Tíminn - 14.12.1969, Síða 9

Tíminn - 14.12.1969, Síða 9
SUNNUDAGUR 14. descmber 1969. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarmn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjómar: Tómas Karlsson. Auglýs- inigastjóri: Steimgrímui Gislason Ritstjóraarskrifstofur I Eddu- húsinu, simar 18300—18306 Skrifstofur Bankastrætl 7 — Afgreiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði, mnanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Miklir möguleikar Fyrir forgöngu Hannesar Kjartanssonar, sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur iðnþróunarstofn- un Sameinuðu þjóðanna látið fara fram rannsókn á mark- aðsmöguleikum fyrir íslenzkar niðursuðuvörur. Þekktu kanadísku fyrirtæki var falið að annast rannsóknina og liggur niðurstaða þess nú nú fyrir í stórum dráttum. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í utanríkisráðuneyt- inu í síðastl. viku, skýrði Pétur Thorsteinsson ráðuneyt- isstjóri frá meginatriðum þeirra. Niðurstaðan er í stuttu máli sú, að góður markaður sé fyrir íslenzkar niðursuðuvörur og ættu íslendingar að geta selt slíkar vörur fyrir 10 millj. dollara á ári næstu 3—5 árin og ætti ágóðinn að geta orðið 2—3 millj. dollara samkvæmt lauslegum áætlunum. Sölu- möguleikamir virðast hagstæðir í Bandaríkjunum, en sæmilegur markaður fyrir þessar vörur virðist einnig í Kanada, Bretlandi, Þýzkalandi og Frakklandi. Þessi niðurstaða hinna erlendu sérfræðinga segir, að íslendingar eiga að geta átt hér miWa útflutnings- möguleiika, ef rétt er haldið á málum. Þessir möguleik- ar verða hins vegar ekW nýttir, nema ríWsvaldið hafi forustu um að veita niðursuðuiðnaðinum aðstöðu til þess, að hann geti notið sín. Óneitanlega rifjar þetta upp það aðgerðaleysi, sem drottnað hefur í þessum málum seinasta áratuginn, en einmitt á þeim tíma hefur þjóðin haft mesta möguleika til að hefjast hér myndarlega handa. Fyrir meira en tíu árum fluttu Framsóknarmenn þá tillögu á Alþingi, að kannað yrði, hvernig mest mætti fullvinna síldar- afurðir innanlands og auka tekjur af síldveiðum á þann hátt. Tillagan var samþykW samhljóða. En svo kom „viðreisnar“stjórnin til valda og algert aðgerðaleysi hef- ur drottnað í þessum málum síðan. En þjóðin má ekki við því, að slíkt aðgerðaleysi hald- ist áfram. Hér þarf tafarlaust að hefjast skipulega handa. Þjóðin má ekki við því, að hinir miWu mögu- leikar, sem hér virðast fyrir hendi, séu látnir ónotaðir. Samkvæmt niðurstöðum áðurgreindra sérfræðinga get- um við hér á aðeins einu sviði drýgt þjóðartekjur okk- ar um nær einn milljarð króna. Það munar um minna. Við höfum vanræW að nota góðæri undanfarins ára- tugs til að byggja upp nýjar atvinnugreinar til viðbótar þeim, sem fyrir voru. Af því verðum við að læra. Næsti áratugur verður að einkennast af öðrum og betri vinnu- brögðum, ef vel á að fara. Ráðsmennska Geirs Daglega hækkar nú tala atvinnuleysingja í Reykjavík. Á sama tíma birta blöðin þær fréttir, að allir togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur sigli með afla sinn til út- landa í stað þess að leggja liann upp til vinnslu hér. Þetta er ekW góð ráðsmennska hjá borgarstjóranum. At- vinnuleysið væri minna, ef unnið hefði verið úr afla togaranna hér. Það á að vera eitt aðalhlutverk ráðamanna borgarinn- ar að vinna að því að tryggja öllum borgarbúum at- vinnu. Öllum öðrum fremur ber þó borgarstjóranum að vera hér á verði. Það er ekki ofsagt, að í umraBdchi máli hefur borgarstjórinn brugðizt alvarlega á verðin- um. Þ.Þ. FORUSTUGREIN ÚR THE NEW YORK TIMES: Willy Brandt hefur vissulega farið vel af stað sem kanziari Viðræðurnar við Sovétríkin eru einkum mikilvægar Willy RÚSSAR hafa á síðoistu stundu samþykkt að hefja við ræður við Vestur-Þjóðverja um gagnkvæma afneitun valdbeit- ingar. Þessi samþykkt er fyrsti jákvæði árangurinn af þriggja ára viðleitni Willys Brandts til að koma af stað viðræðum á breiðum grundvelli við full- trúa Austur-Evrópuríkjanna. Hann hóf þessa viðleitni fyrst sem utanríkisráðherra og hef- ur haldið henni áfram sem kanslari. Viðræðurnar fara fram í Moskvu og er gert ráð fyrir, að þær nái til miklu fleiri atriða n skuldbinding- arinnar um að beita ekki valdi, enda hefur hún fremur sið- ferðilegt en raunhæft gildi. Stjórnin í Bonn hefur fallizt á að fyi'gja utnræðunutn eftir með því að leita eftir ekki- árásarsáttmála við aðildarríki Varsjárbandalagsins, og er Aust ur-Þýzkaland þar ekki undan skilið. Báðir aðilar líta þannig á, að viðræðurnar og samningur- inn, sem þær eiga að leiða til, séu aðeins spor í áttina áð viðurkenningu Bonn-stjórnar- innar á þeim landamærum Þýzkalands, sem gilt hafa frá styrjaldaflokum, og tilveru Austur-Þýzkalands sem ann- ars ríkis þýzku þjóðarinnar. ÆTLUN ríkisstjórnarinnar í Bonn er að afla stuðnings við meginmarkmið sitt, eða bráða- birgðaafstöðu til Austur-Þýzka- lands og að lokum afnám skipt ingarinnar í tvö ríki. Sögusagnir hafa verið á kreiki um, að valdhöfunum í Washington hafi þótt ríkis- stjórn Brandts kanslara ráð- færa sig of lítið við þá um 9amningaumleitanirnar við Austur-Evrópuríkin. Þessum orðrómi hefur nú verið hnekkt með því alúðlega bréfi, sem Nixon forseti hefur skrifað kanslaranum og falið Rogers utanríkisráðherra að koma á- leiðis. í bréfinu er lögð áherzla á, að viðleitni ríkisstjórn- arinnar í Washington til að „dnaga úr áhrifamætti þeirra langvarandi aðstæðna, sem valdi spennu í Evrópu". Viðræðurnar í Moskvu og út- þurrkun ágreinings, sem virt- ist í uppsiglingu við Banda- ríkjastjórn, veldur því hvort tveggja, að ríkisstjórn Vestur- Þýzkalands virðist hleypa óvenjulega heillavænlega úr hlaði, einkum þó að því er varðar utanríkismálin. BRANDT kanslari og Scheel utanríkisráðherra hafa tekið af- dráttarlausa afstöðu í mjög mikilvægum stefnuatriðum og vakið með því traust bæði bandamanna sinna í vestri og valdhafanna í Moskvu og ríkis- stjórna flestra Austur-Evrópu- ríkjanna. Skjót og meiri hækkun þýzka marksins en þorri fjár- málamanna hafði gert ráð fyr- ir sýndi mikla hyggni í efna- hagsm’álum, mikið stjórnmála- hugrekki og óbilandi traust á þýzku efnahagslífi. Flestir hefðu frernur átt von á því, að ríkisstjórn, sem styddist við jafn nauman meirihluta í þjóð þingimu, sýndi meira hik í ráð- stöfunum, sem hlutu að gera viðskipta- og greiðslujöfnuð ríkisins óhagstæðari en áður. Vestur-Þýzka ríkisstjórnin sýndi einnig hugrekki þegar hún undirritaði sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorku vopna. Sú athöfn olli því, að andstæðingar Brandts hófu há- vær andmæli og báru honum á brýn meðal annars, að hann ætlaði að „svíkja þjóðina“. En- undirritunin vakti traust hjá ríkisstjórnum þeirra þjóða, sem áður urðu -nardýr árás- arstefnu Þýzkalands og gaf öðrum þjóðum gott fordæmi, sé í lagi Japönum. BRANDT kanslari á einnig mikið lof skilið fyrir þá sam- Brandt. þykkt Efnahagsbandalagsríkj- anna að hefja í sumar samn- ingaumleitanir við Breta og aðrar þjóðir, sem sótt hafa um áðild. Hann tók i þessu efni mun ákveðnari afs’töðu gegn Frökkum, en vestur-þýzkur kanslari hefur áður gert. Ef til vill er þó mikilvægust viðleitni Brandts til bættrar sambúðar við valdhafana í Moskvu og Austurveldin yfir- leitt, en í þeirri viðleitni hefur hann sýnt hugkvæmni, án þess þó að gera sér nokkrar tál- vonir í því sambandi. Viðræð- urnar í Moskvu sýna, að þáð er gagnkvæm skoðun aðila, að undangenginni gaumgæfilegri athugun, að mögulegt geti ver- ið að ná samkomulagi, og þeg- ar þessar viðræður hefjast á ■B.randt kanslari skilið að við- urkennt sé, að honum hafi þegar tekizt tiltölulega vel.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.