Vísir Sunnudagsblað - 17.09.1939, Blaðsíða 1
1039 Sunnudaginn 17. september 38 blaé
HE. IGUJ U L. ÍN N ■ EFTÍR m KrISTMANN GuÐMUNDSSON.
Það logaði glatt á arni, svo
bjart var i fjallakofanum. Yfir
eldinum hékk ketill og barst frá
honum ilmur af kaffi. Ungfrú
Anna var einmitt að raða boll-
unum á borðið. Haraldur gekk
um gólf með pípuna í munnin-
um. Þau bjuggust við Eyvindi
á hverri stundu; hann hafði
skroppið i einhverjum erindum
lil bæjar, sem var skamt þaðan.
Þau höfðu bæði verið hljóð
lengi, og þessi þögn var þeim
báðum til ama. Anna beygði sig
yfir það, sem hún var að gera,
svo Haraldur sá ekki andlit
hennar. Honum var alt annað
en rójtt innanbrjósts. —- Það var
annars einkennilegt livað Ey-
vindur var lengi?
„Veist þú hvernig stendur á
þvi, að Eyvindur þurfti endilega
að fara þetta núna? — Hann er
þó annars ekki vanur að stuðla
að því, að við séum tvö ein sam-
an!“
Hún ansaði ekki strax, en hélt
áfram að leggja á borðið. Þegar
hann færði sig nær henni leit
hún upp.
„Anna —“, sagði hann lágt
og blíðlega; „hefirðu verið að
gráta?“
Hún hristi höfuðið döpur á
svip; liún var há og ljóshærð
stúlka með stór, greindarleg
augu. —- „Hann fói'“, svaraði
hún, „af því að hann vildi að
eg segði þér að við ætlum að
gifta okkur bráðum“. — Þegar
hún liafði sagt þetta snéri hún
sér undan.
„Einmitt það“, varð honum
að orði. Hann gekk út að glugg-
anum og horfði út í lognhríð-
ina fyrir utan. „Hafði hann ekki
hugrekki til að segja mér þetta
sjálfur!" sagði hann í hálfum
hljóðum. „Svo þið ætlið að
gifta ykkur bráðum? — Ein-
mitt það.“
Hann vænti ekki svars. Hann
var að hugsa um vin sinn Ey-
vind.
Þau höfðu lialdið vináttu, öll
þrjú, síðan þau lcyntust fyrst i
barnaskólanum. Hann hafði
verið stoltur af því að vera í
kynnum við Eyvind, sem var
svo stór og sterkur og fallegur.
Það vakti undrun hans frá því
fyrsta, að Anna virtist hafa
meiri mætur á honum en Ey-
vindi, sem öllum stúlkum leist
vel á. Vinur hans átti ríka for-
eldra og var alinn upp í dálæti,
hann var vanur að fá alt seln
liann óskaði sér, og gat verið
talsvert hrokafullur á stundum.
En við Onnu og hann, Harald,
liafði hann ávalt verið góður og
lítillátur. Og framan af virtist
samdráttur þeirra aðeins gleðja
hann; hann var oft að stríða
þeim með því, hvað hann ætti
að gefa þeim í brúðargjöf! Það
var nú reyndar dálítið taktlaust
af honum, því þau voru fátæk
bæði. — Uppfundningarnar se'm
hann, Haraldur, var altaf að
glíma við voru ekki famar að
gefa mikið af sér ennþá, enda
var enginn, sem trúði neitt á
þær nema hann sjálfur. Hann
hafði byrjað á þessu um tví-
tugt, og svo hafði verkfræði-
námið hans farið alveg út um
þúfur. Eyviudur var aftur á
móti orðinn yfirréttarmála-
flutningsmaður, og var þe'gar
eftirsóttur lögfræðingur. Hann
hafði alt sem einn verðandi
ektamaka og tengdason má
prýða, og hefði auðvitað getað
valið úr konuefnum. Margir
íiöfðu furða sig á því, að hann
skyldi ekki gifta sig. En Harald
hafði lengi rent grun í hvaða
orsök lægi til þess: hann var
orðinn ástfanginn í Önnu.
Það voru eitthvað um tvö ár
síðan það byrjaði. Haraldur
varð þess fljótlega var er við-
mót vinar hans tók að breytast.
Eyvindur fór að skopast að upp-
fundningunum hans, einkum
þegar Anna var viðstödd. Eða
það, sem verra var, að tala al-
varlega um fyrir honum: liann
skyldi liætta þessari vitleysu,
því ef hann héldi áfram með
þessi uppfundingaheilabrot
yrði hann aldrei annað en ræf-
ill! Það sárasta af öllu var, að
þar tók Anna í sama strenginn.
Hún trúði ekki á það, sem hann
liafði gel't að lífsstarfi sínu!
Anua, — hann hafði elskað
liana síðan hann var litill dreng-
ur. Og hann hafði vonað, að
hún elskaði hann einnig. Reynd-
ar bafði hann aldrei spurt hana
að því. Þau liöfðu aldrei talað
um ástir, þau höfðu ekki einu
sinni kyst hvort annað. En hann
iiafði tilbeðið hana alla tíð, og
hún liélt sig ávalt mest að hon-
um. Þangað lil núna upp á síð-
kastið. Hún var hætt að hlusta
þolinmóðlega á hann, þegar
hann var að segja henni frá
fyrirætlunum sínum og draum-,
um um framtíðina. — „Þetta
gengur ekkel't hjá þér!“ sagði
liún oft. „Þú byggir tóma loft-
kastala, það verður ekkert úr
þér góði! Reyndu nú að halda
áfram við námið og fá þér ein-
iive'rja góða stöðu. Svo geturðu
þá sýslað við þessar uppfundn-
ingar þínar í tómstundunum.“
Hann ásakaði hana ekki, því
hann vissi að þetta voru alt orð
Eyvindar. Það var æskuvinur
lians, sem var að fæla hana frá
honum á þennan liátt. Og það
var reglulega lúalega gert! —
Haraldur hafði aldrei haft orð
fyrir að vera sérle'ga liugaður
maður. í skóla gerðu félagarn-
ir oft grín að honum fyrir það,
að hann reyndi ávalt að hliðra
sér hjá illindum og slagsmál-
um. Þeir liöfðu til að kalla
hann heigul og bleyðu. Og það
var satt, að hann hafði mestu
andstygð á hnefarétti og of-
beldi, þó hann væri sjálfur vel
að manni. En núna, síðan hon-
fór að skiljast hvernig Eyvind-
ur fór að ráði sínu, að hann
reýndi að tæla Önnu frá hon-
um, undir vinmælagrimu, þá
var ekki laust við að liann lang-
aði til að reyna livor þeirra
hefði mesta krafta í köglum!
En hann var sami heigullinn
og áður, hann hélt áfram að
umgangast Eyvind eins og vin
sinn. Þau héldu hópinn ennþá,
öll þrjú. En nú gætti Eyvindur
þess altaf vandlega, að þau
væru aldrei saman tvö ein.
Þess vegna hafði honum komið
mjög á óvarl i kvöld, að hann
skyldi endilega þurfa að fara
frá og skilja þau ein eftir. En
það var þá til þess arna: hún
átti að segja honum að Eyvind-
ur og hún væru trúlofuð! —
Hann krepti ósjálfrátt lmefana
og beit á jaxlinn: þetta var
fantabragð!
„Haraldur —“, sagði hún
hljóðlega. „Haraldur, — þú
skilur það — að við getum ekki
verið saman svona þrjú lengur.
Eyvindur er svo afbrýðissamur,
— hann ásakar mig fyrir það,
að þú hangir altaf á okkur! —
Mér leiðist það, Halli minn, en
eg lofaði að tala um þetta við
Þig-“
„0, jæja!“
Hann sagði þetta eitthvað svo
einkennilega, að hún leit rann-
sakandi á hann. — Henni hafði
altaf fundist hann vera falleg-
ur; hann var hár og nokkuð
grannur, rór í fasi, með íhugul-
an svip. Augu hans voru grá og
lirein, andlitið frítt, en þó karl-
mannlegt. — Alt í einu roðnaði
hún út undir eyru og leit niður
fyrir sig.
Hann gelck til hennar og
strauk léttilega um öxlina á
lienni. — „Heyrðu, Anna“,
sagði hann hljótt; „ertu nú al-
>Teg ákveðin — eg meina, viss
um að þú elskir Eyvind?"
Hún ansaði engu og leit ekki
upp.
„Það er nokkuð, sem mig
langar til að segja þér, áður en
eg fer“, hélt hann áfram c-ftir