Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 10.04.1937, Qupperneq 8

Vísir Sunnudagsblað - 10.04.1937, Qupperneq 8
VtSIR SUNNUDAGSBLAÐ PRINSESSA SKÍRÐ. Mynd þessi var tekin í Ilaga sóknarkirkju í Svíþjóð, er skirð var dóttir Gustafs prins og Sibyllu prinsessu. Sést hún á myndinni, er hún bar barn sitt að skirnarfontinum. Leikiö á okrara. Þýska skáldið Gottfried August Búrger lenti stundum í miklum peningavandræðum og varð að sæta blóðugum kjörum hjá okurkörlum. Einu sinni sem oftar gat hann ekki staðið í skilum á gjalddaga, en okrarinn elti liann á röndum og krafði hann um peningana. — Þótti skáldinu þetta ærið þreytandi, en liafði engin ráð, því að hvergi var peninga að fá. Dag nokkurn, þegar eltinga- leikur olcurkarlsins stóð sem hæst, gekk Búrger inn á rak- arastofu og ætlaði að láta raka sig. — Okurkarlinn sá til ferða hans, fór á eftir lionum inn til rakarans og tók að heimta af honum peninga. — Búrger var sestur í stólinn og rakarinn var byrjaður ,',að sápa“. Okrarinn stóð yfir þeim, lét dæluna ganga f ^og lieimtaði peningana. Þá sagði skáldið: — Þér getið þó væntanlega látið þessar eilífu skuldakröfur á hendur mér niður falla, uns búið er að raka mig. — — Já, svaraði okurkarlinn. Eg lieiti þvi að krefja yður ekki um greiðslu fyrr en búið er að raka yður. — Búrger reis á fætur og bað rakarann minnast þess, að karl- inn hefði lieitið því, að láta hann í friði þangað til búið væri að raka hann. Rakarinn kvaðst mundu bera það hvar sem væri, að þessu hefði karlinn lofað. -— Þá er alt í lagi, sagði skáld- ið, laugaði af sér sápuna og fór því næst leiðar sinnar, án þess að láta raka sig. Úti á þekju. Margar eru skrítlurnar og sögurnar um það, hversu mjög ýmsir vísindamenn sé einatt annars hugar og utan við sig eða eins og úti á þekju. Einkum er slíkum skritlum og sögum þó beint að liáskólakennurun- um. Ef einliver þykir tiltakan- lega utan við sig, þá er oft sagt, að hann sé „úti á þekju“ eins og prófessor. — Menn þykjast nú vita livernig þetta „úti á þekju tal“ um prófessorana sé til komið eða livert það eigi rætur að rekja. Fyrsta skrítlan af þessu tagi er um nafngreindan prófessor þýskan, August Ne- ander, og birtist í þýsku gaman- blaði 1830. — Segir sagan eða skrítlan, að A. N. hafi verið að halda fyrirlestur (hann var guðfræðiprófessor) í háskólan- um og liafði þá alt í einu „mun- að“ eftir því, að hann hefði gleymt úrinu sínu heima. Bað liann nú einn stúdentanna að hlaupa heim eftir úrinu. En samtimis fór hann í vestisvasa sinn, tók upp úrið, leit á það og mælti: Klukkan cr nú niákvæm- lega níu. Ef þér liraðið yður, geti þér hæglega verið komnir aftur eftir hálftíma! Bræðurnir. Vetrarstúlkan: Mig langar til að spyrja frúna að því, svona í upphafi samverutimans, hvort hún hefði nokkuð á móti því, að bræður mínir kæmi að heim- sækja mig, svona einstaka sinn- um. Frúin: Eigi þér marga bræð- ur? Vetrarstúlkan: ,Tá, þeir eru einir sex eða sjö — allir liálf- bræður. Og þcir eru svo ólíkir útlits, að ókunnugum detlur ekki í hug, að þeir sé frændur, auk lieldur þá bræður. —- Svona skal hún vera! Mikkelsen póstur (leitar í töskunni sinni og finnur ekki): Hvernig í f járanum víkur þe: ' eiginlega við, frú Madsen. — Eg þykist muna alveg upp á liár, að eg hafði meðferðis bréf- spjald til þín. En nú finn eg það livergi. Það skyldi þó aldrei vera, að hún frú Jensen liefði ekki skilað mér þvi aftur. Hún bað mig nefnilega að lofa sér að lesa það, cn svo hefir liún lík- lega svikist um að skila mér þvi. — Já, svona skal hún vera! Hvernig1 víkur því við? Sigga (hefir fengið stóran böggul af götugum sokkum og nærfötum frá Jóhanni, kunn- ingja sínum. Talar í síma): — Er það Jói? — Það er Sigga. Heyrðu — hvernig stendur á því, að þú sendir mér alt þetta drasl þitt? — Hvernig vikur þvi við, með leyfi að spyrja? Jói: Bara svoleiðis, Sigga mín, að þegar þú vildir mig eklci, þá liéstu mér því, að vera mér framvegis aldeilis eins og besta systir. Og samkvæmt þvi fyrirheiti sendi eg þér sokkana og nærfötin lil viðgerðar. Lifandi eftirmyndin. — En hvað hann er likur manninum ýðar, blessaður litli stúfurinn. Hann er bara aldeiiis eftirmyndin lians Johansens, eins og hann var þegar eg sá liann fyrst. — Drengurinn sá arna er sonur konunnar í næsta húsi. Misskilningur. Frúin (með hundinn sinn í kjöltunni): Þykir þér ofurlitla ögn vænt um mig, elskan? Hans (maður frúarinnar; hann er að lesa blaðið sitt úti við glugga): Já, það veit sá góði guð. Eg elska þig, María. Frúin: Eg var ekki að tala við þig, Hans. Eg var að tala við hundinn! Spádómar um hvað gerast muni á yfir- standandi ári. Donsho Kodama, frægasti spámaður Japana, leggur það í vana sinn, eins og ýmsir aðrir spámenn og spákonur að spá í árslok livað gerast muni næsta ár. I spádómi sínum fyrir 1937 sagði Kodama, að brátt muni veldi fasista á Italíu fara að hnigna,og að „voldugur maður“ á Ítalíu muni deyja á yfirstand- andi ári. Er talið, að Kodama eigi þar við Mússólíni, þótt eigi hafi liann nafngreint þann volduga mann, sem hann telur feigan. Er það ljóst af orðum Ivodama, að hann telur öllu munu fara linignandi á ítaliu eftir fráfall þessa manns. Uín sitt eigið land spáir Ko- dama því, að mikið tjón verði af ofviðrum og landskjálftum, en engir stórpólitískir viðburðir muni gerast. I Þýskalandi, segir hann, er nýr dagúr að renna, og i Frakk- landi mun alt verða með kyrr- um kjörum fvrst um sinn. Hann telur, að ýmsu muni fleygja fram með Bandaríkja- mönnum og Rússum og muni Rússar koma vel ár sinni fyrir borð i Kína, en samkomulag fara batnandi milli Rússa og Japana, ef hinir siðarnefndu fari sér heldur hægara i öllum pólitískum viðskiftum við Rússa. Yiðskifti þjóða milli rnunu fara mjög batnandi á árinu, segir Ivodama.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.