Vísir Sunnudagsblað - 17.09.1939, Blaðsíða 5
YÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
5
hefði farist við Suðureyjar. —
Alls fórust á þessum þrem bát-
um frá Bjarneyjum 15 manns
— 12 karlmenn og 3 konur.
Skömmu fyrir jóbn 1860
fórst, svo sem alkunnugt er, op-
ið hákarlaskip úr Flatey með 12
mönnum. Skipið hét Snarfari.
Þx-jú skip fóru í hákarlalegu
þennan dag, tvö úr Flatey og
eitt úr Bjarneyjum. Veður var
gott daginn sem þau fóru og
næstu nó'tt, en með birtu næsta
dag gerði norðan áhlaup mikið.
Náði þá annað skipið úr Flatey
— Gustur, formaður Bárar-Ól-
afur — landi í Stykkishólmi, en
Bjameyjaskiþið — Sæmundur,
formaður Bjarni Jóhannesson
—- Elliðaey. Til Snarfara spui'ð-
ist ekki fyr en hann rak mikið
hrotinn hjá Rauðusteinum á
Harðakambi á Snæfellsnesi. —
Formaður á Snarfara hét Jón
Þorkelss., dugnaðarmaður mik-
íll og aflakló. — Alt voru það
menn á besta aldri, sem fórust
með Jóni á Snarfara, og ein-
valalið.
I janúar 1898 fórst hátur úr
Bjarneyjum með tveimur
mönnum: Kristjáni Eyjólfssyni
og Lárusi Bergsveinssyni. Þeir
voru á leið heim til sín úr
Stykkishólmi. Veður var á út-
sunnan með éljum.
Árið eftir, hinn 7. mars,
idruknaði Bergsveinn Ólafsson,
hóndi i Bjai-neyjum, Teitssonar
frá Sviðnum, ásamt þrem
mönnum öðrum á leið heim til
sín úr Stykkishólmi. Hann var
faðir Lárusar, þess er druknaði
árið áður. Á var austan vindur
alllivass og þreifandi hylur. —
Bergsveinn Ólafsson var stór
vexti, friður sýnum og rammur
að afli, skipasmiður ágætur og
atorkumaður í hvívetna.
Þessi slysasaga öll er nú orð-
in nokkuð löng. En hjá því varð
ekki komist, að gei-a þessu efni
nokkur skil á þessum vettvangi.
Sjómenskan er svo ríkur þátt-
ur í lífi Breiðfirðinga, að fram
Iijá Iienni verður ekki gengið,
þegar um þá er rætt eða ritað.
— Þeir eru sennilega ekki marg-
ir dagarnir á árinu, sem enginn
er á sjó á Rreiðafirði, og því
ekki að furða þó ó ýmsu ve'lti
um landtökuna.
Aðeins hefir verið minst á
nokkur slys, sem urðu á öldinni
sem leið. En þau hafa ekki orð-
ið liltölulega færri sjóslysin á
Breiðafirði á þeirn áruni, sem
liðin eru af þessari öld. Þvi mið-
ur. Eg veit ekki hvort þau eru
öllu færri en árin, sem liðin eru
af öldinni. — Baráttan fyrir ]íf-
inu hefir ha'rðnað, fólkinu fsykk-
að, bátarnir smækkað, og að-
pt&ðan til sjósóknar er í enp
hætt. — Þær sækjast seint, um-
bæturnar í Barðastrandasýslu.
-— Leiðir allar eru skerjóttai’,
straumhai-ðar og kolmyi'kar,
þegar dagur er af lofti.
„Því hafa margir háttað hér
hvar sem lestist skeiðin;
fyrir utan ystu sker
eiga þeir bláu leiðin.“
En ekki tjáir að sakast unx
oi-ðinn hlut. Og þá „fræknu
fullhuga“, frændur vora og
vini, sem hin breiðfirska Rán
hefir þegar búið hin bláu leiðin,
kveðjum vér með þessum fall-
egu vísum Þorsteins Erlings-
sonar:
Þeir, sem frernst á frárri skeið
faldana drifnu skáru,
eiga mörkin alla leið
eftir á hverri báru.
Því er að láta líkt og fyr
leika á brjóstum sjóinn;
dúkurinn þolir þeönan byr
þó að togni klóin.
Látum aðra leita að höfn;
leiði drottins friður
þá sem út á dökki'i dröfn
draga seglin niður.
[Þess ber að geta, að aðal-
heimildin að sögnunum i þess-
um þætti, þar sem ekki er ann-
ars getið, er Saga Flateyjar-
hrepps eftir Gísla Konráðsson
og Hennann S. Jónsson, afrit
það, sem til er í Bókasafni Flat-
eyjar, að því þó undanteknu, að
frásögnin urn hrakning þeirra
Péturs Kúlds og Sveins Jóns-
sonar er rituð eftir frásögn
'Sveins, af Gísla Jóhannessyni,
bónda í Skáleyjum, og hrakn-
ingssaga Einars Ásgeirssonar e'r
að mestu rituð eftir frásögn
•Tóns Jónssonar, fyrrum bónda á
Deildará.]
I febrúar 1938.
Bergsveinn Skúlason.
Hitt og þetta
Surtur karlinn vanafasti.
Svertingi nokkur í bænum
Evanston í Illinois i Bandaríkj-
unum er með þeim ósköpum
fæddur, að hann þarf altaf að
(vera að brjóta lögin og gera ein-
lxverja skömm af sér. Hann er
svo sem ekki neinn stór-bófi og
liefir sjaldan verið dæmdur til
langrar fangelsis-vistar í einu.
En hann er ekki óðara kominn
út, en hann gerir einhverja bölv-
un af sér á nýjan leik. Honum
]xykir ekkert að því, að vera í
„steininum", en eins krefst
hann: Hann vill alt af fá að ve'ra
í sama fangaklefanum. Og það
hefir verið látið eftir honum.
Hann er nú tekinn að eldast og
]xreytast á óknyttunum. Og bæj-
arráðið hefir iitvegað honum
fasta vinnu. Hann færðist held-
ur undan því, að vinna lxingað
og þangað út í bæ, nema því að
eins að hann fengi að búa í) sín-
urn gamla og góða fangaklefa.
IJann væri vanafastur maður og
illa við allar breytingar. — Og
enn býr hann í klefa sínum, ef
Iiann er þá ekki dauður.
*
— Eru þér nú vissir um, að
þessi sauðargæi'a sé vatnsheld?
— Já, alveg viss. Eg hetfi
sjálfur brugðið henni yfir mig
í stórrigningu!
— Já, einmitt. Þér hafið þurft
að dylja úlfshaminn!
*
— Botnar þú nokkuð í þessu
sálnaflakki, sem þeir eru að tala
um nú upp á síðkastið?
— Eiginlega ekki. En líklega
er það einna helst svo að skilja,
að sálir flakkaranna geti ekld
felt sig við kyrsetuna í öðru lifi.
*
— Hrærir þú í kaffibollanum
þínum með hægri hendinni,
Þoi'valdur minn?
— Vitanlega — það gera allir
kurteisir menn.
— Ekld eg. Eg nota æfinlega
teskeiðina!
★
Betlarinn: Eg er ekki hingað
kominn til þess að sníkja, kæra
frú. En mig langar til að biðja
yður, að lofa stúlkunni að
sauma ofur lítið fyrir mig.
Frúin: Hvað ætti það að vera?
Betlarinn: Jú — sjái þér nú
til. Eg á hérna eina buxnatölu
— og ef þér vilduð nú vera svo
elskulegar, að heiðra mig með
buxum af manninum yðar, þá
fyndist mér eins og tilvalið, að
stúlkan festi töluna á þær!
ÞAR SEM ÞRJÚ LÖNP MÆTAST.
Mynóiil ep pf stað sk^mt frtt pngye'rska bænum Szegedv þar serp þrjó iónd TOíStflst, Ungyer
' Rúmnníg og Jugq^yJn,