Vísir - 14.05.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 14.05.1981, Blaðsíða 8
20 Fimmtudagur 14. mai 1981 vísm GARÐURINN OG VORH) - GARÐURINN OG 1 TiTTTTil - GARÐURINN OG \ Steinabeöið hjá Agli. Slik beö þurfa ekki endilega aö vera I halla, þau geta alveg eins veriö slétt eins og hér. EINS OG VIN I EYÐIMÖRKIHNI - Eglll Krislbiörnsson og garðurinn hans við Laugaveglnn t bakhúsi við Laugaveginn, nánar tiltekið númer 58b, er litdl en geysilega skemmtilegur og vel hirtur garður. Það er ferðagarp- urinn og valsarinn Egill Krist- björnsson með meiru sem þar býr og reyndar er hann fæddur og uppalinn á lóðinni. ,,Ég er lítið farinn að gera ennþá, þó hef ég verið að snyrta til og hreinsa. Ég setti áburð á fyrr i vor. 1 þetta sinn setti ég til- búinn áburð, þvi i fyrra var það húsdýraáburður en mér hefur reynst best að skipta þvi milli ára”, sagði Egill. Garðurinn hefur verið tæp 70 ár i ræktun, þar er nokkuð af trjám, þau elstu um sextugt, meðaí annars reyniviður, silfurviðir, hlynur og heggur, svo eitthvað sé nefnt. bá er hann með plöntur eins og risavalmúa, villtar blá- klukkur, sem vart festa rætur nema i Skaftafellssýslum og á Mjög snyrtilega er frá öllu gengið i garði Egils við Laugaveginn. Austfjörðum, og Cyprustré, en það er planta, sem vex mikið á meginlandi Evrópu, en ekki hefur tekist almennilega að festa rætur hér, samt er Egill með eina slika... Egill hefur búið sér til steina- beð eitt fallegt i garðinum, þar sem hann hefur mikið af fjölær- um plöntum. ,,Það hefur litið bæst við af þeim siðustu ár, aftur á móti kaupi ég alltaf eitthvað af sumar- blómum og svo mun einnig verða nú.” Grasflöturinn hjá Agli er mjög fallegur, ekki fiflarót að sjá né mosa. ,,Ég nota þá aðferð að klóra þetta upp með þvi næ ég bestum árangri”, sagði Egill Krist- björnsson og með það kvöddum við Egil og þessa vini hans á Laugaveginum. —KÞ R/EKTUN NYTJAGARÐK Fyrir þá, sem áhuga hafa á ræktun nytjagarða kannaði Visir hvert og hvernig ætti að snúa sér með slika ræktun i huga. Hjá garðyrkjust jóra fengust þær upplýsingar, að Reykja- vikurborg leigir út garða og er það skrifstofan að Skúlatúni 2, sem sér um leiguna. Ingvar Axelsson ber hita og þunga þessa máls og sagði hann, að þeir hefðu tvö svæði i nágrenni Reykjavikur tii umráða, annars vegar i Korpúlfsstaðalandi og hins vegar iSkammadal i Reykjahliðarlandi i Mosfellsdal. Garðarnir eru ým- ist 100 fermetrar og er þá leigan 35 krónur yfir sumarið eða 300 fermetrar á 50 krónur. Innifalið i verðinu er jarðvinnsla, sem Reykjavikurborg sér um. Að sögn Ingvars er litið annað en kartöflur ræktaðar i þessum görðum. aðrar nytjajurtir rækta menn i' minna mæli enda oft hægt heima við. Útsæði þarf fólk að sjá sér fyrir sjálft. Margir eiga frá uppskeru siðasta árs, en aðrir geta leitað ti' Grænmeti sverslunar Land- búnaðarins, þar sem kilóið kostar 5krónur. Yfirleitt er talað um 20. mai' sem heppilegan tima til að setja niður kartöflur. Heppilegt magn af kartöflum i 100 fermetra garð er 25 kiló. Nágcannabyggðarlögin bjóða uppá samskonar þjónustu. Þeir á bæjarskrifstofunni i Hafnarfirði hafa þrjú svæði til umráða, i Vatnshlið, Kjóadal eða Aslandi. Tvö fyrrnefndu svæðin eru plægð af hálfu bæjarins og er leigan fyr- ir 100 fermetra 30 krónur og fyrir 150 fermetra 35 krónur yfir sumarið. Siðastnefnda svæðið er afturá mótióplægt og þar kostar garður um 200 fermetra að stærð 15 krónur. Kópavogsbær hefur svæði i Fifuhvammslandi til þessara nota og þar kosta 300 fermetrar 150 krónur, að sjálfsögðu er það svæði plægt. lleppilegasti líminn til aö setja niöur kartöflur er i kringum 20. mai. Ýmsar matjurtir eru á boð- stólnum i gróðrarstöðunum sem tilvaldar eru til heimaræktunar. Erþar fyrst að nefna káltegundir ýmsar, svo sem blómkál. græn- kál, hvitkál og rósakál og er verð á þeim plöntum á bilinu 2.60 til 2.80 krónur. Þá má nefna gulrófur og salattegundir. auk ýmissa kryddjurta og jafnvel tómatjurt- ir. Einnig er hægt að koma sér upp sæmilegasta matjurtagarði með þvi að sá, en mikið úrval er til af fræjunum i verslunum og kostar pokinn 4.50 til 10 krónur eftir tegundum. Fræjum er hægt að sá ýmist úti i garði, i groðurhúsinu, vermireitnum eða hreinlega i pott ; eldhúsglugganum. Aftan á hverjum poka eru nákvæmar upplýsingar um meðferð. — KÞ GRODRARSTÖDIN STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 Býöur úrval garðplantna: Tré, limgerðisplöntur, Fjölærar plöntur og sumarblóm. Sendum um allt land. Sækið sumarið til okkar og flytjið það með ykkur heim. GARÐEIGENDUR f Limgerðisplöntur — rósastilkar steinhæðaplöntur — fjölærarar plöntur Gleðilegt sumar VERIÐ VELKOMIN GARÐPLÖNTUSALAN AEiASKA BREIÐHO LTI Breiðholti — sími 76450 r i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i Garöáhöld og meðferð beirra Þeir sem ætla aö rækta garðinn sinn í sumar gera þaö ekki án Nauðsynlegt er, aö áhöldin séu létt og þannig úr garði gerð, að auðvelt sé að beita þeim. áhalda. Nauðsynlegt cr, að áhold- in séu létt og þannig úr garöi gerö, aö auðvelt sé að bcita þeim. Þau áhöld, sem nauðsynleg teljast við upphaf garðræktunar eru sláttuvél, stunguskófla og - gaffall, garðhrifa og garðkanna eða slanga, þvi þó oft sé vætu- samt þarf að vökva annað slagið, sérstaklega þegar gróðursett er. Siðar má bæta við verkfrærum eins og kantskera, trjáklippum, limgerðisklippum og svo fram- vegis, allt eftir stærð garða og þörfum hvers og eins. 1 tilefni af blaðauka þessum gerðum við könnun á gangverði ýmissa garðáhalda, en það skal tekið fram, að þetta er enginn tæmandi listi. Verðið á hverjum hlut segir til um lægsta fáanlegt verð eftir þvi, sem Visir komst næst. Sláttuvélar Kr. handknúnar ca. 694.00 bensinvélar ca. 2140.00 rafknúnar ca. 972.00 loftpúðavélar ca. 1595.00 Kantskerar Kantklippur ca. 90.00 venjulegar með innb. ca. 34.65 hleðslutæki ca. 356.00 Limgeröisklippur ca. 85.00 Trjáklippur ca. 52.00 Heyhrifur ca. 54.60 Laufhrifur ca. 28.00 Garðhrifur ca. 37.75 Þá er einnig hægt að fá skaft og kaupa siðan i lausu, liausa á skaftið eins og hrffu, klóru o.s.frv. Slöngur ca. 36.00 20m.búnt ca. 90.00 i metratali ca. 4.50 Slöngubyssur ca. 23.00 Úðarar ca. 57.00 Slönguupphengi ca. 22.00 Slöngustatif ca. 336.00 Slönguvagnar Vökvunarkönnur, 8 ca. 326.00 litra ca. 85.00 Hjólbörur, 80 litra ca. 495.00 Fötur ca. 13.60 Skóflur ca. 70.00 Klórur ca. 57.15 Arfasköfui’ ca. 72.50 Stunguskóflur ca. 86.00 Stungukvislar ca. 118.00 Undirristuspaðar Sma’verkfæri ca. 165.00 kiórur, skóflur osfrv .ca. 3.15 Blómakassar Garðverkfæra- ca. 13.50 hengi, f. 5stk. ca. 15.50 Gúmmibanskar ca. 32.00 Vinnuhanskar ca. 32.00 En það er ekki nóg að eiga dýr og góð áhöld. Það þarf lika að þrifa þau og halda þeim við, svo þau endist sem allra lengst. Nauðsynlegt er að þrifa alla mold vel af og stifir virburstar eru bestir til þess. Best fer um áhöldin i þurri geymslu á milli þess, sem þau eru i notkun, og ákjösanlegt er, að hafa röð og reglu i geymslunni, svo viðkom- andi geti gengið að þeim á visum stað, en þurfi ekki að leita að þeim. — KÞ. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.