Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 29

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 29
BÍÓIN í BORGINNI Pottþéttur gálgahúmor SERIALMOM Laugarésbiói ★★★★ John Waters er einn skemmtilegasti leik- stjóri sögunnar. Hann er sérfræðingur í að gera hluti, sem fæstum finnst skoplegir, hlægilega. Hans ær og kýr eru vessar ým- iskonar, óeðli og ofbeldi. Það þarf sæmi- lega brenglaða einstaklinga til að hafa gaman af myndum hans enda gerist húm- orinn varla svartari. í tveimur síðustu myndum meistarans, „Hairspray" og „Cry- Baby", var hann að mildast og grinið var á köflum 3-bió-legt. Hann dvaldi í gömlum tíma og málaði fæðingarbæ sinn, Balti- more (þar sem allar hans myndir gerast), mjúkum tónum nostalgíunnar. Með Rað- mömmu er hann kominn aftur i nútimann og hefur ekki verið beittari síðan hann gerði „Polyester". Kathleen Turner fer á kostum i hlutverki raðmömmunnar sem kálar öllum sem fara í taugarnar á henni og fjölskyldunni. Rað- mamman er hin verndandi móðurímynd i þúsundasta veldi. Þetta ersprenghlægileg mynd fyrir alla gálgahúmorista landsins! Rokkaðir lúðar WAVNE’S WORLD 2 Háskólabíói ★★ Fyrsta myndin um rokkuðu lúðana Wayne og Garth var bráðfyndin enda voru týpurn- ar nýjar og ferskar. Myndin gekk vel og samkvæmt lögmálum Hollywood kom framhald. Týpurnar hafa litið breyst og eru þess vegna ekki jafnkómiskar og í fyrstu myndinni — maður er búinn að hlæja að brandaranum áður. Sögufléttan er algjört rugl, en það eru þó nokkrir brandarar i þessari mynd sem kitla hinar margumtöl- uðu hláturtaugar. Þótt endirinn sé lummu- legur er alveg tilvalið að sjá þessa mynd — sérstaklega ef maður er unglingur og í góðu stuði. Bara grín LESVISITEURS Regnboganum ★★ Þetta er vist algjör metsölumynd frá Frakk- landi og fjallar um riddara og skjaldsvein hans frá elleftu öld sem lenda á timaflakki til nútímans. Myndin er hröð og fyndin á köflum, en þessartímaflakksmyndir eru nú orðnar hálfþreyttar, enda hefur „Back to the Future"-syrpan gert hugmyndinni full- komin skil. Skítugir og illa þefjandi mið- aldamennirnir eru auðvitað lokaðir inni og álitnir geðbilaðir, en svo losna þeir og þá heldur vijleysan áfram í farsakenndum 3- bíó-stil. Ágætt grin og sprell en sumar per- sónur myndarinnar eru fullklisjukenndar (- glaða plastpokakerlingin, hommalegi hót- eleigandinn) og sem heild er þessi mynd litið annað en þokkalegur farsi. Aðrar helstu myndir Sambióin: Beverly Hills Cop III Eddie Murphy mættur enn og aftur. Reality Bites Winona Ryder í unglingamynd sem gefur sig út fyrir að vera gáfumannsleg. Bíódagar★ Falleg mynd um voðalega litið. Angie Geena Davis alltaf jafnsæt. Police Academy 7 Þynnra gerist það varla. Blank Check Disney-mynd. Hostile Hostage Svört grínmynd. ThunderJack Krókódila-Dundee smjattar á fornri frægð. Beverly Hillbillies Grin um bóndadurga sem verða snögglega auðugir. Stjörnubió Bíódagar★ Röð af nostalgíuatriðum og þegar myndin er búin siturfátt eftir nema tómleikatilfinn- ing og svolitil hlýja gagnvart nokkrum at- riðum þar sem Friðriki Þór og Einari Má tekst að hitta áhorfandann í hjartað. My Girl 2 Fjölskyldumynd. Fjármagnið nægði ekki til að Hómalón- strákurinn væri aftur með. GuardingTess Nicolas Cage passar Shirley MacLaine. Háskólabíó Beverly Hills Cop III Eddie Murphy mundar byssuna og glottið. Greedy Gamanmynd um græðgi. Kirk Douglas leik- urgamla kallinn. Naked Gun 331/3 Brandaramynd. Naked ★★★ Hér er dregin upp kolsvört mynd af þjóðfé- lagsástandinu á Bretlandi. Sterk mynd en ekki ýkja „skemmtileg". Laugarásbió Abovethe Rim Körfuboltamynd fyrir krakkana. Sirens Áströlsk erótík. Regnboginn Sugar Hill Wesley Snipes kannar undirheima New York-borgar. Needful Things Skrattinn sest að i bandariskum smábæ. Tryllir gerður eftir sögu Stephens King. Piano ★★★★ og Kryddlegin hjörtu ★★★ Þessar virðast ganga endalaust Listrænt bíó. Á Söstudag ... Ferð út úr bænum. Bara að komast eitthvað burt! Upp í sveit í kyrrðina! Nú er besti tíminn fyrir hljóðlátar stundir við niðandi læki og innhverfa íhugun í íslenskri náttúru. ísland, sækjum það heim! ... Veitingahúsinu 22. Það bregst ekki að þegar maður kemur þar inn minnir það mann á árshátíðina hjá Hvalstöðinni. Varast ber þó að koma þar við ef durgur að nafni Magnús stendur í dyrunum, en sá maður ber mikilmennskubrjálæðið utan á sér og virðist í sífellu vera að tapa sér... ekki sá vin- sælasti. Ungir lista- bnota upp hefð- bundið form Nokkur hundruð manns renndu við á opnun listsýningar sem hald- in var í botni bílageymslunnar í Borgarkringlunni síðastliðinn laugardag. Þar voru samankomnir með verk sín rúmlega fjörutíu ungir listamenn, en fjórtán úr þeim hópi eru erlendir gestalista- menn og gestanemar við Myndlist- ar- og handíðaskólann. Fjöldi gestanema við MHÍ hefur aukist undanfarin ár og ber sýningin því vitni að tengsl eru á milli innlendra og erlendra strauma hjá yngstu kynslóð listamanna. Islensku þátt- takendurnir eru allir að stíga sín fyrstu skref á ferlinum og sumir nýskriðnir úr skóla hér heima jafht sem erlendis. „Mér finnst þessi sýning merki- leg fýrir þær sakir að hún styrkir tengsl innlendra og erlendra lista- manna. Einnig það að við höfum valið að vinna þetta ekki í hefð- bundnu galleríi og tökum þar af leiðandi alla ábyrgð á þessu sjálf. Það að brjóta upp þetta hefð- bundna form býður upp á allt aðra möguleika,“ segir Kristrún Gunn- arsdóttir, en hún er einn af for- sprökkum sýningarinnar ásamt þeim Aðalsteini Stefánssyni og Moniku Larsen-Dennis. Helga Kristrún Hjálmarsdóttir hóf sýninguna með því að sturta tíu kílóum af sykri yfir sig á gólfið og búa til engil úr því, en þetta þetta er hluti af mynd eftir hana sem heitir „Mitt mál“. Helga Didda, textahöfundur með meiru, las nokkur ljóð á sýningunni, Jó- hann Eiríksson, meðlimur í Rep- tilicus, var með ffumflutt hljóð- verk, Þórdís í Jarþrúði tók snerru á skinntrommumar sínar og Krist- Skjálftavaktin HM-helgina Hér koma nokkrir punktar um hvernig best sé að búa sig undir helgina stóru sem framundan er. Ljóst er að leikir ftalíu/Búlgaríu og Svíþjóðar/Brasilíu verða að baki. Og þið vitið framhaldið. Áfram... • Pasta þremur tímum fyrir leik, það borgar sig að hafa matinn vel meltan svo hann gjósi ekki upp í hamagangi leiksins. Pasta er algjört möst fýrir leik því maður brennir því svo vel og það er létt í maga. • Andleg íhugun um allt sem snýr að HM... fara yfir allt sem á undan er gengið svo maður verði inni í umræðum kvöldsins. • Sjá til þess að nægur bjór sé til á heimilinu og kúlerinn verður að vera í standi, muna að koma hon- um fýrir inni í stofú fýrir leik. • Svo er bara að drekka nógu stíft og hamast nógu mikið, svona í samfloti við áhorfendur í hitanum og leikmenn sjálfa. • Kaupa stærsta sjónvarpsskerm sem til er í búðunum í dag svo hægt sé að horfa almennilega á þetta, það er jú kominn tími til þess að nota mánaðarlaunin í sjálfan sig svona einu sinni og láta böm og konu sitja hjá í þetta sinn. Senda gestalistann út í tíma svo þeir gestir sem velkomnir em fari ekki að melda sig til annarra og maður endi uppi einn að horfa á risaskjáinn sirm. • Fjarlægja allt og alla úr hús- inu... • 1 boði má ekkert snakk vera, það truflar svo mikið einbeitingu leiksins þegar næsti maður er að japla á þessu. • Senda krakkana í pössun til tengdó og biðja vinkonu konunnar að taka hana út á lífið... maður blæðir í allsherjar dags- og kvöld- skemmtun. • Fá risahátalarana lánaða hjá Nonna frænda svo hægt sé að tengja þá við sjónvarpið... það má ekkert annað heyrast en fótbolti! • Vel að merkja! Hafirðu ekki áhuga á HM farðu þá á Grillhús Guðmundar og fáðu þér snæðing á meðan á leikjunum stendur. Það er ekkert skemmtilegra en að hlusta á karlmenn í tilfinningaham á efri hæðinni, á Glaumbar. í undanúr- slitunum lék húsið á reiðiskjálfi. Á laugardag, í það minnsta sunnu- dag, má búast við að húsið hrynji. Skjálftinn og lætin mælast ömgg- lega á Richter. rún Gunnarsdóttir birtist á skóla- krítartöflu og „fór hamförum“ þ.e. fór úr latexumbúðum með mikl- um átökum. David Lynch og Guðný Guð- mundsdóttir voru kynnar sýning- arinnar. Listaverkin munu standa áfram 1 tvær vikur og laugardaginn 23. júlí verður opnunárdagskráin endur- tekin. Það er því ekki úr vegi að léggja leið sína inn í bílageymslu Borgarkringlunnar og sjá hvað þessir ungu listamenn hafa upp á aðbjóða. fyrir ... Rúnna Júl. og Tryggva Húbner á Blús- barnum. Eðal- rokkarinn Rúnar Júlíusson situr semfastastá Blúsbamum og rokkar vió hvurn sinn fingur ásamt gítarsnill- ingnum Tryggva Húbner. Hann mun aldrei gleyma rokkinu, hann Rúnni. ... að Mascapone-ostur- inn fari að fást á íslandi. Svo maður geri ekki út af við flugfreyjuflotann með því að biðja þær sí og æ að kaupa ostinn. Maður verður að geta búið til sitt eigið Tira Misú án afskipta ríkisins. Nei, þetta era ekki tvær myndir af sama manninum, þótt auðvelt sé að álýkta svo við fýrstu sýn. Þetta eru þeir Kristinn Jón Guðmundsson, ólöglegi innflytjandinn í New York sem sent hefur PRESSUNNI ffá- bæra pistla með jöfhu millibili, og David Koresh, trúarleiðtogi frá Waco sem brenndur var inni ásamt heilaþvegnum lærisveinum sín- um. Mennimir eru nákvæmlega eins og minna um margt á Frelsara vom, en þeir hafa báðir reynt að taka upp lífsstíl Hans með misjöfnum árangri. FIMMTUDAGURÍNN 14. ÍÚÚH'ð94

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.