Vísir - 14.05.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 14.05.1981, Blaðsíða 1
GARÐURINN OG VORIÐ HE LRJEfl - Tii að hala á bak vlð eyrað Nokkrar grundvaiiarupplýslngar lyrir garðyrkiuáhugafðlk Undirbúningur jarðvegs Nauðsynlegt er að undirbúa vel þann jarðveg, sem ætlunin er að gróðursetja i. Loft og vatn þurfa að geta leikið um moldina eigi plönturnar aðná öruggri rótfestu. Gróðursetning Best er að gróðursetja plöntur sem fyrst eftir að þær haía verið keyptar. Holan, sem gróðursett er i, á að vera það stór, að rætur plöntunnar kuðlist ekki saman. Gott er að vinna jarðveginn nokkru áður en gróöursett er svo hann nái að jafna sig áður en plantan er sett niður. Að jafnaði ber að vökva jarðveginn, þegar búið er að gróðursetja. Ákjósan- legt er að gróðursetja i röku veðri, að morgni til eöa að kvöldi, og koma þannig i veg íyrir að plönturnar þorni i sól og þurr- viðri. Vökvun Best er að vökva rækilega, þegar þaðer gert, þannig að efstu 20sm jarðvegsins vökni og gott er að hafa vatnið ylvolgt se þess kostur. Akjósanlegast er að vökva kvölds eða morgna. Að bera á Áburður getur verið með tvennu móti, annars vegar er það húsdýraáburöur og hins vegar til- búinn áburður. Húsdýraáburður- inn er venjulega borinn á á veturna og snemma á vorin. Slik- an áburð er hægt að fá til dæmis i 40kilóa pokum á 20 krónur. Tilbú- inn áburður er venjulega borinn á á vorin og siðan tvisvar yfir sum- arið með um 3 vikna millibili. I venjulega garðmold þarf 6-10 kg af áburði á hverja 100 fermetra. Honum skal strá jafnt yfir allan garðinn og ráðlegt er að bera hann á i þurru veðri. Best er að láta greina sýnishorn af jarðveg- inum til að fá örugga vitneskju um áburðarþörfina, það þarf að gera i nýjum garði og siðan á 4 til 5 ára fresti. Gott er að setja hús- dýraáburð og tilbúinn áburð á vixl i garða. Umhirða grasbletta Þar sem rækta á gras þarf að ræsa vel fram og yfirboröið á helst að vera sendið. Gras þarf birtu og áburð og það á að slá oft en ekki of nálægt rót. Grasið á Gróðurhús býður uppá ýmsa möguleika. Þar er hægt að rækta bæði blóm og matjurtir sem ekkí þrifast utan húss i veðráttunni, sem við búum við. Þá nota margir slik hús sem einskonar setustofur og eru þau oft áföst ibúðarhúsinu. Nokkur fyrirtæki hérlend selja gróðurhús og eftirgrennslanir okkar sýndu, að verð er alls- staðar ósköp áþekkt. Við yfir- heyrðum þá i Handið. ekki að raka af heldur leyfa þvi að liggja og endurnýja efsta moldarlagið. Hæfilegur timi til fyrsta sláttar er svona eftir miðj- an mai, þótt að sjálfsögðu sé það nokkuð háð tiðarfari. Baráttan við mosa og fiflarætur Ráð til að losna við mosa er til dæmis að bera á hann kalk eða bera sand yfir og. vökva á eftir. Þar eru til sölu gróðurhús i fimm stærðum, auk gróðurkassa og hUsa, gerðum til að vera áföst ibUðarhUsum. Verð á þeim fyrst- nefndu er frá 5.180 krónum 8.3x8.1 fet, og uppi 16.950, 16.16x10.10 fet að stærð. Gróðurkassarnir eru 4.2x2.10 fet og kosta 865 krónur og siðastnefndu húsin eru aðeins til i einni stærð 6.4x12.4 fet og kosta 5.850 krónur. Með húsunum fylgja teikningar og leiðbeiningar, svo hver og einn Enn eitt ráð er að klóra hann upp með hrifu. Það krefst mikillar þolinmæði, en á móti gefur það oftast besta árangurinn. Einfald- asta leiðin til að losna við fifla- rætur er hins vegar að stinga þær upp. Einnig má setja á þær svo- kallað fiflalyf, en þá má ekki slá i 2 til 3 vikur á eftir. Klipping Best er að klippa og grisja tré og runna að vetrarlagi eða snemma vors. á að geta sett þau upp. Uppistaða hUsanna er álstengur og 3mm venjuiegt gler. Undir hUsin þarf að setja trjáramma, sem er jafn- stór ummáli hússins og steypa þarf undir hornin. Hægt er að kaupa hillur, og borð i húsin og einnig er hægt að stækka þau siðar. Flestir nota aðeins sólarljósið til hitunar húsanna, sem verða að vera i góðu skjóli, en margir set ja frárennslisvatnskerfi. i þau. — KÞ Að valta Gott er að valta grasbletti snemma vors eða strax og frost er farið úr jörðu. Að stinga upp Ákjósanlegt er að stinga upp i þeim beðum, þar sem blóm eru og gott er fyrir fjölærar plöntur að skipta þeim á þriggja ára fresti. I þeim beðum, þar sem tré og runnar eru, er best að losa aðeins um moldina eða hræra i henni, en ekki stinga upp, svo ræturnar verði ekki fyrir hnjaski. Hvar er hægt að fá mold, sand og vikur? Oft er gott að bæta einhverju þessara efna i iarðveginn. Sandur og vikur eru oft settir i blómabeð til að verjast illgresi. Sand er hægt að finna niðri i fjöru eða kaupa hann. Sé fyrrnefnda leiðin farin er æskilegt að þvo sandinn, nema hann sé settur viðstór tré og runna eða i gangstiga. Vikur er hægt að fá til dæmis hjá Skóg- ræktarféiagi Reykjavikur og kostar þar 40 litra poki 30 krónur. Mold ei einnig hægt að fá þar, er hún þá blönduð sauðataði og vikri. 40 litra poki kostar 40 krón- ur. Þá er hægt að kaupa minni skammta af mold i blómabúðum og i gróðrastöðvum og er verð á 3 litra poka i kringum 5 krónur. Úðun Sumarúðun er gerð á timabil- inu mai til ágúst. Velja þarf til þess rétt veðurfar. Ákjósanlegast er, að veður sé þurrt, hlýtt, sólar- laust og kyrrt. Við lús, lirfum og kálflugu er notaö lindan, en rogor við grenilús, blaðlús og maðki. Slik efni fást hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna. Ef þarf að eitra með sterkari efnum er rétt að fá til þess sérfróðan mann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.