Vísir - 07.04.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 07.04.1981, Blaðsíða 8
8 visrn Þriöjudagur 7. april 1981 VÍSIR Cltgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Árni Sigfússon, Friða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, Herbert Guðmundsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Páll Magnús- son, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Páls- son, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Ölafsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstióri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 línur. Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla8. Símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14. RÆÐk STEINGRIMS Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins markar engin tímamót nú frekar en áður. Flokksbroddarnir koma sam- an yfir eina helgi/ rétt til að endurnýja umboð sín með lófa- klappi og segja f lokknum frá því, hvað forystan standi sig vel. Ályktanir eru ekki annað en óljóst bergmál af forskriftum foringjanna. Þess vegna er meira upp úr því leggjandi, hvað forystumennirnir segja í upp- hafi, frekar en hvað fundurinn samþykkir í lokin. I inngangsræðu sinni tjallaði Steingrímur Hermannsson, for- maður flokksins, mest um efna- hagsmál eins og eðlilegt má telj- ast. Hann minnti á þá stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar að koma verðbólgunni niður í 40% á þessu ári, lét vel af aðgerðunum það sem af er árinu, en taldi ýmsar blikur á lofti og frekari ráðstafanir óhjákvæmilegar. Steingrímur vill láta binda framfærsluvísitöluhækkun við 8% um næstu mánaðamót, jafn- vel þótt hann óttist, að hún kunni að verða eitthvað meiri. Stein- grímur leggurtil, að það bil verði brúað með lækkun á söluskatti og vörugjaldi og frestun á opinber- um framkvæmdum. Þegar líða tekur á árið, vill hann síðan auka niðurgreiðslur, lækka vexti og draga úr verðbót- um á laun. Ljóst er, að það vildi Steingrímur gera strax, en treystir sér ekki til atlögunnar, svo skömmu eftir að launaverð- bætur voru skertar 1. mars sl. Jafnframt þessu telur formað- urinn, að þegar verði að hefjast handa á þessu ári, vegna efna- hagsaðgerða á árinu 1982. Minn- ist hann í því sambandi á niður- talninguna, til málamynda að því er virðist, enda er hún f yrir löngu gleymd og grafin. Þrennt vekur einkum athygli í þessari ræðu. l fyrsta lagi er Steingrími mjög umhugað að koma verðbólgunni niður í 40% á árinu og það þrátt fyrir þau sjónarmið Alþýðubandalagsins, að 50% verðbólga sé ekkert til að hafa áhyggjur af. Steingrímur gerir sér grein fyrir því, að ríkis- stjórnin mun fá þungan áfellis- dóm, ef verðbólgan hjakkar áfram f 50% farinu, þrátt fyrir stöðugar efnahagsráðstafanir, kjaraskerðingar og niðurtaln- ingaráform. Biðlund almennings og umburðarlyndi gagnvart ríkisst jórninni mun verða á þrot- um, ef marktækur árangur næst ekki á þessu misseri. í öðru lagi vill hann halda framfærsluvísitölunni niðri með lækkun óbeinna skatfa, en það voru einmitt tillögur sjálfstæðis- manna við afgreiðslu fjárlaga fyrr á þessum vetri, sem stjórnarliðið taldi þá óaðgengi- legar og greiddi atkvæði gegn. , Eftir stendur hinsvegar hvern- ig af la eigi f jár eða takmarka út- gjöld hins opinbera til að mæta lækkun á söluskatti og vöru- gjaldi, því að það er að fara úr öskunni í eldinn að leggja á nýja skatta af þeim sökum. Sjálfsagt er að taka trúanlegan þann ásetning Steingríms að skera nið- ur hjá hinu opinbera. [ þriðja lagi virðist Steingrfm- ur Hermannsson hafa fullan hug á frekari skerðingum verðbóta á laua þegar kemur fram á árið. Raunar virðist ríkisstjórnin ekki eiga annarra kosta völ, ef mark- mið hennar um 40% verðbólgu á að ná fram að ganga. Þeim bita verður Alþýðu- bandalagið að kyngja og fer þá að hallast á „sléttu skiptin" og jakana í verkalýðsforystunni. í sjálfu sér er ekki hægt að gagnrýna þessa ræðu eða þau áform, sem hér eru tíunduð. Þau eru góðra gjalda verð. Þau valda heldur ekki neinu fjaðrafolki á fylgispökum aðalfundi. Hitt getur reynst erfiðara að fá þau samþykkt í ríkisstjórn, þar sem aðrir eiga sæti en undirgefnir f lokksbræður. Ræðan er vísbend- ing um það, að áramótaaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru aðeins forsmekkur þess sem koma skal. Sú ímynd hefur skapast af Vestur-Þýskalan(}i, aö þar væri efnahagslif meö blóma, fram- farir mestar og styrk lýöræðis- stjórn til fyrirmyndar. En ekki er allt sem sýnist. Ýmsar og alvarlegar blikur er þar á lofti. Stjórnvöld hafa nú um nokkurt skeið haldiö lifinu i stööugleika marksins með harö- vítugu vaxtastriöi. Vextir hafa hækkaö um 20% og vestur þýski Seölabankinn hefur þurft aö ganga á innistæöur sinar, sem nemur 28 milljöröum þýskra marka. Þessi þróun hefur slæm áhrif á stööu marksins og býöur heim þeirri hættu, aö aftur- kippur komi i þýskt atvinnulif. Hún viröist miöa aö þvi aö drepa sjúklinginn, i staö þess aö lækna hann. . Vaxtahækkanirnar og viö- brögö Seölabankans hafa dregiö úr trú manna á styrk rikis- stjórnarinnar. Goösögnin um kraftaverkamanninn Helmut Schmidt hefur tekiö á sig breytta mynd. Óskhyggja 1 upphafi siöasta árs varö viö- skiptajöfnuöurinn neikvæöur og veldi marksins riöaöi. Þau hættumerki höföu þó ekki nein áhrif, erlendis trúöu menn þvi ekki, aö markiö léti undan og meöal þýskra stjórnmála- manna rikti sú óskhyggja, aö lækkandi gengi mundi aöeins örva viöskipti viö Þýskaland. Eftir þvi sem nær dró kosn- ingum treysti Schmidt sér ekki tilaö gripa til róttækari aögeröa fyrr en þaö var um seinan. Lög- mál markaöarins þekkja ekki ER HELMUT SCHMIDT AB MISSA TÖHIH? A sama tima buöu banda- riskir bankar upp á hagkvæm- ari vaxtakjör og dollarinn varö eftirsóttari en áöur. Pening- arnir streymdu frá Frankfurt til New York og gengi þýska marksins tók stökk niöur á viö. Þetta heföi ekki komiö aö svo mikilli sök, nema vegna þess aö Þjóöverjar hafa sifellt þurft aö greiöa hærri oliureikninga og greiöslujöfnuöurinn varö æ óhagstæöari. 1 janúar einum var hann neikvæöur um 5 millj- aröa marka. Krafturinn horfinn Ýmsir halda þvi fram, aö Vestur-Þjóöverjar hafi ekki lengur sömu möguleika né hæfi- leika og áöur til að snúa viö blaöinu. Hinn annálaöi þýski dugnaöur og metnaöur sé ekki nema svipur hjá sjón, og fleira kemur til. Sú góöa samvinna og sá mikli einhugur, sem rikt hefur á milli atvinnurekenda, verkalýös og stjórnvalda, er aö bresta. Nú þegar hafa verkamenn i stál- iönaöinum hótaö verkfalli og at- vinnurekendur virðast hafa lit- inn áhuga á aö mæta kröfum þeirra. Forysta vestur-þýska iönaðarins i nýjungum og full- komleika er ekki lengur óum- deild. Japanir hafa farið fram úr Þjóðverjum á mörgum sviö- um og hin unga vesturþýska kynslóö virðist kæra sig koll- ótta. Krafturinn er horfinn. Segir Schmidt af sér? Siðast en ekki sist er staða Bonn-stjórnarinnar mun veik- ari. Fjölmiölar eru ósparir á aö geta þess, að Schmidt hafi ekki lengur þau áhrif, sem gert hafa hann ,,hinn sterka” i vestur- þýskum stjórnmálum. „Hann hefur ekki lengur tilfinningu fyrir stööumati’,’ segja blööin og orðrómur er þegar kominn á kreik um afsögn hans og eftir- menn. Eins og framan er rakiö, eru veður öll válynd i vestur þýsku efnahagslifi. Fjárlög eru sam- þykkt með gifurlegum halla og kröfur aukast, án þess að þjóðin vilji leggja meira á sig. Ofan á þetta bætist mjög öflug and- staða gegn byggingu kjarnorku- vera til að leysa oliuna af hólmi. Vera má aö Helmut Schmidt takist að komast út úr þessari raun, eins og svo mörgum öörum, en þá þarf lika margt að breytast honum i hag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.