Pressan - 14.12.1989, Síða 12
12
V i ; . V> • * « .» i'> i j 1
Fimmtudagur 14. des. 1989
BERGNUMINN
Fyrsta skáldsaga Eysteins Björnssonar
Bergnuminn er mögnuð skáldsaga úr islensku þjóðlífi. Söguþráðurinn er æsi-
legur og heldur lesandanum hugföngnum en ef skyggnst er undir yfirborðið
tekst höfundurinn á við varnarleysi mannsins gagnvart sterkum öflum tilfinn-
inganna, dulmögn, ást, von og trú.
Lesandinn fylgist með söguhetjunni og dularfullri og ógnþrunginni tilvist
hans sem fjárhættuspilara í Reykjavík. Spilafiknin hefur náð heljartökum á Hall-
dóri og leitt hann inn á braut glæpa. Hann situr bergnuminn við borðið i spila-
klúbbnum þar sem háar fjárhæðir skipta um eigendur á hverju kvöldi. Tilfinning-
ar hans eru aðeins bundnar við spilin, hann missir tökin á lifi sinu, fjölskyldan
og starfið eru í hættu. Sársaukafullt uppgjör verður ekki umflúið. Á slíkur maður
leið til baka i mannheima?
Með þessari fyrstu bók kemur Eysteinn fram á sjónarsviðið sem fullþroska rit-
höfundur sem á erindi við alla með spennandi sögu sem vekur lesandann til um-
hugsunar um gildi lifsins.
Prentsmiðjan Oddi annaðist prentvinnslu en GBB-Auglýsingaþjónustan
hannaði kápu. Bókin er 170 blaösiður.
VAKA-HELGAFELL
ÖRLAGASAGA
Eftir Þorstein Antonsson.
Bók þessi er örlagasaga hafnarstúdentsins Gisla Guðmundssonar frá Bolla-
stöðum sem lést 1884, á 26. aldursári. Höfundur spyr: Hvernig fór Gisli aö þvi
að lifa svo vammlaust sem helst er útlit fyrir og hvernig fór hann að því að deyja
með því æðruleysi sem hann gerði? í leit að svörum dregur höfundur upp lifandi
mynd af Reykjavik aldamótanna síöustu og lífi skólapilta í Lærða skólanum á
síðasta fjórðungi 19. aldar.
Höfundurinn, Þorsteinn Antonsson, hefur víða leitað fanga til að fá sem fyllsta
mynd af lífi og dauða Gísla Guðmundssonar og dregið fram idagsljósið. Hvers
vegna svipti Gísli sig lífinu? Hver voru áhrif konunnar á hælinu á sögu hans?
Saga hennar, sem í bókinni er rakin m.a. af skýrslum frá geðsjúkrahúsi á Sjálandi,
er trúlega elsti vitnisburður af þvi tagi um Islending sem um getur. Og hlýtur
greinargerðin, sem hér birtist, að vekja fólk til umhugsunar um hversu mikil saga
er enn ósögð af tilfinninga- og sálarlífi islendinga fyrr á tíð. „ÖRLAGASAGA" er
viðleitni i þá átt að gera hvort tveggja aðgengilegt núlifandi fólki.
TÁKN
VADD'ÚT í
Æviminningar Sigurjóns Rist.
„Vadd’út í" heitir ævisaga Sigurjóns Rist, vatnamælingamanns, sem bókaút-
gáfan Skjaldborg gefur út. Sigurjón er þjóðkunnur fyrir störf sín við vatnamæl-
ingar í yfir 40 ár. Hann var f rumkvöðull í sínum störfum og átti ómetanlegan þátt
í því að afla nauðsynlegrar vitneskju'um vatnsföllin á islandi, svo unnt væri að
virkja þau. Hermann Sveinbjörnsson skráði æviminningar Sigurjóns, en hann
hefur m.a. starfað við blaðamennsku og á fréttastofu ríkissjónvarpsins, verið
fréttaritari Sjónvarps á Akureyri og gert sjónvarpsþætti, ásamt þvi að ritstýra
Degi um tæpra átta ára skeið.
AFLAKÓNGAR OG
ATHAFNAMENN
Lokabindi viötaisbóka Hjartar Gísiasonar viö út-
vegsmenn og skipstjóra
Bókaflokkurinn er byggður á viðtölum við fólk, sem er í fararbroddi í skipstjórn
og útgerö. Fjallað er um þau mál, sem helzt eru i brennidepli hverju sinni, en
rauði þráðurinn í viðtölunum nú er andstaða viðmælenda Hjartar Gislasonar við
afskipti stjórnmálamanna af sjávarútveginum.
Meðal viðmælenda í þessari bók er Guðrún Lárusdóttir, útgerðarmaður í
Hafnarfirði, einn eigenda Stálskipa hf. Fyrirtæki hennar keypti skuttogarann Sig-
urey frá Patreksfirði og var hún þá sökuð um að hrifsa lífsbjörgina af Patreksfirö-
ingum og forsætisráðherra sagði hvíslað um erlent fjármagn að baki kaupanna.
„Stundum vellrikur — stundum skítblankur" er yfirskrift viðtalsins við Örn
Erlingsson í Keflavik. „Eðlilegast að hver sjái um sig," segir Guðrún Lárusdóttir,
„Hef aldrei tekið laun í landi," segir Runóifur Hallfreðsson á Akranesi, „Áhöfnin
ræöur mestu um aflasældina," segir Ólafur Örn Jónsson, Reykjavík, „Það geta
allir fyllt skip i mokveiði," segir Guðbjartur Ásgeirsson, ísafirði, og yfirskrift við-
talsins við Ingva Rafn Albertsson á Eskifirði er „Menn verða að vera ábyrgir
gerða sinna".
Bókin Aflakóngur og athafnamenn þriðja bindi er 168 bls. að stærð og prýðir
bókina mikill f jöldi Ijósmynda. Bókin er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Odda
hf. Nafnaskrá er í bókinni yfir öll bindin. Höfundurinn, Hjörtur Gíslason, er blaða-
maður á Morgunblaðinu og er sjávarútvegurinn sérsvið hans.
HÖRPUÚTGÁFAN
EINS MANNS
KONA
Minningar Tove Engilberts.
Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur gefið út bókina Eins manns kona — minningar
Tove Engilberts eftir Jónínu Michaelsdóttur. Tove Engilberts varung kona þegar
hún yfirgaf heimaland sitt og fluttist til íslands ásamt manni sínum, listmálaran-
um Jóni Engilberts. í bókinni segir hún frá uppvaxtarárunum á auðmannaheimili
í Kaupmannahöfn og dregur upp óvenjulega og heillandi mynd af lífinu þar í
borg á árunum milli stríða. Hún lýsir fyrstu kynnum þeirra Jóns en þau kynntust
fyrst er þau voru bæði við myndlistarnám. Síðan lýsir Tove langri sambúð við
stórbrotinn listamann og lífi þeirra á íslandi af óvenjulegu innsæi og næmi á sér-
kenni samferðamanna sinna.
í kynningu FORLAGSINS segir m.a.: „Minningar Tove Engilberts eru ógleym-
anlegur aldarspegill þar sem fjöldi þjóðfrægra manna og kvenna kemur við
sögu. Hún lýsir á eftirminnilegan hátt samskiptum listamanna fyrr á árum, bar-
áttu þeirra, vonbrigöum og sigrum. Þar skiptast á skin og skúrir, en umfram allt
er saga Tove áhrifamikil lýsing á tilfinningaríku samlífi tveggja elskenda og vina
sem aldrei varð hversdagsleika og vana að bráð."
Eins manns kona er 251 bls. Bókin er prýdd miklum fjölda mynda, þar á meðal
teikningum eftir Jón Engilberts sem ekki hafa áður birst. Essemm/Tómas Hjálm-
arsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
FORLAGIÐ
SKJALDBORG
SAGAN GLEYMIR
ENGUM
Eftir Ásgeir Jakobsson.
Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir baekur sínar og greinar um sjávarút-
vegsmál, útgerð, sjómennsku og fiskveiðar. í þessari bók segir Ásgeir sögur af
sjómönnum og fiskiskipstjórum, sem voru miklir aflamenn og sjósóknarar á ár-
unum 1924—'50, bátaformönnum, skútuskipstjórum og togaraskipstjórum, að
ógleymdri sögunni af skipherra landhelgisgæslunnar, sem Englendingar létu ís-
lenskan forsætisráðherra reka, vegna þess að Englendingar þoldu hann ekki;
það var enginn friður í landhelginni fyrir þessum skipherra.
SKUGGSJÁ
HIMINNINN YFIR
NOVGOROD
Eftir Régine Deforges.
HIMINN YFIR NOVGOROD byggir á sögulegum grunni líkt og Stúlkan á bláa
hjólinu en i þetta sinn hefur höfundurinn leitað fanga aftur til miðalda. Sagan
hefst árið 1051 er hin unga og fagra rússneska prinsessa, Anne frá Novgorod,
yfirgefur æskuástina sína, vini og ættingja i sínu heittelskaða Rússlandi til að
giftast konunginum í Frakklandi. Hann er ekkjumaður og barnlaus og hefur ekki
viljað kvænast aftur þótt brýnt sé fyrir honum að hann verði að geta krúnunni
erfingja. Það eru mikil umskipti að hverfa frá frelsi æskuáranna í hinu auðuga riki
stórfurstans i Kiev og til hins fátæka og ótrausta bændasamfélags sem var
Frakkland þess tima. En unga drottningin flutti með sér ferekan blæ inn í heim
undirferlis og valdabaráttu. Hún vann strax hug og hjörtu biskupa, riddara og
hertoga í hinu nýja landi sinu þótt ekki fyndi hún náð fyrir augum eiginmanns
síns sem tók félagsskap hirðsveina og trúbadúra fram yfir eiginkonu sína.
Himinninn yfir Novgorod hefur hlotið frábæriega góða dóma og vermt efstu
sæti vinsældalista í Frakklandi en nú er verið að gefa hana út á mörgum tungu-
málum.
Bókin er 336 blaðsíður og unnin í ísafoldarprentsmiðju hf.
ÍSAFOLD
LÍFSSPEKI
EDGARS CAYCE
Dámiðillinn Edgar Cayce er löngu orðinn kunnur hér á landi fyrir hæfileika sina
og ómetanlega hjálp sem hann hefur veitt þúsundum manna. Edgar Cayce-
stofnunin í Bandaríkjunum gefur út þennan flokk bóka sem samdar eru á grund-
velli þeirrar þekkingar sem Cayce lagði til. Bækurnar eru ætlaðar almenningi til
upplýsingar og til leiðsagnar við að uppgötva og stjórna dulrænum hæfileikum
sem búa í öllum mönnum. Ritstjóri bókaflokksins er Charles Thomas Cayce.
Fyrsta bókin í flokknum er nú komin út og fjallar hún um drauma. Höfundurinn
heitir Mark Thureton en bókin nefnist „Draumar — Svör næturinnar við spurn-
ingum morgundagsins". Hún fjallar um drauma, eðli þeirra, merkingu og tákn og
um þaö hvernig megi efla hæfileikann til að dreyma og til að ráða sina eigin
drauma og annarra. Meðal þess sem fram kemur er að draumar geti stuðlað að
bættri andlegri heilsu og aukinni tilfinningadýpt, bætt samband okkar við annað
fólk og okkur sjálf og rutt hindrunum úr vegi á þroskabraut okkar. Við getum lært
að muna drauma betur og ráða þá. Okkur dreymir fyrir öllu sem fyrir okkur kem-
ur. Þá njóta dulrænir hæfileikar okkar sín betur í draumi en vöku.
SILFUR EGILS
Ný spennusaga fyrir börn og unglinga.
Hjá Almenna bókafélaginu er komin út barna- og unglingasagan Silfur Egils
eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Sigrún er íslenskufræðingur og þekktur greina- og
bókahöfundur en þetta er fyrsta skáldverk hennar.
Silfur Egils segir frá íslenskri fjölskyldu, foreldrum og tveim sonum, sem eru
á ferð i París og finna þar ferðabók frá siðustu öld. Bókin fjallar um ferðir fransks
náttúrufræðings á íslandi. í hana eru skrifaðar leiðbeiningar um hvar fjársjóð sé
að finna og reyna bræðurnir að rekja sig að honum eftir leiðbeiningunum.
Inn i þetta blandast ýmislegt skemmtilegt og dularfullt. Þar má nefna ein-
kennilega kallinn á næsta borði við þau í París, bréf sem kemur rifið úr pósti og
lyftu sem fer niöur í staðinn fyrir upp.
Kápu á Silfri Egils hannaði Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson. Prentun ann-
aðist Prentverk Akraness hf. og bókband var í höndum Félagsbókbandsins Bók-
fells hf.
PRENTHÚSIÐ
ALMEIMNA BÓKAFÉLAGIÐ