Pressan - 14.12.1989, Side 2

Pressan - 14.12.1989, Side 2
2 ÆTTBÓK OG SAGA ÍSLENSKA HESTSINS Eftir Gunnar Bjarnason, 5. bindi. í þessu bindi er lýsing stóöhesta frá nr. 964 til 1140 og lýsing á hryssum frá nr. 3500 til nr. 4716. Þá er i bókinni starfssaga Gunnars sem ráð,unauts til ársins 1973. Segir þar m.a. frá kynningu á islenska hestinum í Evrópu og Ameriku og stofnun hestaklúbba erlendis. Bókina prýöa myndir af flestöllum stóöhestum sem lýsing er. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR BRÚÐAN HANS BORGÞÓRS Barnabók eftir Jónas Jónasson Þetta er barnabók sem höföar til fólks á öllum aldri og eflaust veröur hennar allra best notiö þegar fullorðnir lesa hana fyrir börn. Hlýleg kímni og djúpur lífsskilningur höfundar einkennir söguna. í henni er sagt frá íbúum í Ljúfalandi, einkum Borgþóri smiö, Ólinu konu hans, borgar- stjórahjónunum Jörundi og Kolfinnu og Heiöu litlu — aö ógleymdri brúöunni hans Borgþórs, Hafþóri skipstjóra. Sigrún Eldjárn teiknaöi myndir sem falla einkar vel aö efni og hugblæ sögunn- ar. Jónas hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir barnabókina Polli, ég og allir hinir, en hún kom út 1973. Bókin er prentuö í Prentsmiöjunni Odda hf. Hún er 166 blaðsiður. Útgefandi er Æskan. ÆSKAIM NÁTTVÍG Eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur fléttar saman þræöi ástar, dauðans og hafsins i sögu úr undirheim- um Reykjavikur sem lögð er í munn leigubílstjóra. Sagan gerist aö mestu á tveimur nóttum. Þá fyrri sýnast viðburðir allir sakleysislegri, en þó geymir nóttin vig; seinni nóttina ryöjast þrir rustar inn i bíl sögumanns og neyða hann i leiöang- ur — þeir sækja sér skotvopn og fremja svo óhugnanlegt innbrot. Inn i þessa för blandast hugrenningar og minningar sögumanns sem tengjast varnarleysi lifsins gagnvart fólskunni, minningar af sjónum og af ást sem var. Náttvíg er 245 blaðsíður, prentuð í Odda, en kápumynd var gerö af Auglýs- ingastofu GBB. MÁL OG MENNING ÉG HEITI fSBJÖRG ÉG ER LJÓN Eftir Vigdísi Grímsdóttur. Vigdís Grímsdóttir er meöal okkar fremstu samtimahöfunda. Hún vakti fyrst á sér athygli með smásagnasöfnum sinum Tiu myndir úr lífi þinu og Eldur og regn, og síðan með skáldsögunni Kaldaljós sem út kom fyrir tveimur árum. I þessari nýju bók Vigdísar er sögð óvenjuleg saga þar sem áhrifaríkur frásagn- arstill höfundar nýtur sín til fulls. Ung stúlka sem ratað hefur i ógæfu bíður dóms. Á tólf stundum rekur hún sögu sína fyrir lögfræðingi og um leið fær lesandinn að kynnast því stig af stigi hvaða áhrifavaldar í lífi hennar ráða ferðinni, hver við- brögð hennar við heiminum eru, hvað veldur þvi að hún verður viðskila við sam- félag manna, hver glæpur hennar er. Hér er því á ferðinni magnað skáldverk sem er í senn spennandi frásögn og Ijóðræn túlkun þar sem höfundur spinnur á listrænan hátt ótrúlega örlagasögu úr þeim margslungnu þráðum er leynast í mannlegu eðli, í heimi sem vandlifað er i. Ástin og hatrið, sektin og sakleysið hljóta á ný djúpa og óvænta merkingu i hugum lesandans. IDUNN MARfUHÆNAN, GESTUR í GARÐINUM Eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Maríuhænan hefur borist með jólagreninu i blómagarð á íslandi þar sem hún hefur tekið sér bólfestu í stóru öspinni ásamt gullsmið, hunangsflugu og ótal smádýrum. Þarna mynda þau dálítið samfélag þar sem ýmis átök verða. Ógn- valdur þessa samfélags er þrösturinn sem á sér hreiður i öspinni og litur á aðra íbúa hennar sem gómsæta bita. Skemmtilegt, fallega myndskreytt ævintýri úr islenskri náttúru. Hólmfríður Bjartmarsdóttir hefur myndskreytt bókina. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR bókin mín. Reyndar hét ég því eftir þá fyrstu að skrifa aldrei aftur slíka bók. Ég fékk nefnilega verðlaun fyr- ir þá fyrri og það var í raun ómerki- leg aðferð við að þegja höfund í hel! Það er nefnilega svo skelfilega erfitt að fylgja slíkum árangri eftir. Ég skrifa fyrir börn eins og fólk. Ég skrifa í raun fyrir barnið í okkur öllum. Bókin er án efa fyrir okkur öll, sem leyfum barninu að lifa í brjósti okkar. Ég minntist fyrr á gagnrýnendur, einn þeirra var í vandræðum með að skilgreina fyrir hvaða aldurshóp bókin væri. Þetta er ekki 5 ára bók eða 12 ára bók, þetta er bók fyrir alla. Mér finnst erfitt að skilja af hverju þarf slíkar skilgreiningar því ég er svo óskaplegt barn í mér sjálfur. Ég er nýhættur að trúa á jólasveininn. Mér finnst það reyndar ottaleg aft- urför og því ætla ég að reyna að finna þá trú á ný og ala á henni — ég er í nokkurs konar endurhæfingu! Það er svolítiö undarlegt aö barnabækur skuli af mörgum ekki vera taldar til alvöru-bókmennta. Kannski var ég sama sinnis, áður en ég fór að skrifa fyrir börn, en ég skil samt ekki af hverju þessar bækur eru ekki metnar að verðleikum. Ég tel þaö mjög mikilvægt fyrir börn aö fyrir þau séu skrifaðar góðar bækur. Ég er líka þeirrar skoðunar að þaö ætti að gera miklu strangari kröfur til þeirra sem skrifa þessar bækur en nú er gert. Það er ekkert auð- veldara að skrifa fyrir börn en full- oröna — nema síður sé.“ — Nú er ,,tírúdan hans Borgþórs" komin út. Þykir liöfundinum uænt um liana. Er þetta nokkurs konur afkuæmi þitt? ,,Nei alls ekki. Mér þykir ekki vænt um hana og því síður að ég geti litiö á hana sem afkvæmi mitt. Það er miklu frekar eins og ég vilji ekki vita af henni. Ég lít eiginlega undan ef ég sé henni stillt út í búðar- Hlugga. Þegar fyrsta bókin mín kom út greip mig undarleg skelfing ef ég rakst einhvers staðar á hana! Þetta er svo ólíkt því sem ég hef mesta reynslu af að vinna við, þ.e. útvarpið. Utvarpsþáttur hverfur. Hann fer í loftið og heyrist svo ekki meir. Einstaka þættir eru endur- teknir og ég veit ekkert verra en einmitt slíkar endurtekningar. Það hefur enginn aðgang að þáttunum sem ég hef gert, þeir eru að vísu til í safni útvarpsins en almenningur hefur ekki aðgang að því. Bókin er að þessu leyti ólík útvarpsþætti. Hún er alltaf til taks. Það liggur við að ég leggi fæð á bækurnar mínar. Ég hef til dæmis ekki lesið neina af þeim í heild sinni, nema fyrstu skáldsöguna. Það er nú reyndar smá-saga að segja frá því af hverju ég „las" hana. Gísli Halldórsson leikari talaði einu sinni við mig og spurði mig hvort mér væri sama þó hann læsi söguna inn á band fyrir blindra- bókasafnið. Ég var mjög upp með mér að bókin mín skyldi verða fyrir valinu og samþykkti þetta því. Seinna gaf svo safnið mér snældu með lestri Gísla. Það var einkenni- leg upplifun að hlusta á hann. Ég ætlaði ekki að trúa því að ég heföi skrifað þetta. I bókinni komu fram ákveðnir staðir og myndir sem voru mér hreinlega framandi!" — Þú hefur uerid uidlodandi út- uarp í fjölda úru og eflaust styttist i ad þú hættir ad starfa á þeim uett- uangi. Ætlardu þú ad setjast uid skriftir? ,,Já, ég á 50 ára útvarpsafmæli á þessu ári, þó ég hafi til þessa ekki haldið neitt sérstaklega upp á það. Ég hef veriö hér í hálfa öld og þó finnst mér eins og það sé ákaflega lítið eftir mér tekið. Lítið tekið eftir því sem ég er að gera. Ég hef ákveð- ið að hella mér út í að hætta árið 1992 í byrjun árs. Þá geng ég héðan út! Ég ætla að gera það áður en ein- hver segir: „Ætlar maðurinn aldrei að þagna?' Eflaust kem ég til með að skrifa meira eftir að ég hætti hér. Þá get ég líka leyft mér að skrifa undir minna álagi og það er vel. Útvarpið er það krefjandi miðill að maður er iðulega uppgefinn þegar heim er komiö og á því lítið eftir til að leggja í bækur eða annað það sem hugur stefnir til. Ég veit hins vegar ekki af hverju ég er að þessu, að skrifa á ég við. Það er reyndar eins með fyllibytt- una, hún veit ekki af hverju hún drekkur, hún bara gerir það. Ég er meira að segja frekar latur að skrifa yfirleitt. Ég skrifa sárasjaldan sendi- bréf og sendi varla jólakort. Ég tek miklu frekar upp símann á aðfanga- dag og hringi út mín „jólakort". Slík- ar kveðjur finnst mér dýrmætari en bréfsnifsi sem fara í körfuna á þrett- ándanum." — Huad er i deiglunni hjá rithöf- undinum Júnasi Jónassyni? „Ég er að leggja síðustu hönd á bók sem á að koma út í tilefni 70 ára afmælis Sigfúsar Halldórssonar, tónskálds og myndlistarmanns, á næsta ári. I bókinni verða myndir eftir Fúsa og einnig kemur út plata með lögunum hans. Þar fyrir utan tYt’i' í-1 Fimmtudagur 14. des. 1989 liggja drög að skáldsögu í skúffunni hjá mér. Þá sögu skulda ég vini mín- um, ljúflingnum Ólafi Ragnars- syni bókaútgefanda. Hann trúöi á mig á sínum tíma þegar enginn ann- ar gerði það og fyrir það er ég hon- um ævarandi þakklátur. Við Ólafur erum báðir þannig að við teljum að orð skuli standa og á þeim forsendum gerðum viö eitt sinn með okkur samning um að hann myndi gefa út mínar bækur. Einmitt vegna þess aö orö skulu standa læt ég Ólaf vita í hvert sinn sem ég er beðinn að skrifa bækur. Þannig var það með bókina „Og svo kom sólin upp" og þannig er það með bókina um Sigfús Halldórs- son. Ekki vegna þess að við séum skuldbundnir hvor öðrum á einn eða annan hátt, heldur vegna þess að orð skulu standa! Nú er komið að því að hann fái hjá mér skáldsögu til að gefa út. Svo er spurning hvort Ólafi líst þannig á söguna að hann vilji gefa hana út. Það er nefnilega ekki víst að ég verði svo heppinn að rekast á annan Ólaf í Austurstrætinu. Annan Ólaf sem trúir á mig. Samstarf okkar kom reyndar til með svolítið einkennilegum hætti. Það var þannig að ég var tilbúinn með handrit að minni fyrstu skáld- sögu sem hét Einbjörn Hansson. Ég var búinn að ganga milli forlaga með söguna. AB hafnaði henni, Oliver Steinn hafnaði henni og svo var það einnig með Iðunni. Dag nokkurn rakst ég á Ólaf í Austurstrætinu, þar sem hann var að vinna að einhverjum þætti fyrir sjónvarpið. Við tókum tal saman og hann spurði mig hvað ég væri að sýsla. Ég sagði hálft í hvoru í gamni og hálft í hvoru í alvöru að ég væri að leita mér að útgefanda. Ólafur fór að hlæja og sagðist vera að leita sér að höfundi! Hann hafði þá ný- lega stofnað bókaútgáfuna Vöku, sem nú er Vaka-Helgafell, og við mæltum okkur mót daginn eftir á lítilli skrifstofu sem hann hafði kom- ið sér upp, við Laugaveg. Ég fór meö handritið til hans með mikinn kvíðahnút í maganum, enda margítrekuð höfnun annarra for- laga mér enn í fersku minni. Ég man að ég lagði handritið á borðið hjá honum og sagði: „Hér er handritið Ólafur minn, ekki held ég nú að ég sé skáld." Með það fór ég og lét hann um að lesa handritið yfir. Þremur dögum seinna hringdi hann og sagði: „Ég held þú sért skáld og ég held að það sé tími til kominn að fólkið viti það."“ ÍSLENSK SKÁLDVERK ÞÝDD SKÁLDVERK Aö þessu sinni kemur út á þriðja tug íslenskra skáld- og smásagna. Marg- ir af okkar viöurkenndari höfund- um eiga bækur að þessu sinni en um leið eru líka margir nýir sem kveðja sér hljóðs. í þeim hópi er bæði ungt fólk og svo fólk á miðjum aldri eöa því sem næst sem hefur veriö að skrifa kannski meira að gamni sínu. Þau forlög sem gefa út flestar ís- lenskar skáld- og smásögur eru að þessu sinni: Mál og menning 6 bækur Hörpuútgáfan Almenna bókafélagið Iðunn Örn og Örlygur Vaka-Helgafell Forlagið Frjálst framtak 4 bækur 3 bækur 2 bækur 2 bækur 2 bækur 2 bækur 2 bækur ,,Bókelskan mann skortir aldrei tryggan vin, hollan ráögjafa, kátan félaga né áhrifaríkan hug- hreystanda.“ /. liurroiv, cnskur prcstur (1 (>.'{<)- HiTT) Þýdd skáldverk fy.rir fullorðna eru að venju fjölskrúðugur flokkur. Þar kennir margra grasa, allt frá metn- aðarfullum verkum sem teljast til heimsbókmennta lil bóka sem má kalla færibandabækur höfunda sem framleiða eins og hver önnur verk- smiðja eftir ákveðinni uppskrift. Bækur frá fjarlægum löndum koma nokkuð við sögu, t.d. eru þýddar bækur nú úr japönsku og arabísku svo dæmi séu tekin. Þau forlög sem duglegust eru við útgáfu í þessum flokki eru: ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN í fyrsta sinni verða veitt íslensku bókmenntaverðlaunin sem forseti Islands veitir. Sérstök dómnefnd, skipuð tíu manns, hefur tilnefnt tíu bækur til verðlaunanna. Önnur dómnefnd, skipuð fimm manns, fær síðan það hlutverk að skera úr um hvaða bók hlýtur þessi verölaun fyrsta sinni. Verðlaunaféð nemur einni milljón króna en val dóm- nefndar verður kunngert í janúar á næsta ári. Eftirtaldar bækur voru til- nefndar: Náttvíg, höf. Thor Vilhjálmsson, skáldsaga, útg. Mál og menning. Fyrirheitna iandið, höf. Einar Kárason, skáldsaga, útg. Mál og menning. Fransí Biskví, höf. Elín Pálmadótt- ir, sagnfræði, útg. Almenna bókafé- lagið. Götuvísa gyðingsins, höf. Einar Heimisson, skáldsaga, útg. Vaka -Helgafell. Snorri á Húsafelli, höf. Þórunil Valdimarsdóttir, sagnfræði, útg. Al- menna bókafélagið. Nú eru aðrir tímar, höf. Ingibjörg Haraldsdóttir, Ijóðabók, útg. Mál og menning. Yfir heiðan morgun, höf. Stefán Höröur Grímsson, Ijóðabók, útg. Mál og menning. Undir eldfjalli, höf. Svava Jakobs- dóttir, smásagnasafn, útg. Forlagið. Islensk orðsifjabók, höf. Ásgeir Blöndal Magnússon, bók um upp- runa og ættir orða, útg. Orðabók Háskólans/Mál og menning. Ég heiti ísbjörg, ég er ljón, höf. Vigdís Grímsdóttir, skáldsaga, útg. Iðunn. Skjaldborg Fjölvi Skuggsjá Mál og menning Forlagið Iðunn Hörpuútgáfan 6 bækur 5 bækur 5 bækur 4 bækur 4 bækur 4 bækur 4 bækur STÆRSTU FORLÖGIN Þau átta forlög sem senda frá sér flestar bækur miðað við það sem uppgefið er í íslenskum bókatíðind- um 1989 gefa út samtals 211 bækur, eða tæplega þriðjung allra bóka sem út koma fyrir þessi jól. Þau eru: Iðunn 43 bækur Mál og menning 40 bækur Fjölvi 27 bækur Almenna bókafélagið 23 bækur Skjaldborg Vaka-Helgafell Orn og Örlygur Forlagið 22 bækur 20 bækur 19 bækur 17 bækur

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.