Pressan - 19.09.1991, Page 26

Pressan - 19.09.1991, Page 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. SEPTEMBER 1991 íolcitohnr Ungur maður af Austur- landi kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur þegar hann hóf nám við Háskóla íslands. Að vonum þótti honum nokkuð til borgarinnar koma. Hún var öll staerri og meiri en hann hafði gert sér í hugarlund. Ungi maðurinn hafði að- eins verið fáar vikur i Reykjavík þegar fraenka hans, sem bjó í smábae í Bandaríkjunum, bauð hon- um að koma til sín og dvelja þar í tvær vikur. Ungi mað- urinn þáði boðið með þökk- um. Næst segir af honum i heimsborginni, sjálfri New York. Þar þurfti hann að millilenda og gista eina nótt áður en hann tók fram- haldsflug á heimaslóðir frænkunnar. Ungi maðurinn hafði pantað herbergi á góðu hóteli og fór þangað með rútu. Allt hafði gengið eins og best varö á kosið. Það var tekið að kvölda í New York. Unga manninum þótti ekki annað fært en að ganga aðeins um og skoða hluta borginnar. Hann hafði ekki gengið lengi þegar svertingi skaust að honum, dró upp hníf og gerði til- raun til að ræna unga manninn. íslendingurinn ungi varð yfir sig hissa og hóf að segja svertingjanum að þetta væri sín fyrsta utan- landsferð og að hann hrein- legi tryði þvi ekki að þetta gæti hent sig. Fyrir fáum vikum hefði hann ekki einu sinni komið til höfuðborgar íslands og nú þegar hann loks færi eitthvað ætti að ræna hann. Svertinginn hlustaði á sögu unga mannsins. Svo fór að svertinginn varö djúpt snortinn og að lokum sagði hann: „Heyrðu vinur. Hvað vilt þú eiginlega með að vera að ganga um götur New York seint að kvöldi og halda að þú verðir ekki fyrir árás? Engan kjaft góði og komdu með peningana." íslendingurinn ungi var með alla sína peninga á sér og dró hvergi dul á það. Hann endurtók að hann hreinlega tryði þessu ekki og fór aftur með söguna um fyrstu utanlandsferðina og allt þaö. Að lokum sá svertinginn að sér. Þennan mann gat hann ekki rænt. Og ekki nóg með það. Hann fylgdi unga manninum heim að hóteli og baö hann i lengstu lög að fara upp á herbergi og vera ekki að þessu fjandans flakki einn og óstuddur í borg þar sem hann gat átt von á hverju sem var. Ungi maðurinn og svert- inginn kvöddust og íslend- ingurinn fór upp á herbergi og kveikti á sjónvarpinu og sat þar þar til hann fór að sofa. Næsta dag flaug hann til frænku. (Úr ferðamannasogum) EDÍAR VAR EIM VIII LÆKJARGÖTIJ Einar Óli Ólason býr eins langt niðri í bæ og hægt er9 - í miðjum sollinum sem Markús Örn ætlar a5 hreinsa út Huítkalkad glœsilegt gam- alt steinhús í miöbœ Reykja- uíkur adfaranótt laugardags. Þegar litið er út um suefnher- bergisgluggann minnir það sem uið blasir helst á suip- myndir frá óeirðasuœðum í útlendum stórborgum. Blikk- andi lögregluljós, óendanteg- ur manngrúi, hróp, köll, grát- ur, blóð og brotnar tennur. Hann lætur sér fátt um finnast, búinn að þvælast vítt og breitt um veröldina, og kippir sér ekki upp við svona nokkuð. Hann heitir Einar Óli og er tvímælalaust einn af efnilegustu Ijósmyndurum okkar. Hann nam fræðin á sinum tíma í Hollandi og hef- ur síðan fengist við ýmiskon- ar Ijósmyndarastörf, nú síðast sem kyrrmyndasmiður við gerð kvikmyndarinnar „Sód- ómu Reykjavikur". Eftir því sem næst verður komist er Einar eini íbúinn sem býr við Lækjargötuna vestanmegin, á horninu þar sem Skólabrú sker Lækjar- götuna, — þar sem menn fara inn á rúntinn svo ekkert fari nú á milli mála. Hvítkalkaða steinhúsið sem fylgt hefur fjölskyldu Einars frá fyrstu tíð ber vitni um stórhug þeirra sem réðust í byggingu hússins á seinnihluta síðustu aldar. Og innandyra er eins og tím- inn hafi staðið í stað áratug- um saman, nema þegar blá- blikkandi Ijósin lýsauppstof- urnar um helgar. „Auðvitað er stundum erf- itt að sofna á næturnar, sér- staklega um helgar, en það er nú dálítill ævintýraheimur sem skapast af þessum blikk- andi Ijósum. Þetta er mikil breyting eftir að lögreglan fór að loka rúntinum og ég hef alla tíð verið sérstaklega hrif- inn af öllu bláu. Þetta var miklu verra meðan þetta var eins og í tívolíi, þegar allir hugsanlegir litir blönduðust saman; þá gat stundum verið erfitt að láta sig dreyma. Nú eru þetta bara Ijósbláir skuggar sem læðast um þilin og það er ágætt mál.“ En er þetta hús ekki akkúr- at það sem menn kalla hjarta miðbæjarins? „Jú, einmitt, og það er mjög sérstök tilfinning að finna daglega þennan óreglulega hjartslátt borgar- innar, stundum er eins og allt sé að deyja út, og þá verð ég dálítið dapur, en svo áður en maður veit af heyrist mótor- hjól þeysa eftir Lækjargöt- unni, kannski á 150, og þá verð ég aftur voðalega glað- ur, því það er ekkert gaman þegar maður hefur á tilfinn- ingunni að blessuð borgin sé að deyja. Svo er náttúrlega óskaplega þægilegt að hafa alla þessa banka og strætis- vagna í kringum sig. Ég er ekki nema hálfa mínútu að labba út í íslandsbankann, og það er gott að vita af öllum þessum peningum þegar maður er blankur, eins og hendir bestu menn.“ En hvernig fara bláu ljósin við öll þessi gömlu og virðu- legu húsgögn. Skapar þetta ekki tímaskekkju? „Jú, þetta er eiginlega bara eins og beint út úr bíómynd. Nútím- inn er fyrir utan gluggann og gamli tíminn fyrir innan. En þetta eru skemmtilegar and- stæður." Kynda ekki svona and- stæður undir skemmtilegum hugmyndum fyrir Ijósmynd- ara að vinna úr? „Jú, enda er ég með hugmynd um að gera stuttmynd sem ég gæti tekið og notað húsið sem sviðs- mynd. Ég hef verið að leita til fólks sem ég þekki, og margir hafa sýnt því áhuga að vera með í verkinu. Málið er þó enn á einskonar getnaðar- stigi." Einar segir að flökkueðlið sé sterkt í sér og hann viti ekki almennilega hvort hann sé kominn heim til að vera^ eða ekki. „En þetta hús gefur mér ákveðin grið, ég get eig-' inlega horfið langt aftur í tím- ann þegar ég sest niður í stássstofunni og læt hugann reika. Og þá veltir maður því stundum fyrir sér hvort nokk- uð breytist; jafnvel þótt ég geti, í stað þess að nota kerta- Ijós, lesið við bláblikkandi Ijós lögreglunnar, þá eiga allir hlutir upphaf sitt og endi í sama punkti, eða er ekki svo?“ Þegar ég var að kveðja rak ég augun í tvö pör af bleikum ballettskóm og spurði: dans- arðu ballett? „Nei, en ég safna bleikum ballettskóm." SJÚKDÓMAR OG FÓLK Óminni eða blakkát Kristrún Hrungnisdótt- ir hafði misst stjórn á drykkju sinni fyrir mörgum árum. Hún varð iðulega ákaflega drukkin og virtist |)á ekkert vita hvað hún gerði. Eitt laugardagskvöld í maí fór hún með stelpunum á skrifstofunni að skemmta sér. Þær fóru á nokkrar krár og fengu sér hvern bjórinn á fætur öðrum. Kristrún varð ákaflega ölvuð. Á einhverri knæpu við Laugaveg hitti hún mann sem sat þar að drykkju. Hann virtist nokkr- um árum eldri en hún en var aðlaðandi og hress. Eftir þennan fund fór kvöldið að hverfa inn í heim óminnis fyrir Kristrúnu, en nokkur atvik greyptust í hugskotið eins og skyndimyndir. Hún minntist þess að hafa dansað við manninn á miðjum Laugavegi við tónlist bílút- varps. þau kysstust í leigubíl sem þreytulegur maður á fimmtugsaldri ók. Síðan mundi Kristrún ekkert fyrr en hún vaknaði nakin uppi í rúmi hjá honum. Hún gerði sér strax grein fyrir því að samfarir höfðu átt sér stað. Maðurinn lá og svaf við hlið hennar og henni fannst hann óhugnanlegur í dags- birtunni. í vatnsglasi á nátt- borðinu lá efri gómur í vatni. Hann bjó í óhrjálegri íbúð, nokkrar myndir af berum stúlkum skreyttu veggina. hálfrifið plakat með mynd af spönskum nautabana hékk yfir gruggugu fiskabúri með þremur dauðum og átta lif- andi fiskum, brotinn stóll lá á hliðinni. Á gólfinu lágu gömul Morgunblöð, nokkur eintök af Vikunni og árs- skýrsla Eimskipafélagsins. Hún klæddi sig í flýti og laumaðist út. Á leiðinni heim grét hún stjórnlaust enda gat hún ekki munað hvernig hún hafði lent uppi í rúminu hjá þessum manni. Daginn eftir talaði hún við vinkonu sína. „Hvað gerð- ist?" spurði hún, „fórstu heim með þessum hryllilega manni?" Nei," svaraði Krist- rún, „ég fór beint heim." Hún gat ekki hugsað sér að segja neinum frá því sem hafði gerst. Hún reyndi að gleyma en í minningunni voru fastar nokkrar óhugn- anlegar myndir sem skutu upp kolli þegar hún hugsaði til þessa kvölds. „Mér fannst fiskabúrið ógeðslegast," sagði hún síðar við mig. FILMULAUS MYNDAVÉL Langflestir þeirra sem drekka af stjórnleysi þekkja óminnið eða „blakkátin". Þetta er ævafornt fyrirbrigði enda er minnst á blakkát í sjálfum Hávamálum en þar stendur: Ominnishegri heitir sá er yfir öldrum þrumir; hann stelur geði guma. Þess fugls fjöðrum eg fjötraður vark \ garði Gunnlaðar. (Ominnishegri=gleymsku- fugl, öldur=ofdrykkja, þruma=híma. Skáldið líkir gleymskunni við fugl sem sviptir menn stjórn á skapi sínu.) Óminni lýsir sér á þann veg að einstaklingurinn gleymir algjörlega einhverj- um atburðum sem gerðust á ákveðnu timaskeiði þegar hann var að drekka. Þessi gleymska virðist raunveru- leg og beinlinis stafa af áfengisáhrifum á heilafrum- ur sem hafa með minni og söfnun upplýsinga frá um- hverfinu að gera. Sumir hafa likt óminni við myndasmið sem tekur myndir í sífellu en hefur ekki filmu i myndavél- inni. Einstaklingurinn sér hluti, heyrir það sem sagt er. talar sjálfur og segir frá en skynfærin geta ekki komið boðum til minnisbanka sem geyma heila atburöi i tíma og rúmi. Óminnið er mjög óhugnanlegt og flestum bregður illilega í brún þegar þeir í fyrsta skipti gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki rifjað upp atburði kvöldsins áður. Einstakling- ur í óminni getur þó virst fullkomlega eðlilegur; hann talar og hlær og enginn gerir sér grein fyrir því hversu ölv- aöur hann í raun er. Ein- hvern tíma las ég frásagnir um flugmann sem hafði flog- ið stórri þotu á milli stranda i Bandaríkjunum í óminni. Eftir það átti ég erfitt með að fljúga í nokkrar vikur. Aðra sögu heyrði ég um skurð- lækni sem tók botnlanga úr sjúklingi sínum og gat ekki fyrir nokkurn mun rifjað það upp daginn eftir. Hann hafði verið vel drukkinn. Ég þakkaði mínum sæla þá fyr- ir að búið var að taka úr mér botnlangann fyrir löngu. Drykkjuóminni rennur oft saman við aðra gleymsku og skerta athygli sem algeng er meðal þeirra sem ekki hafa stjórn á drykkju sinni. Menn bæði gleyma og velja að gleyma því sem þeir ekki vilja muna. Gleymskan verð- ur því vörn og kærkomið skjól í þeim hraglanda óþægilegra endurminninga sem margir eiga frá beiskri gleði. Aðrir nota óminnið sem skálkaskjól og fela sig bak við það. „Það sem ég man ekki jjerðist aldrei," segja þeir. Ominni er alltaf hættumerki sem bendir til þess að drykkja sé orðin allt- of mikil. Endurtekið óminni á að vera hverjum manni áminning um að gera eitt- hvað róttækt í áfengismál- um sínum áður en stærri skaði hlýst af.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.