Pressan - 14.12.1989, Side 11
Fimmtudagur 14. des. 1989
11
ÞORGEIR I
GUFUNESI
Skráð af Atla Magnússyni blaðamanni.
Snemma á þriðja áratugnum tók ungur og lágvaxinn bóndasonur af Kjalarnesi
að vekja stórathygli, með þvi að bylta um frægustu glímugörpum þjóðarinnar,
einum af öðrum, og setja met i frjálsíþróttum, sem sum stóðu á annan áratug.
Hér var á ferðinni Þorgeir Jónsson frá Varmadal sem síðar var ætið kenndur við
Gufunes, en Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bók um Þorgeir sem
skráð er af Atla Magnússyni blaðamanni.
Þegar fræknum íþróttamannsferli sleppti gerðist Þorgeir eigandi og ræktandi
margra nafntoguðustu stökkhesta og vekringa landsins. Segja má að dynurinn
undan hófum þeirra á kappreiðavöllunum hafi borist inn á hvert heimili landsins
ár eftir ár — og lengi verður nafn „Þorgeirs í Gufunesi" baðað Ijóma í huga hesta-
manna.
En Þorgeir var sérstæður maður i fleira tilliti en þessu. Hann var ennfremur
furðulegur og ógleymanlegur persónuleiki. Hann var maður hins óhefta frelsis
og viðernis í dagfari sinu, barn og heimspekingur i senn, sem með óvæntum at-
hugasemdum og ábendingum gat séð ýmis vandamál daglegs lífs í spánnýju
Ijósi, sem gerðu þau léttvæg og kannske einkum brosleg. Það voru ekki alltaf allir
sem fylgdu honum eftir „á fluginu" til að byrja með — en gerðu það eftir á. í
hjartalagi hans voru nefnilega sannindi fólgin, sem ekki eru á hverju strái. Bókin
um Þorgeir er til orðin úr samtölum við á fimmta tug manna, fólk sem þekkti
„Gufunessgoðann" lengri eða skemmri tima og þótti vænt um hann — svo ekki
sé sterkar að orði kveðið.
Bókin um Þorgeir i Gufunesi er prentuð i Prentstofu G. Benediktssonar og
bundin hjá Arnarfelli hf. Kápugerð annaðist Auglýsingastofa P og Ó.
ÖRN OG ÖRLYGUR
SKÝRT OG
SKORINORT
Minningar Sverris Hermannssonar.
Eins og titillinn gefur til kynna er hreinskilni eitt megineinkenni þesara minn-
ingabrota sem Indriði G. Þorsteinsson hefur fært i letur af sinni kunnu frásagnar-
snilli.
í fyrri hluta bókarinnar segir frá uppvaxtarárum Sverris vestur við Djúp,
menntaskólaárum á Akureyri og háskólaárum i Reykjavík. Síðari hluti fjallar um
stjórnmálamennina, kosningaferðalögin og framboðsfundina í Austurlandskjör-
dæmi og síðast en ekki síst innri málin í flokki Sverris sjálfs, Sjálfstæðisflokkn-
um. Frásögninni lýkur þegar Sverrir verður bankastjóri 1988.
Slíkt afdráttarleysi sem hér ræður ríkjum er fágætt í íslenskum minningabók-
um. Sjálfsagt eru ekki allir sammála Sverri Hermannssyni um viðhorf til mála.
En hvað sem því líður verður hann ekki sakaður um að hann leggi ekki spil sín
á boröið í þeim gráa spilaleik sem stjórnmálin eru.
Bókin er 238 bls. að stærð. Prentsmiðjuvinnu annaðist Prenthúsið en bókband
Félagsbókbandið-Bókfell hf. Guðjón Ingi Hauksson hannaði kápuna.
ALUENNA BÓKAFÉLAGIÐ
BÆNDURÁ
HVUNNDAGS-
FÖTUM
Viðtalsbók Helga Bjarnasonar blaðamanns.
Bændur á hvunndagsfötum er fyrsta bók Helga Bjarnasonar blaðamanns.
Hann hefur á undanförnum árum aflað sér mikillar þekkingar á flestum þáttum
landbúnaðarmála og er velþekktur meðal bænda fyrir vönduð fréttaskrif um
málefni þeirra.
í bókinni segja sex nútima bændur frá lífshlaupi sínu, búskap, áhugamálum,
félagsstörfum og skoðunum.
Rætt er við Aðalstein Aðalsteinsson á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, Guðrúnu Eg-
ilsdóttur á Holtsseli í Eyjafirði, Pálma Jónsson alþingismann, á Akri í Húnavatns-
sýslu, Ólaf Eggertsscn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, Jóhannes Kristjánsson
á Höfðabrekku í Mýrdal og Þórólf Sveinsson á Ferjubakka í Borgarfirði.
Bókin er 192 blaðsíður að stærð, prýdd yfir 120 mynda auk yfirlitskorta af
heimabyggð viðmælenda. Bókin er unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf.
HÖRPUÚTGÁFAN
R\FA
ALDNIR HAFA
ORÐIÐ
Eftir Erling Davíðsson.
Bókaflokkurinn „Aldnir hafa orðið" varðveitir hinar merkilegustu frásagnir
eldra fólks af atburðum löngu liðinna ára og um það sjálft, atvinnuhættina, sið-
venjurnar og bregður upp myndum af þjóðlíf inu, örum breytingum og stórstig-
um framförum, þótt ekki sé um samfelldar ævisögur að ræða.
Með útkomu þessa bindis, sem er hið 18., lýkur þessum merkilega bókaflokki.
í þessum bókum hefur verið rætt við á annað hundrað einstaklinga, úr flestum
þjóðfélagsstéttum og öllum landshlutum, þessar bækur eru þvi saga fólksins í
þessu landi.
Þessi segja frá: Bjarni Jóhannesson, skipstjóri frá Flatey, Eirikur Björnsson,
bóndi og oddviti frá Arnarfelli, Einar Malmquist, fyrrv. útgerðarmaður, Ketill Þór-
isson, bóndi í Baldursheimi, Guðný Pétursdóttir, hjúkrunarkona, Snælandi i
Kópavogi, Þórður Oddsson, læknir í Reykjavík, og Þorsteinn Guðmundsson,
bóndi á Skálpastöðum.
FRANSÍ BISKVÍ
Saga frönsku íslandssjómannanna komin út.
Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina Fransí biskví eftir Elínu Pálmadótt-
ur sem fjallar um sögu frönsku íslandssjómannanna um þriggja alda skeið.
í bókinni rekur Elín áhrifamikla sögu sem ekki hefur áður verið rakin og fyllir
upp i stóra eyðu i sögu sjósóknar við íslandsstrendur. Heimildasöfnun og ritun
bókarinnar hefur tekið niu ár.
Franskar fiskiskútur sóttu á islandsmið öldum saman og fram yfir 1930. Alls
munu um 4000 franskir sjómenn hafa látið lifið á íslandsmiðum og um 400
franskra skúta fórust. Hvíla margir franskir sjómenn i islenskri mold. Á þessu
timabili veiddu Frakkar ókjör af fiski hér við land og meðal efnis bókarinnar er
allitarlegt yfirlit yfir afla þeirra.
íslendingar fylgdust með frönsku sjómönnunum úr hæfilegri fjarlægð, nema
helst krakkarnir sem hrópuðu á sinni golfrönsku „a la battari, fransí biskví" en
þaðan er nafn bókarinnar dregið. Spunnust ýmsar þjóðsögur um Frakkana sem
sjaldnast fóru saman við það harðræði sem sjómennirnir máttu þola.
Nánari upplýsingar um bókina má finna í 15 ára afmælisblaði Bókaklúbbs AB.
Fransí biskvi er 400 lesmálssíður auk 40 myndasiðna og allmargra mynda i
texta. Bókin er unnin í Prentsmiðju Árna Valdemarssonar hf.
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
DÚFA
TÖFRAMANNSINS
Endurminningar Hrefnu Benediktsdóttur — yngstu
dóttur Einars Benediktssonar skálds.
Hrefna kvaddi island að loknu stúdentsprófi fyrir rúmum 60 árum og hélt í
óþökk föður sins til Suður-Ameríku ásamt ástmanni sínum. Með sanni má segja
að lif hennar sé ævintýri líkast og líkist fremur skáldsögu en veruleika. Ætíð
komst hún þó klakklaust úr hverjum hildarleik. Á gamals aldri sneri Hrefna loks
aftur heim til íslands til að eyða hér siðustu ævidögunum. í bókinni varpar
Hrefna nýju Ijósi á föður sinn, hið stórbrotna skáld og framkvæmdamann sem
var langt á undan samtíðinni í hugsjónabaráttu sinni. Hún lýsir honum á hispurs-
lausan og áhrifaríkan hátt, ágæti hans og yfirburðum, en jafnframt veikleika og
vanmætti.
Dúfa töframannsins er 245 bls. Bókin er prýdd miklum fjölda mynda. Guðrún
Ragnarsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
FORLAGIÐ
AULA-
BAN DALAGIÐ
Eftir John Kennedy Toole.
„Græn veiðihúfa sat á þriflegu blöðrulaga höfði. Græn eyrnaskjól, úttroðin af
eyrum, óskorið hár og hárbrúskar, sem uxu í þessum sömu eyrum, vísuðu i báð-
ar áttir eins og umferðarmerki."
Þannig kemur ein minnisstæðasta persóna bandarískra bókmennta á seinni
tímum til sögunnar, Ignatíus Reilley. Þegar móðir hans bakkar bil sínum á annan
bíl og verður að greiða skaðann, heimtar hún að Ignatíus hætti að formæla sjón-
varpinu og bölsótast út í veröldina og fái sér þess í stað vinnu. Ignatíus gerir víð-
förult um vinnumarkaðinn, allt f rá buxnagerð Levy's, þar sem hann stendur fyrir
uppreisn starfsmanna, til franska hverfisins í New Orleans, þar sem hann lullar
um með pylsuvagn, sem verður bækistöð hans og virki.
Aulabandalagið (A confederacy of Dunces) dregur nafn af kvæði Jonathans
Swifts, en jafnvel háðsleg ádeila Swifts fellur i skuggann af þessari bók. Skop-
stæling og farsi eru andi verksins, en undirliggjandi alvara gefur henni dýpri
merkingu.
TÁKN
LÍFSREYNSLA
III. bindi
Með III. bindi LÍFSREYNSLU lýkur útgáfu ritsafnsins. Eins og i fyrri bókunum
er hér um að ræða frásagnir af lífsreynslu fólks úr öllum landsfjórðungum. Fyrri
bækurnar hafa hlotið miklar vinsældir jafnt yngri sem eldri. Gildi frásagnanna
mun enn vaxa er fram líða stundir.
HÖRPUÚTGÁFAN
DULRÆN
REYNSLA
Frásagnir af dulskynjunum sjö íslenskra kvenna.
Eftir Guönýju Þ. Magnúsdóttur. 1
Hér skýra sjö konur frá margvíslegri dulrænni reynslú sinni og svara um leið
ýmsum áleitnum spurningum. H vað ber að gera, ef við f innum fyrir auknum dul-
rænum skynjunum? Hvers vegna verða sumir miðlar en aðrir ekki? Hvernig líður
þeim, sem sjá fyrir óhugnanlega atburði, eins og slys, áður en atburðirnir gerast?
Höfum við lifað áður og þá ef til vill oft? Hvert förum við á milli jarðvistarskeiða?
Hvar er heimurinn „fyrir handan" og hvernig er þessi heimur? Er rétt að við get-
um orðið jafnt fyrir áhrifum illra afla sem góðra? Eru draumar ferðalög á önnur
tilverustig? Um framangreind atriði og ýmislegt fleira er fjallað í þessari bók.
SKJALDBORG
SKUGGSJÁ