Pressan - 29.03.1990, Side 24

Pressan - 29.03.1990, Side 24
"Z4 annars konar viðhorf ^ímrrítúcJagur 29. márs 1990 Erum við grímuklœdd? „Kœra Jóna! Sídustu ár hafa einhvern veginn komiö mér úr jafnvœgi á sumum sviöum og um leid styrkt mig á ödr- um. Þá á ég sérstaklega vid upp- götvanir mínar í sambandi vid fólk. Ég legg nú ordid áherslu á ad sjá hvaö er á bak vid daglega grímu sem fólk setur gjarnan upp hvert fyrir annad. Mér finnst þad í felu- leik, allir vilja auk þess vera eins. Það virðist vera fleira fólk til sem er hrœtt, lokað og þorir ekki að segja meiningu sína hvert við annað en eðlilegt getur talist. Hvað veldur? Sjálf hef ég gaman af ýmsu en veit varla hvar möguleikar mínir eru mestir. Hefur þú tillögu? Ég á lítinn dreng sem mig langar að styðja á réttan hátt og hjálpa til aö þroska hœfileika sína. Hvernig heldur þú að ég geti best stutt hann? Bestu þakkir og fyrirgefðu árœðnina. Dulnefni: Bryndís." Kæra Bryndís! Mikið ertu velviljuð í minn garð, ég verð bara feimin og get ómögu- lega birt hrósið. Ég þakka auk þess mínum sæla fyrir að þú situr ekki uppi með mig tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins, þá er hætt við að þú fyndir fljótt að éger ekki fullkomin. Við reynum nú í sameiningu að finna hugsanlegar skýringar á hvernig manngerð þú ert og leitum skýringa í gegnum innsæi mitt og skriftina þína. Tímabil uppgötvana gegnumlýst Þér finnst viðhorf þín til fólks hafa breyst í seinni tíð og er það mjög já- kvætt, því þú ert greinilega að upp- götva að ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Innri maðurinn er náttúrlega á bak við grímuna og þegar hún hverfur er allra veðra von, vertu viss. í þjóðfélaginu er mikið um sjálfsblekkingar og gild- ismat er reikulL Við leitum fyrst inn á við þegar við sjáum fram á að veraldarhyggja veitir ekki þá lífsfyll- ingu og sálarró sem manninum er nauðsynleg. Nú ert þú að nálgast þrítugt og þess vegna að komast frá tímabili í lífi okkar allra sem í raun gefur frekar f’ata mynd af upplagi okkar. Manngildi og hæfileikar innri mannsins eru eins og í andlegri spennitreyju. Astandið er eins og laxveiðitúr sem lofar góðu, en geng- ur ekki sem skyldi. Fáir fiskar og óá- hugaverðir virðast vera allt í kring- um okkur og við sjálf eins og krækl- ingar andlega. Ef við lítum á lífið eins og skólagöngu þá færumst við á milli bekkja, en ef aðstæður okkar eru flóknar getur verið erfitt að njóta sín í nýjum bekk, þegar við sjá- um ekki við okkur sjálfum. Þú talar um að fólk sé hrætt og lokað á sjálfs sín tilfinningar og verð ég óbeint að taka undir þá skoðun þína. Þegar lífsviðhorf okkar einkennast af ein- hvers konar gervimennsku er ekki von á góðu. Þú vilt reynast drengn- um þínum vel og ekki vera of uppá- þrengjandi sem foreldri. Eina leiðin til þess er að þú kynnist sjálfri þér ofan í kjölinn og reiknir hann jafn- framt ekki út frá þér, heldur virðir hann eins og hann er. Best er að byggja upp sjálfstraust hans og gera hann eins örugganog hægt er. Börn þurfa kærleiksríkan aga og jafn- framt ástúðlegt frelsi sem gerir þau hæfari til að gera aðra ham- ingjusama síðar á lífsleiðinni. Skriftin skoduð Nú, kæra Bryndís, reynum við í sameiningu að kynnast hugsanleg- um kostum þínum og göllum. Upp- hafsstafir gefa til kynna, að þú sért mjög leitandi, forvitin, óþolinmóð og einlæg. Þetta gæti skýrt út hvers vegna þú leitar skýringa á flestu sem hendir þig og spyrð: Af hverju? Innri stafir gefa vísbendingu um að þú sért mjög hrein og bein og þol- ir illa hræsni eða tilgerð. Þetta veld- ur náttúrlega vangaveltum þínum um feluleik fólks og þá framhlið sem það vill skjóta sér á bak við, þegar það þorir ekki að vera það sjálft. Halli skriftarinnar gefur til kynna, að þú sért mjög góður dans- ari, töluvert fyrir föt og auk þess glysgjörn. Einnig gefur þetta til kynna, að þú þurfir að skera þig ei- lítið úr til þess að njóta þín. Tölu- stafir benda tii, að þú sért höfðingi heim að sækja og eigir afar auðvelt með að gera öðrum greiða. Efri stilkir vísa til frumleika og sjálf- stæðis í hugsun, auk þess gífurlegs skaps sem þú ferð vitanlega pent með, nema þegar þú missir þolin- mæðina, þá getur þú átt til að vera orðhákur. Neðri stilkir benda til, að þú sért lagin við að fyllast sektar- kennd af tiltölulega litlu tilefni, þarna þarft þú að passa þig. Veldu vini af kostgæfni en ekki af handa- hófi. Bilið á milli orðanna gefur til kynna, að þú getirfarið í hörkuvörn ef óréttlæti er á ferðinni, jafnvel þó það snerti ekki endilega þig sjálfa. Þú endar orðin þannig, að þú gæt- ir verið mjög tilfinningarík, jafnvel haft næmt form- og fegurðarskyn. Auk þess gætir þú verið töluvert dreymin, jafnvel berdreymin. Spássíur gefa til kynna næma skynjun á lífið og tilveruna og að þér sé í raun fátt óviðkomandi, einn- ig ertu skapandi og handlagin, sem gæti auðveldað þér að finna ævi- starf. Skriftin er frekar smá sem er oft vísbending um hæfileika til þess að uppörva aðra, en aftur á móti ertu ekki meir en svo trúuð á eigið ágæti. Þetta er synd, því punktar og kommur benda til, að þú sért mjög skynsöm, jákvæð í hugsun, stórtæk og það sé stutt í frá- bæran húmor hjá þér, þetta gæti nýst þér sem áhugamanneskju í leiklist. Eins kemur fram, í komm- unum sérstaklega, að þú ert föst á þitt sem gæti reynst kveikja að af- brýðisemi í ástamálum, sem sagt þar ætti mótaðilinn ekki að taka mikla „sénsa“ og alls ekki ögra þér að ástæðulausu. Hann væri ekki öf- undsverður ef þér mislíkaði fram- koma hans. En á móti má líka sjá, að þú ert rómantísk. Eða eins og óákveðna húsmóðirin sagði undr- andi þegar hún tók skynsamlegar ákvarðanir fimm daga í röð. „Elsk- urnar mínar, ef við bœtum inn í heimilisbókhaldið einni peysu af og til er eins og allt verði auðveldara, og sjálfstraustiö alls ekki sveitó." Gangi þér allt í haginn, kæra Bryndís. MegL Guð vera þér styrkur og leiðbeinandi þar sem þú þarft á að halda. Með vinsemd, Jóna Rúna. kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Áhril framhjáhalds á hjónaband/sambúð „Kœra Jóna. Ég er nœstum 45 ára og gift í rúm tuttugu ár. Sérstök reynsla er nú far- in að trufla mig verulega. Fyrir rúmu ári hitti ég mann á árshátíð, kunningja eiginmannsins. Við döns- uðum saman og ég fann aö ég dróst aö þessum manni og hef síöan oft hugsab til hans. Nú ári seinna hitt- umst oið aftur og dönsuöum og sama tilfinningin greip mig enn sterkar. Eg vissi að hann fann hvern- ig ég var. Mér var síöan boöið í kokkteilboð og enn hitti ég mann- inn. Eiginmanninum hafði verið boöid i viöskiptakvöldverö, sem ég hafði ekki áhuga á, og maöurinri bauö mér aö veröa samferöa heim. Þegar heim kom bauö ég honum í snarl, sem hann þáöi. Strax eftir matinn stóö hann upp, gekk aö mér, kyssti mig og sagöist þurfa aö fara heim. I forstofunni varö ég svo fyrri til og kyssti hann. Viö kysstumst lengi og hann opnaöi kjólinn, kyssti mig á háls og brjóst. Mér fannst blóöiö ólga í mér, sem ég hef ekki fundiö árum saman. Ég reyndi ekki að stööva manninn og hann hélt áfram og kom viö mig alla, aö mestu utan á kjólnum, en aö lokum fór hann inn undir og snerti sköp mín utanverö, aö mér fannst smá- stund. En þá fékk ég fullnœgingu, svo sterka aö ég varö máttlaus í fót- unum og gat ekki staöiö, maðurinn studdi mig inn í forstofuherbergiö svo ég gæti sest niður. Maöurinn kvaddi síöan og sagöi aö sig langaöi til aö hitta mig viö gott tœkifœri, þegar viö heföum nœöi og góðan tíma og gœtum notist almennilega. — Ég var létt og hress eftir þetta í marga daga, fannst ég yngjast um 10—15 ár. Ég hef ekki fengið mikiö út úr samförum viö eiginmanninn, reyndar ekki í nokkurár, en nú byrja ég sjálf aö koma viö mig (hugsa óneitanlega um snertingu hins) áö- ur en viö höfum samfarir og nýt þeirra mun betur nú en áöur. Eg hef ekki móral og finnst þetta ekki hafa skaðaö hjónabandiö — þvert á móti. Nú kem ég aö vandamálinu. Míg dauölangar aö hitta manninn og hafa „nœöi og tíma". Hann er líka giftur og ég hef ekki áhuga á aö breyta hjúskaparstööu okkar. Jóna, tefur þú þad hœttufegt? Getur þaö ekki bara bœtt hjónafíf mitt enn frekar? Þú mátt birta bréfiö mín vegna. Ég veit aö þaö eru eflaust fleiri í mínum sporum. Þakka fróö- leiksmola þína. Stína." Þakka þér fyrir opinskátt bréf. Lít- um fyrst almennt á eðli og umfang framhjáhalds, þ.e.a.s. að hafa sam- farir við annan aðila en maka sinn. Framhjáhald hefur verið litið horn- auga nær alla tíð í flestöllum þjóð- félögum en gift fólk virðist ekkert á þeim buxunum að hætta slíku ef lit- ið er á þær tölur sem finnast um tíðni þess. Vissulega er erfitt að rannsaka þessa hegðun þvi fólk vill oft gefa betri mynd af sér en tilefni er til, en ýmsar rannsóknir nefna að um helmingur giftra karla og fjórð- ungur giftra kvenna haldi einhvern tímann framhjá. Þó flestir segi að framhjáhald sé ekki réttlætanlegt undir nokkrum kringumstæðum virðast ekki alveg sömu reglur gilda fyrir karla og konur. Kannski hefur þetta tengst goðsögninni um að karlar hafi meiri kynferðislegar þarfir en konur. Vændi, sem má líta á sem framhjáhald, er venjulega ekki litið eins ströngum augum því þar er kúnninn „bará' að svala líkamlegri þörf. Annars konar fram- hjáhald er „hættulegra" því þá er hætta á að viðkomandi aðilar teng- ist líka tilfinningalegum böndum og þar með gæti hjónabandið verið í hættu. Ef um er að ræða „einnar nætur kynni", þar sem áherslan er nær einungis líkamlegs eðlis — eins og mér heyrist að sé í þínu tilviki —, finnst sumum þetta ekki eins hættu- legur leikur og langvarandi fram- hjáhaid. Ef þú ert farin að snerta þig sjálfa meira en áður er allt gott um það að segja. En hefurðu getað rætt við eig- inmanninn um það sem þér þykir gott í samlífinu, til dæmis þessa teg- und snertingar? Hafið þið hjónin rætt um afstöðu ykkar til framhjá- halds? Ég held að það sé nauðsyn- legt að fólk ræði óskir sínar og hvernig þið mynduð taka á hlutun- um ef það uppgötvaðist að annar væri ótrúr. Hjón ræða þetta alltof lít- ið. Þeir sem reyna „einnar nætur kynni" í formi framhjáhalds upplifa ólíka hluti — sumum finnst þetta gefa þeim mikið og vera tilbreyting en aðrir sjá eftir reynslunni og fyil- ast sektarkennd og óöryggi. Ef um lengra framjáhald er að ræða finnst maka (ef hann eða hún kemst að því) oft jafnslæm tilhugsunin um að eiginkonan/eiginmaðurinn hafi sof- ið hjá og að um tilfinningatengsl hafi verið að ræða. Þegar yfir heildina er litið finnst bæði körlum og konum sem halda framhjá minna í framhjáhaldið var- ið en sjálft hjónabandið eða sam- búðina. Þetta eins og annað í lífinu krefst þess að fólk geri upp hug sinn til þess sem því finnst mikilvægast. Þitt er valið og ekki mitt að dæma, því þú berð ábyrgð á eigin lífi. Gangi þér vel. Kveðja, Jóna Ingibjörg.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.