Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 4
BOKA- OG PLÖTUBLAÐ B4 PRESSAN Midvikudagurinn 22. desember 1993 Frábær baritónn SIGURÐUR BRAGASON: SÖNGVAR LJÓSS OG MYRKURS HJÁLMUR SIGHVATS- SON LEIKUR UNDIR SJÁLFSTÆÐ ÚT- GÁFA/JAPIS ★★★★ Á nýja geisladiskin- um með Sigurði Bragasyni baritón- söngvara og Hjálmi Sighvatssyni píanóleikara kennir margra grasa. Ýmis tónskáld, bæði íslensk og er- lend, eiga lög á diskinum og er útgáfa þessi öll hin ágæt- asta. Sigurður er ekki bara framúrskarandi söngvari; hann er líka mikill og hæfi- leikaríkur listamaður. Þessi listamaður hefur heillandi og ástríðufulla rödd, án þess að vera nokkurn tíma tilgerðar- legur. Hann lifir sig svo inn í stemmningu hvers lags að unun er á að hlýða. Sum lag- „Sigurður hefur heill- andi og ástríðufulla rödd, án þess að vera nokkurn tíma tilgerð- arlegur. Sum laganna eru svofallega sungin að það liggur við að maðurfái tár í aug- un.“ anna, þar á meðal „Malia“ og „Sogno“ eftir Tosti og jafnvel „Ég lít í anda“ eftir Sigvalda Kaldalóns, eru svo fallega sungin að það liggur við að maður fái tár í augun. Persónulega finnst mér að kvenrödd sé meira viðeigandi í lögunum „Máninn líður“ og „Vögguvísu“ eftir Jón Leifs, en Sigurður flytur þau samt ákaflega vel. Til gamans má geta að „Máninn líður“ er þrettánda lagið á diskinum, en í kabbalískum fræðum er sú tala einmitt tengd mánan- um. Tónninn í Bösendorfer- flyglinum, sem Hjálmur leik- ur á, skapar hlýlegt andrúms- loft. Bösendorfer hefur ekki þennan skýra tón Steinway- flygilsins, en það gerir ekkert til hér, stemmningin verður bara heimilislegri fyrir vikið. Þetta er ffábær diskur og al- veg kjörinn til að hlusta á fyrir framanarininn...___________ Jónas Sen Þörf og holl lesnfng FRÁ HANDAFLI TIL HUG- VITS ÞORKELL SIGURLAUGS- SON FRAMTÍÐARSÝN HF. 1993 ★★★ BÞað er því miður fátítt að skrifaðar séu og gefnar út bækur á Islandi um rekstur og stjórnun fýrirtækja, eða annað sem viðkemur at- vinnulífinu. Skýringarnar geta verið margvíslegar. Það er því gleðiefni þegar gefin er út alís- lensk bók af þessu tagi, ekki síst þegar jafn vel tekst til og raun ber vitni hjá Þorkeli Sig- urlaugssyni höfundi Frá handafli til hugvits. Höfundur heldur því fram að gífurlegar breytingar hafi átt og eigi eftir að eiga sér stað, þar sem þekking og nýt- ing hennar sé verðmætasta auðlind hverrar þjóðar, fyrir- tækis og einstaklings: „Þeir sem búa yfir mikilli þekkingu öðlast yfirleitt mikil völd. Áð- ur tryggðu peningar eða auð- ur völd. Þeir sem telja að völd séu til ills gætu allt eins talað um að þekking væri til ills. Ekkert er gott eða illt í þessu sambandi heldur hvernig völd eru notuð. Það sem er aftur á móti til ills er einokun upplýsinga og þekkingar og misnotkun eða mistúlkun þeirra.“ Þekkingin er mikil- vægasta áhrifaafl í þróun nú- tímaþjóðfélags. „Þekkingar- maðurinn verður áhrifamesti einstaklingurinn hvort heldur hann er stjórnmálamaður, eigandi, stjórnandi, sérfræð- ingur eða almennur starfs- maður við eigin rekstur eða annarra.“ Þekkingarþjóðfélög og þekkingarfyrirtæld eru það sem koma skal. Frá handafli til hugvits er blanda af ádrepu höfúndar til stjórnmálamanna, fjölmiðla, stórnenda og eigenda fyrir- tækja, og bjartsýn framtíðar- sýn takist þessum aðilum að nýta mikilvægustu auðlind- ina, þekkinguna. Þorkell bendir með réttu á að nátt- „Það er mikillfengur að bókinni, ekki að- einsfyrir stjórnend- ur fyrirtækja, heldur ekki sístfyrir stjórn- málamenn ogþá sem vinna við fjölmiðlun. “ úruauðlindir séu ekki lengur miklvægasta auðlindin í þjóð- félögum nútímans, heldur maðurinn sjálfur, hæfileikar hans og þekking. Vegna þessa verður að leggja mikla rækt við menntakerfi þjóðarinnar ef íslendingar ætla sér að standa jafnfætis öðrum þjóð- um. Samstarf menntastofn- ana og atvinnulífsins ráði þar úrslitum og þótt þar hafi nokkuð áunnist á undanförn- um árum sé langt í land. Þor- kell bendir á þá staðreynd að nærri tveir þriðju hlutar há- skólamenntaðra manna vinni við atvinnugreinar sem ekki afla þjóðinni tekna af fram- leiðslu og þjónustu og að um 61% háskólamanna vinni hjá hinu opinbera. Þorkell Sigurlaugsson skiptir bók sinni í fimm meg- inkafla og standa tveir þeirra upp úr. Kafli 3 fjallar um fyr- irtækið í þekkingarþjóðfélagi framtíðarinnar, stærð og fé- lagsform þekkingarfyrirtækja og hverjir eigi þau og stjórni. Síðasti hluti kaflans er um áhrif fjölmiðla, stjórnmála- manna, hagsmunasamtaka og þrýstihópa. Hér er höfundur- inn gagnrýninn og tekur dýpra í árinni en annars stað- ar í bókinni. Ég hygg að ádrepa um fjölmiðla sé í meg- inatriðum rétt og nauðsynlegt að atvinnulífið og fjölmiðlar nái betur saman og „það myndist trúnaður og þekk- ingarflutningur milli þessara aðila“, eins og hann segir sjálfur. I þessu felst auðvitað ekki að fjölmiðlar séu aðeins viðtakendur upplýsinga frá fyrirtækjum, heldur hafi þekkingu til að brjóta þær til mergjar. Það er ánægjulegt að forystumaður úr atvinnulíf- inu skuli loks hafa tekið til máls um vinnubrögð og stefnu íslenskra fjölmiðla og það hlýtur að verða til þess að blaðamenn efni sjálfir, ekki síst innan sinna raða, til um- ræðna af þessu tagi. En það hlýtur einnig að vera yfir- mönnum fjölmiðla nokkurt áhyggjuefni þegar aðilar í at- vinnulífinu hræðast fjölmiðla eins og Þorkell heldur fram: „Það er orðið alvarlegt mál þegar einstaklingar og fyrir- tæki þora ekki lengur að tjá sig um þekkingu og umfjöll- un fjölmiðla á einstökum málum, af ótta við að verða fyrir aðkasti í viðkomandi fjölmiðli." Kafli 4, sem er annar meg- inkafli bókarinnar, Qallar um stjórnun þekkingarf)TÍrtækja, hlutverk forystumanna og stjórnenda, framtíðarsýn, hlutverk og stefnumörkun, gæðastjórnun og fleira. Hag- nýtustu hlutar þessa kafla eru líklega um endurgerð vinnu- ferla, ekki síst fyrir stjórnend- ur opinberra fyrirtækja, nýt- ingu og stjórnun upplýsinga- tækni og um stjórnskipulag og stjórnunarhætti fyrirtækja. Þar er höfundurinn greinilega á heimavelli, með yfirburða- þekkingu úr starfi sínu sem framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Eimskips og sem stjórn- armaður í fjölda fyrirtækja, ekki síst á sviði nýsköpunar. Síðasti kaflinn er um ein- staklinginn, og líklega mun mörgum nýtast vel að lesa þann hluta sem fjallar um streitu, sem Óttar Guð- mundsson læknir samdi, og um óvænt starfslok forráða- manna fyrirtækja, sem Vil- hjálmur Bjarnason viðskipta- fræðingur setti saman. Frágangur bókarinnar er allur til fyrirmyndar, kápan smekkleg og fellur vel að efn- inu. Það er mikill fengur að bókinni, ekki aðeins fyrir stjórnendur fyrirtækja, heldur ekki síst fyrir stjórnmálamenn og þá sem vinna við fjölmiðl- un. 01i Björn Kárason Klám, ofbeldi, eitur - og ást BIRGITTA H. HALL- DÓRSDÓTTIR ÖRLAGADANSINN SKJALDBORG 1993 ★★ Hér eru systkinin klám, ofbeldi og eiturlyf lengstaf í aðalhlutverkum. Að lokum stelur ástin að vísu senunni og allt fer vel með ketti útí mýri. Birgitta H. Halldórsdóttir er einn reyndasti rithöfúndur okkar. Örlagadansinn er ell- efta skáldsaga hennar. Birgitta tilheyrir þeim skóla í íslenskri sagnagerð sem kenndur hefúr verið við „norðanstúlkurn- ar“. Norðanstúlkurnar skrifa um ástir og örlög að hætti Rauðra ástarsagna, Theresu Charles og Barböru Cartland. Persónur bókanna eru oftar en ekki einsog klipptar útúr dönsku blöðunum og koma lesendum svolítið spánskt fyrir sjónir þegar þær eru sett- ar niður á Hofsósi eða Sauð- árkróki. Birgitta nýtur nokkurrar sérstöðu í Norðanskólanum. Hún leggur öllu meira uppúr harðsoðinni spennu en „í Örlagadansinum skrifar Birgitta um undirheima Reykja- víkur, samviskulausa glœpahunda, perverta, morðingja og eitur- lyfjasala. Fjör, sem- sagt. “ væmnum rómans. I Örlaga- dansinum skrifar hún um undirheima Reykjavíkur, samviskulausa glæpahunda, peiwerta, morðingja og eitur- lyfjasala. Fjör, semsagt. Birgitta skrifar fjarska lipr- an og hnökralítinn texta. Söguþráðurinn er að vísu talsvert fjarstæðukenndur en frásagnargleðin bætir það upp og gott betur. Glæpamafía teygir anga sína um allt samfélagið, og stundar margvíslega glæpi undir járnstjórn harðsvíraðs foringja sem kallaður er Örn- inn. Allir bera glæpamenn- irnir fuglsnöfn, og þegar Storkurinn ætlar að hlaupast undan merkjum og klaga í lögguna hikar Örninn ekki við að drepa hann með köldu blóði. Fósturdóttir Storksins, hin undurfagra og blásak- lausa Harpa Skagfjörð, er þarmeð í lífshættu og það kemur í hlut löggunnar Ág- ústs að passa uppá dömuna. Þau skjötuhjú eru hundelt af illfyglunum og sagan nær dramatískum hápunkti norð- ur í Drangey... íslenskar spennubók- menntir hafa aldrei verið uppá marga fiska, og afþrey- ingarbækur svokallaðar hafa átt erfitt uppdráttar. Birgitta H. Halldórsdóttir skrifar ekki til þess að vinna íslensku bókmenntaverðlaunin en hún er vaxandi spennubóka- höfundur. Hrafn Jökuisson Eftirhermur „Þessi skítsœmilega eftirhermuplata verðurþó seint talin annað en ein nœr- ingarlausasta frauðkakan á hlaðborði íslenskrar jólaútgáfuþetta árið.“ BJARNI ARA OG STORMSKER ÖR-ÆVI BJARNASKER / JAPIS ★ Fortíð þeirra félaga Bjarna Ara og Sverris Stormskers er flestum kunn. Ég ætla því ekki að rifja upp lát- únsbarkaafhendinguna og það að einhvern tímann í for- tíðinni hafi Sverrir næstum því verið fyndinn. Það sem hér er til umræðu er sam- starfsverkefnið Ör-ævi, plata full af „þessu gamla góða“ El- vis-rokki og Hótel Sögu- legnu Ragga Bjarna- ballöðutrumsi. Þetta er þokkalega sniðug hugmynd hjá strákunum og músíkin í karaókí-stíl, enda Bjarni sjó- aður í karaókíinu. Það verður ekkert skafið af honum að röddin er býsna góð, Elvis auðvitað ein helsta uppsprett- an og kannski ætti Bjarni að stefna á Las Vegas og næstu Elvis-eftirhermuráðstefnu. Stormsker hefur samið ell- efú lög í strákinn og eitt er er- lent. Sverrir sýnir að hann er ekki verri hermikráka en hver annar, hann getur vel mallað lög upp úr gömlum afgöng- um sem maður hefur næst- um því heyrt áður. Auk þess að malla sér hann stundum um allt undirspilið sjálfur og það væri lygi að segja hann snjallan hljóðfæraleikara. Sem betur fer er þó undirspil- ið oftast flutt af hinurn ýmsu aðstoðarmönnum og útkom- an er viðunandi, enda við- miðunin niðursoðið karaókí. Það er ánægjuleg tilbreyting að Sverrir skuli lítið syngja sjálfur en hann er fínn bak- raddagjammari og ætti að halda sig í því ef hann þarf á annað borð að opna munn- inn. Lögin segist Sverrir hafa „klæðskerasaumað“ á Bjarna og það er rétt að Bjarni nýtur sín vel á þessurn sérsaumuðu tónlistarslóðum. Sverri tekst þó misvel upp í saumaskapn- um. í öllum tilfellum er efnið þekkt og margnotað og stundum orðið snjáð af notk- un þúsund poppara. „Let me in (jam)“ og „Það rennur ekki af mér“ eru þó ágætis lög, en hitt er fullaugljóslega keypt á næstu poppbensín- stöð. Textar Sverris eru eins og fyrr mestmegnis vonlausar tilraunir til sniðugheita. Helmingurinn er á ensku og allt kemur fyrir ekki; manni stekkur ekki bros. Ég er kannski bara vonlaus fýlu- poki og það eru eflaust marg- ir, t.d. ballgestir í Danshúsinu Glæsibæ, sem fyllast lífi við stuðmúsík plötunnar og finnst textarnir ofsalega skemmtilegir, t.d. „Já ég verð öldungur, ef ekki öldungur, þá öldunkur“. Sverrir og Bjarni hafa gert skítsæmilega eftirhermuplötu sem þónokkru púðri hefur verið varið í. Platan verður þó seint talin annað en ein nær- ingarlausasta frauðkakan á hlaðborði íslenskrar jólaút- gáfu þetta árið. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.