Vísir Sunnudagsblað - 26.02.1939, Síða 7

Vísir Sunnudagsblað - 26.02.1939, Síða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Slysa-bifreið. Bifreið sú, sem þau Franz Ferdinand erkihertogi og kona hans voru í, er þau voru myrt í júnímánuði 1914, varð eftir það eitt liið mesta „slysa-trog“. Á 12 árum frá morði hertogans (1914 —1926) fórust 13menn, er ferð- uðust í hifreið þessari, eða held- ur meira en einn á hverju ári að meðaltali. Þótti þetta nolckuð mikið og vart einleikið. Árið 1926 var bifreiðin tekin úr notk- un og eyðilögð. Heimilt að vaxa! í gamalli lögreglusamþykt fyrir Los Angeles er sagt að sé ákvæði um það, að sérhverjum borgarhúa sé heimilt að' vaxa eins og hann getur! • Gull í jurtum og trjám. Vísindamaður nokkur í Tékkoslóvakíu telur sig hafa sannað, að örlítið af lireinir gulli sé í vefjum og trefjum flestra þeirra jurtategunda og trjáteg- unda, sem vaxi i gullauðgum jarðvegi. Hann lét þess getið ekki alls fyrir löngu, að þá ný- lega liefði lánast að ná um 600 gr. af skiru gulli úr stóru eiki- tré. Sumir ætla, að maðurinn hafi kritað liðugt. Gullið hafi naumast verið svona mikið. Ilitt er víst, að gullvottur liefir fundist í sumum trjám og jurt- um. Skuldafangelsi. Fyrir svo sem 100 árum eða rúmlega það, var óhófs-eyðsla og gegndarlaus skuldasöfnun talin meðal algengustu og alvar- legustu ,,glæpa“ i Bandarikjum Norður-Ameríku. Sum árin er sagt að um og yfir 70.000 manna þar í landi hafi verið hneptir i skuldafangelsi! • Mannfjöldi jarðar. Svo er talið, að fyrir rúmum 100 árum liafi fjöldi jarðarbúa verið 1000 miljónir eða 1 mil- jarður. Nú er talið, að mann- fjöldinn sé kominn upp í 2 mil- jarða. Með svipaðri viðkomu og dánarlilutföllum mundi mann- fjöldinn verða kominn upp i 6 miljarða eftir 150 ár. • Golfknöttur og urriði! Maður nokkur var að golfleik, svo sem ekki er i frásögur fær- andi. — Þetta gerðist lengst vestur í heimi -— sjálfri Ameríku, nálægt Winchester í Massachusetts. Leikvangurinn var í nánd við silungsá góða. Og einliverju sinni, er leikurinn stóð sem hæst, sló maðurinn knöttinn og varði sér öllum til. Knötturinn fór sem kólfi væri skotið — ekki þangað að vísu, sem lionum var ætlað að fara, heldur út i silungs-ána góðu. Og þar lenli hann á stórum og fall- egum urriða (aurriða), ekki ein- hversstaðar í bolinn eða sporð- inn, lieldur beint í hausinn og molaði hann auðvitað „mjölinu smærra“! Það ber vist ekki við á liverjum degi að golfleikendur fái í soðið með þessum hætti! Hátt kaup. Það er sjálfsagt mikil áhætta, að reyna nýjar flugvélar. Við því má búast, að einhver mis- tök kunni að hafa orðið við smíði vélanna og þarf ekki miklu að muna til þess að illa geti farið. Oftast nær munu sér- stakir menn hafðir til þess, að reyna flugvélarnar — menn, sem hafa gert þetta að höfuð- starfi sinu. Þeir, sem fengið hafa sérstakt orð ó sig sem at- liugulir og slyngir reynsluflug- menn, fá mikið fé fyi’ir hverja vél, sem þeir reyna. Dæiui eru sögð til þess, að mönnum hafi verið greiddar alt að 40 þús. kr. fyrir reynsluflug, sem staðið Iiefir eina klukkustund. HÁLENDINGAR SLÖIHvVA SKÖGARELD. Fyrir nokkuru voru lieræfingar við Aldershoto í Englandi í viðurvist bresku konungslijon- anna. Kviknaði þá í mosa og runnum út frá íkveikjusprengjum og eru það svo kallaðir Gor- donHighlanderssemsjást á myndinni og vinna að því að slökka eldinn. —- Hálendingar eru vaskir menn og dugandi liermenn. Ganga þeir í stuttpilsum, svo seni kunnugt er. í lieims- styrjöldinni kölluðu þýsku hermennirnir þá „kerlingarnar úr lielviti“. VXSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingólfsstræti). S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Eg fullvissa yður um það, Dídi, að sjá yður og elska yður er eitt.“ „Ja svo! Og að gleyma mér og yfirgefa mig er tvö.“ —o— Hann: „Það er svei mér gott, að við skulum ekki eiga nema þrjú börn.“ Hún: „Ilvers vegna?“ Hann: „Það stendur í þessari bók, að fjórða hvert barn, sem fæðist á jörðunni, sé Kinverji.“ —o— Málfræðingur liggur í andar- slitrunum. Vinur lians situr á rúminu hjá honum og spyr: „Hvernig hður þér, vinur?“ Málfræðingurinn: „Mér liður ekki. Eg lið.“ —O— Dómarinn við vitnið: „Ákærði á að liafa sagt, að Jón bakari sé óþrifasvín. Er það satt?“ Vitnið: „Já, það er dagsatt. En að ákærði liafi sagt það, hefi eg ekki heyrt.“ —o— „Er það satt, Sigurjón, að vinnukonan þín liafi gengið úr vistinni ?“ „Já, það er satt.“ „IJvað gat hún ekki sætt sig við?“ „Sparikjólana af konunni minni.“ —O— Ungur maður í ágætri stöðu kyntist stúlku, vai-ð ástfanginn í henni og liún endurgalt ást lians. Til þess að fullvissa sig um, að ást liennar væri einlæg, skrifaði hann henni bréf og sagði að einn af sínum nánustu ættingjum hefði verið hengdur fyrir glæpi. Hami féklc von bráðar svar, þar sem ástmey hans sagði, að þetta gerði ekkert til, að vísu hefði enginn ættingi hennar verið hengdur, en flestir þeirra ættu það samt skilið.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.