Vísir Sunnudagsblað - 30.05.1937, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 30.05.1937, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Kystu Eg var staddur í stórri borg lengst úti í heimi, og þekti enga manneskju. — En alls staðar var krökt af fólki. — Eg reikaði um göturnar, svona liugsunarlaust, því að eg var að drepa timann. — Fólkið var fallegt og ljótt — ljótt og fallegt, eins og gengur og ger- ist. Eg veitti að vísu kynbræðr- ur mínum, karlmönnunum, heldur litla atliygli. Allur hug- urinn var hjá blessuðu kven- fólkinu. Þær voru fallegar, sumar ungu stúlkurnar, sem á vegi mínum urðu — ljómandi fallegar. Kveldið áður en eg ætlaði að leggja af stað úr þeirri stóru og glöðu borg, lcom yfir mig ó- stjórnleg löngun til þess, að kyssa einhverja fallega stúlku! Og eg var alt af að mæta falleg- um stúlkum. — Gaman væri nú að kyssa hana þessa eða þessa, liugsaði eg. En að eg reyni að króa einhverja þeirra af og spyrja hana að því, hvort hún vilji kyssa mig? — Gæti það kannske verið hættulegt? E g hugsaði málið. Einhver hafði sagt mér, að komið gæti fyrir, ef stúlka væri beðin um koss á götum úti, að hún hróp- aði á lögregluþjón og kærði. Og þá væri sökudólgurinn drifinn á lögreglustöðina og yrði fyrir sekt. Það gat því kannske verið varasamt, að leggja út í þetta. Eu eg hafði ckld fengið koss í margar vikur •—- ekki síðan lieima í Noregi. Og mér fanst eg eiga skilið að fá mjúkan meyjarkoss núna í kveld! — Eg þykist vera heldur sélegur maður og efaðist ekki um, að mörg stúlkan mundi vilja kyssa mig. •—- En ef þær hefði það til, að vera svona brellnar, að kæra heiðarlega menn, þá væri líklega ekkert við þær eig- andi. Ekki má eg við því, nú sem stendur, að verða fyrir út- látum, sagði eg við sjálfan mig. Eg er að verða peningalaus og verð þess vegna að yfirgefa þessa fögru borg og þessar fögru konur. Eg verð að hraða mér heim. — Þannig hugsaði eg. — En hart var það nú samt, að verða að fara svo, að hafa ekki feng- ið einn einasta koss í þessari glöðu borg — þessari frægu heimsborg, þar sem úir og grú- ir af gullfögru kvenfólki. En að eg segi rétt si-sona á móðurmáli mínu, norskunni, mig! þegar eg mæti einhverri, sem mér þykir tiltakanlega falleg: — Kyslu mig! — Auðvitað skil- ur ekki stúlkan, hvað eg er að segja og lieldur leiðar sinnar. En það getur skeð, að hún brosi til mín og það er skárra en eltki neitt. •— Það kemur varla til, að liér sé nokkur norsk stúlka, sem kynni að taka mig á orðinu og hcimta síðan af mér peninga fyrir koss- inn — ellegar þá trúlofun og hjúskap. Peninga get eg ekki látið. Eg get eiginlega ekki lát- ið neitt, annað en kossinn. — En það kemur ekki til neinna útláta — hér er engin norsk stúlka, sem verður á minum vegi — að minsta kosti engin falleg stúlka. Ef til vill kerling- ar — gamlar skrukkur, sem dagað hefir uppi í glaumnum. Eg ætla að hætta iá þeita. -— Eg hringsóla um allar götur. Og nú er komið langt fram á kveld. Nú er annað hvort fyrir þig að gera, hugsa eg með mér, að láta til skarar skriða, eða hætta við alt saman. Mér dettur ekki í liug að hætta! Hér er öllu óhætt, því að liér skilur enginn norsku. Rétt í þessu mæli eg tveim stúlkum. Önnur er Ijómandi falleg, að því er mér virðist. Hin svona í meðallagi. — Þessa langar mig til að kyssa, hugsa eg með mér •—• þessa yngri, þessa fallegu! Þær ganga fram hjá mér og eg sný við á eftir þeim. Ef til vill er isú fallega að fylgjá hinni. ■— Eg ætla að hafa auga með þeim — vera svona í hámót á eftir þeim. Þær ganga lengi, lengi. Og eg á eftir. Svo snúa þær við. Eg sný líka við. •—- Eg hætti nú ekki undir eins, úr því að út í þetta er komið, segi eg við sjálfan mig. —• Mig grunar að þær hafi veitt því athygli, að eg sé alt af á hæl- um þeirra. Þær nema staðar, og liorfa á mig, virða mig fyrir sér, eins og eg sé eitthvert furðu- verk.----- — Áfram, drengur minn, segi eg í huganum. Þær má ekki gruna, að þú sért að veita þeim eftirför. — Þær má alls ekki gruna það! Eg held áfram og stika stór- um, beygi fyrir næsta götuhorn og gægist. Þær standaþarnaenn. — Eg doka við, þori þó ekki að bíða lengi, þvi að lögreglan er vís til að veita því atliygli. Og eg vil ekki lenda í neinu þvargi. Þegar eg gægist fyrir hornið öðru sinni, eru stúlkurnar að kveðjast. Þær kveðjast með handabandi. Önnur fer inn i næsta hús. Ilin leggur af stað og stefnir í áttina til mín. Það er sú unga og fallega. — Eg fæ magnaðan-hjar tslátt. Og nú er annaðhvort að gera, að duga eða drepast. Eg geng rösklega móti stúlkunni. Nú eru bara fá- einir faðmar iá milh okkar. — Þegar eg er kominn svo nærri henni, sem mér þykir hæfilegt ,nem eg staðar, tek of- an og segi á norsku: Kystu mig! —■ Hún nemur líka staðar, bros- ir fagurlega og svarar á móður- máli inínu: — En sú gleði og liepni að hitta landa sinn hér i þessari miklu borg! Eða eru þér ekki Norðmaður? — Jú, segi eg. — Eg liorfi á haná. Ilún er livergi nærri eins fögur og mér hafði sýnst. Hún er ákaflega förðuð og máluð. Og samstundis hverfur mér öll kossalöngun. — Eg kyssi ekki karlmenn á götum úli, segir stúlkan. — Ekki við það komandi! -— Nei, segi eg. Það er ekki von. Og það gerir lieldur eldd neilt til. — Eru þér peningaður, spyr stúlkan. — Nei, segi eg. Eg er að verða uppiskroppa. — — Eg er í vandræðum, segir liún. Hreinustu vandræðum. Mér dettur í hug, úr því að eg var svo heppin að rekast á yður, livort þér munduð ekki geta lánað mér hundrað krónur — eða sem svarar liundrað krón- um. — Hundrað krónur? ■— Já. Þér skuluð fá þær aftur. Alveg áreiðanlega! — Hver efast um það? —- Eg skal kyssa yður reglu- lega vel, ef þér hjálpið mér. —- — Það er náttúrlega gott og blessað, segi eg. En eg hefi eng- ar hundrað krónur. — Eg trúi því ekki, segir stúlkan. — Sem eg er hérna lifandi maður, segi eg. — Eg fer heim með yður, segir hún. Og þér látið mig hafa þessar skitnu hundrað krónur — eða jafngildi þeirra í frönk- um. — Eg á hvergi heima, segi eg. — Þá komi þér heim til mín og hennar vinkonu minnar. — Vinkonu yðar? — Já. Við búum saman. Þér veittuð okkur eftirför í kveld. Haldi þér kannske, að það sé leyfilegt, að elta stúllcur hér i borginni? — Eg hefi ekki elt ykkur. — Jæja! Eg er nú samt hrædd um, að lögreglunni mundi finn- ast annað, ef eg skýrði henni frá málavöxtum. —- Og eg lield það væri nú réttast — þegar á. alt er litið — að þér létið mig fá þessar hundrað krónur. — — Eg á ekki svo mikla pen- inga til í eigu minni! — Þarna stendur lögreglu- þjónn og horfir á okkur. Komið undir eins. — Annars kostar er eg lirædd um, að einhver leið- indi kunni af þessu að hljólast. Eg hlýddi. Við lögðum af stað, og áður en við skildum lét eg stúlkuna liafa sem svaraði hundrað krónum. —■ Hún þakk- aði mér fyrir. — Hverjum á eg að borga peningana? — — Eg sagði henni nafn mitt og heimilisfang, og liún skrifaði það lijá sér. Svo kvaddi hún mig með virktum. Eg sá að hún hvarf inn í sama húsið og hin stúlkan hafði áður farið. — Eg rölti heim i veitinga- húsið, daufur í dálldnn og meira en lítið óánægður. — Eg varð að sírna heim til mín og hiðja um meiri peninga. —o— Árin liðu — mörg ár. Eg hafði gleymt stúlkunni og „liundrað krónunum“. Þá er það einhverju sinni, að eg fæ bréf frá útlöndum — frá Frakklandi. Bara alment bréf. Innilialdið er frakkneskir pen- ingar, sem jafngilda hér um bil hundrað krónum norskum. — Og við seðlana er límdur miði með þessurn tveim orðum: Kystu mig! Það er fljótsagt. Fasteignasali: Eins og eg sagði yður í gær, þá hefi eg um- boð til að selja tvö hús, sem standa að kalla má hvort við annars hlið. Það eru ekki meira en þrir faðmar á milli þeirra. Samt er það nú svo, að annað liúsið er í Bandaríkjunum, en hitt í Canada. — Verðið er svipað á báðum. — Hvort hús- ið kjósi þér nú heldur? Kaupandinn: Það er fljótsagt. Að öllu öðru jöfnu kýs eg nátt- urlega heldur húsið í Banda- ríkjunum. — Og það er auðvit- að vegna loftslagsins. — Mér er sagt að kuldarnir sé svo gif- urlegir Canada-megin við lín- una!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.