Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 2
B2 PRESSAN B O K A - PLOTU BLA Miðvikudagurinn 22. desember 1993 A ,< .tfl l- A, ■) ; i ‘)j ,< .< x xxx »,-lI V.'.Y X V |'V I ? *"$ ‘‘-Sf £> c - c c «C m SyR v -x | ‘I Kolbrún Bergþórsdóttir er bókmenntafræðlngur og kennarl. Hrafn Jökulsson er rlthöf- undur og blaðamaður. Gunnar HJálmarsson er tónllstarmaður. Ólafur Haraldsson er bók- menntafræðlngur. Jónas Sen er tónlistarmaður. íslensk skáldverk Einar Már Guðmundsson: Englar alheimsins Almenna bókafélagið ★★★★ Besta skáldsaga ársins. Einar hefur lagt í þetta verk alla hæfileika sína, tilfinningu og þroska. Útkoman er verk sem hittir lesandann beint í hjartastað. (KB) Birgir Sigurðsson: Hengiflugið Forlagið ★★★★ Brakandi snilld. Birgir hefur náð að pakka nútímanum inn í þessa bók og það liggur við að maður segi einfaldlega takk. (ÓH) Guðbergur Bergsson: Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma Forlagið ★★★★ Alveg vita siðlaus saga, en sett saman af mikilli list. Full- þroskuð skáldsaga og aðgengileg í bestu merkingu orðsins. (ÓH) Gyrðir Elíasson: Tregahomið Mál og menning ★★★★ Gyrðir hefur einstakt lag á að smíða samsetningar sem sitja í minni manns. Hver setning gegnir því hlutverki að skapa stemmningu. Engu er ofaukið. Listasmíð. (KB) Bjöm Th. Bjömsson: Falsarinn Mál og menning ★★★ Stórmerkileg saga sem er ævintýri líkust en þó sönn. Sérlega áhugaverð og vel skriíuð bók sem ætti að höfða til stórs les- endahóps. (KB) Kristján Kristjánsson: Fjórða hæðin Iðunn ★★★ Ákaflega vel heppnuð saga. Frásagnartæknin er þaulhugsuð og vel útfærð, þannig að útkoman verður átakamikil saga og trúverðug lýsing þess tíma og staðar sem hún fjallar um. (ÖH) Steinunn Sigurðardóttir. Ástin fískanna Iðunn ★★★ Kvennabók. Ljúft millispil á rithöftmdarferli Steinunnar, dálítið angurvær ástarsaga sem ég hef grun um að margar konur telji sig hafe lifað. (KB) Valgeir Guðjónsson: Tvær grímur Mál og menning ★★ Ekki hámenningarlegur litteratúr, en sem skemmtisaga er bókin dágóð afþreying. Valgeir á létt með að skrifa, en hann er helstil orðmargur. (KB) Vilborg Davíðsdóttin Við Urðarbrunn Mál og menning ★★ Þrátt fyrir greinilega byrjendagalla er bókin mjög skemmti- leg aflestrar og einkennist af ffásagnargleði. (KB) Illugi jökulsson: Barnið mitt bamið Almenna bókafélagið ★★ Yfirhöfuð vel skrifuð saga. Lýsingar og ffamvinda á hörm- ungum em „trúverðugar“ á sama hátt og sjónvarpsfréttim- ar. Þetta em staðlaðar hörmungar. (ÓH) Guðlaugur Arason: Hjartasalt Mál og menning ★★ Framhald af Pelastikki. Það gengur bókstaflega allt upp hjá söguhetjunni og fyrir bragðið skapast lítil spenna um heppni og óheppni, sigur eða ósigur. (ÓH) Kristján jóhann jónsson: Patt Lesmál ★★ Snilldarvel gerð sem formleg tilraun um skáldsögu, en ffamvinda sögunnar er vélræn og ffásögnin eintóna. (ÓH) Álfrún Gunnlaugsdóttir: Hvatt að rúnum Mál og menning ★ Textinn er gerilsneyddur allri tilfinningu, einhæfur, þurr og steríll, enda skrifaður í Norðurlandaverðlaunastílnum. Virðist allt mjög vitsmunalegt, en ekki var það gaman. (KB) Hannes Sigfússon: Ljósin blakta Mál og-menning ★ Frásagnarhátturinn, óskoruð samúð söguhöfundar með tólf öldungum, ásamt svolítið klisjukenndri kaldhæðni, bera verðugt söguefhi ofurliði. (ÓH) Njörður P. Njarðvílc Hafborg Iðunn ★ Lítt effirminnileg saga. Persónusköpun er ábótavant, bygg- ing ekki nógu markviss og stíllinn tUþrifalítill. (KB) Rúnar Helgi Vignisson: Strandhögg Forlagið ★ Verðug yrkisefni og ágætar hugmyndir sem höfundi tekst þó ekki að blása nægilegu lífi í. (KB) Sindri Freysson: Ósýnilegar sögur Forlagið Þetta er hreint afleit bók. Uppskrúfaðra málfar er tæplega til í nokkrum öðrum íslenskum texta. (ÓH) Björgúlfur Ólafsson: Kvennagaldur Almenna bókafélagið & Það er sjálfsagt að gefa ungum höfundum tækifæri, en hér er ekki vott af hæfileikum að finna. Vandræðaleg mistök ffá upphafi til enda. (KB) Æviminningar jóhanna Kristjónsdóttir: Perlur og steinar — árin með Jökli Almenna bókafélagið ★★★★ Jóhanna er hetja þessarar bókar, bæði sem penni og per- sóna. Henni tekst meistaralega að koma til skila því sem hún ætlaði sér. (ÓH) Guðjón Friðriksson: Ljónið öskrar Iðunn ★★★★ Guðjón hefur unnið mikið affek. Söguskoðanir hans eru trúverðugar og athyglisverðar og stíllinn vandaður og læsi- legur. (HJ) Jónína Michaelsdóttin Karólína Forlagið ★★★ Ljúf lesning og listilega færð í letur. Tugir litmynda auka gildi bókarinnar til muna. (HJ) Gyifi Gröndal: Eldhress í heila öld Forlagið ★★★ Endurminningar Eiríks Kristóferssonar veita heillandi inn- sýn í veröld sem var. Sá sem ekki hrífst af ffásögninni hlýtur að vera vel og rækilega dauður úr öllum æðum. (HJ) ömólfur Ámason: Járnkarlinn Skjaldborg ★★ Ljómandi læsileg og ffóðleg bók um umdeildan pólitíkus, en helstil langdregin á köflum. (HJ) Gyifi Þ. Gíslason: Viðreisnarárin Almenna bókafélagið ★★ Gylfi er „grand old man“ íslenskra stjórnmála og menn leggja við hlustir þegar hann tekur til máls. Bókin er afar fróðleg, en fráleitt eins safarík og efni stóðu tiL (HJ) Þorsteinn E. Jónsson: Viðburðarík flugmannsævi Setberg ★★ Þorsteinn er asvintýramaður að upplagi og virðist margoff hafa beinlínis lagt lykkjur á leið sína til að sneiða hjá vegi dygðarinnar. (HJ) Hafdis L. Pétursdóttin í viðjum vímu og vændis Skjaldborg ★ Matthildur Jónsdóttir Campbell sýnir umtalsvert hugrekki með því að segja sögu sína, en söguritari veldur alls ekki viðfangsefninu. (HJ) Jónas Jónasson: Til em fræ Fróði ★ Textinn er lipur eins og Jónasar er von og vísa, en þessi litla bók er ffemur í ætt tímaritsgreina en metnaðarfuUra ævi- sagna. Það er synd. (HJ) Gils Guðmundsson: Þegar hugsjónir rætast — Ævi Odds á Reykjalundi ísafold ★ Að mörgu leyti eins og hálfunnið handrit að mjög forvitni- legri bók. Gils hefði mátt vinna betur úr heimildum. (HJ) ómar Ragnarsson: Manga með svartan vanga Fróði Ómar leggur upp með sallagott efni í höndunum, en klúðr- ar því. Hann er því miður sneyddur rithöfiindarhæfileik- um. (HJ) Ljóð í andófinu—pólsk nútímaljóð Geirlaugur Magnússon þýddi. Hörpuútgáfan. ★★★★ Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins fyrir ljóðavini. Það leynir sér ekki að Geirlaugur Magnússon hefiir vandað til verksins. (HJ) Kristín Ómarsdóttin Þema á gömlu veitingahúsi Mál og menning ★★★ Ljóðin em fjársjóður þeirrar náttúm að engir tveir lesendur munu finna sömu gullin. í því er galdur Kristínar fólginn. (HJ) Sveinn Yngvi Egilsson: Aðflutt landslag Mál og menning ★★★ Sveinn er mesta efni sem ffam hefur komið býsna lengi. Galdurinn er fólginn í látlausum stílnum. Þar finna lesend- ur ánægjuleg ævintýri. (HJ) Eysteinn Bjömsson: Dagnætur Norðurljós ★★★ Bók sem stendur traustum fótum í fornum kveðskap um leið og farið er með yrkisefhin á einlægan, frjóan og lifandi hátt. (ÓH) Hannes Pétursson: Eldhylur Iðunn ★★★ Afar vönduð bók, agað og vel stillt verk þroskaðs ljóðskálds, haganlega gert að öllu leyti. Hún á effir að ffeista úr bóka- hillunni í ffamtíðinni. (ÓH) Jólaljóð: Gylfi Gröndal valdi Forlagið ★★★ Ljóðin em skemmtilega ólík, bókin fjölbreytt og Gylfa hef- ur tekist vel upp við valið á ljóðunum. (HJ) Ferskeytlan—vísur og stef frá ýmsum tímum Almenna bókafélagið ★★ Fullfijálslega valið efhi, en hreinar perlur-inn*n um annað sem hefur minna skáldskapargildi. Um leið vísast lýsandi fyrir hina einkennilega samsettu þjóðarsál. (KB) Kristján Þórður Hrafnsson: Húsin og götumar Almenna bókafélagið ★ Eitt gott Ijóð er næg réttlæting heillar ljóðabókar. Þessi er vel réttlætanleg. (ÓH) Hrólfur Sveinsson: Ljóðmæli Mál og menning Hrólfur er mesti leirhnoðari og bögubósi sem sést hefur lengi. Það er ójafnt skipt skáldgáfunni milli þeirra ffænda, Hrólfs og Helga Hálfdanarsonar. Lausavísur frá 1400-1900 Sveinbjöm Beinteinsson safnaði Hörpuútgáfan Því miður bregst Sveinbimi illa bogalistin. Bókin er einn allsheijar öskuhaugur þarsem öllu asgir saman: leirburði, hnoði, lágkúru — og snilld. (HJ) Aðrar bækur Unnur Jökulsdóttir og Þorbjöm Magnússon: Kría siglir um Suðurhöf Mál og menning ★★★★ Heillandi ferðasaga, ákaflega skemmtileg og ffæðandi bók, skrifuð af þekkingu og fordómaleysi. Þeir sem unna góðum ferðasögum mega ekki missa af henni. (KB) Handbók Epíktets Almenna bókafélagið ★★★★ Gullkom hins grísk-rómverska heimspekings óaðfinnan- lega þýdd af dr. Brodda Jóhannessyni, einum fárra sem hafa fullkomið vald á íslenskri tungu. (KB) Vetrarvirki Bjöms Th. Björnssonar: Afmæliskveðja frá nemendum Mál og menning ★★ Ekki mikil tíðindi ffá listffæðilegu sjónarmiði, enda nokkur tilfinningasemi sem réð hugmyndinni að útgáfunni, ffekar en ffæðileg eða listræn markmið. (GJÁ) Stefán Jón Hafstein: New York, New York Mál og menning ★★ Nokkuð trúverðug mynd af lífi utangarðsfólks í New York, en aðalsögupersónan, Kristinn, verður svolítið útundan. Auk þess hefði þurff mun meiri stillingu í stílinn. (KB) Barna- og unglingabækur Mats Wahh Húsbóndinn Mál og menning ★★★★ Wahl kann sannarlega að segja unglingasögu; ffásögnin er full af fjöri og spennu og lesandinn lifir sig inn í söguna. Sérlega góð þýðing. (KB) Einar Kárason: Didda dojojong og Dúi dúgnaskítur Mál og menning ★★★ Skrifuð af miklu fjöri, er rík að kímni og ftill af litríkum og effirminnilegum persónum. örugg skemmtun fyrir böm og fullorðna. (KB) Þórunn Sigurðardóttir: Klukkan Kassíópeia og húsið í dalnum Mál og menning ★★ Skemmtileg og nokkuð spennandi saga, skrifuð í einföld- um og tilgerðarlausum stíl. Persónusköpun er trúverðug og ýkjulaus. (KB) Ingibjörg Einarsdóttir og Þorsteinn Erlingsson: Vá! Ástir og átök í unglingaheimi Almenna bókafélagið ★★ Persónumar em yfirleitt smellnar og skemmtilegar. Stíllinn er læsilegur og off fjömgur: kjamgóð nútímaíslenska, ríku- lega krydduð með slettum. (HJ) Guðrún Helgadóttir: Litlu greyin Iðunn ★★ Hefur ágætan boðskap fram að færa, en er ekki í hópi betri verka Guðrúnar. Henni hefur off tekist betur upp í mann- lýsingum. (KB) Jónína Leósdóttin Sundur og saman Fróði ★ Þessa sögu skortir bæði hlýju og dýpt. Það em ágætar hug- myndir í henni, en það er Úla úr þeim unnið. (KB) Gunnhildur Hrólfsdóttir: Komdu að kyssa ísafold ★ Textinn er þokkalega lipur, en hvergi bregður fyrir skáld- legum tilþrifum, sem svo em kölluð. Mann langar ekkert óskaplega mikið til að hitta sögupersónumar affur. (HJ) Iæif Esper Andersen: Brennd á báli Mál og menning ★ Sérlega drungaleg og þunglyndisleg unglingabók, samtöl stirð, persónur daufgerðar og engin frásagnargleði. Allt fremur niðurdrepandi. (KB) Þýðingar David Lodge: Lítill heimur Mál og menning ★★★★ Bók sem mælir með sér sjálf. Líldega skemmtilestur ársins. (KB) Ljudmila Petmshevskaja: ódauðleg ást Mál og menning. ★★★★ Bók sem ætti að vekja aðdáun bókmenntaunnenda. ömgg- ur, einfaldur og hnitmiðaður stíll. Framúrskarandi þýðing. (KB) Mario Vargas Llosa: Hver myrti Móleró? Almenna bókafélagið. ★★★★ Ef ykkur finnst þið of off lesa innihaldslítil skáldverk sem hreyfa ekki við ykkur, þá lesið þessa sögu. (KB) Ian McEwan: Vinarþel ókunnugra Almenna bókafélagið ★★★ Mjög sennilega það besta sem McEwan hefur skrifeð. Ekki handa viðkvæmum sálum, en ætti að verða effirlætislesning töfferanna í intelligensíunni. Prýðilega þýdd. (KB) A.J. Quinnell: Blóðfjötrar Almenna bókafélagið. ★★★ Sérlega ánasgjuleg lesning, ein fárra spennubóka sem segja má að séu geðfelldar og notalegar. (KB) Torgny Lindgren: Fimmfingramandlan Mál og menning ★★★ Lindgren er ömgglega í hópi bestu sögumanna á Norður- löndum, hugmyndaríkur og óhræddur við að staðfæra, endurskapa og gefa gömlum goðsögum nýja og ferska merkingu. (KB) Plötur Jet Black Joe: You Ain’t Here Spor ★★★★ Vel pæld, kraffmikil og tormelt rokkplata sem vinnur vel á og ^r allt öðmvísi en aðrar plötur sem koma út um jólin. Aldrei þessu vant kemur íslensk hljómsveit á óvart. (GH) Sigurður Flosason: Gengið á iagjð Jazzís / Japis ★★★★ Það er mikill fengur að þessari plötu. Lagasmíðarnar em flestar mjög heilsteyptar og á köflum gullfellegar. (GH) Rabbi: Ef ég hefði vængi R músík / Japis ★★★★ Rabbi er í fremstu línu sem persónulegur og frábær laga- smiður. Vandað popp og heildartónninn sterkur. (GH) Yukatan: Safiiar guðum (safiiar frímerkjum) Smelddeysa / Japis ★★★ Helvíti fin plata! Neðanjarðarrokk, andsnúið viðteknum poppgildum og á litla möguleika á almennri athygli eða spilun á Bylgjunni. (GH) Blásarakvintett Reykjavíkun Verk eftir Barber og Beach Chandos ★★★ Ákaflega vandað og vel spilað en líka fullvandað og var- fæmislegt á köflum. (JS) KK band: Hotel Föroyar Bein leið / Japis ★★★ Góð plata og skemmtileg. Nóg af hinum létta KK-filingi, en einnig margt sem sýnir að bandið er síður en svo staðnað. (GH) Nýdönslc Hunang Skífen ★★★ Hér er sáð í sama beð og áður, en ekkert óvænt til. Gott popp, er platan ber þó hættuleg merki um yfirvofandi stöðnun. (GH) Todmobile: Spillt Spor ★★★ Hér er allt pottþétt, bæði spilamennska og frágangur. Það skiptast á góð lög og lög sem sogast í hið risavaxna miðj- umoðssvarthol dasgurtónlistarinnar. (GH) Bubbi Morthens: Lífið er ljúft Skífan ★★★ Einföld, værukær og þægileg plata, gamaldags og lág- stemmd. Fjandi hentug við arininn á vetrarkvöldum, en ekkert tímamótaverk. (GH) Bubbleflies: The World is Still Alive Hljómalind ★★★ Kærkomin skurðaðgerð á skvapkenndu íslensku tónlistar- lífi. Bjartasta vonin, engin spuming. (GH) Ýmsir flytjendur. Núll og nix Smekkleysa ★★★ Mælir blóðþrýstinginn í músíklífinu með 33 hljómsveitum, mikið af því undirgangatónlist sem aldrei fær að heyrast í útvarpi. Þörf útgáfe. (GH) Ámi Johnsen Milljónaútgáfan Eindrangur/Japis ★★1/2 Ámi getur raulað sig fyrirhafharlaust í gegnum hálff lag og hljómað eins og hver önnur varðeldabytta í hinni árlegu útilegu. Textamir sumir geggjað mgl og stuðrembingurinn á suðupunkti. (GH) Orri Harðarson: Drög að heimkomu Jepsen/Japis ★★1/2 Tvítugur trúbadúr, en það heyrist ekki á plötunni. Frekar eins og hér sé á ferð lífsreyndur og sigldur maður. Ekki byltingarkennt, en ágætt innlegg og nauðsynlegt. (GH) Súkkat: Súkkat Bein leið / Japis ★★ Ein sniðugasta platan í ár, vel heppnuð heimild um skond- ið skemmtiatriði, en verður seint talin byltingarkennt inn- legg í íslenskt tónlistarlíf. (GH) Hemmi Gunn og Rúni Júl syngja fyrir bömin Geimsteinn ★★ Hemmi er laglaus að vanda, en gleðin geislar af honum. Varla fyrir böm yfir tíu ára aldri. (GH) Pétur Hjaltested: Bamabros Hljóðsmiðjan ★★ Ágætur samtíningur af þekktum lögum, en bætir litlu við. Fín handa yngstu bömunum, en fylgir þeim ekki fram á gelgjuskeiðið eins og bestu bamaplötur gera. (GH) Margrét Ömólfsdóttir: Hvað á að gera? Skífan ★★ Barnaplatan sem Þursaflokkurinn hefði gert, hátíðleg og menningarleg, lítið um ærsl og skrípalæti, betur til þess fall- in að koma börnum í háttinn en halda þeim vakandi. (GH) Kammersveit Reykjavíkun Jólatónleikar Kammersveit Reykjavíkur ★★ Það er kraffur, fegurð og léttleiki yfir flutningnum, en tals- vert bergmál í upptökunni svo stundum jaðrar við að allt drukkni í óskiljanlegum gný. (JS) HörðurTorfason: Gull Ofar / Japis ★★ Hörður hefur off verið kraffmeiri, ákveðnari og fjölbreytt- ari. Þeir sem kæra sig kollótta um yfirbyggingu og vilja hafa trúbadorinn ómengaðan fá hinsvegar úr nógu að moða. (GH) Páll óskan Stuð Smekkleysa ★★ Páll óskar er eini maðurinn á landinu sem á séns í að gera þessu sjúskaða tónlistarformi skil svo mark sé á takandi. Sem diskóplata er hún fin og Palli er fínn raulari. (GH) Stefán Hilmarsson: Líf Spor ★★ Stefán leggur ekki í að gera neitt nýstárlegt, frumlegt eða ferskt Úrvinnslan er hefðbundin og spilamennskan líflítil, en fagmannleg. (GH) Indverska prinsessan Leonde: Story from Brooklyn Panton ★★ Ber með sér klassískt yfirbragð evrópskrar úrkynjunar og ætti vel heima sem sándtrakk í þýskri klámmynd. Prinsess- an gerir þessu velkta klámdiskói frábær skil. (GH) Móa syngun Lögin við vinnuna Smelddeysa ★★ Lögin þekkja allir og platan h'ður hjá eins og hvert annað umhverfishljóð. Þetta er stemmningarplata og ekki verri er hver önnur kertaljósaplata. (GH) Halli: Undir hömrunum háu ★★ Nýr Bjartmar, á köflum sérhannað jogginggallapopp, en eldd ýkja effirminnilegt. (GH) Ýmsir flytjendun Kærleikur Skífan ★ Sæmileg sjoppuplata sem verður engum til ffamdráttar, hvorki söngvurum, hljóðfæraleikurum né lögunum sjálf- um, sem fólk ætti frekar að afla sér í upprunalegu útgáfun- um. (GH) Herbert Guðmundsson: Being human HG Records / Japis ® Ótrúlega máttlaus og óspennandi plata, svo dautt, marg- notað og tilfinningalaust efni að það líður næstum yfir mann af leiðindum. (GH) Endurútgáfur Megas: Paradísarfuglinn Skífan ★★★★ Hér er drepið niður á öllum skeiðum meistarans og þetta er allt sígild snilld sem enginn ætti að missa af. Ómissandi plata. (GH) Purrkur Pilnikk: Ekki enn Gramm/Smekkleysa ★★★★ Fullt af frábærum lögum og heildarandinn skemmtilega ftillur af nýjungum. Textar Einars Amar úr reykvísku um- hverfi annó 1981 veita leitandi unglingum vonandi jafn- mikinn innblástur nú og þá. (GH) Ýmsir flytjendun Rokk í Reykjavík Hugrenningur/Smekkleysa ★★★ Misjafnar upptökur en nauðsynleg plata í skápnum til upp- rifjunar þeim sem náttúrulaust nútímapopp hrellir sem mest. (GH) Stuðmenn: Stuðmenn Skífan ★★ Þessi útgáfa er ekki góð eða nauðsynleg. Flestar plötur Stuðmanna em enn föanlegar og vanda hefði átt betur til lagavals og frágangs pakkans. (GH)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.