Pressan - 14.12.1989, Page 14

Pressan - 14.12.1989, Page 14
14 Fimmtudagur 14. des. 1989 BRYNJÖLFUR BJARNASON Pólitísk ævisaga. Að stofni til er bókin viðtöl sem Einar Ólafsson rithöfundur tók við Brynjólf í desember 1987 og vorið 1988, þar sem þeir ræða ýtarlega stjórnmálaferil Bryn- jólfs, sem var einn af helstu leiðtogum íslenskra sósíalista um árabil. Meðal þess sem Brynjólfur ræðir er hinn frægi dómur sem hann fékk í „Guðlastsmálinu'' svonefnda fyrir ritdóm um Bréf til LárO, stofnun Kommúnistaflokksins og siðar Sameiningarflokks alþýðu — sósíalistaflokksins sem varð til við samruna kommúnista og vinstri arms Alþýðuflokksins. Brynjólfur ræðir setu sína í hinni frægu Nýsköpunarstjórn sjálfstæðismanna, alþýðuflokksmanna og sósíalista, stofnun Alþýðubandalagsins og afstöðu sína til þess og gerir grein fyrir lífsaf- stöðu sinni og heimssýn á skýran og greinargóðan hátt, þar sem meðal annars er vikið að heimspekiritum hans. Einar Ólafsson hefur ritað inngang þar sem hann rekur pólitíska sögu Brynjólfs og setur í samhengi og í bókarauka eru birtar nokkrar síðustu ritgerðir Bry njólfs um pólitísk efni. Bókin er prýdd fjölda mynda, auglýsingastofan Næst annaðist kápugerð og Oddi sá um prentun. Hún er 171 blaðsíða. MÁL OG MENNING VAKA-HELGAFELL UNDIR HAMRINUM Reynslusögur gjaldþrota einstaklinga. Eftir Grétar Kristjónsson. Þessi bók fjallar um reynslu nokkurra íslendinga, sem lent hafa i greiðsluerfið- leikum og gjaldþroti. Eingöngu er fjallað um röskun á einkahögum, ekki gjaldþrot fyrirtækja. Ekki er reynt að draga fjöður yfir mistök viðkomandi fólks, og það gerir ekki tilraun til þess sjálft. í bókinni er víða tekið sterkt til orða og skynja má þjáninguna og reiðina, sem birtist í frásögnum viðmælendanna. Sjá má að ástæður erfiðleika þessa fólks eru eins misjafnar og þær eru margar. Vmsir fá kaldar kveðjur í þessari bók. SKUGGSJÁ I FERÐALAGI HJÁ ÞÉR Eftir Kristínu Ómarsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm smásögur sem fjalla um ástir, sambönd og tog- streitu kynjanna í ýmsum tilbrigðum. í þeim helst einfaldleiki i hendur við marg- ræðni, stíll þeirra er Ijóðrænn og frumlegur og þær einkennast af undirfurðuleg- um húmor. Kristín Ómarsdóttir er fædd árið 1962. Hún hefur áður gefið út eina Ijóðabók. Einþáttungur eftir hana hlaut verðlaun í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins í til- efni af lokum kvennaáratugarins og var sýndur árið 1987. í ferðalagi hjá þér er 103 bls. og er bæði gefin út í kilju og innbundin. Kristin Ómarsdóttir gerði kápu. Bókin er prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. MÁL OG MENNING GÓMSÆTT OG GOTT Ljúffengir hollusturéttir. í þessari bók er að finna uppskriftir að fjölmörgum nýstárlegum réttum, sem allir eiga það sammerkt að vera hollir, næringarrikir og síðast en ekki sí.st ein- staklega Ijúffengir. Bókin hefur ennfremur að geyma ýmsar athyglisverðar upplýsingar um það hvernig hægt er að útbúa fitusnauðan málsverð og á hvern hátt má færa hefð- bundinn málsverð i nýjan og heilsusamlegri búning með litilli fyrirhöfn. Bókin inniheldur yfir 100 uppskriftir sem allar hafa verið prófaðar og fylgir lit- mynd að hverjum rétti fyrir sig. Uppsetning bókarinnar er mjög handhæg þvi að hún gerir kleift að raða rétt- unum saman á yfir þúsund vegu þannig að úr verði girnilegur þrírétta matseðill. Dröfn H. Farestveit húsmæðrakennari þýddi og staðfærði. SETBERG GLAMPAR Á GÖTU Eftir Björn Jónsson lækni Björn Jónsson er fæddur á Sauðárkróki árið 1920, sonur Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra þar og Geirlaugar Jóhannesdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og læknisprófi frá Háskóla íslands. Björn hef ur búið í Kanada síðan 1948 og lengst af starfað sem yfirlæknir við sjúkrahúsið í Swan River í Manitóbafylki. Síðustu árin hefur Björn sinnt stjarnfræði- og goðfræði- rannsóknum og hefur hann nýlega ritað bók um þau efni. Margir þekkja Björn Jónsson undir nafninu Bjössi bomm. í bókinn Glampar á götu lýsir Bjössi bernskuárum sínum og bommertum á Sauðárkróki, bæ al- sælu og sólskins. Bjössi bomm er ærslafenginn drengur, og uppátæki hans eru sum hver ótrúleg, sumir mundu kannski segja hneykslanleg. Bjössi lýsir þeim og dregur ekkert undan, og reynir síst af öllu að fegra sjálfan sig. Þrátt fyrir ærslin og glannaskapinn er tónninn í sögunni hlýr og innilegur, einkum þegar Bjössi lýs- ir fóstru sinni eða rifjar upp kynni sín af gömlu iðnaðarmönnunum á Króknum. Frásögn Bjössa bomm er i senn stórf róðleg og æsileg. Lesandi hrekkur jaf nvel í kút eins og einhver hafi læðst aftan að honum og öskrað í eyra hans. En jafn- framt fræðist hann um merkan þátt islenskrar atvinnu- og menningarsögu. Myndskreytingar i veraldarsögu Sauðkræklingsins Bjössa bomm eru eftir bróður hans, Jóhannes Geir listmálara. SKJALDBORG GÖTUVÍSA GYÐINGSINS Áhrifamikil bók um viðkvæmt mál. Eftir Einar Heimisson. Þetta er fyrsta bók Einars, sem er 22 ára að aldri og stundar sagnfræðinám i Þýskalandi. Götuvísa gyðingsins er áhrifamikið verk um viðkvæmt efni sem legið hefur í þagnargildi hér á landi í hálfa öld: Örlög gyðinga sem hröktust til íslands undan ofsóknum nasista í Þýskalandi skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina. Einar Heimisson lýsir hér af nærfærni og hreinskilni baráttu gyðinganna fyrir tilvist sinni á íslandi og hvernig þjóðfélagið snerist á móti flóttafólkinu með þeim afleiðingum að því var vísað af landi brott. í skáldsögunni tekst Einari að færa lesandann enn nær þessum atburðum og því varnarlausa fólki sem taldi umburðarlyndið hér á íslandi meira en vfðast ann- ars staðar — en raunin varð önnur. Götuvísa gyðingsins er mannleg saga um reynslu flóttamanna á íslandi, rituð af leikni og tilfinningu. Pretnsmiðjan Oddi hf. annaðist prentvinnslu en GBB — auglýsingaþjónustan og Brian Pilkington gerðu kápu. Bókin er 168 blaðsíður. DAVÍÐ ODDSSON Eftir Eirík Jónsson. Hann yfirgaf Reykjavík í faðmi móður sinnar aðeins tveggja mánaða gamall og hélt austur á Selfoss til afa og ömmu. Hann sneri aftur nokkrum mánuðum síðar, hófst unguraðárumtil æðstu valda í höfuðborginni og haslaði sér völl sem einn áhrifamesti stjórnmálamaður íslendinga á síðari timum. Lífssaga Daviðs Oddssonar er um margt einstök. Hún er saga um son ein- stæðrar móður; læknisson, sem ætlaði að verða leikari; lögfræðing, sem varð stjórnmálamaður og siðast en ekki síst: Saga um listamann. Höfundur bókarinnar um Davíð Oddsson er landsþekktur blaða- og frétta- maður. Eiríkur Jónsson sýnir hér á sér nýja og áður óþekkta hlið, er hann fjallar á ákveðinn en varfærnislegan hátt um lífshlaup Davíðs Oddssonar frá fæðingu og fram til dagsins í dag. Höfundi hefur tekist að skrá bók, sem er án hliðstæðu í röð íslenskra ævisagna. TÁKN Kristján Thoriacius ÞEGAR UPP ER STAÐIÐ Kristján er hreinskilinn og afar opinskár í þessari bók. Margt af þvi sem fram kemur um nærri 30 ára starfsævi Kristjáns sem formaður BSRB á því eftir að vekja athygli. Má þar nefna misjöfn samskipti Kristjáns við yfirmenn og viðsemj- endur. Þar koma fram nöfn eins og Gunnar Thoroddsen, Grundartanga-Jón Sigurðsson, Höskuldur Jónsson, Magnús frá Mel o.fl. Bókin er skrifuð af sóknarprestinum á Höfn í Hornafirði, sr. Baldri Kristjáns- syni. í henni tekur hann skref frá viðtalsforminu, nýtir kosti þess en kannar jafn- framt baksvið atburða. REYKHOLT .tftlNNA MITTISMÁL ÁN FYRIRHAFNAR Eftir Kristínu Gestsdóttur. Út er komin hjá Erni og Örlygi matreiðslubók fyrir þá sem vilja grennast án þess að fara í megrun. Bókin nefnis MINNA MITTISMÁL ÁN FYRIRHAFNAR. Höfundurinn er Kristín Gestsdóttir en hún ereinnig höfundur bókanna „220 Ijúf- fengir lambakjötsréttir", „220 gómsætir sjávarréttir" og „220 ávaxta- og berja- réttir". Kristín skrifar einnig reglulega í Morgunblaðið um matreiðslu. Eiginmað- ur Kristínar hefur myndskreytt bókina. í inngangsorðum bókarinnar segir dr. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur m.a.: „Góður matur þarf ekki að vera fitandi, uppskriftirnar í þessari bók bera því vitni. Mestu máli skiptir að borða reglulega á matmálstímum, skipuleggja matarinnkaupin og njóta matar- ins, því er það ekki syndsamlegt að borða góðan mat, heldur ekki í megrun." Kristín segir í formála sínum m.a.: „Það er ekki út í bláinn að bók þessi heitir „Minna mittismál", Flestir eða allir vilja minna mittismál — án fyrirhafnar. Það skemmtilega er að minna mittismál og gómsætur matur eiga sannarlega sam- leið." Bókin Minna mittismál án fyrirhafnar er 328 blaðsíður og mun vera ein allra yfirgripsmesta.matreiðslubók sem gefin hefur verið út hér á landi. Minna mittismál er sett og umbrotin hjá Matthiasi Ægissyni. Filmuvinna var unnin hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Bókband annaðist Arnarfell hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. ÖRN OG ÖRLYGUR

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.