þar var boðin til sölu laus- fryst ýsa í tíu kílóa kössum á einungis 200 krónur kílóið. Þetta var kjörið tækifæri fyrir gesti og gangandi til að lækka matarkostn- að heimilisins með ódýrum og holl- um gæðafiski. Líf og fjör var á Grandanum þar sem boðið var upp á skipstjórakaffi, harmonikuspil og kynningu á ýmsum góðum ýsurétt- um auk þess sem smáfólkið fékk blöðrur og svaladrykki. Að sögn Svavars Svavarssonar, framleiðslustjóra Granda, var tak- mark Ýsudaganna að stuðla að aukinni fiskneyslu með því að glæða áhuga fólks á ýsunni, en þessa dagana er mikið framboð af þessari bragðgóðu og þjóðlegu fisktegund. „Við áttum ekki von á svona góðum viðtökum, við rennd- um dálítið blint í sjóinn með þetta. Síðan seldum við sexþúsund og fimm hundruð kassa, um sextíu og fimm tonn,“ segir Svavar, sem segir viðtökurnar hafa komið þægilega á óvart. Eins og vel smurð flæðilína „Við ætluðum upprunalega að fara að selja ýsu á Netinu, en sú hugmynd þróaðist yfir í þetta. Við erum með svo rosalega góða að- stöðu hjá okkur fyrir svona uppá- komur. Við erum með stórt bíla- stæði sem hefur staðið af sér umferðarþungann og svo leigðum við bara stóreflis tjald og komum upp þessari sölu. Við vorum með tíu manns í afgreiðslu og þetta var eins og stórhátíðarinnkaup. Við höfðum skipulagt þetta mjög vel fyrirfram með trillur og fleira sem fólk gat rúllað kössunum með út að bílunum og þetta gekk eins og á vel smurðri flæðilínu.“ Svavar segir ljóst á þessum und- irtektum að ýsan er ekki dauð úr öllum æðum. „Það er ljóst að Ís- lendingar kunna vel að meta ýs- una, en verðið hefur verið að flækjast fyrir fólki. Það er vissu- lega hægt að koma til móts við neytendur í fiskverði hvort sem um er að ræða ýsu, karfa eða ufsa. Bæði karfi og ufsi eru líka mjög góður matfiskur. Fiskneysla hefur dregist saman um 30% frá 1990. Nú þarf að snúa blaðinu við og fara í gegnum allt kostnaðarferlið til að fiskurinn haldist hér sem mikilvægur réttur á borðum lands- manna.“ 65 tonn af ýsu seld- ust á tveimur dögum Morgunblaðið/Þorkell Það var handagagangur í öskjunni þegar ýsan rann út. ÁREKSTUR varð í Ólafsvík í gærmorgun og var kona flutt með þyrlu Landhelgisgæslunn- ar á Landspítala – háskóla- sjúkrahús í Fossvogi eftir slysið. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu leikur grunur á að um ölv- unarakstur hafi verið að ræða. Þyrlan lagði af stað kl. 7.45 og sótti konuna á flugvöllinn á Rifi. Lenti þyrlan í Reykjavík kl. 9.10. Samkvæmt upplýsingum læknis virðist konan ekki alvar- lega slösuð en meiðsl hennar eru þó enn til rannsóknar. Flutt með þyrlu á sjúkra- hús eftir bílslys ÖKUMAÐUR bifreiðar sem stakk af eftir árekstur við aðra bifreið á mót- um Sæbrautar og Dugguvogs á laug- ardagsmorguninn fannst síðdegis sama dag og var hann fluttur á lög- reglustöð til skýrslutöku. Bíllinn þrengdi sér milli tveggja bifreiða á Sæbrautinni og snerti aðra þeirra með þeim afleiðingum að hún valt þrjár veltur. Ökumaður flýði af vettvangi. Þrjár stúlkur voru í bíln- um sem valt og voru þær allar fluttar á slysadeild en reyndust ekki alvar- lega meiddar. Er talið að ökumenn- irnir hafi verið að keppa hvor við annan í hraðakstri. Ökumaður gómaður ALÞJÓÐLEGI meistarinn Stefán Kristjánsson vann nokkuð óvæntan en öruggan sigur á minningarmóti um Jón Þorsteinsson sem fram fór um helgina í MH. Stefán vann mótið með fjór- tán og hálfum vinningi af tutt- ugu mögulegum, einu og hálfu stigi á undan næstu mönnum, en í öðru til fimmta sæti voru þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Arnar Gunnarsson, Jan Votava og Helgi Ólafsson með þrettán vinninga. Á fætur þeim fylgdu þeir Þröstur Þórhallsson og Sigurbjörn Björnsson með tólf og hálfan vinning, en í áttunda til níunda sæti voru Björn Þor- finnsson og Helgi Áss Grétars- son með tólf vinninga. Afar góð þátttaka var í þessu skemmtilega og fjörlega móti, en sjötíu keppendur komu til leiks í ýmsum flokkum og þar af sjö stórmeistarar. Morgunblaðið/Ómar Stefán sigr- ar á minn- ingarmóti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.