Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001 5 T HE Crib heitir þáttur sem sýndur er á tónlistarstöðinni MTV. Þar sýna kvikmynda- og poppstjörnur heimili sín og er þar fátt sem minnir í fljótu bragði á Espigerði eða Unu- fell. Þrátt fyrir ríkidæmi hús- ráðenda er furðulíkt heima hjá þeim. Til dæmis eru heimili stjarnanna yfirleitt svo sneisafull af gestum að helst minnir á fermingarveislu hjá betra fólki. Þar virðist vera samankomið vinafólk hús- ráðanda og er það oftast að horfa á sjón- varpið þegar MTV á leið um. Billjarðborð er jafnalgengur hlutur á heimili stjarnanna og Billy-bókaskáparnir frá IKEA hér á landi, skiptir þá engu hvort þar býr barn- ung fyrirsæta eða stútungsrappari. Ein- staka maður býr meira að segja svo vel að eiga súlu ef einhver daman skyldi nú vilja dilla sér. Eitthvað verður hirðin þaulsetna jú að hafa fyrir stafni. Þegar stjarnan leiðir tökufólk í gegnum eldhúsið er hún beðin um að opna ísskáp- inn til að hægt sé að bregða ljósi á mat- arvenjur hennar. Um leið og ísskápsbirtan skellur á fílabeinshúðaða eldhúsinnrétt- inguna með krókódílahöldunum rekur stjarnan oftar en ekki upp stór augu yfir ríkulegu innihaldinu. Lítið verður um svör þegar hún er beðin um að nefna hvaða matartegundir þetta eru. Greinilegt að svona fyrirmenni kaupa ekki inn sjálf. Við- brögð þeirra við svefnherberginu eru líka hálfhjákátleg. Aldrei hefur nokkrum þeirra tekist að segja frá því eins og full- orðinni manneskju sæmir. Iðulega lætur húsráðandi falla orð eins og: „Ef þessir veggir gætu nú talað!“ eða „Þið ættuð bara að vita hvað gengið hefur á hér!“ Eins og það sé nú í grófum dráttum eitthvað annað en í Espigerði eða Unufelli. Oftast endar þátturinn á því að áhorfendur fá að berja sundlaugina augum en hún er, eins og allir vita, jafnmikil skyldueign ríkra og vondur smekkur. Laugunum virðist líka fylgja vondur húmor því ekkert finnst fólkinu jafnskemmtilegt og að fleygja sér út í laug- ina í öllum fötunum. Hafa margar stór- stjörnur kosið að enda þáttinn á þá vegu. Fyrir skömmu bankaði Crib-fólk upp á hjá Tommy Lee, trommuleikaranum góð- kunna úr Mötley Crue sem nú er for- sprakki Methods of Mayhem. Og sá hafði nú aldeilis komið ár sinni vel fyrir borð og ekki að sjá að vandræðin á Wall Street hafi snert hann hið minnsta. Tommy hafði greinilega hlakkað lengi til komu tökuliðs- ins og hljóp spenntur með það um húsið sitt á meðan hann lét dæluna ganga. Marga furðuna bar þar fyrir augu sem Ei- ríkur frá Brúnum hefði eflaust getað lýst af meiri myndarskap en ég sem finnst allt framandi einhvern veginn bara asnalegt. Gifsafsteypan af þungaðri vömb Pamelu Anderson í glerkassa fannst mér asnaleg, leikfangahljóðfæri sonanna voru asnaleg og sömuleiðis stóra styttan af indverska frjósemisguðinum. Eitthvað svipað fannst mér líka um róluna sem hékk niður úr loft- inu í svefnherberginu. Þegar þangað var komið var Tómas orðinn svo æstur að ég hélt um tíma að hann ætlaði að fugla fram- an í vélarnar en svo langt gekk hann aldr- ei. Þess í stað vingsaði hann í kringum sig frægri myndbandsspólu með heimaleikfimi sinni og téðrar Pamelu. En þar fuglar hann líka svo ærlega að frægt er orðið um alla heimsbyggðina! Auðvitað var Crib-fólkið ekki fyrstu gestirnir heima hjá Tommy því þar höfðu þrír vinir hans komið sér notalega fyrir, einn karl og tvær konur. Öll nokkuð yngri en Tommy sem kominn er af alléttasta skeiði og orðinn nokkuð tekinn í kringum augun. Þegar Tommy sýndi sjónvarpstæk- in sín sátu þremenningarnir þar og fylgd- ust, að því er virtist, með 12 stöðvum í einu. Næst lá leiðin í upptökuver hússins og ekki voru gestirnir langt undan þá held- ur. Þar sat þéttholda náungi og var að vinna nýtt efni með Methods of Mayhem. Í gegnum dynjandi taktinn heyrðist Tommy loksins segja nokkuð sem var ekki bara asnalegt heldur líka pínulítið áhugavert: „Sjáiði, stelpunum finnst þetta svalt“ og átti við tónlistina. Hann benti á táturnar tvær sem skóku sig. Ekki gat Tommy hamið sig heldur og tók nokkur skref þeim til samlætis. Bíðum nú við, þessi maður hefur verið poppstjarna með öllum þeim fríðindum og lífsreynslu sem því fylgir hálfa ævina og notið aðdáunar kvenna í beinu samræmi við það en samt finnst honum það eitt heið- ur að tvær stúlkur dilli sér eftir lagi með honum. Athugið að Tommy trommaði „Girls, Girls, Girls“ fyrir svo löngu að fyrstu aðdáendur hans voru stretsbuxna- klæddir skólakrakkar í taflborðsmunstr- uðum peysum sem héldu að þeir kæmust lífs úr kjarnorkustyrjöld ef þeir bara myndu eftir því að skríða undir skólaborð- ið. Þarna sannaðist það enn og aftur sem Stefáni frá Hvítadal varð að orði fyrir löngu í ljóðinu Þér konur: Hver dáð, sem maðurinn drýgir, er draumur um konuást. Engar línur jafnsannar! En Tommy veit ekkert um ljóð Stefáns frekar en Stefán hafði nokkurn tíma spurnir af því að eitt sinn myndi drengurinn Tommy líta dags- ins ljós. Þátturinn endaði á því að Tommy stakk sér í laugina í öllum herklæðum. Stelp- urnar voru þá þegar komnar út í og hvíuðu þær mjög yfir tiltækinu. Í sömu laug drukknaði fimm ára drengur í barnaaf- mæli litlu síðar og því er heppilegt að til sé upptaka af húsakynnum Tommys. Hann getur gamnað sér við að horfa á hana þeg- ar fjölskylda drengsins hefur hirt af hon- um reyturnar fyrir dómstólum. Nokkuð sem aldrei myndi gerast í Espigerði eða Unufelli. DRAUMUR UM KONUÁST E F T I R G E R Ð I K R I S T N Ý J U „Bíðum nú við, þessi maður hefur verið poppstjarna með öllum þeim fríðindum og lífsreynslu sem því fylgir hálfa ævina og notið aðdáunar kvenna í beinu samræmi við það en samt finnst honum það eitt heiður að tvær stúlkur dilli sér eftir lagi með honum.“ Höfundur er skáld og ritstjóri. heimsótt: Þarna var merkilegar menningar- sögulegar rætur að finna. Ísland var í tísku. Flestir sem á annað borð höfðu farið eitthvað höfðu þegar farið til Grikklands og Rómar. Menn höfðu farið þangað, séð allt sem var að sjá og keypt alla minjagripina. En Þingvellir, Bergþórshvoll og Hlíðarendi voru nýir og spennandi áfangastaðir.“ Áhrifa fornsagnanna gætti í öllu menningarlífi Breta Íslandsfararnir skrifuðu bréf, dagbækur og ferðabækur sem sumar hverjar komu út. Í þessum skrifum birtist sýn Breta á Ísland. Í byrjun nítjándu aldarinnar er þar lítið sem ekkert minnst á fornsögurnar. Einkum er fjallað um náttúruna, klæðaburð Íslendinga og stundum minnst á sérkennilega lifnaðarhætti. Í skrifum Íslandsfara frá því í lok aldarinnar og byrjun þeirrar tuttugustu eru áhrif forn- sagnanna aftur á móti augljós, að sögn Wawns. „Ferðalangarnir komu greinilega í öðrum tilgangi í lok aldarinnar en í byrjun hennar. Í lok aldarinnar hópuðust Bretar hingað til þess að fara á söguslóðir Njálu, þetta voru menn- ingarferðir þess tíma. Njála var enda ekki að- eins orðin hluti af námsefni skólanna heldur voru gerðar leikgerðir af henni og lagt út af henni í skáldskap. Skáldkonan Disney Leith orti níu kvæði út frá Njálu en Grímur Thomsen og Einar Benediktsson þýddu tvö þeirra á ís- lensku (sjá ramma hér að ofan). Leith kunni ís- lensku og þýddi Gunnarshólma Jónasar á ensku fyrst manna. Þaðan hefur hún hugsan- lega fengið hugmyndina um að leggja út af Njálu í ljóði. Það fóru ekki margir í fótspor hennar en þetta þótti vissulega góð tilbreyting frá Herkúlesarkvæðunum og kristnisöguvís- ununum. Gerðar voru leikgerðir eftir Njálu, Gíslasögu, Friðþjófssögu og fleiri sögum þótt það hafi aldrei tekist almennilega að færa þær upp á svið – sennilega hafa leikhúsmenn þessa tíma lent í sömu vandamálunum og kvik- myndagerðarmenn okkar tíma, það hefur verið erfitt að brúa bilin milli kjarnyrtra samtal- anna. Enska tónskáldið Edward Elgar samdi óratóríu byggða á Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Snorra Sturluson. Einnig eru til fjölmörg málverk frá þessum tíma sem fjalla um minni úr fornsögunum. Áhrifin voru því mikil og þeirra gætti í öllu menningarlífi Breta.“ Öldin önnur Wawn segir að fornsögurnar standi sig bærilega í harðri samkeppni um athygli Breta nú í byrjun 21. aldarinnar. Hann segist finna fyrir stöðugt auknum áhuga á meðal háskóla- nemenda. „En það ríkir líka hörð samkeppni um at- hygli nemenda í enskudeildum eins og þeirri í Leeds,“ bætir hann við, „fornsögurnar keppa við námskeið um endurgerð Shakespeares á hvíta tjaldinu, afrískar nútímabókmenntir og svo framvegis og svo framvegis. Ísland hefur hins vegar afar jákvæða ímynd í hugum nem- enda en þeir hafa kannski fyrst heyrt á það minnst í popptónlistarþætti. Það eru breyttir tímar. Tungumálið er þó alltaf sami vegartálm- inn. Við höfum auðvitað þýðingar en það er æskilegt að rannsakendur fornsagnanna geti lesið sögurnar á frummálinu, að þeir séu sjálfir þýðendur þeirra. Vissulega er boðið upp á ís- lenskunámskeið í sumum skólum á Bretlandi þar sem nemendur öðlast næga kunnáttu til þess að geta stautað sig fram úr stöku texta- brotum. En vandinn er að mínu viti sá að nám- skeiðin eru alltof stutt, of stutt til þess að kenn- arar komist til að mynda yfir að lesa einhverja fornsagnanna frá upphafi til enda með nem- endum sínum. Þegar Eiríkur Magnússon kenndi íslensku við Cambridge á nítjándu öld stóðu námskeiðin í tvö ár. Nú standa þau í þrjá mánuði. En það þýðir ekki að gráta gamla tíma. Það var stigið mikið framfaraskref með nýrri heildarútgáfu á Íslendingasögum og -þáttum. Penguin-útgáfur þessara þýðinga munu og vafalaust vekja aukinn áhuga á sög- unum. Það verður því afar forvitnilegt að fylgj- ast með því hvernig sögunum reiðir af á næstu árum.“ trhe@mbl.is Leppa tvo af ljósum haddi – Langt og silkibleikt var hár – „Snúðu mér í streng á bogann!“ – Stóðu’ á honum eggjar blár. – „Liggur þér á lokkum ærið?“ – Langt og silkibleikt var hár – „Sjálft við því mitt lífið liggur.“ – Leiftruðu’ um hann eggjar blár. – „Meðan unnt er boga’ að benda“ – Bleikt og silkimjúkt var hár – „Fá mig aldrei fjendur unnið.“ – Feigan vildu’ ann eggjar blár. – „Hvort skemur eða lengur lifir,“ – Langt og silkibleikt var hár – „Liggur mér í léttu rúmi.“ – Leiftruðu’ um hann eggjar blár. – „Kinnhestinn ég má þér muna“ –Mjúkt og silkibleikt var hár – „Af mínu færðu’ eitt hár ei höfði.“ – Hjuggu nærri eggjar blár. – „Lengi skal ei lítils biðja.“ – Langt og silkibleikt var hár – Fyrir synjun fljóðs á haddi Felldu kappann eggjar blár. DISNEY LEITH GRÍMUR THOMSEN ÞÝDDI Þýðingin birtist í Kvennablaðinu, júlí 1896, en er hér fengin af margmiðlunardiskinum Vefi Darraðar sem fylgir bókinni Höfundar Njálu. Þræðir úr vestrænni bókmenntasögu (Heims- kringla. Háskólaforlag Máls og menningar, 2001). HÁR HALLGERÐAR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.