Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 06.03.1938, Qupperneq 5

Vísir Sunnudagsblað - 06.03.1938, Qupperneq 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ o NORÐUR FYRIR LAND Á „SKALLAGRÍMI“. Frh. af 1. síðu. vænt um þá ákvörðun; þaðspilti heldur ekki lil, að veðrið var liið besta, hæg SV-átt og bjart yfir, skygni ágætt og sjórinn eins og lieiðartjörn. Var stefnan nú tekin fyrir hann Breiðafjörð, djúpt af Önd- verðarnesi, yfir Kolluál og Breiðafjarðarflákann (Látra- grunnið) djúplialt af Bjargtöng- um, og vorum við þá um liádeg- ið. Á Breiðafirði var ekki annað kvikt að sjá, en einstaka fýl og ritu, nokkura enska togara á Rauðasandsgrunninu og ein- hverja lengra inni á firðinum. Látraröst var ekki vöknuð og leit ekki út fyrir, að hún mundi rumska þann dag, svo slétt var hún; það voru Tangarnir, sem sögðu manni frá þvi, að hún væri þarna. Tang'ar þessir eru, sem kunnugt er, vestasti oddi landsins (24° 30’ v. Gr.), og ekki annað en endinn á Lálra- bjargi (,,Bjarginu“), sem smá- lækkar til vesturs, og verður að lokum heljarmikil hlein, sem vitinn stendur á, þverhnípt að sunnan. Fyrir norðan Bjargið var sist kveikilegra en fyrir sunnan það. Þó voru 3 trillubátar úr Víkun- um á sjó rétt fyrir norðan Röst- ina, og svona var það með öllum Vestfjörðum, sem nú smá-opn- uðust með öllum sinum núpu- um, einum að haki öðrum, alt norður og austur að Straunmesi. Eg liefi áður (i Leshók Morgunblaðsins, V. árg., 21. tbl.), minst á vestfirsku núpana og útlit þeirra og gert nokkura grein fyrir skoðun minni á þvi, hvernig á litliti þeirra stendur, en ekki nefnt nöfn, nema fæstra þeirra, en þeir eru all-margir og töluvert minnisverk að muna þó og nöfn þeirra i réttri röð, og góð skemtun fyrir menn, sem sigla þarna fram með fjörðun- um og ekki hafa annað nauð- synlegra að hugsa um, eins og t. d. farþegar á strandferðaskip- um, að glöggva sig á þeim og nöfnum þeirra. Og þar sem við héldum nú nokkurn veginn stórskipaleið með ströndinni, og eg hafði ekki neitt þarfara að gera, datt mér í hug að „skrá- setja“ alla núpana, ásamt f jörð- um þeim og víkum, sem skilja þá að, fróðleiksþyrstum ferða- löngum til leiðbeiningar og dægrastyttingar. Vestfjarðarnúparnir eru æði ólikir að stærð, sumir all-há fjöll (2—500 m), aðrir lágir og lítið áberandi, en flestir svo svipaðir hver öðrum, eggsléttir að ofan, snarbrattir og að neð- anverðu sumir þverhníptir, að það þarf glögt auga til þess að þekkja þá að og langa viðkynn- ingu til þess að þekkja hvern einstakan án þess (t. d. í þoku) að sjá einhverja hinna líka (til samanburðar). Allir eru þeir hlaðnir upp lir blágrýtislögum (gömlum hraunlögum) líkt og' lagkaka og má i sumum þeirra telja 40—50 slík lög fyrir ofan sjávarmál. Skal nú ekki farið fleiri orðuni um núpana i heikl, en hver einstakur þeirra riefnd- ur. Jafnskjótt og komið er norður fvrir Bjargið hlasir öll strönd- in frá Bjargtöngum að Patreks- firði við. Er það svæði alt einu nafni nefnt Vikur, eftir nokkurum víkum er ganga inn í ströndina, inn á milli lágra núpa. Er þessi strönd mjög sendin og opin fyrir V.—NV. og N. stormum og stórviðrum, sem hafa feykt sandinum langt upp i núpana og landið upp af vík- unum. Sandurinn er að nokk- uru leyti skeljasandur orðinn til smnpart af brimmuldum skelj- um við ströndina, sumpart úti í sjó, fyrir atbeina.steinbíts, ýsu og skarkola, sem éta skeldýr botnsins og bryðja og mylja skeljarnar, og brevta þeim í sand, sem smám saman skolast á land, þar sem svo vindurinn tekur við honum. Svo sem kunnugt er, eru bestu steinbits- miðin hér við land úti fyrir Vík- unum og steinbitsafli áður fyr mikill þaðan, einkum frá Brunnum og Hvallátrum (Látr- um). Fyrsti núpurinn fyrir norðan Bjargið er Brunnanúpur, sunn- an við Látravík; fvrir norðan hana kemur Bjarnanúpur, sunnan við Breiðavik; þá Breið- in (líkl. stytting lir Breiðavikur- núpur), en fyrir norðan hana lág björg, er nefnast Hnífar og svo Kollsvik milli þeirra og mesta núpsins á þessu svæði: lílakksness eða Straumness. „Blakkurinn“, eins og hann er oftast nefndur af sjómönnum (stytting lir Blakksnes) er ekta Vestfjarðanúpur: flatur og ofan, hár og mjög þverhníptur. — Milli Blakksins og annars af stórnúpum Vestfjarða, Kópsins (stytt fyrir Kópanúps?) er 10 sjóm.-'breiður Patreksfjarðar- flóinn, sem kippkorn inni klofn- ar við hinn livassydda mikilúð- uga núp Tálknann (stytting fyr- irTálknanúp?)í Patreksfjörð og Tálknafjörð. Kópurinn er einna liæstur af núpunum, all-brattur, en endar í lágu nesi, sem við hann er kent, Kópanesinu — Milli þess og Barðans (stytting úr Barðanúpur), gengur inn 14 sjóm.-breiður flói, sem klofnar við Sléttanes undir eggsléttu Tóarfjalli í Arnarfjörð og Dýra- fjörð, en Svalvogavitinn er lítið eitt norðar, nólægt Hafnarnesi. Barðinn er einna mest áberandi af öllum núpunum, hár og brattur og alveg þverhníptur að neðan og skagar dálítið frarn fyrir liina núpana, sem að Tálknanum og Sléttanesnúp- inum undanskildum, ná nokk- urn veginn að einni beinni línu, sem liggur til NA frá Bjarg- töngum að Straumnesi. Ef farið er nokkuð djúpt fyr- ir flóann milli Kóps og Barða, má í góðu skygni sjá Kaldbak, hæsta tind Vestfjarðakjálkans, á hálendinu milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hann hefir mælst 998 m. o: vantaði aðeins 2 m. á að vera 1000 m. réttir. En sú saga gengur, að nokkur- ir ungir atorkumenn hafi klifið tindinn, hlaðið á honum tveggja metra lióa vörðu og þar með bjargað sóma Vestfjarðahálend- isins, og gert það 1000 m. hátt. Þegar komið er norður undir Barðann, sést lágt nes ganga frá Skagafjalli út og suður í flóann, það er Fjallaskagi, eða Skagi, eins og það er tiðast nefnt, hin fomfræga verstöð Dýrfirðinga. Þegar kemur fyrir Barðann, opnast Önundarfjörður, milli hans og' Sauðaness, en svo heitir núpurinn milli hans og Súg- andafjarðar. En norðan við mynni Súgandafjarðar ris Gö'lt- urinn (eflaust stytting fyrir Galtarnúpur), hár og brattur. Norðan við hann er litil vik, ein af hinum mörgu Keflavík- um þessa lands. Víð hana er samnefnt býli og hjá því viti. sem kendur er við Göltinn. Því næst kemur liár og brattur núp- ur, er Öskubakur nefnist, sunn- an við Skálavík; það er nokkuð stór vík og dalur með nokkur- um bæjum. Norðan við hana gengur fram síðasti núpurinn fyrir sunnan ísafjarðardjúp; það er endinn á Stigalilíðarfjall- inu, eða Deildin, eins og hann er nefndur, hár og brattur og endar í Stiganum, sem norður- hlíð fjallsins, Stigahlið, er kend við. Þegar komið er að Deild- inni blasir við fyrir stafni Ritur- inn (upprunalega Rýtagnúpur, kendur við fuglinn rýt, nú rita eða skegla), hinum megin við Djúpið og eru 12 sjóm. þar á milli. All-langt inni ( Djúpinu blasir við á stjórnborða Bjama- núpur, sem skilur Djúpið frá Jökulfjörðum, en leiðin fyrir Rit leggur nokkurn veginn um hið fornfræga Kvíarmið, sem Þuriður sundafyllir „setti á ísa- fjarðardjúpi“, eða utan til við Djúpmynnið, sem nú er, en þá var mynnið á ísafirði (sbiv Les- bók V., bls. 166). Eftir því sem maður nálgast. Ritinn — opnast mesta víkin á Vestf jörðum, Að- alvík, meir og meir. Hún geng- ur inn á milli Rits og Straum- ness og er um 5 sjómilur á breidd, og töluverð bygð þar, sem kúnnugt er. Straumnes- fjallið (nyrsti núpurinn) blasir við, slétt að ofan og með hvöss- um brúnum og bröttum hliðum á báða vegu, eins og tröllaukin bryggja, sem skagar langt út í sjóinn, þar sem vestur- og norð- urströnd landsins (eins og liér er litið á) mætast. Fremst á hinu lága nesi (liinu eiginlega Straumnesi), sem gengur fram úr fjallsendanum, stendur vitinn, hár og grannur, vörður í ábyrgðarmikilli stöðu, sem vísar leiðina jafnt þeim sem koma að sunnan (vestan) og að austan (norðan fyrir). Þó gat liann ekki afstýrt hinu leið- inlega slysi, er Goðafoss hinn eldri sigldi um nótt upp í Straunmeshlíðina, þar sem til skamms tíma mátti sjá siðustu leifar hans i urðinni undir hlíð- inni. Vitans er gætt frá næsta bæ, en það er Rekavík (bak Látur, eins og' það er orðað þar) til aðgrein. frá Rekavík (bak Höfn við Hornvikina), undir Straumnesfjallinu, 4 km. frá vitanum og yfir fjallið að fara, og er varla nokkurt starf erfið- ara hér á landi, en gæsla þessa vita. Frh. PÉTUR FÓR 1 DANSINN. Jón Grunnvíkingur segist vita með vissu, að þessi al- kunna vísa sé húnvetnsk að uppruna og kveðin í Viðidal um 1690. Ilinsvegar kveðst liann ekki þora að ábyrgjast neitt um það, hver höfundurinn sé: Pétur fór 1 dansinn með ansinn; bar hann fagran laufanna kransinn; minst var frúin mjóleit um falinn: málfaðmur, þanspönn og alin! STAFHENDA (mis-hringhend): Ilún gat séð af hundsfylli, hún gat léð eitt rúm-bæli, bún var svona hress við veg, hún var kona rausnarleg.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.