Pressan - 14.12.1989, Síða 4

Pressan - 14.12.1989, Síða 4
4 Fimmtudagur 14. des. 1989 Það er orðið dimmt um hádegið, áður en það nær að verða bjart. Ef ekki væri fyrir armbandsúrin og stofuklukkurnar myndu dagarnir renna saman í eitt við næturnar eins og mismunandi grátt í stað þess að skipta litum svo skil megi verða. í stofum og herbergjum hverskonar situr fólk og enginn á ferli, allir eiga frí og súkkulaðið á borðum í litlum skálum og á veggjunum eru myndir af jólasveinum frá ýmsum tímum og jólaljós í gluggum. Fyrir innan ríkir friðsemdin ein, í hverjum stól og hverjum sófa situr mannvera og háir glímu við andann, ferðast um lang- an veg í huganum, til hátíðabrigða er komin klassísk plata á fóninn. Ekkert óvænt getur gerst, engin tek- ur skyndilega ákvörðun, skarkali hvunndagsins getur allt eins aldrei hafa verið til. I hverri hendi situr bók. Það eru engin jól án bóka. IVannski eru jólin orðin eins og styrjöld. Milli kaupandans og selj- andans. Kaupandinn reynir í lengstu lög að láta ekki hafa áhrif á sig, selj- andinn reynir hvað hann getur að hafa áhrif og svo togast þeir á yfir búðarborðið eftir af hafa háð lang- vinna strategíska baráttu í gegnum sjónvarpsauglýsingarnar þar sem hvert lýsingarorðið á fætur öðru missir gildi sitt. Stórkostlegt er orðið frumstig af meiriháttar og frábær í besta falli miðstig af einstaklega op- inská þegar rætt er um bækur. Og það virðist sem einstaklega op- inská sé það besta sem hægt er að vera um þessar mundir. Stjórnmála- menn í fullu fjöri æða út á ritvöllinn, eru að tjaldabaki í 40 ár eins og þeir búi yfir einhverri vitneskju um opin- berar athafnir sem enginn annar hefur nokkurntíma heyrt getið um. SOLLA BOLLA OG TÁMÍNA Eftir Elfu Gísla og Gunnar Karlsson IÐUNN hefur gefið út nýja barnabók eftir Elfu Gísla og Gunnar Karlsson. Heitir hún Solla bolla og Támína, en þær stöllur sem bókin fjallar um eru eflaust mörg- um börnum að góðu kunnar úr sjónvarpinu. Sagan segir frá því, hvernig Solla og Támína kynnast og verða vinkonur. Þær bralla ýmislegt saman sem stundum veldur alls konar misskilningi, en það gerir bara ekkert til því að þær skemmta sér ágætlega og eiga saman dálítið leyndar- mál sem enginn veit. En það er aldrei að vita hvað getur gerst þegar stóratáin vill fá að ráða ferðinni! Solla bolla og Támína er bráðskemmtileg bók, prýdd fjölda litskrúðugra mynda eftir listamanninn Gunnar Karlsson. IÐUNN SVAÐASTAÐA- HROSSIN Uppruni og saga, li bindt, eftir Anders Hansen, i þessu bindi er haldiö áfram að rekja sögu þessa merka hrossakyns sem er nú útbreiddasti stofninn innan islenska hrossastofnsins. í fyrra bindinu, sem út kom fyrir ári, var saga Svaðastaðahrossanna rakin allt frá miðri 1R öld. Nú er haldið áf ram þar sem f rá var horfið og getiö margra þekktustu gæðinga og stóó- hesta iandsins. Ritverkiö um Svaðastaðahrossin er þegar orðið grundvallarrit um islenska hrossarækt. Ritverkið geymir hafsjó af upplýsingum um menn og hesta sem aldrei hafa birst opinberlega áður. Bækurnar eru því í senn skemmtileg lesning og ómissandi uppsláttarrit fyrir alla þá sem áhuga hafa á íslenska hestinum. Bókin er unnin i isafoldarprentsmiðju hf. ÍSAFOLD STEFNUMÖTIÐ íslensk njósnasaga eftir Agnar Þórðarson. Agnar Þórðarson hefur um langt skeið verið í fremstu röð íslenskra rithöfunda, en um þessar mundir eru fjörutíu ár síðan fyrsta bók hans, Haninn galar tvisvar, kom út. Agnar er einnig kunnur fyrir leikrit sín, bæði leiksviðsverk og útvarpsleik- rit. Stefnumótið er spennandi njósnasaga og er Reykjavík nútímans aðalsögu- sviðið, en Agnar hefur valið Reykjavík sem sögusvið flestra verka sinna. Sagan hefst í boði hjá Popoff, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi. Hinum megin við Tjörnina er sendiráð Bandaríkjanna og liggja rætur atburðanna þar á milli. At- burðir síðustu ára, bæði innanlands og utan, koma við sögu og spennan eykst eftir því sem örlaganornirnar spinna vef sinn. Stefnumótið er 223 blaðsíður. Bókin er prentunnin i Prentstofu G. Benedikts- sonar en kápu hannaði Auglýsingadeild Frjáls framtaks hf. FRJÁLST FRAMTAK Kannski eru jólin orð- in eins og styrjöld. Milli kaupandans og seljandans. Orðhvatir menn biðjast afsökunar á því sem þeir hafa gert eða sagt og svo eru felldir dómar. Þessi var linur og blauður og kom í bakið á mönn- um, þennan var ekki hægt að nota til neins og þess vegna var fundin handa honum staða þar sem hann gerði hvað minnst ógagn. Eins og stjórnmál séu álíka merkileg og firmakeppni í fótbolta þar sem svarti sauðurinn er settur í framlín- una af því þar gerir hann örugglega ekki sjálfsmark. Einhver taugatitringur grípur um sig á ákveðnum stöðum í þjóðfélag- inu, menn óttast einkunnina sem bókahöfundarnir gefa þeim í opin- skáu ævisögunum og viðtalsbókun- um og endurminningaritunum. Sendiherrafrú spilar út og finnur sig knúna til að segja öðru fólki frá því í bók að maðurinn hennar hafi verið öðruvísi en hann átti að vera. Fræg- ur ferðaskrifstofukóngur neyðist til að benda þjóðinni á að hann sé alls ekki sá sem hún hefur haldið hann vera. I fjölskylduboðum eru þetta bæk- urnar sem eru ræddar. Enginn vill kaupa þær handa sjálfum sér en vandlega passað upp á að kaupa þær handa einhverjum nánum ætt- ingja svo hægt sé að fá afhjúpanirn- ar lánaðar. Eins og rándýrt gians-. tímarit sem allir sjá en enginn les. Svo eru þessar bækur gleymdar — engum dettur i hug um þessi jól að gefa sögu um ristilbóigur fyrrver- andi fréttastjóra í jóiagjöf. Hvað þá heldur söguna um Höllu Linker sem var einskonar ævinýri í útlöndum með eiginmanni sem bjó yfir illri lund og ótuktarskap. Strax í janúar eru þetta orðnar gamiar fréttir á gulnuðum blööum. En svo er það þannig að þrátt fyrir ótrúlegan áhuga íslendinga á ís- lendingum og einkalífi þeirra er allt- af einn erlendur höfundur sem seiur betur en þeir íslensku. Þessi maöur er að vísu iöngu dauður og eftir því sem best verður séð líka löngu hætt- ur að skriía. Samt kemur frá þessum meistara spennusögunnar, eins og það hlýtur að heita, hvert verkið á fætur öðru, dauöa-þetta-giidru-nitt- kulda-eitthvaö-annaö með reglu- legu millibili. Og menn spyrja sig hvernig þetta megi vera, að látinri maður skuli ár eftir ár skrifa bækur og slá við ölium íslenskum höfund- um í sölu af miklu öryggi. Hér hefur bókaþjóðin látið snúa á sig segja spakvitrir og skiija ekkert í málinu. Hinum er alveg sama, þeir kaupa bækurnar ár eftir ár og ritsafn nób- elsskáldsins upp á einar fimmtíu bækur verður bráðum frekar fátæk- iegt i hillu miðað viö „samlede vær- ker" hins látna manns. Það hlýtur að vera spurning hvort fleiri fara ekki að sjá sér leik á borði og skrifa bækur undir nafni gengins fólks — t.d. mætti hugsa sér að grafa upp eitthvert handritsrifrildi frá kunnum höfundi og „vinna úr hugmyndinni”, skrá svo viðkomandi fyrir bókinni og selja vel. Ekkert er ómöguiegt í þessum heimi. Svo skrifar látni maðurinn líka hetjubókmenntir en eftir því sem næst verður komist er það að margra áliti eitthvað sem vantar algerlega í flóru íslenskra bókmennta. Alvöru hetjur sem svíf- ast einskis til að ná fram markmið- um sínum og láta jafnan tilganginn helga meðalið. Og menn sjá fyrir sér náunga í frakka með hatt á hausnum standa í porti í miðbænum og gera sig lík- legan til að elta vel klæddan mann á fimmtugsaldri sem ekki hefur hreint mjöl í pokahorninu. Einhvern veginn dettur samt sagan um sjálfa sig þegar spæjarinn rekst óvart á gamian skólabróður úr Iðnskólan- um, kannski fyrir utan Hressó, og sá vill fara að rifja upp horfna æsku, vantar kannski kjölfestu í lífið og er ótrúlega feginn að finna einhvern svo hægt sé að fóta sig í sameigin- legri fortíð. Um leið verður sagan vandræðaleg því ástandið er eins hjá öllum íslendingum; húsnæðisb- aslið, skuldirnar, síðasta Spánarferð, fíflin á þinginu. Jafnskjótt dettur spennusagan um sjálfa sig og snýst upp í sænska vandamálasögu og er þá betur heima setið en af stað farið. Og velklæddi maðurinn á fimm- tugsaldrinum sem hafði óhreina mjölið í pokahorninu hverfur fyrir næsta horn og er úr sögunni. Líka svo hallærislegt að skrifa spennu- sögu sem gerist í Reykjavík þar sem rignir í andlitið á mönnum og þeir geta ekki annað gert en að halda í hattinn. Eitthvað svo vonlaus spæj- ari sem bograr móti strekkingsvindi og heldur i hattbarðið milli þess sem hann revnir að skima haukfránum sjónum um sviðið. Þá er kannski betra að láta látna útlendinga um að viðhalda spennunni. Tyliidagabókaþjóðin hefur líka kannski eitthvað misst áttirnar í seinni tíð. Þrátt fyrir aö sjónvarps- þættirnir og umræðurnar séu enn í tyllidagastílnum með áhersiu á menninguna og nauösyn þess að virða og elska íslenska tungu með öllum hennar kostum og kynium verður ekki annað séð en menn séu orðnir ótrúlega snöggir að hrófla upp bókarskari fyrir jóiin. Eklci ein- asta að viðtalsbækurnar séu hrað- soðnar margar, heldur birtast víða frístundarithöfundar sem sýnir sig að eru hamhleypur til verka og spinna þráðinn næstum ómeðvitað inn á töivurnar sinar í litlum iokuð- um nerbergjum um bæinn. Dag- launamenn koma þreyttir heim á LEka sv« kaHærisíegf öö skriíe spennusögu sem geríst í Reykjavík bar sem rignir í andlit- ið é mönnum og þeir geto ekki annað gert en að haida í hattínn. kvöldin en ná einhversstaðar í af- gangsorku sem brýst út í skáldsögu eða minningaþáttum um gesti og gangandi. Kannski þetta sé helsti munurinn á íslendingum og Banda- ríkjamönnum. Sálarangist þeirra fyrrnefndu brýst út í bókaskrifum, menn hafa eitthvað að segja og finna ekki aðra leið betri. Banda- ríkjamennirnir þyrpast til sálfræð- inga sem jafnast á við hauga af les- endum og stendur ekki á viðbrögð- unum, gagnrýninni, umræðunni. Og í blöðunum birtast viðtöl við höfunda allra jólabókanna. Sumum er mikið niðri fyrir, þetta er þeirra starf og þeir skýra skilmerkilega hvað vakir fyrir þeim án þess að segja of mikið. Þræða listilega þetta einstigi milli þess að segja eitthvað eða ekkert. Aðrir kannast alls ekk- ert við að þeir hafi nokkuð að segja, gera sér satt að segja alls ekki grein fyrir tilganginum með því að sak- lausar vasabókanótur þeirra eru skyndilega komnar á prent og farn- ar að velkjast um vinnulúnar hend- ur verkarans og lakkaðar neglur frúar um sextugt sem finnur sig ekki í erfiða stöffinu og leitar í léttmetið. Margir viðurkenna að þeir hafi ætl- að sér að skrifa sögu eða einhverja aðra bók um langan tíma en aldrei Sagan segir að miili jóla og nýérs sé traffík i bókabúðum þegar viðskiptavinirn- ir koma með fimm eintök af helstu met- sölubókinni og vilja fé eitthvað annað. undið sér í það fyrr en eitthvað kom upp á og þeir bara bókstaflega urðu að koma frá sér því sem hafði safn- ast. Að skrifa sig frá einhverju eins og frægt var i eina tíð. Skúffuljóðin hætta að vera skúffuljóð, ieyndustu hugrenningar ganga kaupum og sölum og verður ekki annað séð en það sé ekki tekið út með sældinni að bera sig á torg. Samt virðist enda- laust hægt að finna fólk sem er tilbú- ið að reyna þjáninguna sjálft og virðist alls ekki taka mark á þjáning- arsystkinunum frá jólunum áður. Nema þau séu öli meira og minna gleymd. Allt rennur þetta saman í þjóðarsál- inni um jólin. Biöðin full aí fréttatil- kynningum og ritdómum, auglýs- ingum, og útvarpsstöðvar taka skyndilega upp á að fá höfunda í heimsókn, lesið upp Ijóð í miðju poppgiundrinu á fm og sjónvarps- stöövarnar hendast fram og til baka um samfélagið tii að kanna undir- ölduna, metsöiuiistarnir birtast og einhver náfgasi látna útlenska spennusagnahöfundinn í sölu. Meintir milljónamæringar spretta fram úr skúmaskotum í janúar. I búðunum er örtröðin með ólíkind- um. eins og 50% þjóðarinnar ákveði að morgni Þorláksmessu að þeim detti ekkert í hug til að gefa í jólagjöf nema bækur og þyrpast þá í bóka- búðirnar og velta vöngum. Hefur samt ekki tíma til að mynda sér neina sérstaka skoðun og velja því það sem búið er að segja þeim að hljóti að vera eðlilegast að þau velji. Hann/hún getur alltaf skipt þessu er viðkvæðið og sagan segir að milli jóla og nýárs sé traffík í bókabúðum þegar viðskiptavinirnir koma með fimm eintök af heistu metsölubók- inni og vilja fá eitthvað annað. Svo dettur allt í dúnalogn strax upp úr áramótunum. Hvergi bókaauglýs- ing, hvergi ritdómur, enginn höf- undur í sjónvarpinu. Og þá verður það ljóst. Það er engin bók án jóla.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.