Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 9

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 9
r vara þau við þessari aðsteðjandi hættu. „Þannig að þetta er í raun allt komið í fullan gang, aðallega að láta fólk vita. Fólk er mjög áfjátt í að láta vita af þessu, þetta er ekkert launungarmál. Það sem hrellir mig mest — og ég heyri það á fólki — er að þetta hverfi er nokkuð ffítt við læti og þetta skelfir fólk. Það eru fyrstu viðbrögðin." Ett hvemig œtlið þið að taka á þessu íframhaldinu? „Ég á von á því að blásið verði í herlúðra. Þessi vika fer í að taka grunngögnin saman og ná fólki saman — ná samstöðu. Mér sýnist að það verði mjög sterk mótmæla- bréf send til yfirvalda. Fólk er mjög óttaslegið og vill grípa til sterkra aðgerða og sumir vilja hengja upp myndir af manninum. Ég get nú reyndar ekki haft sumt eftir sem fólk hefur sagt við mig. Menn eru mjög heitir, hræddir og slegnir.“ Útivistasvæði fyrir börn vaktað „Fólk er farið af stað með að tala um þetta í hverfinu til þess að vara börnin við að vera ekki þarna upp- frá. Þetta er grænt svæði sem verið er að skipuleggja sem útivistar- svæði, fyrir skauta og skíði á vet- urna og almennt útivistarsvæði á sumrin. Þarna eru til að mynda komnir mjög skemmtilegir göngu- stígar. Það er alveg óhæft að það verði allt eyðilagt.“ Hverfasamtökin hafa barist gegn landadrykkju unglinga og vaktað hverfið í því skyni. Ársæll segir að skipulagið í kringum það geti komið í góðar þarfir nú og mein- ingin sé að vakta svæðið tfi að koma í veg fyrir að börnum verði gert mein. „Við erum með fimmtíu manna útkallslista. Ég sagði það við lög- regluna í morgun að við mundum væntanlega strax setja vakt þarna ef þeir gerðu það ekki. Þeir vita al- veg hvaða kraft við höfum. Við er- um búnir að vera með sex manns í allan vetur á vakt í Árbænum. For- eldrar hér eru mjög snöggir að grípa til aðgerða ef á þarf að halda. Þetta er ekkert búið. Það verður ábyggilega byrjað á að mótmæla með bréfum og ef þeim verður ekki svarað innan ákveðins tíma verður farið út í eitthvað ennþá harðara." Hann sagði að ætlunin væri helst að setja konur á vaktina þar sem þær væru óhultar og vaktir yrðu í kringum húsið sem Stein- grímur dvelst í. „Það er ýmislegt annað sem menn eru að ræða um, en fyrst ætla ég að fá viðbrögð lög- reglu og félagsmálayfirvalda áður en ég fer lengra. Það er náttúrlega ófært að málum þessa manns skuli ekki vera sinnt, ekki síst vegna hans sjálfs. Hann hefur verið að þvælast á milli hverfa og búið í skipi eða tjaldi eða bara hvar sem er. Það verður að gera eitthvað í þessu.“ Engar lausnir Eins og ffam kemur í viðtali við Láru Bjömsdóttur, félagsmála- stjóra í Reykjavík, er í raun ekkert hægt að gera þar sem dómsmála- yfirvöld segja hann sakhæfan — hann er því ffjáls ferða sinna á meðan hann er ekki dæmdur. Ómar Smári Armannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að þetta mál hafi verið til meðferðar hjá félagsmálayfirvöldum í talsvert langan tíma. „Það hefur alltaf verið leitast við að finna hentugasta úr- ræði sem völ er á hverju sinni. Það má segja að þetta úrræði sé það hentugasta í augnablikinu, en hvað verður í ffamtíðinni er ómögulegt að segja. Það virðist vera alveg sama hvar hann er; það er alltaf kvartað yfir nærveru hans. Hann á ekki óafplánaðan dóm og hefur gert skil á sínu gagnvart dómskerfinu. Þetta snýst fýrst og fremst um að sníða honum þær aðstæður að hann sé á þeim stað sem bæði hann og aðrir geta vel við unað. Hverjar þær aðstæður eru er annarra að ákveða. En hann þarf náttúrlega aðstoð.“ Ómar Smári segir að þeir geti hvorki svarað því játandi né neit- andi hvort fylgst sé náið með hon- um en segir málið vissulega erfitt. „Hann er eiginlega útlagi í eigin landi.“ Dómsmálayfirvöld hafa gefist upp Með dómi Hæstaréttar ffá 17. janúar árið 1992 lauk tilraunum ákæruvaldsins til að finna laga- grundvöll fýrir sérstakri öryggis- gæslu fyrir Steingrím Njálsson. Dómur Hæstaréttar var afgerandi og á sömu lund og hjá fjölskipuð- um undirrétti. í niðurstöðu Hæstaréttar segir orðrétt: „Að því er varðar kröfu ákæru- valdsins á grundvelli 67. greinar al- mennra hegningarlaga, er þess að geta, að í greininni er mælt fyrir um öryggisráðstafanir vegna brotamanna, sem hættulegir eru umhverfi sínu. I greininni er ekki að finna heimild til að mæla fýrir um aðgerðir til að ráða bót á áfengissýki eða koma fram lyfja- meðferð í því skyni að vinna gegn kynferðislegum misþroska. 1 ákæru kemur ffam, að öryggisráð- stafanir þær, sem krafist er, eigi einkum að vera í því skyni. Fram er komið, að dóms- og kirkju- málaráðuneytið getur einungis komið ákærða í gæslu í fangelsi og að aðrir aðilar geta ekki boðið aðra kosti. Dómstólar eiga úrskurð um það, hvort sú gæsla, sem tök eru á að beita, uppfylli lagaskilyrði. Telja verður, að svo sé ekki nú, að því er ákærða varðar, þar sem aðbúð hans yrði óviðunandi eftir aðstæð- um. Ér þetta sjálfstæð ástæða þess, að staðfesta ber niðurstöður hins áfrýjaða dóms. í héraðsdómi er ferill ákærða rakinn, og ber einnig að líta svo á, að sú ffelsisskerðing, sem krafist er, réttlætist ekki af þeim upplýsingum um hann, sem fýrir liggja.“ Niðurstaðan er afgerandi, en í blaðaviðtölum eftir að dómur féll sagði fulltrúi ríkissaksóknara, Egill Stephensen, að ákæruvaldið væri ósátt við þessa niðurstöðu og taldi málsóknina réttlætanlega, en hún var um margt einstök og skapaðist fýrst og ffemst af því sérstaka and- rúmsloffi sem ríkti í þjóðfélaginu gagnvart persónu Steingríms Njálssonar. Landlæknir vill kemíska vönun Eins og PRESSAN hefur áður greint ffá sendi Ólafur Ólafsson landlæknir bréf til dómsmálaráð- herra í júlí 1993. Þar lagði hann til að lagaheimild til afkynjunar með skurðaðgerð yrði afnumin. Þess í stað yrði tekið upp ákvæði um hormónagjöf sem gerði sama gagn, jafnvel gegn vilja manna. Þegar greint var frá þessu í upphafi þessa árs hafði ekki borist formlegt svar frá dómsmálaráðuneytinu en beðið var um nánari greinargerð frá landlækni. í sömu umfjöllun sagði Lára Halla Maack réttargeðlæknir að ástandið væri svona af því að „við erum ekki siðmenntuð þjóð“. Hjá öllum siðmenntuðum þjóðum væru mál manna eins og Stein- gríms Njálssonar tekin til með- ferðar á réttargeðdeild, en það væri ekki gert á Sogni af því að hún væri „ekki hugsuð fýrir neinn með eitt eða neitt“. Hún sagði að fullt af sjúkum mönnum yrði á milli i kerfinu. „Þeir fara inn í dómskerf- ið og fá sína dóma og punktur." Þetta gerðist vegna þess að þeir sem færu með yfirstjóm þessara mála væru illa upplýstir eða vildu ekkert gera við þær upplýsingar sem væru fýrir hendi. Lára Halla sagði aðstæður Steingríms ómanneskjulegar og hann væri út- lagi, „nokkurs konar hreysikött- ur“. Pálmi Jónasson Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík Liðin tíð að börn geti leikið sér ein úti „Við erum ráðalaus,“ segir Lára Björnsdóttir fé- lagsmálastjóri. „Fólk getur hringt í okkur, en það er mjög lítið sem við getum gert ef dóms- valdið hefur sagt að þessi maður sé frjáls ferða sinna.“ Hún segir það liðna tíð að foreldrar geti látið börn sín út að leika sér — eftirlitslaust. Þau hafi einfaldlega ekki vald til þess að taka fólk úr umferð þótt það sé hlutverk þeirra að vernda börn. Lára Bjömsdóttir er félagsmála- stjóri hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Hún var spurð hverju það sætti að maður sem ylli þvílíkum ótta meðal fólks væri vistaður á þessum stað, þar sem börn og unglingar eru að leik? „Nú er ég náttúrlega í þeirri voðalega vondu stöðu að ég má ekki gefa þér upplýsingar um það. Ég hef ekki leyfi til að gefa þér upp- lýsingar um einstaka skjólstæðinga stofnunarinnar. Ég skil vel að þú sért að spyrja en ég get ekkert sagt við þig án þess að brjóta trúnað.“ En hvað er almennt gert í tilvik- um sem þessum, þegar fólk er ótta- slegið vegna nœrveru skjólstæðinga ykkar? „Það er fullt af fólki sem menn hafa ástæðu til að óttast eins og dæmin sanna. Það er ekki hægt að fjarlægja allt þetta fólk. Ef menn hafa rökstuddan grun um að það þurfi að óttast einhvern ákveðinn mann er best að hringja hingað eða í lögregluna. Ef það er vegna barna þá er það til okkar. Við eigum að reyna að vernda börn og koma í veg fyrir að eitthvað komi fýrir þau. Én út um allan bæ er fólk sem börn eru ekki óhult fyrir. Við vit- um það.“ Mér var sagt að þessi staður við Rauðavatn vœri talinn heppilegur vegna þess að hann vcerifjarri byggð. Nú er Árbœjarhverfið hattdan göt- unnar með mikitin jjölda barna og unglinga. Þar að auki er verið að skipuleggja þarna útivistarsvœði, ekki sístfyrir börtt og unglinga. „Það verður náttúrlega að leggja áherslu á það við fólk og foreldra að gæta að börnunum sínum og láta lítil börn ekki vera ein, ein- hvers staðar út úr byggð að minnsta kosti. Á íslandi höfum við verið vön að geta látið bömin bara út að leika sér en það er liðin tíð. Það verður að gæta að börnum. Við búum orðið í stórborg með öllum þeim slæmu hluturn sem því fýlgir þannig að mér finnst mjög mikilsvert að allir, sem umgangast börn, bæði íræði þau um þær hættur sem eru í umhverfinu og bara gæti þeirra vel. Og láti ekki börn, segjum upp að tíu ára aldri, vera eins síns liðs nema vita um þau. Það er mín skoðun.“ Á þetta við um öll svœði í „stór- borgitmi“? „Já, menn þekkja náttúrlega sitt næsta nágrenni en það er náttúr- lega bílaumferð og fólk í bænum sem maður verður bara að passa börnin sín fýrir. Þetta er sorgleg staðreynd en engu að sfður sönn.“ En hvað er hœgt að gera í tilfell- um sem þessum, þegar fólk óttast mjög utn börnin sín ogsá ótti byggist kantiski á rökum? Segjum til dœmis að um sé að rœða mann, sem þrett- án sinnum hefur verið dœmdurfyrir kynferðisafbrot gegn drengjutn frá 7-15 ára aldri, auk tuga annarra brota, m.a. síendurtekins ölvuna- raksturs. Er eitthvað hœgt að gera? „Ef menn eru frjálsir ferða sinna, hafa fúllt sjálffæði og eru ekki dæmdir þá er þetta voðalega vandasamt. Við höfum ekki vald til að taka menn úr umferð. Þá eru menn frjálsar manneskjur og hafa sín borgaralegu réttindi, sem eru þau að menn geta farið um og kos- ið sitt heimili. Það er að minnsta kosti möguleiki fyrir fólk að hafa samband við okkur, en það er mjög lítið sem við getum gert ef dómsvaldið hefur sagt að þessi maður sé ffjáls ferða sinna.“ Óttifólks er ettgu að síður til stað- ar. „Ef fólk óttast um börnin sín fýrir einhverjum ótilgreindum að- ila, þá er eiginlega sama hvar við- komandi er; alls staðar er fólk. Nema menn séu hreinlega lokaðir inni og fylgst með manninum nótt og dag. Slík úrræði eigum við ekki til.“ Þannig að á ttieðan dómsmálayf- irvöld segja að viðkomandi sé sak- STEINGRÍMUR NJÁLSSON Margdæmdur kynferðisafbrotamaður er hrakinn úr einu hverfinu í annað vegna mótmæla íbúa hœfur og hantt situr ekki intti vegna dótns þá er ekkert hœgt að gera. „Já, akkúrat, þá erum við í óskaplega miklum vanda og það er oftast þannig sem þessi tilvik verða til. En ef fólk hefur þessar áhyggjur er því velkomið að hafa samband við okkur.“ Hefur tnikið verið haft samband við ykkur? „Já, það hefur gerst í ýmsum til- vikum, — fólk í ákveðnum hverf- um sem er með áhyggjur. En stundum erum við ráðalaus. Það verður bara að viðurkenna það eins og það er.“ PálmiJónasson FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ 1994 PRESSAN 9

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.