Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 ER ÞETTA HVERGI?- MELRAKKASLÉTTA, 1992: Kannski, en þetta Hvergi hefur rýrn- að og færst í áttina að skilgreiningunni á einhversstaðar fyrir tilstilli leifa af því sem dembt er í sjóinn. (Sést ekki á þessari mynd.) Á þessum stað flæðir ruslið upp á ströndina og safn- ast saman í því hlutfalli sem staðhættir leyfa, en án þess að hafa margbreytileika og sáttfýsi staðháttanna til að bera. Þrátt fyrir það finnur maður fyrir hinni stórkostlegu auðlegð Mel- rakkasléttu. Hún birtist manni í nærandi, margslungnu sjónrænu og efnislegu tómi. Tómi sem virðist flatt, opið, tært og óendanlegt. Af þessum þáttum er hér gnótt en tilvist þeirra veltur á gnægðinni og hreinleikanum. Til viðbótar við þennan ríkuleika hvíla einkenni heimsenda yfir Melrakkasléttu, bæði efnislega og sálrænt. Andrúmloftið er þrungið þögulli eftirvæntingu. Ef til vill vegna hafsins, sem aðeins einum eða tveimur þumlungum neðar býr yfir hótun um enn meira ríkjandi viðveru. Eða kannski er það tilfinning fyrir eitrinu, óljós sem hún er, sem truflar tilfinninguna fyrir staðnum; eituráhrif sem verða til er hið upphafna blandast við áberandi hlutföll polypropylens, polyethylens og annarra efnisþátta grískra goðsagna. Þetta er tíundi hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir ljós- mynd, 2002, hönnun og texta, 2002, Roni Horn. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.