Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001 11 Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning við henni? Er hún ættgeng? SVAR: Oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, um- hverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumu- stigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins kon- ar hraðbrautir heilans. Aðrar taugafrumur eða -brautir sjá um að bæla eða örva þessar meginbrautir og fyr- irbyggja óhóflega miklar rafboðasendingar sem geta leitt af sér krampa. Þegar þetta jafn- vægi fer úr skorðum verða sterk, endurtekin og samstillt taugaboð til þess að valda mikilli örvun og getur þessi mikla rafvirkni verið ým- ist bundin við lítil svæði eða borist um allan heilann. Einkenni krampa ráðast af staðsetningu og umfangi þessara óhóflegu rafboða og geta ver- ið allt frá vægum skyntruflunum (til dæmis sjóntruflunum, dofa í útlimum eða óþægilegum tilfinningum) til vöðvalömunar eða -krampa og missis á meðvitund. Þarna er því um sama und- irliggjandi vandamál að ræða þó að einkennin séu misjöfn. Dæmigert flogakast lýsir sér með skyndilegum meðvitundarmissi, máttleysi og svo vöðvakippum um allan líkamann. Einkenn- in geta þó verið mjög breytileg. Sem dæmi má nefna að sumir upplifa aðeins störu í 2–3 mín- útur án nokkurra vöðvaeinkenna og aðrir fá ósjálfráðar, endurteknar hreyfingar; hneppa kannski í sífellu tölum á skyrtunni sinni. Vanalega er einstaklingur mjög þreyttur og ruglaður eftir krampakast og fær ekki minnið aftur fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Í kröftugum krampaköstum missir sjúkling- urinn þvag. Algeng tegund flogakasts hjá börnum er svokallað „petit mal“ þar sem barn- ið dettur út í smátíma án þess þó að missa vöðvamátt og fær síðan engin einkenni eftir að kastið er gengið yfir. Flogaveiki er bara ein af mörgum mögu- legum orsökum krampa og er í raun aðeins aukin tilhneiging einstaklings til að fá krampa- köst. Aðrar algengar orsakir krampa eru til dæmis höfuðáverkar, heilablæðingar, heila- æxli, hitakrampar í börnum eða sýkingar. Nokkrir áhættuþættir eru tengdir krömp- um, til dæmis lítill svefn, áfengis- og vímuefna- notkun og blikkandi ljós, til dæmis á sjón- varps- eða tölvuskjá. Um 2% einstaklinga fá krampakast einhvern tíma ævinnar. Þegar einstaklingur hefur fengið krampa- kast oftar en tvisvar sinnum með stuttu milli- bili eða ef um er að ræða eldri manneskju kannar læknir hvort hægt sé að finna und- irliggjandi orsök til að geta hafið viðeigandi meðferð. Þetta gerir hann meðal annars með blóðrannsóknum, heilalínuriti eða tölvusneið- myndatöku. Flogaveiki hefur einhvern erfða- þátt, misjafnlega mikinn eftir tegund hennar og kemur hún í helmingi tilfella fram á bernsku- eða unglingsárum. Þeir sem ekki þekkja einkenni flogaveiki verða oft hræddir við að sjá manneskju í krampakasti. Þetta er ástæðulaust þar sem kastið gengur oftast yfir af sjálfu sér og þarf aðeins að passa að viðkomandi slasi sig ekki. Ekki skal reyna að setja eitthvað í munninn til að hindra að viðkomandi bíti í tunguna, hins vegar er algjört forgangsatriði að tryggja að öndunarvegur sé opinn. Ef kastið er ekki geng- ið yfir á 5 mínútum eða endurtekur sig án þess að viðkomandi nái meðvitund á milli kasta skal leita tafarlaust eftir læknisaðstoð. Að fá krampaköst er oftast hættulaust en getur valdið ýmsum vandamálum þar sem ýmsar hversdagslegar aðstæður geta verið lífshættulegar fái maður skyndilegt krampa- kast. Maður með flogaveiki þarf til dæmis að forðast stórar sundlaugar eða að fara einn í bað, að vera einn á báti og, það sem er kannski óþægilegast, að stýra ökutækjum svo sem reið- hjóli eða bifreið. Margir þeirra sem hafa viðvarandi flogaköst fá lyfjameðferð. Flogaveikilyf auka starfsemi bælandi tauga og hækka því þröskuldinn sem þarf til að framkalla krampakast. Mikilvægt er að einstaklingurinn haldi samt áfram að forð- ast áhættuþættina. Í um 70% tilfella geta lyfin hindrað frekari krampaköst en um helmingur einstaklinga þarf ekki frekari lyf eftir 5 ára meðferð. Algengustu aukaverkanir af lyfjunum eru þreyta, tvísýni, þyngdaraukning, minnkaður vöðvamáttur og jafnvel minnisleysi. Áhrif getnaðarvarnarpillunar geta minnkað sam- hliða notkun flogaveikilyfja en sum þeirra geta haft fósturskemmandi áhrif. Margar tegundir flogaveikilyfja eru á markaði og því þarf alls ekki að gefa upp vonina þó að eitt þeirra verki ekki eða hafi óþægilegar aukaverkanir. Davíð Þórisson læknanemi. Hvers vegna haldast reikistjörn- urnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni? SVAR: Ef sólin hyrfi skyndilega myndu reikistjörn- urnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þeirra kallast tregða og þær deila henni með öllum öðrum hlutum sem hafa massa. Ástæða þess að þessi tregðuhreyfing eftir beinni línu gerist ekki er einmitt sú að reiki- stjörnurnar dragast að sólinni. Sporbaugs- hreyfing þeirra verður til í samspili tregðunnar og þyngdarkraftsins frá sól sem breytir í sí- fellu hraðanum, einkum þó stefnu hans. Þessi hraðabreyting nefnist miðsóknarhröðun. En ef einhver himinhnöttur í sólkerfinu missti skyndilega hraða sinn af einhverjum ástæðum myndi hann eftir það falla beint inn að sól. Hraði reikistjarnanna hornrétt á stefnuna til sólar á rætur að rekja allar götur til þess er sólkerfið var að verða til í öndverðu. Gasskýið sem það varð til úr fól í sér snúning eða hverfi- þunga sem svo er kallaður í eðlisfræði. Þessi hverfiþungi varðveittist í myndun reikistjarn- anna með því að þær fengu umræddan umferð- arhraða. Lesa má nánar um eðlisfræðina sem liggur að baki gangi reikistjarnanna í svörum um lög- mál Newtons á Vísindavefnum. Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur. AF HVERJU STAF- AR FLOGAVEIKI? Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um hvers vegna maður fær stund- um straum þegar maður fer út úr bíl, hvers vegna páfagaukar geta lært að tala öðrum dýrum fremur, hvort til séu lög um sjálfsvörn, hvers vegna Ísraelar og Palestínumenn eiga í ófriði og hvort hægt sé að hugsa til enda eitthvað sem er endalaust. VÍSINDI Þessi fræga mynd birtist fyrst í alþýðlegu riti Newtons, Kerfi heimsins, sem kom út árið 1728. Newton sýnir hér ferla kasthluta sem skotið er með mismiklum upphafshraða frá fjallstindi. Eftir því sem hraðinn er meiri lenda hlutirnir fjær upphafspunktinum. Newton færir síðan rök fyrir því að ef hraðinn er nógu mikill þá muni hluturinn alls ekki lenda heldur fara á braut um jörð eins og gervitungl gera á okkar dögum. Nánar er fjallað um þessa mynd í svari um fyrsta lögmál Newtons á Vísindavefnum. OFANGREINDIR hættir eiga þaðallir sameiginlegt að síðlínur (önn-ur og fjórða braglína) eru skemmrien síðlínur ferskeytlu. Skammhent eða skammhenda er með óstýfðar frumlínur (fyrstu og þriðju braglínu) en stýfðar síðlínur og eru þær einu atkvæði skemmri en síðlínur ferskeytlu. Hátturinn mun nokkuð gamall en ekki var farið að kveða undir honum heilar rímur fyrr en á sautjándu öld. Hætti þessum fylgir gjarn- an ljóðrænn tregi og söknuður og undir honum óbreyttum kveður Jón Helgason kvæðið Lest- in brunar. Í þriðju vísu ljóðsins dregur hann svo fram muninn á sér og þeim sem með lest- inni fer: Þú átt blóðsins heita hraða, hugarleiftur kvik; auðlegð mín er útskersblaða aldagamalt ryk. Sigurður Breiðfjörð orti undir hringhendri skammhendu fimmtu rímu af Tistram og Ind- íönu en þann hátt nefnir Sveinbjörn Beinteins- son glæsilag. Undir honum kveður Ólína Jón- asdóttir svo: Lóuhljóðin, laut og bali, lítið gróðurbarð, fossaóður, árdagssvali, allt að ljóði varð. Úrkast er mjög gamall háttur og kemur snemma fyrir í rímum. Nafnið var áður víð- tækara og voru bæði skammhenda og dverg- henda gjarnan talin til þess eða þá hátturinn var nefndur skammhending.1 Hér er fylgt skil- greiningu Helga Sigurðssonar og sá einn hátt- ur talinn úrkast sem hefur síðlínur (aðra og fjórðu línu) óstýfðar með tveim kveðum. Hægt er að tala um tvær gerðir þessa háttar eftir því hvort frumlínur voru óstýfðar (með kvenrími) eða stýfðar (með karlrími). Væru frumlínur stýfðar hófust síðlínur gjarnan á forliðum og fara hér á eftir dæmi hvors tveggja og er fyrst vísa undir hættinum óstýfðum úr háttalykli frá sautjándu öld eftir Tómas Þórðarson: Úrkast nefna allir þetta óðarsmíði. Ekki fellur allt hið rétta öllum lýði. Þá er vísa með frumstýfðu úrkasti eftir Jón Jónsson Skagfirðing: Þegar veltur veðrahjól að vetrarþrasi gott er að eiga sumarsól í sínu glasi. Dverghent er gamall háttur og var eins og áður hefur komið fram gjarnan talinn til úr- kasts og svo er það beinlínis nefnt í Rímum af Vilmundi viðutan eftir Hall Magnússon (d. 1601) þar sem segir: Úrkast er mér undraleitt þó efni eg brag; varla mun hér veita greitt það vísnalag. Rík hefð er þó orðinn fyrir því að kalla hátt þennan dverghent2 og verður því nafni haldið hér. Í síðlínum dverghendu eru tvær kveður eins og í úrkasti en sá er munurinn að þær línur eru stýfðar í dverghendu. Að öðru leyti gilda þar sömu reglur og um úrkast og má segja að af hættinum séu tvær gerðir eins og af því. Er önnur með óstýfðum frumlínum en hin með stýfðum og þá tíðast forlið í síðlínum. Sem dæmi um báðar gerðir má taka þessar aðsendu vísur ÞK: Hel skal bjóða hetjum öllum heim í dag. Senn mun þá á Sevafjöllum sólarlag. Verður myrk hin svása sól af svörtum reyk. Hver mun lifa heims um ból þann hildarleik? Fyrir koma einnig dverghendur með stýfð- um frumlínum án þess að forliður fari á eftir í síðlínum. Dæmi þess er eftirfarandi vísa sem Margrét Björg sendi þættinum: Svartamyrkur sendir burt sólin trú. Elskar hverja heimsins jurt. Hún er þú. Ekki verða hér sýnd sérstök afbrigði dverg- hendu sem byggja á mismunandi innrími þótt nóg sé til af slíkum dæmum. Að lokum viljum við þakka góð viðbrögð frá lesendum og fjölda innsendra vísna og ljóða. Úrval úr þessum sendingum má nú finna í Vísnabelg á vefsíðunni ferskeytlan.is. Vísur frá lesendum Lesendur eru hvattir til að senda vísur undir ofangreindum bragarháttum í gegnum vefsíð- una www.ferskeytlan.is eða í pósti með utaná- skriftinni: Vísnaþáttur Ferskeytlunnar, Ferskeytlan, Háholti 14, 270 Mosfellsbær Heimildir: 1 Sjá t.d. Björn K. Þórólfsson: Rímur fyrir 1600, bls. 73–74 og Helgi Sigurðsson: Safn til bragfræði íslenzkra rímna, bls. 238. 2 Sjá einkum Helgi Sigurðsson: Safn til bragfræði ís- lenzkra rímna, bls. 64–65 og Sveinbjörn Beinteinsson: Bragfræði og háttatal (2. útg.), bls xxxv–xxxiv. VÍSNAÞÁTTUR SKAMMHENT, ÚRKAST OG DVERGHENT Kristján er íslenskufræðingur og Jón Bragi verkfræðingur. U M S J Ó N K R I S T J Á N E I R Í K S S O N O G J Ó N B R A G I B J Ö R G V I N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.