Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Page 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 R EYKHOLT og öll sú menning- arstarfsemi sem þar er að finna er innan frekari seilingar en marga höfuðborgarbúa og aðra landsmenn af suðvestur- horni landsins sennilega grun- ar. Í sumar er þar boðið upp á margvíslega starfsemi, sem margir telja eflaust áhugavert að kynna sér. Má þar meðal annars nefna fornleifauppgröft- inn, sem þar hefur staðið undanfarin fjögur ár, hið nýja orgel í Reykholtskirkju, sem leik- ið verður á í sérstakri tónleikaröð á hverjum laugardegi fram í ágúst, sýningin Snorri Sturluson og samtíð hans í safnaðarsal kirkj- unnar, sem inniheldur nú í fyrsta sinn muni frá Þjóðminjasafninu, að ógleymdri Reyk- holtshátíð, tónlistarhátíð sem haldin er í júlí ár hvert og hefur fyrir löngu skipað sér í flokk með metnaðarfyllstu tónlistarhátíðum lands- ins. Auk þess eru þar nýafstaðnir svonefndir Sagnadagar, þar sem hin aldna sagnalist var ígrunduð og iðkuð af fræðimönnum jafnt sem leikmönnum. Það má því með sanni segja að sumarið sé viðburðaríkt í Reykholti. Margvíslegt fræðslustarf Þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði í blíðunni í Reykholti er þar staddur bekkur úr Lækjarskóla í Hafnarfirði, sem skoðar svæðið. „Hingað koma margir bekkir árið um kring úr skólum víða að af landinu og fá ýmsar upplýsingar um Snorra og verk hans og sögu Reykholts,“ segir Dagný Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Heimskringlu, sem annast gestamóttöku og tónleikahald í kirkjunni. „Í dag eigum við von á þremur bekkjum. Þeir skoða kirkjuna, sýninguna og gamla bæjar- stæðið þar sem fornleifafræðingar eru við störf í júní í fylgd starfsmanna okkar.“ Aðrir ferðamenn sem koma í Reykholt eiga einnig kost á sambærilegri þjónustu og hefur svo verið frá árinu 1996. Gestirnir sem heimsækja Reykholt eru jafnt íslenskir sem erlendir og eiga Reykhyltingar von á mörgum heimsókn- um í sumar. „Það er svo margt áhugavert að gerast hér,“ heldur Dagný áfram. „Nefna má hið virka tónleikahald í kirkjunni, en þar er meðal annars fyrirhugað að halda tónleika á laugardagseftirmiðdögum í sumar, á nýja orgelið sem biskup Íslands vígði á páskum. Hljómurinn í þessu hljóðfæri er einstaklega fallegur og nýtur sín mjög vel í kirkjunni. Leikið verður á orgelið á Reykholtshátíðinni, sem haldin verður hér í júlí.“ Hátíðin er ætíð haldin síðustu helgina í júlí. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er stjórnandi tón- listarhátíðarinnar en nánar er fjallað um há- tíðina á blaðsíðunni hér við hliðina. Auk tón- listarhátíðarinnar er sýningin Snorri Sturluson og samtíð hans fastur liður í menn- ingarstarfsemi Reykholts. „ Sýningin var sett upp á vegum Snorrastofu á árinu 2000 og þyk- ir mörgum áhugaverð,“ útskýrir Dagný. „Sú nýjung verður á í ár, að í fyrsta sinn eru hafðir til sýnis munir sem fengnir eru að láni frá Þjóðminjasafninu og bætt verður við sýn- inguna nýju fræðsluefni um fornleifarann- sóknina sem stendur yfir hér úti.“ Meðal munanna á sýningunni eru hlutar úr eld- smiðju sem fannst í Reykholti í vetur. Smiðj- an verður til sýnis í Finnsstofu, sem er inn af safnaðarsalnum. „Eldsmiðjan fannst þegar gömlu kirkjunni var lyft af grunni. Þetta er stærsta eldsmiðja frá miðöldum sem fundist hefur hér á landi til þessa, er mér sagt, og gef- ur ef til vill til kynna að hér hafi verið smíðuð vopn,“ segir Dagný. Hún leggur áherslu á að tilgangurinn með sýningunni sé fyrst og fremst að veita ferðamönnum í Reykholti upplýsingar. „Hér er ekki safn, en hér er sýn- ing sem er haldin á vegum Snorrastofu og Þjóðminjasafns, sem lánar gripina á hana. Ferðaþjónustufyrirtækið Heimskringla ann- ast sýninguna.“ Nýafstaðnir Sagnadagar Ýmislegt fleira hefur verið á döfinni í Reyk- holti undanfarið. Meðal annars má nefna BLÓMSTRANDI ÞJÓÐ- MENNING Í REYKHOLTI Morgunblaðið/Golli Sumarið í Reykholti verður viðburðaríkt í ár. Morgunblaðið/Golli Dr. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur í bæjarstæðinu þar sem rannsóknin fer fram. Morgunblaðið/Golli Hið nýja orgel í Reykholtskirkju. Morgunblaðið/Golli Dagný Emilsdóttir, fr.stj. Heimskringlu, og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.