Vísir Sunnudagsblað - 29.05.1938, Page 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
5
þeirra búa þó á Malbar-hæðinni
og hafa skrifstofur í Westend,
eins og þeir kalla það. — Eg
þrammaði fram og aftur allan
daginn; kom á basarana og
horfði á iðnaðarmennina, sem
margir sátu flötum beinum á
gólfinu „fyrir opnum tjöldum“
og virtust liafa mestu skraut-
gripi handa á milli; sérstaklega
gullsmiðirnir. Meiri fátæktar og
óhreinlætis varð eg þarna var,
heldur en annars staðar þar sem
eg liefi komið. Matur var
breiddur út á gangstéttimar,
þar sem ryk og önnur óhrein-
indi áttu greiðan aðgang að
honum, og þrátt fyrir landlæg
veikindi og pestir virðast borg-
arbúar ekki vera hræddir við
smithættu. Ilöfnin er stór og
krökt var þar af skipum. Þá
var og járnbrautarstöðin milcil.
Urmull var á götunum af Bull-.
ox-lcerrum, líkt og í Golombo,
hestvögnum og bílum, sem alt
var á iði fram og aftur, að því
er virðist skipulagslitið. — Skip
okkar var einnig málað hér, svo
að það var gljáandi að morgni
liins 8. jan. Að kvöldi þess dags
var haldið áleiðis til Suez. Bhðu
veður hélst dag eftir dag og/nlt
gelck tíðindalaust.
Eftir sex daga ferð var siglt
fram hjá Aden, en það er suður-
oddi Arabíu. Þar er mjótt sund
milli Afriku og Asiu. Vindur
var livass suð-austan og nokkur
sjór. Þarna var bresk flotadeild,
er við sáum tilsýndar. Nú vor-
um við komnir í Rauðaliafið
og sáum einstaka eyjar í
fjarska, en oftast ekkert utan
blátt hafið. Þann 14. jan. dó
einn af farþegunum enn, gam-
all Englendingur, sem veiktist í
Bombay.
Þann 16. jan. sigldum við inn
í Suez-fjörðinn; þá sást vel
Sinai-fjallgarðurinn, þar sem
Móses ritaði á steintöflurnar.
Svo langt sem augað eygði var
eyðimörk með klettum liér og
þar og hvergi sást stingandi
strá. Þennan dag sáum við stór-
an blett á sólinni. Um kvöldið,
kl. 8, komuin við lil Suez, stóð-
um við um nóttina og fóru
margir íarþegarnir til Cairo. —
Klukkan 4 þann 17. jan. sigld-
um við inn eftir Suez-.skurðin-
um, sem lá eins og gráblár
þráður um rauðgula sandeyði-
mörkina. Sumstaðar sáust hús
og pálmar. Á tveim stöðum
liggur skurðurinn gegn um
stöðuvöln og er þar all-breiður.
Sandfok var dáhtið og nokkur-
ar úlfaldalestir sáust meðfram
skurðinum. Þrivegis varð að
stöðva skipið, til þess að lileypa
skipum fram hjá. Um kvöldið,
kl. 5, bundum við skipið við 2
dufl i Port Said. Þá vorum við
nú komnir í Miðjarðarbafið. í
Port Said var staðið við til kl.
2% um morguninn og þá lagt
af stað áleiðis til Alexandríu i
Egiptalandi. Mjög breytti nú um
veður til hins verra, komið ofsa-
rok með stórsjó, sem tafði fyr-
ir okkur, svo að við náðum eigi
til Alexandriu fyrr en kl. 3 siðd.
næsta dag. Þar var lagst við
akkeri. Eg komst í land um
kvöldið og fór furðu viða. Altaf
liefir liver borg eittlivað til síns
ágætis. Altaf var fólkið og
klæðabúnaður þess að breytast.
urum kafbátum, sem syntu
fram hjá eins og hvalir. —
Greiðlega gekk að leggja skip-
inu við bryggju í Neapel og að
því búnu fór eg í land. Alt gekk
hljóðalaust, flestir virtust ítalir
vera ánægðir, sem eg sá, en eg'
efast um að þeir séu það. Við
næstu brvggj u lá mikið línu-
skip, og „lestaði“ hermenn, en
hvert, fékk maður ekki að vita,
en við vorum sannfærðir um,
að „farmurinn“ ætti að fara til
Spánar. Margir skipverja urðu
hér ölvaðir, svo við vorum fá-
ir við að ganga frá öllu áð-
ur en lagt var úr höfn. — Ne-
San Francisco — Oakland-brúin. Eftir málverki greinarhöf. —
Ilér liafði eg elcki nægan tíma
til þess að skoða mig um, eins
og mig langaði til. Þó líkaði
inér ekki við suma af fylgdar-
mönnunum; þeir ætluðu mann
lifandi sundur að slíta og var
varla að maður fengi nokkurn
frið fyrir þeim. Þar voru líka
sérfræðingar í betli. Borgarbú-
ar eru 646 þúsundir. Skemti-
garðar voru þar fagrir og fjöldi
stórliýsa sérlega falleg.
Ivlukkan Vl/2 að morgni þess
18. janúar sigldum við út úr
höfninni. Veðrinu liafði slotað
nokkuð. En eftir þvi sem leng-
ur leið kólnaði með degi hverj-
um og þann 21. jan., er við
sigldum fram lijá Kretu, var þar
lítilsliáttar snjór á fjöllum. Þ.
21. jan. sigldum við um Mess-
ina-sundið, milli Sikileyjar og
ítaliu; þar var þungur straum-
ur. Rigning var um daginn og
gerði helli-dembu, en létti upp
um kvöldið, er við sigldum
fram hjá eldfjallinu Strombúlí.
Fjallið sáiíni við eklci, en eld-
rákina, þar sem hraunið rann
glóandi niður bratta hliðmá, alt
'á sjó fram. Snemma morguns
næsta dags sáust ljósin i Neapel.
Þá var fremur kalt og rok á
norðaustan. Við mættum nokk-
apel er falleg borg og fremur
stór, íbúatalan er rúmar 860
þúsundir.
Þann 23. jan. var látið úr höfn
kl. 11 y2 um kvöldið og sigldum
við með ströndum ítahu og
komum þann 25. jan. til Genúa,
snemma dags. Ekki var lagst
að bryggju, en all-nærri landi.
— Fólk virtist hér friðvænlegra
lieldur en í Neapel, svo að helst
virtist sem maður væri kominn
til annars lands. — Götur Genúa
eru þröngar en húsin furðu há.
Borgin er í fjallshlíð, frekar
brattri, en litið undirlendi. Þetta
er forn borg og ber þess
merki. Eg fór víða um, skoðaði
málverkasöfn, höggmyndasöfn
og þessháttar. Höfnin var full af
skipum og allir virtust liafa
nóg að starfa. —- Seint að
kvöldi sama dags var lagt upp.
tJtnorðan rok var á og nokkur
sjór, en veður kalt. Hélst þann-
ig alla nóttina og tafði mjög
fyrir okkur að leggja skipinu
við bryggju næsta morgun (27.
jan.) í Marseilles. Um kvöldið
komst eg i land og var þá orðið
dimt; fór þvi margt framhjá
mér af því, sem eg vildi séð
liafa. Mér féll þó vel í geð það
sem eg sá. Hreinlæti var sér-
staklega áberandi, fólkið leit vel
út og þó einkanlega kvenfólkið.
Aður en við fórum voru tvö
gríðarstór amerísk flögg breidd
út yfir skipið, framan og aftan
við stjórnpall, svo að komist
jTði lijá loftárásum.
5hð sigldum frá Marseitles
þann 29. jan. kl. 5 um kvöldið.
Eigi hafði vindur minkað. —
Næsta morgun sáust Balearisku
eyjarnar; þá var veður snöggt
um betra, og þann 29. jan. sást
spánska ströndin og voru f jöllin
hvít af snjó. Sjálfsagt liafa ver-
ið fleiri en eg um borð í skip-
inu, sem vorkendu þeim, sem
voru að berjast bak við þessi
fögru fjöll. Seint um kvöldið
fórum við framlijá Gibraltar-
höfða; sól var þá sest og far-
ið að dimma..
Dagarnir liðu nú fljótt. Veð-
ur ágætt og lilýrra en fyr. Fram
með eynni Sankti Maríu sigld-
um við þann 1. febr. um hádeg-
isbil, en hún er ein af Azor-
eyjunum. Bar nú eigi til titla
né tíðinda fyrr en þann 7. febr.,
að við sigldum inn á liöfnina í
New 'York. Alla leiðina hélst
veðrið ágætt, en kólnaði þenúan
morgun, þótt sólskin væri. Var
skipinu lagt að bryggju íHobok-
en/Vorum við að bátaæfingum
i tvo daga. Vildi þá svo slysa-
lega til, að einn skipsmanna féll
fyrir borð og druknaði. Var
þetta mjög sviplegt, því að hann
liafði byrjað vinnu þennan
sama morgun; flestir háset-
anna, sem verið höfðu frá byrj-
un, voru farnir, í land og aðrir
komnh’ í þeirra slað. Þennan
sama dag fórum við til Boston.
Þar var rigning og súld og hrá-
slagalegt. Þar lágum við tvær
nætur og einn dag. Var eg sár-
• feginn að snúa aftur til New
York. Komum við þar þann 16.
febr., hlóðum skipið og sigldum
þann 19. febr. suður á bóginn.
Hlýnaði nú brátt í veðri aftur.
Iialdið var meðfram Florida-
skaga.
Þann 23. febrúar, í birtingu,
var farið meðfram víginu á
Marrow Castle og inn á höfn-
ina í Havana á Cuba. Borgin er
mjög falleg tilsýndar, en er í
lahd kcmur, eru götur víða
furðu mjóar. Alstaðar er
spánska töluð, en vel er liægt
að gera sig skiljanlegan með
ensku. Kl. 2 um nóttina var
lialdið áfram, þar til að morgni
hins 27. febr., að við komum til
Cln-istobal, sem er við austur-
gátt Panamaskurðarins. Við-
staðan þar var stutt stund og
þá haldið inn í skurðinn, sem er
mjög ólíkur Suezskurðinum,því
Frh. á 8. síðu.