Tíminn - 14.12.1969, Side 15
SUNNUDAGUR 14. desember 1969.
TIMINN
15
SJ—Reykjavík, laugardag
Á milli kl. 10 og 11 I morgun kviknaSi [ kyndiklefa I Borgarþvottahús
Inu í Reykjavík. Eldurinn kom upp í olíu á gólfl klefans og barst í ein-
angrun ketilsins. Slökkvilið borgarinnar réði fljótlega niðurlögum eldsins.
ÞURRFÓÐUR
Framhald af bls. 1.
að nota sjálfvirkni við fóðrun með
slíku fóðri.
Fyrir fyrri heimsstyrjöldina var
reynt að búa til fulikomið þurr-
fóður fyrir silung en tilraunir mis
tókust og það var ekki fyrr en
árið 1961, að vísindamönnum við
Cortland klakstöðina í New York
fylki tókst loks að búa til full-
komið þurrfóður úr venjulegum
markaðsvarningi.
„Fisikirækt er orðin stór at-
vinnugrein víða um lönd. Kínverj
ar hafa urn aldaraðir alið fisk í
tjörnum, en framleiðsla þeirra
á vatnafiski er sem stendur ca.
2 milljón tonn árlega, eða sem
svarar margföldum árlegum heild
arfiskafla íslendinga.“ segir í
erindi dr. Jónasar, og ennfremur:
„Bandaríkjamenn rækta mikið af
sojabaunum og mais-gluten mjöli,
sem eru eggjahvíturíkar mjölteg
undir. Af þeim ástæðum eru þess
ar mjöltegundir mikið notaðar í
þeirra fóður. Vafasamt getur því
reynzt fyrir íslendinga að leitast
við að blanda fóður eftir erlend-
um forskriftum með „licence" ef
við höfum ekki sömu forsendur
Innflutningur á fullkomnu þurr-
fóðri til eldis alifisks kemur naum
ast til greina nema um hagstætt
hlutfall verði að ræða milli fóður
kostnaðar og söluverðmætis af-
urða. Um notkun þess til göngu
seiðaframleiðslu gegnir öðru máli,
sem sakir standa, vegna hins háa
verðs á gönguseiðum, en lækkun
fóðurkostnaðar ætti að sjálfsögðu
að hafa áhrif á söluverð göngu
seiða.
Af fyrrgreindum ástæðum m.
a. tel ég vafalaust, að hagkvæmt
ætti að reynast fyrir íslendinga
að nota fóður, sem iðað er við
ísl. aðstæður og helzt einnig eftir
innlendum forskriftum og fram-
leitt er sem mest úr innlendum
hraefnum.“
Þá er sagt aö blautfóður virðist
í flestum tilfellum óhentugt, en
talið upp hvað af því kemur til
greina, bæði úrgangur frá slátur
húsum og svo fiskafurðir.
Þá segir: „Þur.fóður hefur alla
kosti fram yfir blautfóður allt
frá blöndun til gjafar, en að sjálf
sögðu kostar þurrkun viðeigandi
varnings töluvert. Hér á landi er
framleitt mikið af fiskimjöli, og
virðist því fljótt á litið veruleg
notkun þesS í þurrfóður augljós.
En sá galli er á gjöf Njarðar, að
flestar tegundir eru mjög óheppi
legar og aðrar beinlínis ónothæf-
ar í fiskfóður. Kemur það í fyrsta
lagi til, að allt fiskimjöl er sem
stendur eldþurrkað. í öðru lagi er
síldarmjöl, loðnumjöl og karfa-
mjöl, fituríkar mjöltegundir, en
þránuð fita er beinlínis eitur fyrir
laxfiska, en þránunin á sér stáð
bæði við eldþurrkun og svo við
geymslu. Sprælingsmjöl og þorsk
mjöl inniheldur yfirleitt töluvert
minni fitu, en ókönnuð eru áhrif
þeirrar fitu eftir eldþurrkun.
Sennilega er hugsanleg notkun
þerra takmörkuð. Japani.- nota um
60% fiskimjöl í fóður sitt. Þetta
fiskimjöl er gufuþurrkað hvítfisk
mjöl með lágu fituinnihaldi, sem
unnið er úr nýju hráefni. Hér
á landi eru tvær gufuþurrkunar
verksmiðjur, en hvorug þeirra er
starfrækt. Unnt væri þvi að fram
leiða hérlendis gufuþurrkað fiski
mjöl úr óskemmdum þorskúr-
gangi, en þaj mjöl væri fyllilega
sambærilegt hinu japanska að
gæðum. Gufuþurrkað síldarmjöl
eða fremur gufuþurrkuð síldar-
pressukaka úr óskemmdu og órot-
vörðu hráefni kæmi fyllilega til
greina einnig sérstaklega ef not-
uð yrðu þráavarnarefni, en hátt
fituinnihald myndi sennilega tak-
marka hugsanlega notk„n.“
„Fiskimjöl er þó ekki fullkom
ið fóður, en má vera sem samsvar
ar milli 60 .'0% í blöndun þar
sem 55—65% af hitaeiningum
fiskifóðursins skulu vera eggja
hvítuefni. . .“
„Fiskeldisstöðvar bandaríska
ríkisins reikna með fóðurkostnaði
sem nemur um 3’ k. -num á kíló
af eldissilungi eða um 20 krónur
á kíló áf þurrfóðri.' Með fullnýt-
ingu aðstöðu okka. með hliðsjón
af þekkingu annarra þjóða og inn
lendri tilraunastarfsemi. tel ég
að unnt ætli að reynast að fram
leiða hér fuiJkomiö þ„rrfóður.
LAXVEIÐiBÆNDUR
Framhald af bls. 1.
hann í pontu og tilkynnti að hann
myndi ekki flytja erindið til að
leggja áherzlu á mótmæli veiði-
réttareigenda gegn ræðu Jakobs
Hafstein frá deginum áður, en þar
mælti Jakob fyrir frumvarpi
þriggja alþingismanna, sem nú er
til meðferðar á Alþingi, en þing
skjalinu hafði verið dreift meðal
fundarmanna. Það, sem mestri and
stöðu mætti hjá veiðiréttarhöfum
var það ákvæði í frumvarpinu, að
engum mætti framleigja eða fram
selja veiðiréttindi nema félags-
mönnum í félögum, sem aðild
ættu að Landssamtökum stang
veiðimanna. Þetta kalla veiðirétt
hafar ótilhlýðilega einokunarstefnu
stangveiðimanna. Las Sigurður Sig
urðsson upp mótmælaályktun, Sem
veiðirétthafar gerðu í gærkveldi,
steig siðan úr pontu og gekk út
ásamt 15—20 veiðibændum. Þar
með var veiðimálaráðstefnan í
rauninni „sprungin“.
JÓLABLAÐ TÍMANS
Framhald af bls. 1.
greinin: Sannlei'kurinn er sagna
beztur úr sveitum Þingeyinga.
Grein er um jólasiði ýmissa
þjóða og Þorsteinn Matthíasson
skrifar um menn og kynni í
Bitrufirði, og auk þess greinina
Þáttaskil á Ströndum.
Steinar Sigurjónsson, rithöfund
ur, skrifar frá Þýzkalandi, þar
sem hann dyelur nú, og nefnist
grein hans: íslenzk rödd í útlönd
um. Munu hugrenningar hans í
útlandinu þykja forvitnilegar nú,
þegar svo margir dvelja erlendis
um þessi jól.
Elinborg Lárusdóttir skrifar
tvær greinar um dulræn efni í
blaðið. Byggir hún greinar þess-
ar á frásögnum í dönskum blöð
um á sínum tíma. Nefnist önnur
greinin: Kona með hæffleika
galdranorna en hin Óskiljanlegur
atburður. Myndskreyttur ljóða
flokkur um Galdra-Loft er í blað
inu eftir Elías Þórarinsson, bónda
á Arnarnúpi í Dýrafirði, og þá
er einnig myndskreytt ljóð fyrir
börn eftir Böðvar Guðlaugsson.
Nefnist það Hann Doddi litli í
Davíðshúsi. Annað efni handa
börnum og unglingum er heil síða
með jólaleikjum, og fjórar síður
samfelld myndasaga, sem nefnist
Jólaævintýri snjókarlsins.
Lausasöluverð jólablaðs Tím
ans er 40 krónur.
BÆNDUR
Hafið þið athugað að þegar
þið komið til Reykjavíkur,
getið þið fengið á ótrúlega
lágu verði: Sykur, kornvör-
ur, kex, niðursoðið græn-
meti, þvottaefni, toilett-
pappír o.m.fl.
MatvörumarkaSurinn
v/ Straumnej,
Nesvegi 33.
VÖRUBÍLAR
Höfum til sölu á annað
hundrað vórubíla
Miðstöð vörubila-
viðskiptanna.
Auk þess selium við ailai
ðrar gerðu bíla — og
vinnuvéla
BMa og búvélasalan
v 'Miklatorg Simj 23136
Ingibjörg Asmundsd.
Grettisg. 58, látin
TK—Reykjavík, laugardag.
Rrú Ingibjörg Ásmundsdóttir,
ekkja Guðmundar Kristjánssonar
frá Hólakoti, Grettisgötu 58 í
Reykjavík, lézt á Landspítalanum
í gærkveldi 84 ára að aldri. Þeim
Ingibjörgu og Guðmundi varð 13
barna auðið og komust 12 upp.
Auk þess ólu þau upp 2 fósturbönn
og eru afkomendur þeirra hjóna
onðnir æði margir og þar á meðal
margt kunnra manna í Reykjavík.
RETTARHOLDIN FYRIR
LUKTUM DYRUM
NTB-Edgarto;n, laugardag.
Réttarhöldin vegna dauða Mary
Jo Kopechne Lefjast í Edgartown
5. janúar n.k. og verða haldin
fyrir luktum dyrum, að ósk lög-
fræðinga Edwards Kennedy.
Það var James A. Boyle, dóm-
ari, sem tilkynnti um réttarhöld-
in, en þau hafa dregist á lang-
inn, vegna þess, að togstreita hef-
ur verið út af, hvort ætti að grafa
upp lík Mary Jo og kryfja það,
til þess að hægt yrði að nota þá
skýrslu við réttarhtildin. í gær
var skýrt frá, að ákveðið hefði
verið, að hin látna fengi að hvíla
í friði.
Hæstiréttur í Massachusetts á-,
kvað, að hvorki blöð, sjónvarp, né
almenningur skyldi fá aðgang að
réttarhöldunum, eftir að lögfræð-
ingar Edwards Kennedy, höfðu
krafizt þess, að svo yrði. '
Inni- og útiljósaseriur
• ÚRVAL AF INNI- OG ÚTI-
LJÓSASERÍUM
• MISLITUM PERUM
• LJÓSASKRAUTI
• SVO OG ALLT EFNI TIL RAFLAGNA
NÆG BÍLASTÆÐI
L/ÓSI//RK//-/£
PÖSTHÖLF 1288 - REYKJAVÍK’
sími 81620
Þeir, sem nú gerast áskrifendur að tímaritinu „Skák"
öðlast yfirstandandi árgang ókeypis,en gteiða fyrir næsta
ár. „Skák" hóf göngu sína 1947 og eru flest tölublöðin
fáanleg enn.
Tímaritið „Skák" Pósthólf 1179 — Reykjavík.
Áskriftarsími 15899 (á kvöldin).
i Klippist hér i
Ég undirritaður óska hér með eftir að gerast áskrifandiað
tímaritinu „Skák".
□ Hjálagt sendi ég áskriftargjald næsta árs. 500’00-
□ Áskriftargjaldið greiðist gegn póstkröfu.
Nafn ........
Heimilisfang ..
VELJUM
VELJUM ÍSLENZKT
ÍSLENZKAN IÐNAÐ
OFNA