Vísir Sunnudagsblað - 27.08.1939, Side 7

Vísir Sunnudagsblað - 27.08.1939, Side 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 undan seglinu þegar skíma tók af degi og kölluðu og hrópuðu svo seni þeir höfðu þrek til. Þau liljóð heyrðust til Flaleyjar. Voru þá strax mannaðir út tveir bátar og farið að leita i næstu eyjum, með þvi líka að þá var tekið að reka kurl og jafn vel brot úr slcipi þar um evjarnar. Fundust nú mennirnir brátt. Voru þeir að vonum orðnir mjög þrekaðir eftír þennan langa hrakning og útilegu, en hrestust þó fljótt til nokkurrar hlítar við góða lijúkrun og að- búð Flateyinga. — Á þriðja dag jóla voru þeir fluttir heim tii sín. En þau urðu eftirköstin, að flestir lágu þeir rúmfastir það sem eftir var vetrarins og sumir sárþjáðir. Sigurður Níelsson var um fermingaraldur þegar liann lenti í þessum lirakningi — yngstur þeirra hrakningsmanna — en mjög var rómað hugrekki lians og framganga öll i þessari svað- ilför. Hann bilaði aldrei kjark- inn. Hann var sifelt á ferli um ej^juna, kallaði og lióaði sem hann hafði róm til — og varð það að lokum þeim til lífs. Sig- urður flultist síðar til Flateyjar og gerðist sjómaður, og jafnan talinn með duglegustu mönn- um. Melavíkurnótt Snæbjarnar. Snæbjörn í Hergilsey segir svo frá einni af sínum mörgu hákarlalegum, i sögu sinni. „Einn veturinn fórum við i hákarlalegu mánudaginn 'fyrst- an í Góu, eg og Eyjólfur Jó- hansson í Flatey. Hann var á Gusti, skipi Bárar-Ólafs, tengda- föður síns. Isalög höfðu verið, og því ísrek víða um Breiða- flóa. Bæði skipin lögðust, og var skamt á milli. Við fengum hákarl að mun um nóttina og morguninn. En þá gekk á kaf- aldsbylur með vindi á suðaust- an. Isrek kom einnig i stórum spöngum, og varð að verja legu- strenginn, að ekki skærist. Um liádegi levsti hæði skipin upp. Eg vildi ná landi, ef kostur væri, áður en nótt gengi að. Við sigldum suður, og mun hafa horft á Grudarfjörð, eftir átta- vitanum að dæma. En Eyjólfur sigldi vestur. Faðir minn var með honum og nokkurir eldri menn aðrir, þvi yngri menn .drógust meira til mín. Mér leist ekki ráð að sigla vestur, þvi að ís var vanalega meiri um vest- ur hluta Breiðafjarðar, enda sneri Eyjólfur suður á innan skamms. Nú segir það af olckur að við siglum næst vindi suður, eftir leiðarsteininum, því að skamt sást frá borði, þar til eg áleit komið nálægt Grundarfirði. Þá skellur á sunnan veður, og snér- um við í austnorður. Þá mætt- um við ísreki og urðum stund- um að sigla langa króka fyrir spildurnar, þar til alt lokaðist. Þá lögðumst við fyrir drekan- um. En ekki leið á löngu, uns is kom, aftur á okkur. Þá leystum við óðara upp og tókum lil seglanna aftur. Einn háseti kvaðst oftar en einu sinni hafa heyrt liljóð, sem líktist því, er smali lióaði sam- an fé sínu, og hlytum við því að - vera nálægt landi. En slíkt var fljótfærni ein. Það gat verið hljóð í fuglum á ísnum. En áfram héldum við alt hvað af tók, lil þess að komast i hlé við land, ef kostur væri. Því að ó- færa gat verið, að vera út á rúmsjó í ís og kafaldsbyl um nóttina. Eg vissi að við vorum nálægt Suðureyjum, en hvar við vorum var mér óljós.t, sök- um krókanna, sem við höfðum farið. En í byrjun skyggingar hirti alt í einu upp. Þá vorum við komnir inn á svokallaða Melavík, vestan við Skarðs- strandar-KIofning. Alstaðar var is að sjá nema til lands, og ó- fært að leita vestur til eyja, er hvast var og nótt í aðsigi. Skamt frá okkur voru eyjar nokkrar, og islaust að þeirri, er næst var. Við komust upp að homi liennar í hlé og lögðumst fyrir stærri drekanum. Hann var 80 pund, með digurri hlekkjafesti. Töldum við nú öllu borgið. En er tunglið kom upp, var hvergi sjó að sjá, austur, norður eða veslur. Lögðust þá nokkurir fyrir fram í, votir, þi'eyttir og syfjaðir. Þetta var um dagsetur. Veðr- inu sló í logn. En með aðfallinu kom ísinn á okkur inn á milli eyjanna. Nú var um að gera, að ekki ræki á aðalísinn fyrir aust- an. Skeyttum við því aðra ldekkjafesti við hina og bund- um hana við tvær þóftur og hnífil skipsins. En hætta gat verið á, að skipið liðaðist af á- tökum issins. Okkur fanst það stunum hogna fyrir, og seig niður að framan, er stórir jakar lentu á legufestinni. En þegar alt var komið í sjálfheldu, sporðreisti það þá af sér, en við gerðum alt, sem við gátum með stjökum, að lina átökin á skipinu. Á þessu gekk allan að- fallsstrauminn. En er straum skifti leystum við upp og létum reka í ísnum út aftur. Við vor- um búnir að fá nóg af svo góðu og vissum að rýmka myndi um hag okkar, er við kæmum út frá eyjunum, enda varð svo, að við gátum komið við árum, er spöí kom út á flóann. Var þá elding nætur. En um miðjan dag komum við i Svefneyjar og settum skipið í naust. En i sömu andrá laust á noi'ðan foráttu- veðri, svo að ófært var. Við gengum til hvílu, og vorum orðnir heldur dæstir. Þá man eg að Hafliði sagði: „Nú vorum við lánsamir, Snæbjörn minn, að þú varst húinn að ná landi, og það heim. Það var allra hest. Eg hugsaði til þín í kafalds- hylnum í gær.“ Það er af Eyjólfi að segja, að liann sigldi fyrst vestur, sem áð- ur er sagt, og síðan suður, þar til sunnanrokið kom. Sigldu þá austur. En er langt var komið austur, feldu þeir seglin og lögðust. Þegar kafaldið birti, um kvöldið, voru þeir vestan við Stagley, og íslaust til Bjarneyja. Þeir hyggja gott til að sigla þangað. En er þeir koma upp með Finnuhólmstanga, er vog- urinn þeim lokaður af ís. Þar hleypa þeir akkeri sínu, þvi að ekki komust þeir íil baka. En er straum skifti um nóttina, kom mikill ís austan með eyj- unum. Drógst þá drekinn af á- töknm íssins, og rak þá út að ldettum, austan við svokölluð Lónssund. Þegar nálægt var komið, urðu sumir liásetar svo skelkaðir, að þeir fóru að kasta hákarlsstvlckjum út úr skipinu, svo að það yrði léttara til björg- unar sér. En Eyjólfur og faðir minn hömuluðu því, enda rak fram með klettunum og í Lónssund. Voru þeir þá úr allri liættu og komust til Flateyjar með dagmálum.“ Ferð til Stykkishólms. Að lokum set eg hér litla frá- sögn af ferð sem Matthías Jocliumsson fór á æskuárum sínum til Stykkishólms ásamt þrem félögum sínum úr FJatcy. (Sögukaflar, bls. 103). „Sérstaklega man eg slarlc- ferð okkar fjögurra kumpána á „skektu“ suður i Stykkishólm. Það var á Þorra, að mig minnir. ísalög voru og urðum við ýmist að stjaka eða draga „skektuna“ yfir ísspengur og jaka. En veð- ur var gott og við í röskvara lagi. Svo lauk þó að við náðum hvergi landi um kvöldið, nema undir bjarginu í Elliðaey; dróg- um við bátinn upp á klettanef og klifruðum síðan upp á hjarg- ið og tókum okkur gistingu á bænum þar í eynni. Þar var tví- býli og sátu bændur sinn á liverjum enda í rúmum sínum. Ólafur var raddmaður mikill, og á meðan matreitt var, kvað liann Blómsturvallarímur, svo að allir léku á als oddi. Síðan gengum við til livílu og kend- um okkur livergi meins; kom- umst svo áleiðis og þó með herkjum; skemtum okkur viku i Hólminum; kom þá hláka og sigldum við síðan lieim. Shkar ferðir þóttu þá hæfileg skemtun ungra manna á Breiðafirði. Sjó- rok er þar daglegt hrauð.“ Ur bréfi. . .. . Eg veit þú trúir þvi ekld, livað alt var yndislegt þarna úti við vatnið. Grasið var mikið og grænt og tveir hundar lágu fram á lappir sínar. Amiar steinsvaf, en hinn klæjaði svo mikið, að hanri gat ekki sofið. Ung stúlka sat á hækjum sér á vatnsbakkanum. Hún var Ijóm- andi falleg — með hvítan skýlu- klút á höfðinu og mjólkaði skjöldótta kú. Og hugsaðu þér hara: svo sá maður þe'tta alt upp í loft í vatninu .... Kurteifti! Frúin sat í sporvagninum og dóttir hennar, sjö ára fiðrildi, við hlið hennar. Á næsta áning- arstað kom gömul kona inn i vagninn. Frúin laut að dóttur sinni og hvíslaði einhverju að henni. Telpan reis þegar á fæt- ur og sagði við konuna: Hér er sæti! Geri þér svo vel! — Gamla konan settist, en frúin tólc dóttur sína og sat undir lienni. Enn nam vagninn staðar og lcom þá inn ungur og vel bú- inn maður. Telpan brá við, rendi sér úr kjöltu móður sinn- ar og sagði við liinn unga mann: Hér er sæti! Geri þér svo vel! Ótrúlegt! Breskir dómstólar hafa löng- um verið kallaðir festheldnir á fornar réttarfarsvenjur og ann- að slíkt. Svo er til dæmis um það, að þeir hafa verið trCgir til að fella úrskurði um það, að löngu horfnir menn væri dauð- ir, þó að hver maður gæti sagt sér það sjálfur, að svo hlyti að vera. — Þetta hefir þó breyst mjög siðustu 100 árin. — Það tír í frásögum liaft og talið furðulegt, en þó örugglega satt, að árið 1826 — eða fyrir rúmri öld — taldi dómstóll einn í Lundúnum sig ekki geta felt úr- skurð um það í nafni laga og réttar, að maður nokkur, sem hofinn var fyrir 792 árum, væri áreiðanlega dauður!

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.