Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001 3
L
ÍTIÐ hús með grænu bárujárns-
þaki norður við heimskautsbaug.
Allan veturinn hugsar hann
um húsið. Hvernig það taki á sig
norðaustan rigningarveðrin og
stórhríðarnar. Hvernig því líði
mannlausu, langar myrkar næt-
ur þegar þeir félagar Frosti og
Snjólfur æða grenjandi fyrir utan. Sem
betur fer veit hann nú að húsið á sér vernd-
ara sem vaka yfir því á nóttu sem degi allan
ársins hring.
Og eftir því sem hann öðlaðist trú á
verndurum þess fór hann alltaf að hugsa
um húsið í sólskini og sunnan vindi.
Upp úr miðjum nóvember ár hvert fer
hann að dreyma að hann sitji í brekkunni
með brönugrösunum vestan við húsið og
tyggi strá. Og safinn úr þessu örmjóa strái
er svo ljúffengur og óþrjótandi að hann
dugir honum alla nóttina og langt fram á
næsta dag. Eftir því sem dagarnir styttast
lengjast draumarnir. Brekkurnar verða
grænni, litadýrð blómanna meiri, suðvest-
anvindurinn hlýrri. Litlu skiptir þótt
draumar næturinnar gleymist, dagdraum-
arnir eru engu síðri og hann dvelur drjúgan
hluta skammdegisins í brekkunum kring-
um húsið. Og þær standa alltaf í blóma. Það
er sólskin og sunnan vindur.
Einhvern tíma í maí kemur svo kallið og
hann fer að tygja sig til brottfarar ásamt
hinum síðbúnu farfuglunum. Um leið og
síðustu skylduverkunum sleppir er hann
rokinn.
Um mitt sumar gengur hann út að morg-
unlagi, krýpur í mosann og sötrar dögg úr
maríustakki, nær sér í laufblað og leyfir
flugunum sem eru að drukkna í vatnsföt-
unni að skríða upp á. Og kraftaverkið ger-
ist. Þær sem voru glataðar eru að skammri
stundu liðinni aftur komnar á ról í leit að
hunangi. Hugar að þúfutittlingshreiðrinu í
barðinu, heilsar upp á stelkinn á mæninum,
þræðir mjóa stigu milli þúfnakolla og að
vitum hans berst ilmur af lambagrasi, sest
á hækjur sínar, og sem hann sér fölbleika
litinn hverfast í dumbrautt, ber fyrir augu
hans tvö snarfiðrildi, silfurgrá, að eðla sig á
laufblaði. Vængir, fálmarar, fagurlegir
búkliðirnir eru grafkyrrir eins og á mynd,
innrammaðir til eilífðar í þessari athöfn,
samvaxnir bakhlutarnir geyma óendanlega
sælu þennan sumardag. Um leið og hrossa-
gaukur rennir sér ofan úr háloftunum með
fjörlegu hneggi rofna tengslin við fisvængj-
urnar og hann sér allt í móðu sem snöggv-
ast. Stekkur á fætur, strýkur um nef sér og
heldur af stað. Hægir á sér þegar hann sér
vænan brekkusnigil, biksvartan og gljá-
andi, að gæða sér á fífilblaði. Velur sér von
bráðar sæti á gráum steini, skreyttum
brúnum, gulum og grænum skófum, sylla á
honum miðjum og slétt við bak. Situr dá-
góða stund í morgunkyrrðinni og lætur
augun reika út á fjörðinn, yfir nesið og til
hafs. Glögg steindepilshjón hafa tekið eftir
tvífætlingnum, flögra í kringum hann og
skella í góm hvað eftir annað. Já, já, greyin
mín, muldrar hann í skeggið, ég skal ekkert
vera að snúast í kringum hreiðrið ykkar,
þið getið verið alveg róleg. Svo stendur
hann upp og heldur áleiðis í gömlu tóftina,
leggst á sólvermdar hellurnar, horfir á ský-
in sigla yfir himininn og hverfa út í hafs-
auga eða inn yfir hæstu tinda og veltir því
fyrir sér hvar óendanleikinn endar. En
verður við svofelldar hugleiðingar svo
ringlaður að honum verður það helst til að
rangla heim á leið.
Ilmur af nýbökuðum lummum mætir
honum í bæjardyrunum og hann sest til
borðs, treður heimspekinni upp í sig um
leið og lummunum með rúsínum og strau-
sykri, rennir öllu saman niður með sælu-
stunu, og er um leið laus við tilvistarvand-
ann.
– Ætlarðu ekki að fara að slá hérna í
kring, gæskur, segir lummukonan um leið
og hún skellir undirskálinni yfir lummu-
diskinn og stingur öllu saman á góðan stað.
Og lögmálið rennur upp fyrir honum. Að
hver og einn verður að vinna fyrir mat sín-
um.
Gengur út með semingi án þess að þakka
fyrir sig, hysjar upp brækur sínar, gáir til
veðurs og tautar fyrir munni sér: – Sú var
tíðin að bændur réðu því hvenær þeir hófu
slátt. Röltir út í skemmu og skimar eftir
amboðum, sér orfið sem faðir hans hafði átt
og hrífuna með fangamarki afa. Teygir sig
upp á brík yfir dyrum og tekur fram
stranga af striga, vefur utan af ljánum, fer
varfærnislega með vísifingur og þum-
alputta eftir blaðinu og bregður á nögl.
Eggin er flugbeitt.
Gamli maðurinn hefur brugðið honum á
áður en hann gekk frá í síðasta sinn, hugsar
hann með sér, og um leið og hann hefur
hendur á orfinu rennur af honum öll
þykkja. Þuklar eftir brýni í gluggasyllunni
og gengur út. Setur í ljáinn og hnubbar
bakkanum við stein. Og sem hann reiðir
orfið verður honum litið á blágresið sem
bylgjast við fætur hans í golunni, keikt á
stinnum legg, fjalldalafífil sem drúpir
dumbrauðu höfði, músareyra og sjöstjörnu,
lætur orfið síga, ber hægri höndina að enni
og brjósti í klaufalegri hreyfingu áður en
hann bregður ljánum.
Í AFKIMA
RABB
E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
GUNNAR Á
HLÍÐARENDA
I. FÖGUR ER HLÍÐIN
Fögur er Hlíðin, fögur glóð
um fjalla hring,
þrymur í fossum, þrungnum móð,
und Þríhyrning. –
En loftið er rautt, sem rigni blóð’
um Rangárþing.
Gott er að una óðalsfrið
og akra sá,
eiga við bestu granna grið
og grundir slá. –
En höggunum er þeim hættast við,
sem hæst ber á.
Vel er að eiga valsins dug
og vængja tök,
drengskapinn sýna’ og hetjuhug
í hverri sök. –
En engum er gatan geng á bug
við guða rök!
Guðmundur Guðmundsson (1874–1919), stundum nefndur skólaskáld,
stundaði einkum blaðamennsku og ritstörf. Eftir hann liggur fjöldi útgefinna
ljóðabóka, smásögur og leikrit. Ljóðið Gunnar á Hlíðarenda birtist í heild sinni
á nýútkomnum margmiðlunardiski er nefnist Vefur Darraðar og inniheldur
meðal annars fjölda ljóða og myndskreytinga sem sprottið hafa af Njálu í
tímans rás. Diskurinn fylgir bók Jóns Karls Helgasonar, Höfundar Njálu.
Þræðir úr vestrænni bókmenntasögu (Heimskringla,Háskólaforlag Máls og
menningar, 2001). FORSÍÐUMYNDIN
er tekin á flugeldasýningu menningarnætur í Reykjavík árið 2000.
Ljósmyndari: Ómar Óskarsson.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
3 2 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI
Andrew Wawn
er breskur miðaldafræðingur sem hefur að
eigin sögn ólæknandi áhuga á íslenskum
fornbókmenntum. Þröstur Helgason hitti
Wawn að máli í vikunni er hann hélt fyr-
irlestur í Háskóla Íslands um viðtökur á
Brennu-Njáls sögu á Bretlandi á nítjándu
öld. Wawn segir Breta hafa hópast til Ís-
lands á síðari hluta nítjándu aldarinnar til
þess að skoða söguslóðir fornsagnanna, það
hafi verið menningarferðir síns tíma.
Lagarfljót
er eina íslenska vatnsfallið sem getur jafn-
ast við stórfljótin í útlöndum, segir Helgi
Hallgrímsson í grein um fljótið. „Lygnt og
breitt sígur það fram í sinni „dreymnu ró“,
víðast án þess að straumur verði greindur,
uns það fellur fram af klettastalli, síðan aft-
ur jafnværðarlegt, uns það minnist við
Jöklu í sameiginlegum ósi. Djúp þess geym-
ir marga dul sem vísindin hafa ekki megnað
að skýra.“
Menningarnótt
er nú haldin á afmæli Reykjavíkur, 18.
ágúst, en hefð hefur myndast fyrir þessum
viðburði í höfuðborginni á síðustu árum. Á
síðum 14–16 er stiklað á ýmsu því sem í boði
er í borginni í dag og í nótt, tónlist, leiklist,
myndlist, gjörningar og ýmsar uppákomur
eru þar á meðal.
Jane Austen
hefur notið vinsælda á undanförnum árum.
Fimm til sex skáldsögur hennar hafa verið
kvikmyndaðar eða færðar upp í sjónvarps-
þætti og samhliða voru skáldsögurnar end-
urútgefnar. Úlfhildur Dagsdóttir veltir því
fyrir sér hvað það er við verk Austen sem
hefur svo mikið aðdráttarafl.