Vísir Sunnudagsblað - 27.08.1939, Síða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
5
ÞEGAR IIITLER TALAR. —
Myndin tekin, i Willielmshaven, er Ilitler flutti þar ræðu. — I
fremstu röð sitja þeir Heinrich Himmler, yfirmaður Gestapolög-
reglunnar, og Rader aðmíráll.
margbrotnar og dabrnir eru
margir, en þrátt i'yrir það. er
öllum Svisslendingum sameig-
Jíilegt, að þola livorki Ik.'fðingja-
vald né einveldi, en fylkja sér
þétt um viðhald lýðræðisins.
Þetta er bjargið sení þeir liafa
bygt á, og það hefir reynst þeim
traustur grunnur.
Sundurleit öfl
í einni heild.
Það sem er allra eftirtektar-
verðast í fari Svissleudingsins
er einingartilfinning þeirra inn-
byrðis, þvi að nú vantar mörg
skilyrði til ])ess, að þessi eining
megi takast. Fyrst og fremst er
það, að Sviss er ríkjasamband
25 sjálfstæðra ríkja, er kantón-
ur nefnast, og sem ráða málum
sínum að mestu leyti sjálfar.
Manni gæti því auðvekllega
komið til hugar, að sérdrægni
og eigingirni yrði nokkurs um
ráðandi í stjórn rikjasambands-
ins og að liver kantona vildi
draga sér þau hlunnindi sem
sambandið veitir. í öðru lagi eru
þar tveir andstæðir trúarbragða-
flokkar: mótmælendur og ka-
þólskir, auk ýmsra smærri trú-
flokka t. d. gyðinga. I þriðja
lagi eru fjögur ólík tungumál:
þýska, franska, ítalska og rát-
rómanska töluð í landinu; og í
fjórða lagi hinir margþættu
kynflokkar. En þrátt fyrir alt
þelta, mynda Svisslendingar
eina heild, eina þjóð, og með-
vitundin um það liefir eflst og
þróast gegnum aldirnar, i sam-
eiginlegri banáttu þeirra fyrir
sjálfstæði sínu við erlenda und-
irokun og kúgun. Enda þótt
kantónupólitíkin og trúar-
bragðadeilur hafi áður fyr, og
vegna sérdrægni, skilið eftir
dökka bletti, — meira að segja
blóðug spor í sögu landsins, þá
liefir altaf tekist aftur að ná
sáttum og að treysta þjóðar-
heildina nýjum og sterkari
böndum á eftir. Og kantónu-
pólitíkin befir jafnframt orðið
til góðs, hún hefir altaf staðið á
verði gegn því, að eiginleikar
og séreðli hverrar kantónu yrði
brotið á bak aftur fyrir
heildarpólitík ríkisins. Kantón-
urnar standa sem kjarnmikhr
einstaklingar í þjóðarheildinni,
gefa lienni nýtt afl og nýjar
hugsjónir, en fórna ekki öðru
en því sem fórna þarf til að
lialda við einingu ríkisins. Og
þetta er sennilega meginkjarni
svissneskra stjórnmála, megin-
þáttur liins frábæra stjórnarfyr-
irkomulags, sem þar ríkir.
Mikill þáttur i stjórnarsam-
einingu þjóðarinnar er hinn
lilli stéttamunur í landinu, sem
er minni í Sviss, en jafnvel
flestum öðrum löndum álfunn-
ar. Ekki svo að skilja, að þar sé
ekki lil fátækt og auðæfi, en fá-
tæktin er ckki örbirgð og auð-
æfin ekki kúgun, því þar eru
allir jafn réttháir, alþýðument-
un i besta lagi, kaupgjald bátt
og atvinnuleysi mjög lítið fram
á allra síðustu ár. Þess vegna
skiftasl Svisslendingar ekki í
aðrar eins stétta andstæður og
átt hefir sér stað meðal ná-
grannaþjóða þeirra.
Hitt er skiljariiégt, að í lýð-
frjálsu landi sem Sviss, þar sem
skoðana- og rit-frelsi ríkir, eigi
skoðanamunur í stjórnmálum
og flokkapólitík sér stað, engu
síður en annarstaðar. En flokka-
pólitíkin skiftist hvorki eftir
þjóðflokkum né tungumálum,
heldur eftir atvinnugreinum og
frjálslyndi í hugsun; og hvað
utanríkismálin snertir, stendur
þjóðin um þau sem einn maður.
1 ófriðnum mikla þurfti reyndar
talsverð átök til að lialda þess-
ari einingu við, því að þýska
Sviss fylgdi Þjóverjum að mál-
um, en rómanska Sviss var
bandamanna megin. En með
framúrskarandi lagni, samtök-
um og einingu hélt Sviss sér
utan við styrjöldina, og reyndist
í henni allra vinur án þess að
talca eina þjóð á nokkurn hátt
fram yfir aðra. „Sviss umfram
alt“ varð ]>á að kjörorði allra
flokka í landinu, og sameining
þeirra um að halda frelsi og vel-
ferð þjóðarinanr í lengstu lög
var nógu sterk til þess, að eng-
inn tviskinnungur né æsing gat
stofnað þjóðarheildinni i voða.
I skauti sínu geymir fjalla-
þjóðin svissneska minjar um
frábæra hreysti og hugprýði,
sagnir um dularfulla viðburði
og hörmuleg slys, fastheldna
siði, gamla hjátrú og fornar
málvenjur, áralangt aftan úr
öldum. En þjóðin hefir gert
annað og meira, hún hefir rist
rúnir hins liðna og hins verð-
andi tíma í landið sjálft, hún
hefir lagt vegi og járnbrautir,
bygt brýr og aflstöðvar sem
vart eiga sinn líka í veröldinni
og hún hefir reisl mannvirki
sem bera merki fádæma dugn-
aðar og stórfeldrar menningar.
Rúnir liinnar andlegu menning-
ar eru ristar djúpt í sálarlíf
þjóðarinnar sjálfrar og þaðan
munu þær aldrei mást. Nú getur
svissneska þjóðiri verið stolt vf-
ir því, að stórveldin hafa trúað
henni fyrir óskabarni sínu:
Þjóðabandalaginu. Allra augu
mæna til litla liáfjallalandsins
Sviss þegar einhver stórvið-
burður gcrist í lieiminum, því
að í skauti þess verða deilumál-
in til lykta leidd og örlög
lieimsfriðarins ákveðin. Þannig
er lilutskifti þessarar. lierskáu
bardagaþ j óðar miðaldanna
breytt i það, að vernda heims-
frið 20. aldarinnar, og væri bet-
ur ef henni tækist það.
Tortrygni og lífhræðsla.
Svo er sagt, að fjölmargir vel-
megandi Múhameðstrúarmenn
i Asíu og Afríku norðanvérðri
sé svo tortrygnir og liræddir um
líf sitt, að þeir þori livorki að
rieita matar né drykkjar, án þess
að láta aðra smakka matinn og
drykkinn á undan sér og ganga
þannig úr skugga um, að alt sé
óeitrað og eins og það á að vera.
— Eru sérstakir menn liafðir til
þessa og er talið, að þe'ir liafi
gott kaup og þurfi eklcert annað
að gera, fremur en þeir vilja.
Leiðrétting.
Misritun hefir vilst inn i sið-
asta Sunnudagsblað Vísis. Birt-
ist þar lcvæðið „Línur og litir“,
sem er eftir Sigurð Ingimar
Helgason, en elcki L. G. eins og
þar stóð.
HNEF ALEIKSKAPP ARNIR
Maxie Bael- og Lou Nova, frá Californiu. Eru þeir báðir kunnir
hnefaleikakappar.