Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 10.04.1937, Qupperneq 2

Vísir Sunnudagsblað - 10.04.1937, Qupperneq 2
2 VÍSIR SUNXUDAGSBLAÐ Sjðhrakningnr. (Frásaga sú, sem fer hér á eflir, er saman tekiii og í letur færð af Gísla sagnfræ'ðingi Kon- ráðssyni). Þenna tíina (1813) bjó í Keflavík undir Jökli Magnús, son Hrólfs bónda í Stóra-Langadal og konu hans Lilju Lalilu Gunn- laugsdóttur Arasonar. Kona Magnúsar var Margrét Jóns- dóttir. Magnús var hniginn að aldri. Þenna vetur hafði hann fengið sér stærra skip til vertíð- arróðra, en þau er menn höfðu til liaustróðra, eins og oft var siður undir Jökli; var það lítill áttæringur, en tekinn mjög að fyrnast. Símon Sturlaugsson, hinn röskasti maður, var einn háseti lians og liina aðra greinir visa þessi, er Gísli Sigurðsson skáld á Klungurbrekku kvað um þá: Fleiri tel eg fiskimenn foldarhrings á ljóni: Sigurð, Tómas, Árna enn, einnig Pál með Jóni. Þeir reru þriðja miðvikudag í Góu, var þá alment róið; var fyrst hægviðri norðan. og er kom á mið fram lagði Magnús þrjú köst og fekk á þau 12 í hlut, en er liann dró þriðja kastið, rauk alt í einu en lygndi þó aftur. Tóku þeir þegar að berja í land, en lítið vanst á. En er þeir voru komnir fram und- an Rifi, tók algjörlega að reka. Bauð formaðurinn þá að freista að leggjast við lóðarsteinana, en þá sáu menn að skipsstafninn var rifinn. — Hljóp þá Simon fram i sem skjótast, hnýtti dragreipinu i klóna og hóf upp horn af seglinu. Sigldu þeir síð- an hið næsta vindi og gekk brátt fram og austur á Breiða- fjörð. — Linaði þá nokkuð veðrið, er þeir komu nær Hró- arsstöðum; feldu þeir seglið og tóku af öllum mælti að berja til lands, uns aftur fór að rjúka innan skamms.Tóku þeir þá enn til segls og lileyptu fram og • austur eins og náðist. Gaf þá inn afarmikið. Stýrði Magnús þangað til seglið rifnaði um þvert, vestan til við Búlands- höfða. Máttu þeir þá eigi fram- ar segli lireyfa, fór að nótt og rak þá skipið. Sáu þeir síðast til Melrakkaeyjar á Grundarfirði. Rak þá í náttmyrkrinu og var ( dauðans-ógn mikil á ferðum og ágjöf ærin. Var öllu rult, er missast máttijstóðu tveir jafnan í austri, en eigi sá stafna milli fyrir rokinu og tóku þeir mjög að dasast. Gekk á með kafalds- éljum, og reið liver kvikan að eftir aðra, svo nálega fylti, því eigi höfðu menn við að ausa og væntu allir dauða síns. — Vildi þá einn hástanna varpa sér út sein í æði, en Símon greip til hans, svo liann stiltist við. Með- an þannig rak, rofaði til í loft- inu í vestri, en inn til fjarðarins var að sjá sem mökk einn svart- an og alslaðar fult með sker og boða, svo hvítfyssaði í kringum skipið. Sýktist þá formaðurinn' kölduflogi miklu, lagðist liann fyrir og hað einhvern stýra. Voru þess allir ófúsir, kváðust engu orka mega eða eigi kunna. — Freistaði þá Símon þess og stýrði um hrið gegn um skerja- klasann. Tók síðan að Iétta fjúk- inu og birta til í lofti. Sáu þeir þá ey eina grasi vaxna. Stýrði Simon að henni, en þar steytti á blindskeri og braut skipið. Bað Símon þá formanninn að finna eittlivert ráð til bjargar þeim; neitaði hann því og kvað eitt liggja fyrir þeim, að deyja þar. — Símon kvað vætt mundi vera upp í eyna og bað menn freista. að fylgja sér, en allir neituðu því; svo voru þeir þjakaðir. Greip Simon þá skips- stjakann að styðjast við og óð til lands; tók sjórinn honum yfir mitti. Bað hann þá hina koma á eftir sér og hatt þá við sig, og óðu svo allir í eyna, en þegar rak á él. Lögðust þeir í skjól undir eyjarbankann, en Símon gekk um eyna, fann vatnslind og svalaði sér úr henni, sofnaði síðan litið, en skjótt dagaði og fagnaði liann þvi. Sá liann þá margar eyjar, er honum sýndist vætt i; fór til félaga sinna og bað þp fylgja sér lengra áfram, ef bygð kynni fyrir að verða og treystist eng- inn til þess, nema Jón. Komust þeir alt að sundi því, er næst er Hrappsey. Sóktu þeir síðan alla félaga sina, nema Sigurð; hann var svo aumur, að hann treysti sér eigi. — Æptu þeir á menn til hjálpar; kom þá Björn bóndi Gottskálksson og sókti þá alla. — Voru þeir þar um nótl við besta beina. Lét hann degi síðar flytja þá alla í Stykkishólm. En fyrir því að eigi gaf þaðan, var Símon sendur landveg og komst á þriðja degi að Höfða í Eyrar- sveit, en komst þaðan sjóveg. undir Jökul á skipi, er á heim- leið var, og lirakist hafði inn i Stykkishólm. Fögnuðu menn lieimkomu skipverja þessara, er af voru taldir og lofuðu Guð. Þakkir. Ungur maður (dómfeldur af öllum réttum, nema hæstarélti. Þar var hann sýknaður): — Eg er nú bara kominn til þess að þakka yður, lierra hæstaréttarmálaflutningsmað- ur. Eg veit sannarlega ekki hvernig fyrir mér hefði farið, ef eg liefði ekki notið aðstoðar yðar. Hæstaréttarmálaflutningsmað- urinn: — Það veit eg og skal segja yður. Þér hefðið fengið þriggja ára tugthús! BlLAVERKFALLIÐ í CIIRYSLERVERIvSMIÐJUNUM í Mjchigan, sem 60.000 menn tóku þátt i, lauk i s.I. viku, og stóð það í 30 daga. Verkamenn selt- ust að í verksmiðjunum og sést hér, er vinir og ættingjar færa þeim matvæli.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.