Vísir Sunnudagsblað - 10.04.1937, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 10.04.1937, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 ti! margir mismunandi lyklar, og notaöi hvert latid þann, sem því sýndist. En á alþjóöafundi veöur- fræöinga í Kaupmannahöfn áriö 1929 voru samþvktir lyklar, sem nota skyldi um allan heim. Voru þeir víöast teknir til notkunar ár- iS eftir. . Undir eins og- athugun er lokiö. sendir athugunarmaöurinn skeyti'ö áleiöis til sinnar veöurstofu. En jafnframt er því komiö til loft- skeytastöövar, sem tekur viö veö- urskeytum frá öllurn athugunar- stöövum í landinu og dreifir þeim síöan út á skeytamáli (rnorse). Hafa alþjóöaíundir veöurfræöinga komiö sér saman um vissa sendi- tima og bylgjulengdir fyrir hvert land, til þess aö ekki veröi árekst- ur og hver veðurstofa geti tekiö skeyti frá öllum þeim löndum, sem ástæöa þykir til, án þess að til þess þurfi mörg viðtæki né marga loftskeytamenn. Veðurkortin. Hvert land sendir þannig athug- anir frá ákveðnum fjölda stöðva, a. m. k. 3—5 sinnum á dag. Frá Noregi koma 22 stöövar, 13 frá Svíþjóð, 5 frá Danmörku, um 40 frá Bretlandseyjum o. s. frv. Frá íslandi eru senuar 5 stöðvar 3 sinnum á dag (Reykjavík, Bolung- arvík, Akureyri, Seyðisfjöröur og Vestmannaeyjar). Voru skeytin til skamms tíma send meö ritsíman- um til Englands og þeim dreift þaöan meö ensku skeytunum. En nú er þeini dreift frá stuttbylgju- stöðinni í Gufunesi. Auk þessa eru send út veðurskeyti frá skipum á siglingaleiðum. Byrjað er að dreifa þessum skeytum fáum mínútum eftir hverja athugun, og tekur hver loftskeytastöðin viö af annari, alt- af í sömu röð. Með lítilsháttar breytingu á stillingu viötækisins sækir svo loftskeytamaðurinn veð- urskeyti frá hverri loftskeytastöö á fætur annari, og jafnóðum tek- ur annar starfsmaður við þeim af honum og fer að skrifa þau með margvíslegum tölum og táknum á landakort, sem til þess eins eru gerð. Á kortum þessum eru allar veðurathugunarstöðvap merktar rreð dökkum deplunt. Þar sjást ár og vötn, láglendi er greint frá há- lendi, en venjulega finnast þar engin landafræðinöfn, en auðvitað breiddar- og lengdarbaugar. Hver einstök stöð hefir sitt númer. Ev- rópu allri eru ætluð 1000 númer (000-999), en allmörg þeirra eru enn auð. Noregur hefir númer 000-049, Svíþjóð 050-099, Stóra Bretland 100-169, °- s- írv- Eins og gefur að skilja, hefir Rússland metið, það eitt hefir 200 númer, þau síðustu (800-999). Við sumar veöurstofur er alt veðurskeytiö skrifað á sama kort- ið, loftvog, hiti, úrkoma, vindur, ský o. s. frv. En víða er þessu skift niður á flciri kort, t. d. loft- vog og vindur á einu„ hiti á öðru, ský og úrkoma á því þriðja, og þannig mætti lengur telja. Á kortum þessum eru síöan afmörk- uð með blýantsstrikum — og stundum með litum — þau svæði, sem hafa líkt vcðurlag, t. d. þau sem hafa háa loftþiýstingu og hin þar sem loftvog stendur lágt. Svæði með háum eða lágum hita, svæöi meö rigningu eða snjó, svæði með skúrum eöa éljum, svæði meö þurru veðri eöa loft- léttu o. fl. Það kemur sem sé í ljós r-ið athugun veðurkortanna, að þessir þættir veöurlagsins breytast ekki af handahófi frá einni. stöð til annarar, heldur smátt og smátt og nokkurnveginn reglulega. Þannig koma frain á kortunurn stærri eða minni svæði með lágri eða hárri loftþrýstingu: hinar svo nefndu lægöir og hæðir. Ennfrem- ur samfeld svæöi með rigningu (eða snjó), skúruin (eða éljum), þoku o. fl. Og þegar borin eru saman tvö eða fleiri kort frá sama sólarhring, sjást venjulega á þeim öllum sömu lægðirnar, hæðirnar, regnsvæöin, en hafa aö jafnaöi íærst meira og minna úr stað. Hreyfast þau oftast í austur átt, til noröausturs eöa suðausturs, sjaldnar heint norður eöa suöur og nær aldrei í vestlæga stefnu. Hraði þeirra er og æði misjafn. Meðalhraði lægöa og regnsvæða er 50 km. á klst. á sumrum en 60 km. á vetrum. Hinsvegar getur hraðinn komist vfir 100 km. klst. T. d. fór lægöin, sem olli strandi Pourquoi Pas ? í september síðast- liðnum, með um eða yfir 100 krn. hraða. En oft fer hraðinn niður 1 11ÚII, það er að segja, aö lægöirn- ar eða regnsvæðin verða kyrrstæð og eyðast þá á lengri eða skemri tíma. Hæðirnar eru miklu hægari i ferðum en lægðirnar og halda stundum kyrru fyrir dögum og vikum og jafnvel mánuðum sam- an íslendingar ekki írskir. Altaf þvkir mér lcitt að sjá því haldið fram, að þjóð vor sé að miklu leyti írsk að ætterni. Er það fyrst og fremst af þvi að þetla er ekki sannleikanum samkyæmt, og svo er það, að ef frændsemin er vanmetin, verðnr mjög hætt við því, að það spilli fvrir nauðsvnlegu menningar- sambandi þjóðarinnar við Norðmenn og Svía. Það virðist mjög sennilegt, að ef íslending- ar væru eins írskir og sumir vilja vera láta, þá mundi mál vort bera merki írskrar tungu miklu meir en er. Og lelja má víst, að hinir fornu íslendingar ltafi litið á sig fvrst og fremst sem Norðmenn og Norðmanna- niðja, og mundu varla, að öðr- um kosti, Norðmenn, hér á landi hafa verið nefndir Aust- menn. Engum sem ferðast um Norðurlönd og virðir fyrir sér fólkið, ætti að geta blandast hugur um, að Islendingar eru líkastir Norðmönnum en þar næst Svíum, en síst Dönum, og erum vér þó vitanlega eigi all- lítið frá Danmörku ættaðir, sak- ir hins langa sambands. Um þann mun, sem er á Is- lendingum og' Norðmönnum og íslenskum og norskum forn- bókmentum og hvernig á þeim mun stendur, vona eg að geta ritað síðar meir. 7. aprií. Helgi Pjeturss. Ef eg æti það núna! Frúin ávítaði son sinn fyrir það, liversu illa og ódrjúglega hann færi ineð matinn sinn. Einkum þólti lienni pilturinn fara illa með brauðið. Hqn sagði: Það er engin mynd á því að fleygja skorpun- um. Þú ert vel tentur, drengur minn, og eg vorkenni þér eklci að borða þær. Það getur líka komið sá tími, væni minn, að þú pigir engan Jirauðliita og þá sérðu eftir þessu. Drengurinn: Eg skil ekki hvernig eg ætti þá að liafa milc- ið gagn af þeim skorpum, sem eg æti húna! Þú hefðir átt að sjá mig — Mamman (við son sinn ung- an): Nei, nú ber eitthvað nýrra við! — Þú ert bara alveg tand- urhreinn á höndunum! Drengurinn: Já, mamma min. En þú hefðir átt að sjá lúkurnar á mér áðan, þegar eg kom inn — áður en eg fór að hjálpa' stúlkunni til að linoða deigið! \ VARÐLIÐ FRAIÍIvLANDSFORSETA IIEILSAR KRISTJÁNI X.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.