Vísir Sunnudagsblað - 10.04.1937, Qupperneq 4
4
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
VISIR
DAGBLAÐ
Utgefandi:
BLÁÐAUTGAFAN VfSIR H.F.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Skrifstofa og atgr.
Austurstræti 12.
S í m a r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Prentsmiðjan 4578
Verð 2 kr. á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan.
Vjsh)itá.
Það verður ekki um þaö deilt,
a'ð Islendingar yfirleitt fögnuðu
yfir því, er fullkomin útvarps-
stöð var tekin til starfa í land-
inu, og þótt menn hafi fagnað
yfir því af ýmsum ástæðum,
mun mega fullyrða, að það hafi
ekki síst verið vegna þess, að
menn gátu nú fengið veður-
fregnir oft á sólarliringi, enda
er það alkunnugt, að til þess að
hlusta á veðurfregnirnar hlaupa
menn frá verkum sínum, ef
menn eru úti við, en það gera
menn fráleitt til þess að hlýða á
neitt annað. Þetta o. m. fl. sýnir
Ijóslega, hversu mikinn áhuga
menn hafa fyrir veðurfregnun-
um og hversu menn telja sér
nauðsynlegt/ að fylgjast með í
því, sem Veðurstofan tilkynnir
um veðurhorfurnar gegnum út-
varpið.
Veðrið er það, sem allir tala
um og allir vilja fræðast um og
þurfa fræðslu um, til sjávar og
sveita, þeir, sem störfum gegna
og þeir, sem hvíldar njóta og
geta lyft sér upp. Allir lilýða
með athygli á veðurspárnar, og
þess vegna þykist Sunnudags-
blað Vísis þess fullvist, að menn
alment muni lesa með mikilli
athygli hina ágætu grein Björns
L. Jónssonar veðurfræðings um
það, hvernig veðurspáin verður
til. Birtist fyrri hluti greinarinn-
ar í Sunnudagsblaði Vísis í dag,
en niðurlagið í næsta Sunnu-
dagsblaði.
Skilyrðin.
Ung stúlka: Sá maður, sem
eg giftist og trúi fyrir lífi minu
og væntanlegra harna minna,
verður að vera fallegur eins og
keisari, sterkur eins og hvíta-
björn, hugrakkur sem ljón —
og — og —
Vinstúlka: Og heimskur eins
og múlasni!
Hvernig verður
veðurspáin til?
Eftir Björn L. Jónsson veðurfræðíng.
Inngangur.
Veöurspár Vei5urstofunnar eru
það útvarpsefni, sem almenningur
til sjávar og sveita vill síst án vera
og einna mesta hagnýta þýSingu
hefir fyrir aðal atvinnuvegi lands-
ins, sjávarútveg og landbúnað.
ÞaS gegnir þvi engri furðu, þótt
mikiö þyki undir því komiö,, að
treysta megi veöurspánum og aö
þær reynist jafnan réttar. Og hitt
er þá ekki síöur skiljanlegt, að
vonbrigöa gæti og gremju, ef röng
veöurspá veröur beint eöa óbeint
völd aö tjóni eöa óþægindum á
einn e'öa annan veg, hvort sem of
mikilli bjartsýní eöa bölsýni er
um aö kenna.
En eins og aö líkindum lætur,
er almenningur lítt fróður um or-
sakir þess, að veöurspár bregöast.
Ýmsir hafa meira og minna glögg-
ar hugmyndir um, aö oft sé þaö
vegna ónógra upplýsinga um lægö-
asvæði og veðurlag umhverfis
landiö eða þá vegna þess, aö ekki
séu þekt til hlítar lögmál þau, sem
stjórna veðri og vindi á jöröu hér.
En aðrir skella allri skuldinni á
Veðurstofuna eöa starfsmenn
hennar, og þá aö sjálfsögöu fyrst
og fremst á höfunda veðurspánna.
Stafar það sumpart af eölilegri
tilhneigingu manna til að kenna
einhverjum sérstökum það, sem af-
laga fer, og til að láta reiði sína
þá bitna á honum, en sumpart af
skilningsskorti og ókunnugleik.
Þannig halda sumir — eg þekki
sjálfur dæmi þess — að veðurspárn-
ar séu reiknaðar út eftir föstum
og nákvæmum reglum eða formúl-
um, og röng spá stafi því einung-
is af skökkum útreikningi, svo
sem að vitlaust hafi verið lagt
saman eða margfaldað.
Sannleikurinn er sá, að veður-
fræðin á engin nákvæm lögmál til
hagnýtingar við daglegar veður-
spár. Gegnir þar sama máli og um
ýmsar aðrar vísindagreinir, og það
þótt eldri séu. Læknisfræðin er ein
elsta vísindagrein mannkynsins.
Og þótt því verði ekki neitað, að
afrek hennar nú á dögum séu dá-
samleg, þá er hitt eigi síður al-
kunna, að mjög oft nær þekking
iæknanna helsti skamt. Þeim
skjátlast ekki síður en veðurfræðr
ingunum. Sjúklingar, sem þeir
telja dauðans mat, ná fullum bata.
Öðrum hnignar eða þeir hrökkva
Björn L. Jónsson.
upp af fyrirvaralaust þvert ofan
í trú læknisins á skjótan bata.
Um veðurspárnar er það að
segja, að í þeim löndum„þar sem
öll tækni og aðbúnaður eru þau
fullkomnustu, sem völ er á, er tal-
iö, að af öllum veðurspám reyn-
ist þrír fjórðu hlutar alveg réttar,
rúmur fimti hluti réttar að hálfu
leyti eða meir, en ein af hverjum
tuttugu alröng eða því sem næst.
Hér á landi eru öll skilyrði muu
verri en annarsstaðar, svo að vafa-
laust er útkoman lakari hér. En
um það hafa engar skýrslur verið
gerðar.
Hér á eftir skal nú greint frá
því, hvernig veðurspáin verður til,
svo að mönnum megi skiljast á
hverju hún byggist og hversvegna
hana skortir það öryggi og lang-
drægi, sem ýmsir ætlast til af
henni.
Veðurathuganir.
Um allan hinn mentaða heim
eru nú gerðar reglubundnar veður-
athuganir oft á dag alt árið um
lcring. Að jafnaði eru athuganir •
þessar gerðar í borgum eða þorp-
um eða á sveitabýlum, þar sem
ætla má, að athugunin gefi sem
réttasta mynd af veðurlaginu í
héraðinu umhverfis og vel hagar
til að öðru leyti. T. d. er óheppi-
legt að reisa athugunarstöð i
þröngum dal eða firði eða við ræt-
ur fjalls, því að þar getur vindátt,
veðurhæð og úrkoma verið með
alt öðru móti en i nágrenninu. En
auk þess hafa verið settar upp
stöðvar víðsvegar í óbygðum, bæði
á eyðieyjum, óbygðum landflæm-
um og uppi á regin fjöllum. Má
þar til nefna eyjuná Jan Mayen
— um 6oo km. til norðausturs frá
íslandi — þar sem Norðmenn hafa
gert veðurathuganir í fjölda mörg
ár. í Evrópu eru margar fjalla-
stöðvar, sú hæsta í Jómfrúnni í
Sviss í 3450 m. hæð. En hæsta
stöð í heimi er í Asíu-hálendinu
norðvestanverðu (Turkestan) í
3580 m. hæð. Á sumum þessutr,
stöðvum er komið fyrir sjálfvirk-
um tækjum, sem ekki þarf að vitja
nema endrum og eins, en allvíðast
'nafast þar við að staðaldri menn,
sem hafa það hlutverk eitt að ann-
ast hinar reglubundnu veðurathug-
anir — og ýmsar aðrar vísindaleg-
ar athuganir.
Algengustu áhöld við veðurat-
huganir eru: hitamælar, úrkomu-
mælir, loftvog, rakamælir, sjálf-
ritandi áhöld (loftvog, hitamælir
o. fl.). Ennfremur eru víða notuð-
áhöld til að mæla vindátt og veð-
urhæð, sólskin o. fl. o. fl. Margar
athugunarstöðvar hafa aðeins hita-
mæla og regnmæli og sumar alls.
tngin áhöld. Er athugunarstöðvum
eftir því skiff í X., 2. og 3. floklcs
stöðvar.
Athugunin fer þannig fram, að
lesið er á áhöld þau, sem fyrir
hendi eru. Ennfremur áætlar at-
hugunarmaðurinn vindátt og veð-
urhæð, tegundir skýja, útbreiðslu
þeirra í lofti og hæð frá jörðu,
úrkomu, skygni, sjávaröldu, snjó-
dýpt og jafnvel enn fleira. Um alt
þetta fer hann eftir nákvæmum
leiðbeiningum, sem honum erit
látnar í té, og þarf allmikla að-
gætni og æfingu til að þetta megi
fara vel úr hendi. Þá hafa færst
mjög í vöxt á síðari árum athug-
anir í hærri loftlögum á vindi,
hita, raka og loftþrýstingu, ýmist
með smáum loftbelgjum, flugdrek-
um, flugvélum — sbr. rannsóknir
hollensku flugmannanna hér í
Reykjavík árið 1932—33 — o. fh
Athuganir þessar eru gerðar á
vissum tímum og á sömu minútu
um allan heim. Hinir alþjóðlegu
athugunartímar eru: kl. 6, kl. 12,
kl. 17 (ísl. tími). Auk þess athuga
margar stöðvar kl. 9, kl. 15, kl. 24.
Þar sem flugsamgöngur tíðkast,
eru gerðar athuganir á 1 eða 2
tima fresti. Aðai athugunartímar
íslenskra stöðva eru kl. 8 og 17,
og fellur sá síðari saman við al-
þjóða-athugunartímann. Hverri
athugun raðar athugunarmaðurinn
1 skeyti, sem samsett er af eintóm-
um tölustöfum, eftir ákveðnum
lykli tKoda). í hverju skeyti eru*
venjuiega 4—6 „orð“ og 5 tölu-
stafir í hverju „orði“. Áður vom