Vísir Sunnudagsblað - 29.08.1937, Side 2

Vísir Sunnudagsblað - 29.08.1937, Side 2
2 VlSffi SUNNUDAGSBLAÐ Oscap Clausen: Jón glói og sýslu- mennirnir. Fyrri lilula 18. aldar var sýslumaður á Ströndum er Einar liét Magnússon. Hann var sonur Magnúsar Björnssonar sýslumanns á Snæfellsnesi, sem bjó á Arnarstapa undir Jökli. Einari er þannig lýst, a'ð hann væri litill vexti, snarvitur, orð- hvass en kurteis og „ölkær fram úr hófi“. Hann átti alla ævi í þrætum og málastappi, sem þó mest mun liafa orsakast af drykkjuskap lians og ofstopa þeim, er i liann liljóp, þegar hann var „undir áhrifum“. — Einar sýslumaður hjó á Felli í Kollafirði og hafði mikið um- leikis, eins og sæmdi slíkum liöfðingja, en ekki var rausn hans meiri en svo, að hann hlaut viðurnefnið „grútur" og var altaf í daglegu tali kallaður Einar grútur. — Síðar flutli sýslumaður i Bæ í Hrútafirði. — Kona hans var Elín dótlir Hamraenda-Jóns er hrapaði fyrir Knararkletta i Breiðu- vík árið 1705. — Einar sýslumaður reið til al- þingis á hverju sumri og var þá oft við skál. -— Á alþingi 1741 var hann, ásamt kollega sínum, Nikulási sýslumanni Rangæ- inga, sektaður fyrir ölæði, há- vaða og ósæmilegt orðhragð í lögréttunni. Þessir tveir lag- anna verðir urðu svo hávaða- samir á þingi, að lögréttan varð að hætta störfum, en Ormur sýslumaður Daðason, sem var fulltrúi lögmannsins, i veikinda- forföllum hans, sektaði þá báða fyrir þau spjöll, er þeir gjörðu. Einkum hafði Einar lent í hörku rifrildi við Bjarna sýslu- mann Ilalldórsson á Þingeyr- um, sem þá átti i málunum við Jóhann Gottrup og verið ósvif- inn í hans garð, en þar var líka hörðu að mæta. — í réttarskjöl- um í máli, sem reis á milli þeirra Bjarna og Einars, tók liann svo upp í sig og var svo gífuryrtur að lögréttan sektaði hann þá líka fyrir „túlann“ á sér. — Um þetta er bókað svo í lög- þingsbókina:1) 1) Lskjs. Lögþingsbókin 1741, mál nr. 43. „Þann 26. júli innkom Niku- lás Magnússon sýslumaður í Rangárvallasýslu fyrir lögréttu með ónauðsynlegt slcvaldur og liávaða, réttinum til uppihalds og vildi ekki burtvíkja þótt honum það þrálega skiþað væri undir viðliggjandi sekt, fyrr en lögmaðurinn Magnús Gíslason, kom honum í hurt með sér.“ — Sekt hans var ákveðin 3. lóð silfurs, en svo lieldur hókuniii áfram: „Sýslumaður Einar Magnússon uppihélt lögþings- réttinum sama dag með ólög- mætri Procuration2) og ótil- bærilegu framferði“. ■— Hann var sektaður um 1 Rd og 2 Sk. — Nikulás sýslumaður drekti sér árið eftir i gjá á Þingvöllum, og er liún siðan kend við hann og nefnd Nikulásargjá. — Af drykkjuskap Einars sýslu- manns flaut auðvitað það, að efni lians tæmdust og hann varð stórskuldugur maður og stóðu þá allir skuldheimtu- mennirnir á honum eins og gengur. — Ilann hætti þvi að ríða til Alþingis, til þess að þurfa ekki að horfa framan í „rukkarana“ og loks gafst hann upp í skuidabasli sínu og sagði af sér cmbætti, en þá var hann orðinn gjörsnauður maður. — Dauða lians bar þannig að, að hann var á ferðalagi vestur á Skutulsfjarðareyri (Isafirði) og var drukkinn að vanda. Hann liafði lagst til svefns að kveldi til og verið augafullur, en oltið fram úr rúminu um nóttina og var dauður á gólfinu þegar að var komið, um morguninn. — Norður i Bjamarfirði á Ströndum var um þessar mund- ir kænn galdramaður, sem liét Jón Arnljótsson og bjó í Goð- dal. Hann var almennt kallað- ur „Jón glói“ og þótti forn í skapi og göldróttur, en var ó- nytjungur og enginn búmaður. Jón glói var karlmenni að burð- um og illskeytinn ofsamaður, ef svo bar undir. — Sira Jón Páls- son var þá prófastur á Stað í Steingrímsfirði. Hann var hinn mesti skörungur og öldur- menni, sem naut hinnar mestu 2) Málfærslu. virðingar sóknarbarna sinna. Emu sinni þegar hann messaði í Kaldrananesi, að vori til, var það að Jón glói har upp vand- kvæði sín fyrir sóknarmönnum og kvartaði um hestleysi sitt. Hann fór fram á, að menn lán- uðu sér hest til þess að reiða liey sín heim á, um sumarið. Prófastur aumkvaðist yfir liann og lánaði honum hest sumarlangt, en um liaustið kom svo Jón glói aftur með hestinn og skilaði prófasti, þegar liann messaði í Kaldrananesi. Hann spurði svo prófast um hvað hann ætti að gjalda í leigu fyrir hestinn, en þá sagði prófastur: „Þú hefir að fullu launað, ef þá hafnar forneskju þinni og fjöl- kyngi og að kona þín hirði ei um snakkinn“ (tilberann). Glói gegndi þessu ekki og féll talið niður. — Jón prófastur reið svo heim- leiðis og var eklcert sögulegt við ferð hans, fyrr en hann var kominn í Selárodda, en sumir segja að það hafi verið fyrir ut- an Bassaslaði. Þá datt hestur hans niður dauður, en prófast sakaði ekki. — Hann kendi þetta göldrum Jóns glóa og lét fara með liestinn út á miðjan Steingrímsfjörð og söldcva hon- um þar með öllum reiðtýgjum, til þess að meira ilt hlytist elcki af. Eftir þetta sýndist mönnum oft, að vofa sæti fyrir aftan pró- fast, er liann reið frá kirkjunni, en þökkuðu því, live prófastur var mikill trúmaður, að ekki varð slys af. Hinsvegar var tal- ið, að Jón glói liefði fullan hug á þvi, að gjöra honum skrá- veifur. Einar sýslumaður Magnússon komst síðar í kast við Jón glóa, en þar voru ekki eintómir galdr- ar í spili, eins og nú skal sagt frú. — Eins og kunnugt er, tóku sýslumenn þá embætti sín „að léni“ eða á leigu af konungi, gegn ákveðnu gjaldi, en höfðu svo allar tekjur af sýslunni, þ. á. m. þann salceyri, sem ekki náði 3 mörkum. Þeir voru því, í mörgum tilfellum, á veiðum og sífeldu snuðri um framferði manna, ef ske kynni að liægt væri að sekta þá fyrir smáyfir- sjónir eða vanrækslu. Og svo var heldur ekki laust við, að þeir gætu komið sér í mjúkinn á „hærri slöðum“, með því að snapa uppi og benda á snögga blelti á siðferði sýslubúa, eink- um í hjúskaparmálum. — Bændur voru í þá daga skyld- ir að koma á vorþingin og gjalda þar skatta sína og skyld- ur, eða vcrða fyrir sektum ef út af var brugðið. Sýslumaðurimx liafði þingað eitt vorið, en Jón glói ekki mætt og var því settur í þingvíti, en Glói gegndi því ekki og galt livorki sektina né kom til þings. Þá var sýslu- manni nóg boðið og gerði aðför að Glóa. Hann reið nú til Goð- dals, við þriðja mann, og ætlaði að ná sektarfénu, eða talca Glóa fastan að öðrum kosti, og láta liann afplána það með refsingu. Þegar sýslumaður reið í hlað- ið i Goðdal, var Glói staddur úli og hafði brennivínsflösku í liendinni. Hann tók nú sýslu- manni með meslu hlíðu og kjassi og bauð honum að súpa á flöskunni, en hað liann að af- saka það, þótt staðurinn væri ekld svo ríkur, að eiga staup lianda svo tignum gesti. — Glói vissi livað sýslumanni kom, enda var hann ekki lcngi að hugsa sig um, hvort liann ætti að þiggja „tárið“ og saup á flöskunni. Það fór svo hið hesta á með þeim, þvi að sýslumaður hélt, að nú fengi liann sektina lijá Glóa, cn á þvi varð raunin önnur: „Viltu ekki að cg sýni þér lierðablaðið á kálfunum mínum.“ sagði Glói við sýslu- mann og benti honum að ganga með sér í fjósið, sem var að húsahaki. Sýslumaður hélt þá að karl ætlaði að gefa sér naut í sáttabætur og fór með honum. Glói lét sýslumann bæta á sig úr flöskunni, þar sem þeir voru í húsasundinu, en þegar fór aS svífa á sýslumanninn, hljóp Glói alt i einu á hann, sleit nið- ur um liann brækurnar og flengdi hann með herðalilaði af kálfi. — Það fylgir þessari sögu, að Glói liafi galdrað mönnum sýslumanns missýn- ingar, svo að þeir væru grann- lausir á meðan hann flengdi yfirvaldið. Við svo húið reið sýslumaður heim til sin og vildi lítið um ferð sína tala, en liann vildi heldur ekki nein mök hafa við Jón glóa upp frá því. — Eftirmaður Einars sýslu- manns, í embættinu, var Hall- dór Jalíobsson sýslumaður. Hann átti líka viðskifti við glóa, sem þá var orðinn gamall, og skal nú sagt frá þeim. — Þeir liittust einu sinni, .Tón glói og sýslumaður, en hann var, af almenningi talinn göldr- óttur, eins og nærri allir ment- aðir menn á þeim tímum. Jón glói var þá, eins og áður var sagt, orðinn gamall og farið að förla, en sýslumaður liafði heyrt um fjölkyngi lians og skoraði nú á hann að sýna sér, að hann gæti vakið upp draug. Karl var drjúgur yfir kunnáttu sinni og

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.