Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 7 Sem friðarbogi’ í skýjum skín hér skartar Íslands fáni. Þitt geislar útlit – ásýnd þín, eins og sól og máni. Fáninn blár sem himinn – haf með hvítt og rautt kross- merkið. En jöklum með og eldum af vort eyland skóp Guðsverkið. Þjóðartákn er það til sanns – að því vér skulum hyggja – á kristnum gildum Guðs og manns er gott að mega byggja. Ein er fánans ferð ei löng en fer þó hugsvið þegna í hálfa eða heila stöng er hafinn upp þess vegna. Íslands fáni Alþingis þar æðst með ráð er vandi, forsjón þings til fulltingis fyrir þjóð og landi Í musterum og menntasal, á miðum – landsbyggð yfir, yst við strönd og innst í dal eins þar fáninn lifir. Hér á þökk Jón Sigurðsson, sómi landsins er hann. Frelsið kom, hans framtak – von – er fánans mótar viljann. Ó, vernda Drottinn borg og byggð, bæði loft og sæinn. Þín eilíf varir elska’ og tryggð, þú Alfaðir gafst daginn. PÉTUR SIGURGEIRSSON Höfundur er biskup. TIL ÞJÓÐ- FÁNANS TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Reykholti verður haldin í sjötta sinn dagana 26.–28. júlí næstkomandi í Reykholtskirkju. Finnland verður í forgrunni þetta árið og sérstakur gestur hátíðarinnar verður Petteri Salo- maa bariton frá Finnlandi. Hann er eftir- sóttur söngvari og syngur óperuhlutverk og ljóðatónleika jöfnum höndum. Hann hefur komið fram víða um heim og hljóð- ritað geislaplötur fyrir Decca og EMI. Meðal hlutverka sem hann hefur sungið eru Papageno, Don Giovanni, Fígaró o.fl. Hann hefur komið fram í Covent Garden í London og vinnur um þessar mundir að uppfærslu við óperuna í Helsinki sem Dar- io Fo leikstýrir. Annar erlendur gestur há- tíðarinnar verður píanóleikarinn Love Derwinger frá Svíþjóð sem er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur og hefur komið fram sem einleikari ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hann hefur haldið tón- leika um alla Evrópu, í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og í Rússlandi og m.a. komið fram sem einleikari með öllum helstu hljómsveitum á Norðurlöndum og Fílharmóníuhljómsveitinni í London. Aðrir flytjendur hátíðarinnar verða Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Hávarður Tryggvason bassaleikari, Sif Tulinius fiðluleikari, Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari og stjórnandi hátíðarinnar og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari. Á fyrstu tónleikum hátíðarinnar föstudaginn 26. júlí verður eingöngu flutt tónlist eftir W.A. Mozart, þ.á m. píanókvartett í Es-dúr KV 493. Laugardaginn 27. júlí verða tvennir tónleikar, þeir fyrri kl. 15.00 þar sem Petteri Salomaa barítón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir flytja ljóðadagskrá með verkum eftir Schubert, Schumann, Sibelius o.fl. og þeir síðari um kvöldið kl. 21.00. Þá verða m.a. flutt einleiks- og tví- leiksverk eftir ýmsa höfunda og mun Love Derwinger m.a. flytja prelúdíur eftir Chopin og Debussy. Lokatónleikar hátíðar- innar verða svo sunnudaginn 28. júlí og verða þar flutt m.a. Elegíutríóið eftir Rachmaninov og Silungakvintettinn eftir Schubert. Erlendir gestir á tónlistarhátíð Love Derwinger Sagnadaga, þing um sagnalistina sem haldið var í byrjun júní. Bergur Þorgeirsson, for- stöðumaður Snorrastofu, ræðir við blaða- mann um þingið. „Hér voru í fyrsta lagi tvö sagnakvöld, þar sem menn og konur, Íslend- ingar sem erlendir gestir, komu og sögðu sög- ur. Síðan var tvískipt námskeið sem fólst í því að kenna fólki að segja sögur. Auk þess vorum við með málþing um sagnahefð, bæði um eðli sagnahefðar en einnig um notagildi hennar fyrir skóla, ferðaþjónustu og svo framvegis,“ segir Bergur. Sagnadagar í Reykholti hafa að hans sögn ekki síður rannsóknarhlutverk en skemmtanagildi. Til dæmis voru sagnakvöldin tekin upp á segulbönd, sem verða varðveitt í Árnastofnun. Bergur segir að meginhlutverk Sagnadaga felist einkum í því að viðhalda hefðinni, rannsaka hana og virkja ungt fólk. „Þess vegna var þátttaka kennara í þessu þingi mikilvæg. Og á fyrra sagnakvöldinu var til dæmis þrettán ára stelpa þátttakandi, þannig að það að segja sögur er ekkert sér- viskuáhugamál eldra fólks,“ segir hann. Húsfyllir var bæði sagnakvöldin og þátt- taka á Sagnadögum almennt góð. Bergur seg- ir fólk hafa komið hvaðanæva að og margir gist á hótelinu í Reykholti sem nú sé orðið heilsárshótel. Öll dagskráratriði á Sagnadög- um voru hins vegar haldin í gamla skólahús- inu, sem nýverið hefur verið gert upp, en kennslu lauk þar árið 1997. „Þar eru bæði ráð- stefnusalir og fundarsalir og aðstaða öll mjög góð til þings sem þessa,“ segir Bergur. „Fólk og fyrirtæki eru smám saman að uppgötva Reykholt og alla þá möguleika sem það hefur upp á að bjóða.“ Að lokum vindur blaðamaður sér út og að fornleifauppgreftrinum, sem líkt og síðustu ár fer fram á svæðinu milli skóla- hússins og gömlu kirkjunnar. Dr. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur, sem hefur annast rannsóknina í Reykholti hvert sumar síðan hún hófst árið 1998, útskýrir gang mála í ár. „Við hófum framkvæmdir ný- lega og erum því enn sem komið er bara kom- in niður á það sem við uppgötvuðum í fyrra,“ segir hún, en eftir hvern uppgröft er nauðsyn- legt að tyrfa yfir fornleifarnar, til þess að verja þær ágangi vetrarmánaðanna. Í fyrra kom í ljós leiðsla gerð úr steinum á bæjar- stæðinu, sem enn er óljóst til hvers var notuð. „Það sem við ætlum að einbeita okkur að í sumar er að fylgja þessari leiðslu í báðar áttir. Annars vegar munum við athuga hvernig hún tengist húsunum á bæjarstæðinu og hvaða til- gangi hún hefur þjónað þar, hins vegar hver upptök hennar eru. Einnig munum við kanna mörk bæjarstæðisins til austurs. Elsta byggð- in var austar en síðasti bærinn á staðnum. Þar höfum við meðal annars fundið nokkur hús sem tilheyra líklega tíma Snorra hér í Reyk- holti. Við ætlum að kanna hvort fleiri bygg- ingar frá sama tíma er að finna á svæðinu.“ Guðrún segist vera farin að sjá fyrir endann á rannsókninni á bæjarstæðinu, en þá muni uppgröftur í gamla kirkjugarðinum taka við. „Það sem við ætlum að kanna er meðal annars hversu margar kirkjur hafa staðið þar. Við vitum að það var kirkja sunnan við gömlu kirkjuna sem nú stendur og var reist 1886–7. Spurningin er hvort upphaflega kirkjan stóð þar einnig,“ segir Guðrún. „Við munum at- huga hvort unnt sé að greina á milli mismun- andi kirkjubygginga. Það er heilmikið til af rituðum heimildum um kirkjuhald hérna og kirkjan var endurgerð nokkrum sinnum. Sagnfræðingur á okkar vegum er að rannsaka heimildirnar, og við munum svo athuga hvort þeim ber saman við það sem við finnum.“ Guð- rún bætir við að ýmislegt annað megi að öllum líkindum finna í kring um kirkjustæðið, þar sem að þegar grafir hafi verið teknar í kirkju- garðinum hafi ýmsar byggðaleifar komið í ljós. Hún segist þó ekki gera sér vonir um að finna heilleg mannabein, sökum lélegra varð- veisluskilyrða í jarðvegi Reykholts. „Það er þó aldrei að vita hvað kemur í ljós,“ segir hún. „Jarðsjárkönnun var gerð í kirkjugarðinum í fyrrasumar og fundust þá útlínur á húsi, sem líklega er kirkjan, og merki um ýmsar aðrar minjar sem fróðlegt væri að kanna nánar.“ Ekki hefur verið ákveðið enn hvernig geng- ið verður frá fornleifunum þegar rannsóknum lýkur að sögn Guðrúnar, en áætlað er að upp- gröftur standi í minnst tvö sumur í viðbót. „Það standa vonir til þess að hægt verði að hafa eitthvað af þeim til sýnis,“ segir Guðrún. „En hvernig það verður framkvæmt er nokk- uð sem þarf að taka ákvörðun um.“ Þar til sú ákvörðun verður tekin, gefst ferðamönnum kostur á að skoða svæðið þar sem fornleifa- uppgröfturinn fer fram í fylgd leiðsögumanns, þar til aftur verður tyrft yfir. Morgunblaðið/Golli Skólabörnum leiðbeint um sýninguna Snorri Sturluson og samtíð hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.