Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 2
2 B LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
börn
Flestir nútímamenn
leggja metnað sinn í
það að vera hreinir og
fínir. Þetta hefur þó
ekki alltaf verið þann-
ig því að í hinu forna
Persaríki þótti það til
dæmis alls ekki karl-
mannlegt að þvo sér.
Karlar í ríkinu fóru
því helst aldrei í bað
en notuðu þess í stað
ilmvötn til að fela verstu
lyktina.
Persum þótti meira að
segja svo niðurlægjandi
fyrir karlmenn að þvo sér
að það kom fyrir að upp-
reisnarmenn væru dæmd-
ir til að fara daglega í
bað í refsingarskyni.
„Ég vil ekki fara í bað!“
Bedúínar nefnast
hirðingjar sem flakka
um arabalöndin. Þeir
eru greinilega ekki
latir því þeir ferðast
stundum heila 200
kílómetra til að ná
sér í bragðgott vatn.
Þeir segja nefnilega
mikinn mun á bragði
vatns eftir því úr
hvaða brunni það
kemur og að bragð-
besta vatnið komi úr
brunni í nágrenni við
Damaskus í Sýrlandi.
Bragðbesta
vatnið
Það má eiginlega
segja að við menn-
irnir séum vatns-
verur í vatnsveröld
því tveir þriðju hlutar
jarðarinnar eru huldir
vatni og tveir þriðju
hlutar mannslíkam-
ans eru gerðir úr
vatni. Það sem við
borðum og drekkum
er líka að mestu leyti
gert úr vatni. Þannig
eru til dæmis 90%
jarðarberja vatn,
89% sítróna, 94%
tómata og 78%
kartaflna.
Alls konar
vatnsverur
Vatnið hefur mikil áhrif á líf okk-
ar. Það er allt í kringum okkur og
hylur 75% af yfirborði jarðarinn-
ar. Svo eru líka allar plöntur, dýr
og menn að miklu leyti gerð úr
vatni en tveir þriðju hlutar
mannslíkamans eru gerðir úr
vatni.
Vatnið er líka lífsnauðsynlegt
fyrir okkur til þess að við getum
lifað. Við verðum að drekka vatn
eða annan vökva (sem er að
mestu gerður úr vatni) á hverjum
degi til að halda heilsu því fólk lif-
ir yfirleitt ekki lengur en fjóra
daga án vatns.
Plönturnar og dýrin, sem við
nærumst á þurfa líka hæfilegt
magn af vatni til þess að geta lifað
og því ræður vatnið miklu um það
hve góðu lífi fólk lifir.
Þannig veldur vatnsskortur til
dæmis mikilli fátækt á stórum
svæðum í Austur-Afríku á sama
tíma og flóð valda miklum skaða á
öðrum svæðum í heiminum, eins
og til dæmis í Bangladesh.
Endalaus hringrás vatnsins
Það getur verið sorglegt að
vita af því að menn og dýr séu að
deyja úr þurrkum á einum stað í
heiminum á sama tíma og allt er á
floti annars staðar en þetta er
bara eitt af þeim náttúrulögmál-
um sem mennirnir ráða ekkert
við.
Mestallt vatnið á jörðinni er
nefnilega hluti af risastórri hring-
rás vatnsins en þó að vatn sé gert
úr tveimur algengum frumefnum
(vetni og súrefni) myndast lítið af
nýju vatni á jörðinni. Þannig hef-
ur sama vatnið fallið ótal sinnum
til jarðar sem rigning og runnið
þaðan aftur og aftur eftir alls
kyns krókaleiðum til sjávar. Það-
an gufar það svo fyrr eða síðar
aftur upp til skýja og þannig byrj-
ar sama hringrásin enn og aftur.
Salt vatn á göturnar
Við notum ólíka eiginleika
vatnsins á margan hátt en vatnið
hefur marga eiginleika sem við
þekkjum vel þó að við gerum okk-
ur ekki endilega grein fyrir því.
Þannig vitum við til dæmis flest
að vatnið er yfirleitt í fljótandi
formi þó að það geti líka verið fast
efni (ís) og lofttegund (gufa).
Við vitum líka að saltvatn gufar
upp við hærri hita og frýs við
lægri hita en ósalt vatn en það er
einmitt ástæðan fyrir því að sjór-
inn frýs seinna en annað vatn.
Þetta er líka ástæðan fyrir því að
við berum salt á göturnar í hálku
en þannig erum við að gera ósalta
vatnið á götunum salt til þess að
það frjósi síður.
Flestir krakkar vita líka að það
myndast gufa þegar vatn sýður
en færri vita sennilega að þetta
gerist vegna þess að vatnið gufar
svo hratt upp að það myndast
loftbólur í því.
Það vita sennilega heldur ekki
allir að vatnsgufan sjálf er ósýni-
leg og að gufuskýin sem við
sjáum þegar vatnið gufar upp eru
gerð úr örsmáum vatnsdropum
sem myndast þegar heit vatns-
gufan mætir köldu lofti og þéttist.
Við rákum okkur einmitt á
þetta þegar við fórum að taka
myndirnar af krökkunum í sund-
félaginu Ægi um daginn en ljós-
myndarinn gat ekki tekið mynd-
irnar af þeim fyrr en eftir dágóða
stund þar sem það myndaðist svo
mikil móða á linsunni. Þetta lag-
aðist svo þegar linsan hafði hitnað
svolítið, því þá mætti heit gufan
ekki lengur köldum ögnum á lins-
unni.
Hvað veistu um vatnið?
Teikning/Magnús Valur
Það eru alls konar orð sem tengjast
vatni og vatnsíþróttum í þessu
svakalega orðaflóði sem þið lendið í
hér fyrir neðan. Orðin eru tíu og þau
liggja öll lárétt eða lóðrétt í flóðinu
nema eitt sem liggur á ská. Getið
þið fundið orðin tíu?
Orðin eru:
brunnur
flugsund
flóð
gufa
ís
saltvatn
sundfimi
þurrkar
vatnsverur
v..........
Orðaflóð
A V A T N S V E R U R N
S S A L L A M A L L A M
S A L T V A T N G E G G
S U S U N D F I M I U S
O L L I M S O L L I F M
D I D D I Þ V R R K A R
Þ U R R K A R E S S A S
S I B R U N N U R B B I
H A F L Ó Ð G A A Ö I B
A B C D E F G H I J L K
E F R I F L U G S U N D