Pressan - 14.12.1989, Síða 10

Pressan - 14.12.1989, Síða 10
10 Fimmtudagur 14. des. 1989 Allar jólabœkurnar VANDAÐAR GJAFAVÖRUR UNAÐLjr kynufsí vC /XS' / .A J KYNF£RDi FJYJU uc ANOk‘M'STANWAY Unaður kynlífs og ásta Formála ritarJóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræöingur Þessari bók er ætlað að auka á hæfileika þína og kunnáttu á sviði kynlífs og ástarmála. Hún lýsir hvernig slíkt má gera með því að auka vitneskju þina um kyneðli sjálfs þíns og tjáningarhæfni. Dr. Stanway ræðir kynferðismálin í samhengi við ást og rómantík ekki síður en á tæknisviðinu - og er það sannarlega ánægjulegt viðhorf á þessum tímum kynferðislegra áhyggjuefna. Hversvegna elska karlmenn konur — Hversvegna yfirgefa karlmenn konur Höfundar: Dr. Connell Cowan og Dr. Melvyn Kinder Hvað er það í fari konu sem fær karlmann til að fella ástarhug til hennar. í þessari bók svara höfundarnir fjölda örlagaríkra spurninga. Meðal kafla í bókinni eru: Ástin er stundum ótrygg — Ósjálfráður ótti kvenna við náin kynni. - Saklausar væntingar geta orðið hættulegar. — Hér er um athyglisverða bók að ræða sem hefur náð metsölu víða um heim. LÍFSGLEÐI Á TRÉFÆTI MEÐ BYSSU OG STÖNG Einstæðar endurminningar Stefáns Jónssonar. Fyrir tveimur árum sendi Stefán frá sér æskuminningar sínar, Aö breyta fjalli, sem hlutu afbragðs viðtökur enda er hann engum líkur. í þessari nýju bók segir hann sögu ástríðunnar að veiða. Stefán kveðst hafa vitað það allar götur frá barnæsku að honum var ætlað að veiða. Ævilangt hefur hann skoðað umhverfi sitt augum veiðimanns með öllu kviku og kyrru — í öllu starfi sínu hefur hann athugað viðfangsefnin af sjónarhóli veiðimannsins og glímt við þau með aðferðum hans. í kynningu FORLAGSINS segir m.a.: „Bókin um lífsgleði á tréfæti er margslungin saga — full af mannviti, hjartahlýju og óborganlegum húmor. Öðrum þræði er þetta hálfrar aldar lýsing ástríðunnar að veiða, sem er réttlæting þess að lifa — þrátt fyrir allt. En utan um þá sögu lykst önnur saga af sálarháska unglings sem svipti hann lífsgleðinni um árabil, uns hann fann hana aftur. Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng er 208 bls. Árni Elfar myndskreytti bókina en Guðrún Ragnarsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. FORLAGIÐ EINMÆLI Eftir Braga Sigurjónsson. Bragi sendir nú frá sér niundu Ijóðabók sina. Eru þá liðin fjörutiu og tvö ár frá þvi að fyrsta Ijóðabók hans, Hver er kominn?, kom út i bókaflokknum Nýjum pennum. Hann er vandvirkt Ijóðskáld, sem slær á marga strengi, en þó eru ákveðin minni honum hugstæðust. Par ber landið og áhrif þess hátt og svo er enn í þessari nýju bók, Einmælum. Þar enduróma sumarferðir Braga um byggðir og öræfi i vel gerðum kvæðum. BÓKAFORLAG OÐDS BJÖRNSSONAR f MÖRG HORN AÐ LfTA — Handbók atvinnulífsins. Iðntæknistofnun íslands og hinn nýi íslandsbanki hafa gefið út bókina „í MÖRG HORN AÐ LÍTA" — Handbók atvinnulífsins". Bókin, sem er tæpar 400 síður, er ætluð öllum þeim sem vilja og þurfa að fylgjast með í atvinnulífinu. Bókin skiptist í þrjá hluta: Fyrsti hluti er dagbók fyrir árin 1990 og 1991. Tvær vikur á hverri opnu. í öðrum hlutanum eru 17 sjálfstæðar greinar. Þær má telja meginuppistöðu bókarinnar. Höfundar allra greinanna hafa yfirgripsmikla þekkingu á viðfangs- efninu, sem tengist stjórnun og rekstri. Margir höfundanna eru þekktir úr at- vinnulífinu. Hingað til hefur lítið sem ekkert verið skrifað um rekstrarþætti eins og; verkefnastjórnun, gæðastjórnun og viðskiptaáætlanir. Þá er velt upp nýjum hliðum og viðhorfum um markaðsmál og fjallað um EFTA-EB með tilliti til rekstr- ar fyrjrtækja. Þriðji hlutinn nefnist „Léttu þér leitina". Þar er að finna hafsjó gagnlegra upp- lýsinga. Svo dæmi sé tekið má nefna upplýsingar um helstu aðila atvinnulifsins, stofnanir og þjónustuaðila, upplýsingar um inn- og útflutning, fjölmiðla. Þá er einnig að finna eyðublöð fyrir áætlanagerð. Bókin er m.a. hentug fyrir stjórnendur fyrirtækja sem þurfa á rekstrarráðgjöf að halda en gætu allt eins flett i bókinni upp á kafla sem veitir svar við vand- anum. Iðntæknistofnun og íslandsbanki vilja með útgáfu bókarinnar leggja áherslu á þau sameiginlegu markmið sem báðir þessir aðilar hafa; að stuðla að hagkvæmari stjórnun og rekstri. Bókin er myndskreytt og prentuð i lit. Hún er fest saman með gormi í kjölinn svo auðveldara sé að nota hana sem dagbók, liggjandi á skrifborði. í MÖRG HORN AÐ LÍTA kostar 2.495 kr. út úr búð. Einnig er hægt að panta hana hjá Iðn- tæknistofnun íslands. Bókin er prentuð i Prentsmiðju Arna Valdemarssonar hf. IÐNTÆKNISTOFNUN - ÍSLANDSBANKI FALLEGI FLUGHVALURINN Ævintýri fyrir yngstu börnin eftir Ólaf Gunnarsson Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Fallegi flughvalurinn eftir Ólaf Gunnarsson rithöfund. Bókin er fagurlega myndskreytt af bandarísku lista- konunni Joan Sandin. Hún hefur samið og myndskreytt um sextíu bækur og unnið til margvíslegra verðlauna fyrir list sína. Ólafur Gunnarsson er lesendum að góðu kunnur fyrir skáldsögur sínar og þætti í blöðum og timaritum, en Fallegi flughvalurinn er fyrsta barnabókin frá hans hendi. Þetta er sagan um litla hvalinn sem uppgötvaði einn góðan veðurdag sér til mikillar furðu að hann gat flogið um allan heim. Og þegar sólinni ofbauð vonska heimsins og ákvað að hætta að skína, þá flaug litli flughvalurinn upp til hennar og bað hana að miskunna sig yfir heiminn og byrja aftur að skína. Það gerði hún en með einu skilyrði... Þetta gullfallega ævintýri ferðast víða um þessar mundir — rétt eins og litli flughvalurinn — því sagan kemur samtimis út á íslensku, dönsku, norsku og sænsku. y Fallegi flughvalurinn er 32. bls. Bókin er prentuð i Portúgal og gefin út í sam- vinnu við Carlsen forlag i Kaupmannahöfn. FORLAGIÐ

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.