Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 06.03.1938, Qupperneq 6

Vísir Sunnudagsblað - 06.03.1938, Qupperneq 6
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Til ,Alcydu‘ cða hvað? I. I sunnudagsblaði Visis frá 13. febrúar þ. á. er þýdd grein eftir einn af þektustu mönnum þjóð- ar vorrar, Steingrím Matthías- son lækni. Eru það nokkurir valdir kaflar úr bókinni „No man’s land“, eftir Danann Tho- mas Dinesen. „No man’s land“ (Engra manna land) þýðir Steingrímur „Aleyða“. Af hinum þýddu köflum má ráða það að lilutverk bókarinn- ar sé að túlka „vafninga- og draumóralausa“ lífsskoðun. Iíeilbrigða lífsskoðun, lífsskoð- un, sem ekki lieimtar að barist sé fyrir „háum hugsjónum“. Grimdin og miskunnarleysið er afar heilbrigt. Að eins æskufjör, sem brýst út í þessari mynd til að njóta lífsins. Villilýrið skal ráða. Mannréttindi eru ekki til. Trúin þvaður og sjálfsblekking. Getur það átt sér stað að lífs- skoðun höf. og þýð. fari saman? Þeir eru að visu báðir lausir við „allar trúarlegar viðbárur“. Hin beiðna lífsskoðun er „undir- stöðubetri kraftfæða en kver og biblíusögur, til þess að duga manni“ og hafa þeir „af lienni lært vísdóm lifs og dauða“. En getur það átt sér stað um jafn ágælan mann, sem Steingrím Matlhíasson, sem aldrei liefir haft tækifæri til að sturlast „í djöfulæði ófriðarins“? „Til mótmæla" kem eg fram gegn slíkri lífsskoðun. Ekki „til méðmæla“. Það er þung móðg- un og illa hugsuð getgáta í garð islenskrar prestastéttar að telja nokkur líkindi fyrir því að ein- hver kæmi til meðmæla. Heiðin lífsskoðun er því mið- ur mikið útbreidd um hinn kristna lieim og ber ekki lítið á henni hér hjá oss. Of margir, sem kunna að valda penna slys- ast til að ala á henni með bein- um og óbeinum áróðri, visvit- andi og markvíst. Margir láta glepja sér sýn. Bæn örvænting- arinnar brýst fram með ofur- magni, grátþrungið og heitt: „Guð, minn guð ég hrópa gegnum myrkrið svarta, — likt sem út úr ofni æpi stiknað hjarta; gefðu dag í dauða drottinn, mínu skari, vonarsnauða viskan veldur köldu svari.“ Þér áróðursmenn bakið yður mikla synd. Það er Ijótt og grimmilegt að gera tilraun til að brjóla grundvöllinn að göf- ugu og siðfáguðu liugsjónalífi. Það er lítilmannlegt að ræna marga menn sálarfriði og stefna þeim í beinan voða örvæntingar og sturlunar. Gætið ykkar í tíma. Varist fávísan sjálfsþótta efnishyggjunnar — vantrúar- innar — guðleysisins. Gáum að! Hvar erum vér stödd? II. No man’s land — Aleyða. Þessu nafni liöfðu ensku her- mennirnir nefnt svæðið milli skotgrafanna í ófriðnum mikla. Og Alevða bar nafn með réttu. Haglél og púðurreykur skot- hríðanna eyðilögðu þar allan gróður. Engin skepna mátti þar lífi lialda. Hinir ensku liermenn kölluðu land þetta „Engra maiina land“. Hinn orðhagi þýðandi hefir hér orðið sjónarvottum snjallari, þvi að með cinu orði hefir honum tekist að lýsa þessum ógnum styrjaldarinnar, eins og fyrir þeim hefir vakað, en þeim ekki fullkomlega tekist með þrem. Aleyða — það er einmitt rétta orðið. En er það nú ekki kald- liæðni örlaganna að einmitt þetta orð, með allri þess eyði- leggingu, ógn og dauða, er það felur i sér, skuli á átakanlegan hált vera- táknrænt 'fyrir efni hinna völdu kafla þýðandans? Sú lífsskoðun, scm birtisl i þeim er aleyðan í döpurlegustu og geigvænlegustu mynd sinni. Höfundurinn er 27 ára þegar bann fer í lierinn. Hann er hraustur, vel ættaður og efna- lega sjálfstæður. Hann velur á milli „daufrar og tilbrevtingar- lausrar æfi heima á Sjálandi“ og stríðsins. Hann „gleðst af þvi að hafa valið rétt“. í stríðið fer liann ekki af því að liann hafi „háar hugsjónir íil að berjast fyrir“. Hann berst af því að hann vill fá að „upjjlifa margt og mikið og lifa lífinu i dáð og drengskap og hættu“. En hvað á hann hér við með dáð og drengskap? Gín hér ekki við okkur tómleikinn — aleyðan? Hann berst ekki fyrir réttlætis- sakir og ekki af ættjarðarást. Hann berst ekki vegna vináttu við Bandamenn. Hann trúir ekki á mannréttindi. Hann berst ekki einu sinni af metnaði. —- Hann berst sér til skemtunar. Hann er gamall veiðimaður og nú drepur hann menn með eins mikilli ánægju eins og hann drap veiðidýrin lieima lijá sér. „Fjandmaðurinn hnígur fyrir skotinu, eins og hjörturinn, sem eg skaut í fyrra“. „Hann lá, segi eg hlakkandi eins og þá, og eftir á minnumst við hardagans og víganna á sama hátt og æsku- maður minnist fyrsta sigurs í ástamálum“. Hann lítur köld- • um, tómum augum á lifið — samúðarlaust — tilfinningar- laust. Mannslifið hefir ekkert gildi. Eitt er honum þó þyrnir í augum og það einasta, sem hann virðist reyna að velta fyr- ir sér. Það er trúin. Þar er hann hatrammur og markviss and- stæðingur. Hann á ekki ást til neins, honum þykir ekki vænna um samherjann en andstæðing- inn, ekkert áhugamál — að eins eitt — fjandskap og lítilsvirð- ingu gagnvart trúnni. — And- legt ásigkomulag höfundarins er í einu orði sagt — í „Aleyðu“. Lifsskoðun höfundar er að vísu heiðin. En hver getur fall- ist á að þessa lífsskoðun liafi hann fengið úr íslendingasög- unum? Enginn með fullkominni dómgreind. Með réttu er liægt aðefaað lífsskoðun höfundarins þekki yfirleitt dáð og dreng- skap. En það sem gefur forn- sögum okkar gildi er m. a. dáð- in og drengskapurinn. Grimd og yfirgangur er þar að visu mikil, en það Jiótti ávalt Ijóður. Slíkt var aldrci dæmt „æskufjör“, sem hrýst út í þessari myrid til að njóta lífsins. Grimd og yfiV- gangur var fordæmt af bestu mönnum fornaldarinnar. — Mannslifið var ekki lililsvirt. Fyrir það komu hefndir eða gjöld. Enginn mátti óbættur falla. Heiðin lífsskoðun getur verið falleg, en venjulega hefir henni ekki telcist að læra „visdóm lífs og dauða“. Margir aðhyllast hana, en kristindómurinn geng- ur við hana í herhögg. Hann er bröddur, sem stingur. Eg liefi kynst mörgum „heiðnum“ Is- lendingum. Enginn ])cirra hefir getað tileinkað sér skoðun liins danska striðsmanns. Og það er vafalaust að vanhugsuð.u máli að þýðandinn reynir að gera heiðindóm manna hér ógöf- ugri og tómlegri en hann er. Árið 981 var byrjað að boða hér á Iandi kristna trú — eftir 19 ár — eða árið 1000 var hún lögtekin á Alþingi, af því að hún þótti belri en liinn forni siður. Hinn forni átrúnaður liafði lýst gjaldþroti. Ekki vildu þó allir við það kannast. En ekki er að efa, að flestir landsínanna og ekki síst þeir vitrustu fundu vel að þeir voru staddir í „Aleyðu". Einn ])eirra sagði: „Að þvi brosi eg, að margur bóll opnast og hvert kvikindi býr sína bagga og gera fardaga.“ Við Islendingar miklumst af viturleik og framsýni þeirra manna, sem réðu á Alþingi árið 1000 og köstuðu liinni heiðnu lífsskoðun Er það framför eða afturför að fara nú að tileinka sér það, sem ])cir töldu lakari lifsskoðun, en kristindómsins og vildu ekki lengur nýta? Aft- urför! Hvað er þá uni það að segja, ef reynt er að lýta og af- baka þá fornu? Ef fleiri fylla þann hópinn og vinna að því með, ráðnum hug, þá er víst hvar við lendum — úti í „Al- eyðu“. — Einmitt þar! „Hvað er þá orðið okkar starf — —? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ III. Hver ný kynslóð tekur við af liinni gömlu. Er það einskis- virði? Á einum mannsaldri lærist margt, sem menn kunnu ekki áður, en er til bóta. Það væri heimska af hinni nýju að færa sér það ekki í nyt. Hver ný kynslóð hlýtur þvi að byggja upp af reynslu ])eirrar, sem er að líða undir lok, svo að liún geli skilað þeirri næstu ein- hverju. Þetta gerði síra Matthí- as Jochumsson. Það sýnir ber- lega kvæðið, sem hann vrkir til móður sinnar. „Þá lærði’ ég alt, sem enn ég kann, um upphaf og enda’, um guð og mann og lífsins og dauðans djúpin. Mitt andans skrúð var skorið af þér, sú skyrtan hest liefir dugað mér við stormana, helið og hjúpinn.“ Honum var gefin sú dýrmæta gáfa að geta ort. Þessa gáfu sína notaði hann ekki lil að rífa það niður, sem liinir eldri höfðu reynt að liafði gildi. Hann vinn- ur að áframhaldandi fullbygg- ingu kynslóðanna. Hann syngur sig inn í hjörtu landsins barna og er nú einn af mætustu sonum þjóðarinnar, og mun ekki gleymast svo lengi, sem islensk tunga verður töluð. Hver var nú sú „kraf tfæða“, sem bonum var gefin af móður sinni?

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.