Pressan


Pressan - 29.03.1990, Qupperneq 9

Pressan - 29.03.1990, Qupperneq 9
Fimmtudagur 29. mars 1990 9 Engar konur — harðlæst félagatal Tilhögunin er sú að innvígður reglubróðir getur tilnefnt einhvern sem honum líst vel á, t.d. á vinnu- stað sínum, sem hefur starfað hjá borginni um nokkurra ára skeið að minnsta kosti. Þótt félagar séu nær alfarið embættismenn borgarinnar í yfirmannsstöðum er slíkt þó ekki skilyrði, aðeins íslensk útfærsla, ef svo má að orði komast. Eitt skilyrði er þó algert og óumflýjanlegt — í regluna mega konur ekki ganga. Samkvæmt viðmælendum PRESS- UNNAR hefur engin alvarleg um- ræða orðið um að breyta þvi, þótt forstöðumönnum borgarstofnana af kvenkyni hafi fjölgað. Þær eru nú að minnsta kosti 5 af 68 helstu for- stöðumönnum allra borgarstofnana og -deilda. PRESSAN leitaði ítrekað eftir því að fá í hendur félagatal TB-stúkunn- ar í Reykjavík, en því var neitað. „Ég get engar upplýsingar gefið þér um regluna. Við höfum í sjálfu sér engu að leyna, en þetta er á hinn bóginn ekki opinn félagsskapur, þannig að ég get engar upplýsingar gefið um hann,“ sagði Haukur Pálmason aðstoðarrafmagnsstjóri í samtali við PRESSUNA, en Haukur er núver- andi oddviti TB-stúkunnar. Meðal annarra í stjórn stúkunnar eru Jón G. Tómasson borgarritari, en hann er varaoddviti, Hersir Oddsson, forstöðumaður Vélamið- stöðvarinnar, ritari, Kristján Krist- jánsson fjárhagsáætlunarfulltrúi, gjaldkeri, og Hólmsteinn Sigurðs- son, skrifstofustjóri vatnsveitunnar, en hann ber titilinn „stallari". Tveir menn enn skipa stjórnina með titl- ana umsjónarmaður og siðameist- ari, en ekki fékkst uppgefið hverjir þetta væru. Bræðralag eða saklaus hádegisklúbbur? Hersir Oddsson, ritari stúkunnar, er einnig tengiliður hennar við rit- stjórn TB-tidende, sem gefið er út í Svíþjóð. Aðspurður sagði hann að PREISSUNNI væri velkomið að skoða nýjasta eintakið af blaði þessu, en að ekki kæmi til greina að láta blaðið frá sér. Hersir var til að byrja með bjartsýnn á að PRESSAN gæti fengið féiagatal stúkunnar í hendurnar, en kvaðst fyrst þurfa að hafa samráð við félaga sína. Eftir það samráð kvaðst hann ekki geta orðið við þessari beiðni, en tók fram að það væri alfarið hans eigin ákvörðun. Þeir stúkubræður sem PRESSAN í formanns- og stiórnarkosningum Starfsmannafélags Reykjavikurborgar i febrúar siðastliðnum gerðist sú einstæði atburður að Haraldur Hannesson, for- maður St.Rv., sendi stúkubræðrum sin- um i leynireglunni TBO, sem sumir nefna „Riddara Reykjavikurborgar##, bréf þar sem hann fór fram á sérstakan stuðning þeirra sem reglubræðra i hinni hörðu kosningabaráHu. í stúku þessari, sem telur 86 manns, eru nær alfarið núver- andi og fyrrverandi yfirmenn helstu borgarstofnana og -deilda. Meðal þeirra reglubræðra sem kusu voru helstu við- semgendur Haralds og St.Rv. i kjara- samningum — þeir menn sem eru hinum megin við borðið og hafa þann starfa að berjast gegn kröfum stéttarfélagsins! EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON eða bera yfirmannstitil. Félagar frá upphafi hafa hins vegar orðið um 115—120, en um 30 bræður hafa fall- ið frá frá því stúkan var stofnuð fyrir 38 árum. Fyrir rúmum áratug voru bræðurnir rúmlega 60, en einn við- mælenda okkar sagði þó að nýliðar væru 4—6 á ári hverju. Slíkar leyni- reglur borgarstarfsmanna er að finna í 14 borgum Norðurlandanna. Meðal æðstu yfirmanna borgar- innar sem fylla þennan flokk eru Davíð Oddsson borgarstjóri (heið- ursbróðir), Jón G. Tómasson borg- arritari, Gunnar Eydal, skrifstofu- stjóri borgarstjórnar, Kristján Kristjánsson fjárhagsáætlunarfull- trúi, Hjörtur Hjartarson, deildar- stjóri innheimtudeildar, Bergur Tómasson borgarendurskoðandi, Óskar G. Óskarsson borgarbók- ari, Jón G. Kristjánsson, starfs- mannastjóri borgarinnar, Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræð- ingur, Ingi Ú. Magnússon gatna- málastjóri, Hersir Oddsson, for- stöðumaður Vélamiðstöðvarinnar, Gunnar Sigurðsson byggingarfull- trúi, Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri, Aðalsteinn Guð- Borgarstjórar Reykjavikur eru hverju sinni heiðursfélagar í TB- reglunni — svo fremi þeir sitji nógu lengi i embættil Davíð Oddsson er nú heiðursfélagi í leynireglunni, eins og forverarnir Geir Hallgrímsson seðlabanka- stjóri, Birgir ísteifur Gunnarsson þingmaður og Gunnar heitinn Thoroddsen. Egill Skúli Ingi- bergsson komst ekki í hópinn. kvæmdastjóri Borgarspítalans, og Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri. Og svo auðvitað Haraldur Hannesson, eins og for- veri hans hjá St.Rv., Þórhailur Halldórsson. Afar fáir af yfirmönnum borgar- stofnana eru ekki í reglunni. Meðal Haraldur viðurkenndi þetta í sam- tali við PRESSUNA, eins og fram kemur hér á síðunni, og sá ekkert athugavert við bréfasendingu þessa. Haraldur neitaði alfarið að af- henda kjörskrána úr kosningunum, en í þeim sigraði hann Guðmund Vigni Óskarsson brunavörð naumlega eða með 727 atkvæðum gegn 620 og munaði því 107 at- kvæðum. Guðmundur Vignir vildi ekkert tjá sig um þetta mál umfram það sem hann hefði þegar sagt opin- berlega, en samkvæmt öruggum heimildum PRESSUNNAR kusu mjög margir af yfirmönnum borgar- innar og TB-bræðrum í kosningun- um. Þátttakan í heild var ekki nema 47%, en samkvæmt öruggum heim- ildum PRESSUNNAR var kjörsókn á skrifstofum margra þessara yfir- manna á bilinu 67—100%. Þetta á t.d. við um skrifstofu launadeildar- innar (starfsmannastjóra), skrifstofu hafnarstjóra, skrifstofu borgarverk- fræðings og skrifstofu gatnamála- stjóra. Það skal ítrekað að allir yfirmenn- irnir og TB-bræðurnir sem hér um ræðir hafa kosningarétt og eru full- gildir meðlimir í St.Rv. Á hinn bóg- inn eru margir þeirra á sérstökum launasamningum samkvæmt kjara- dómi eða falla sem yfirmenn utan við lög um kjarasamninga opin- berra starfsmanna að öðru leyti, t.d. varðandi verkfallsrétt. * I magnaðri kosningabaráttu innan Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar í febrúar sendi Haraldur Hannesson, formaður St.Rv.? bréf til reglubræðra sinna í TB-reglunni og bað þá um stuðning. I reglunni eru allir helstu yfirmenn borgarinnar með borgarstjór- ann sem heiðursbróður. Bréf Haralds virðist hafa borið mjög góðan árangur! Davíð er meðal 86 bræðra í TBO-stúkunni (Tjæneste Bredre- nes Orden) í Reykjavík eru nú 86 bræður, núverandi og fyrrverandi borgarstarfsmenn, sem í allflestum tilfellum, ef ekki öllum, hafa borið johnsen rafmagnsstjóri, Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri, Sveinn Ragnarsson félagsmála- stjóri, Hannes Valdimarsson hafn- arstjóri, Sigfús Jónsson, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavikur- borgar, Skúli Johnsen borgar- læknir, Jóhannes Pálmason, fram- þeirra sem þar eru ekki eru Magn- ús Óskarsson borgarlögmaður, Eggert Jónsson borgarhagfræð- ingur og Jón Rósmundsson borg- argjaldkeri. „Ég hef tekið þann kost- inn að vera ekki í þessum félags- skap,“ sagði Eggert. „Ég er ekki í neinu svona félagi," sagði Magnús. FORMANNS ST.RV. Í STÉTTARFÉLAGSKOSNING LEYNIREGLA YFIRMANNA B0R VIRKJUÐ!

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.