Vísir Sunnudagsblað - 29.05.1938, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 29.05.1938, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Hvemig eiga konur að vera? Eítir Jacqueline Hunt. FEGURÐ FRAM GÓMA. Fallegt andlit og ljótar og vanhirtar hendur fara illa sam- an, en konum er það i sjálfs- vald selt hve vel þær hirða hendur sínar. Þótt konur vinni erfiðisvinnu, þvoi gólf eða þvott og vinni önnur þau störf, sem fara illa með hendurnar, geta þær þó dregið furðanlega úr öll- um slíkum lýtum, ef þær gera sér aðeins ljóst að fyrsta skil- yrðið er þrifnaður, og þeim mun meiri ræktar þarfnast hendurnar, sem ver er með J)ær farið vegna vinnunnar. Nauðsynlegt er að lialda höndunum lireinum og láta ald- rei undir höfuð leggjast að þvo þær vandlega. Hætti liúðinni við að skorpna eða springa má hera vaselin á hendurnar og nudda þvi vel inn í liörundið, og nægir það oftast til að fá fulla hót. Um handsnyrtingu að öðru leyti má margt segja, en fyrir þær, sem fylgjast vilja með þeirri kröfu nútimans að fá feg- urð. fram á fingurgóma skal þetta tekið fram. Neglurnar á að hursta með frekar mjúkum bursta úr volgu sápuvatni, en skafa þær ekki með naglasköfu, því að hún skemmir neglurnar. Nagla-olíu þarf einnig að nota til þess að neglurnar myndi fallegan ramma um fingurgómana. Hún styrkir neglurnar sjálfar og mýkir þær, en hana þarf að nota oft og nudda henni vel yf- ir neglurnar og ýta hörundinu varlega upp að naglrótinni. Best er að vefja bómull um endann á trésköfunni og hera olíuna þannig á neglurnar og ýta liör- undinu frá hálfmánanum' með sköfunni þannig vafðri. Nauð- synlegt er að hreinsa alt gam- alt naglalakk vel af nöglunum og fægja þær að sama skapi vel áður en hið nýja naglalakk er borið á þær. Þvi næst á að bera á þær naglaáburð, sem hlýfir þeim og styrkir þær og fer und- ir hvaða naglalit sem valinn er. Þegar naglaliturinn hefir verið borinn á eru neglurnar gljá- fægðar með naglkremi og nagl- vatni. Nýjustu breytingai- á nagl- farða er að hann er alment hafður dekkri en áður, ryðbrúnn eða dumhrauður. Neglurnar má mála á ýmsan hátt og breyta lögun þeirra. Hafið þið tekið eftir þvi hve Carole Lombard liefir langa og granna fingur, og að liún hefir tekið upp nýjan sið með nagl- farða. Hún ber hann á allar neglurnar, alt frá kvikunni og fram á rönd og þar af leiðir, að fingurnir sýnast enn lengri og grennri. Þegar þú herð naglalitinn á neglurnar átt þú að strjúka úr honum frá kviku eða hálfmána og fram á naglbrúnirnar og gera það fljótt. Þetta má gera nokkrum sinnum til þess að jafna litinn. Ef að liturinn berst inn á liálfmánann, ])á skalt þú hafa gamlan silkivasalclút við hendina og þurka strax hurtu litinn þar, sem þú vilt ekki að liann sé. Hirtu neglur þínar' vel og vanræklu þær aldrei, frekar en það að þvo þér og fegra hörund þitt. Þýsku konurnar og heimilisstörfin. Framvegis verSa allar þýskar stúlkur, hvaS svo sem þær í fram- tíðinni ætla sér að taka fyrir, skrifstofustörf, hraöritun, af- greiöslustörf í búöum, verksmiöju- vinnu — og eins þótt þær ætli sér að veröa læknar og lögfræö- ingar, til dæmis aö taka — aö verja einu ári til þess aö læra aö vinna öll nauðsynleg heimilisstörf. Þaö er alveg sama hverjum hæfi- leikum þessi eða önnur þýsk stúlka kann að vera gædd, hvort hún er rík eöa fátæk, eöa er dóttir verk- smiöjumanns eöa aöalsmanns — þær veröa allar að vinna aö heim- ilisstörfum í eitt ár. Hermann Göring, framkvæmda- Lausn á Bridge-þraut í næst síðasta blaði. S V N A 4, HÁ H6 HIO H8 1. S6 SÁ L2 S5 5. SK 147 T4 S9 2. LIO LD LK LG 6. S7 H9 L3 SIO 3. IiK H2 H4 H3 7. S8 ? L9 T7 Vestur er kominn i kastþröng. ÞÝSIÍAR ST0LKUR VIÐ STÖRF I NÝTÍSKU ELDHUSI. stjóri fjögurra ára áætlunarinnar, hefir lýst yfir þessu opinberlega, og bar hann fram þá ástæðu fyr- ir þessari nýju skipun, að mikill hörgull væri á vinnukonum á þýskum heimilum — vinnukonum heföi fækkað um 100.000 á árun- um 1925—1933. Fyrst um sinn nær skipunin til stúlkna undir 25 ára aldri og ætla sér að taka fyrir skrifstofustörf. „Þar sem þýskir æskumenn vinna fyrir ættjör'öina tvö og hálft ár með byssu á öxl eða reku í hendi, munu þýskar stúlkur vissulega ekki láta sitt eft- ir liggja og fúslega gera skyld'u sína og vinna störf á þvi sviði, sem ættjörðin þarfnast þeirra mest.“ Mikil þörf er og á utigum stúlk- um, sagði Göring, til þess að læra hjúkrunarstörf. Tveggja ára starf við hjúkrun eða velferðarstörf jafngilda eins árs vinnu á heimil- um i bæjuin og sveitum. 72. TAFL. Teflt í Margate í apríl. Móttekið drottningarbragð. Hvítt: Dr. A. Aljechin. Svart: E. Böök. I. d4, ds; 2. 04, dxc; 3. RÍ3, Rfó; 4. e3, eó; 5. Bxc4, C5; 6. 0-0, Rcó; 7. De2, a6; 8. Rc3, bs; 9. BI03, b4 (í 5- skák Euwe — Aljéchin 1937 Re7- Hvítt vann) ; 10. ds!, Ra5 (ekki exd vegna Rxds og Hdi) ; II. Ba^-p, Bd7; 12. dxe, fxe; ABCDEFGH 13. Hdi!! (skínandi falleg fórn!), I14XR; 14. HxB!, RxH; 15. Res, Ha7; 16. bxc3 (svarta taflið er furðu varnarlaust, t.d. Be7, DI15-J-, g6, Rxg6, hxg, DxH), Ke7; 17. 05!, Rf6 (ekki RxR, vegna Bg5+), Dcy; 19. Bf4, Db6; 20. Hdi, g6; 21. Bg5, Bg7; 22. Rd7Í, HxR (annars es) ; 23. IíxH+, Kf8; 24. BxR, BxB ; 25. e5 ! —■ Svart gaf, því hvítt hótar Df3+ ef svart bjargar Bf6. Skákþinginu í Margate lauk þannig: 1. Aljechin 7 v. 2. Spiel- mann 6. 3. Petrow 5+>. Milner Barry og Böök 5, Golombek 4)4, Alexander 4, Sergeant 3)4, Miss Menchik 3, Sir G. Thomas ÞEKTI ÞETTA SJÁLFUR. A (við starfshróður sinn á skrifstofunni, sem er að lesa frásögu af veðhlaupi): „Hafið þér áhuga fyrir þessari íþrótt?“ „Já, eg iðka liana meira að segja!“ „???“ „Jú, því annars myndi eg koma of seint á liverjum morgni“.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.