Vísir Sunnudagsblað - 29.08.1937, Síða 4

Vísir Sunnudagsblað - 29.08.1937, Síða 4
4 VlSIR SUNN UDAGSBLAÐ m Frá för ræðara Armanns til Kaup mannahafnar í sumar. Eftir ÓLAF ÞORSTEINSSON. BÁTAHÚS KÖBENHAVNS ROIvLUB. VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGAFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa og atgr. Austurstraeti 12. S i m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. QóðjuOMþkÓttM.. Róður er nú á tímum iðkaö- ur sem íþrótt víða um lönd og þykir hvarvetna hin ágætasta íþrótt. Eru víða um heim hald- in kappróðrarmót, sem fjöldi manna sækir, enda er almenn- ur áhugi fyrir róðraríþróttinni í ýmsum löndum, til' dæmis í Bretlandi og breskum löndum yfirleitt, Bandaríkjunum og víðar. Eru til dæmis róðrar- lcepnirnar milli ensku háskól- anna lieimskunnar. Hér á landi hefir róður eigi verið stundað- ur sem íþrótt fyrr en á síðari árum og er það hið góðkunna íþróttafélag, Glímufélagið Ár- mann, sem þar reið á vaðið. Eru margir efnilegir ræðarar í félaginu. Ilafa þeir æft sig kappsamlega og af dugnaði, með ágætum árangri, miðað við það hversu stutt er síðan þeir fóru að iðlca þessa íþrótt. I þess- ari íþróttagrein sem öðrum, tek- ur langan tíma að ná þvi marki, að geta borið sigur úr býtum í kepni við erlenda menn, sem liafa notið meiri þjálfunar, og hafa hetri skilyrði til æfinga. I öðru iþróttafélagi hér, K. R., liefir róður einnig verið stund- aður og í því félagi eru einnig efnilegir ræðarar. — Ræðara- flokkur úr Ármanni fór utan i sumar til þess að taka þátt í kappróðrarmóti í Danmörku. Föi’in var farin fyrst og fremst i þeim tilgangi að læra og vafa- laust ek’, að þátttakendurnir hafa haft gagn af förinni. Frá- sögn af för þeirra hefst i Sunnu- dagsblaði Vísis í dag, en niður- lag hennar birtist i næsta blaði. Á síðastliðnu ári liélt elsta róðrarfélag í Danmörku, Köb- enhavns Roklub, liátíðlegt 70 ára afmæli sitt. Þá sendi for- maður þess hátíðarrit, sem var gefið út í því tilefni, til for- manns Ármanns, og gat þess um leið að árið 1937 ætti fram að fara stórkostlegur kappróð- ur i Kaupmannahöfn í tilefni af þvi að þá væru liðin 50 ár frá stofnun Dansk Forening for Rosport. Hann óskaði þess ein- dregið, að við sæum okkur færí að senda sveit manna á mót þetta, því þarna væri margt að sjá og mikið að læra. Ræður- um okkar leist strax vel á að komast út og þreyta kapp við frændur og samhandsmenn og sjá nýjungar, því, eins og máls- hátturinn segir — heimskt er lieima alið harn. -—- Margt var þó sem hamlaði þvi að hægt væri að fara. Fyrst og fremst var það kostnaðarhliðin, og svo tíminn sem ferðin mundi taka, jafnvel heill mánuður, og óvist um að menn gætu komist burt frá atvinnu sinni. • En svo í vor var flokki frá okkur boðið að koma til þátt- töku í mótinu, og svo mikil á- Iiersla lögð þar á, að þeir ætl- uðu að sjá fyrir flokknum að öllu l'eyti meðan hann dveldi úti, og ennfremur að séð yrði fyrir bát til æfinga og til aJð keppa á. Þetta boð stóðust menn ekki, og var nú hafist handa með að undirbúa ferð- ina. Til ferðarinnar var valið A-Iið félagsins, en það er sterk- asta liðið hér og elst í íþróttinni. Hefir það borið sigur af hólmi í öllum kappróðrum hér undan- farin ár. Ennfremur voru vald- ir tveir varamenn og fararstjóri. Á æfingum var byrjað í vor eins snemma og unt var, og fékst flugskýlið í Yatnagörðum sem bátaskýli. Oft hamlaði veður æfingunum, því stormur má ekki vera of mikill eða öldu- gangur, en það þekkist nú liér, að veðráttan er ekki altaf sem blíðust. Ferðin út. Burtfarardagurinn var 29. júní, og var farið með Brúar- fossi. Vinir og kunningjar voru kvaddir á bryggjunni, og fylgdi flokknuni fjöldi árnaðaróska. Þannig stóð á með ferðir, að ekkert skip fór til Iváupm.hafn- ar alt frá þessum tíma og til 16. júlí, en mótið var ákveðið dagana 17. og 18. júlí, svo tím- inn var nokkrum dögum lengri en strangt tekið var nauðsyn- íegt. Allir voru glaðir í hragði sem eðlilegt var, þar seiri fram undan var eins mánaðar sum- arfrí erlendis, og ekki siður þar sem sumir höfðu aldrei út fyrir pollinn komið áður. Alt gekk að óskum. Indælisveður var alla leið og ekkert að starfa nema liggja í sólbaði, eta og sofa, og reyndist það raunar nóg. Um okkur var húið í lestinni, eða á millidekki, og fór þar vel um alla, enda landrými nægilegt, ]>vi við vorum þarna aðeins 12 eða 13, en fyrir gátu komist mörgum sinnum fleiri. Sjóloft- ið eykur lystina og reyndist svo með okkur, t. d. fórum við kvöld eitt mjög snemma að sofa og þegar við vöknuðum aftur vel hressir voru tveir að pískra um það sín á milli að nú mundi vera komið langt fram á dag, og við mundum hafa mist af morgunverði og jafnvel mið- degisverði líka, en sem betur fór kom í ljós, að svo var ekki. Helsti viðburður ferðarinnar var sá, að þegar siglt var fram lijá Aherdeen var allur veiði- skipaflotinn að leggja úr höfn og stefndi beint á haf út. Þetta voru litil gufuskip, öll með aft- ursegl uppi og frammastrið lagt aftur, og voru þau fyrstu að hverfa út við sjóndeildar- liringinn, en straumurinn geklc látlaust út úr liöfninni svo lengi sem við sáum til. Til Leith var komið að kvöldi dags, og farið þaðan fyrir há- degi daginn eftir, svo eklci varð mikill tími í þetta skifti til þess að litast um. Daginn sem farið var þaðan, var líf og fjör í lest- inni. Þar var dansað og sungið daginn allan við allskonar mús- ik, fyrst útvarp en síðan lélc liljómsveit er samsett var þá á stundinni, var það mandólin, munnhörpur, hárgreiður, dósir o. fl., og fór vel á því öllu sam- stiltu. Komið til Kaupmannahafnar. Fögur þótti mönnum skipa- leiðin inn Eyrarsund. Sjórinn spegilsléttur glampaði í sólskin- inu og grænir skógar hlöstu við á báðar hliðar, enda óskuðu. margir að leiðin lengdist um helming eða jafnvel meira. — Mánudaginn 5. júli var komið til Kaupmannahaínar. Var þar strax tekið á móti olckur, og gerði það Hallgrímur Thomsen fyrir hönd Dansk Forening for Rosport, en síðan var okkur fenginn fylgdarmaður frá Kö- henhavns Rolduh, William Jör- gensen að nafni, og reyndust þessir menn okkur hestu vinir síðan hæði í blíðu og stríðu. Williams fengum við þó ekki notið við allan tímann sem við dvöldum úti. Hann fór í sumar- frí tveimur dögum fyrir mótið, og þeir 3 saman, og var ferð- inni heitið norður með Svíþjóð, ien alltítt er að ræðarar fari þannig í löng ferðalög og eru til þess alveg sérstakir bátar, lang- ferðabátar, og eru þeir bæði sterkari og stöðugri en kapp- róðrarbátarnir. Við sáum mik- ið eftir William og munum á-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.