Vísir Sunnudagsblað - 12.09.1943, Síða 4

Vísir Sunnudagsblað - 12.09.1943, Síða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Lest þessi er hlaðin bryndrekum. Þeir eru fluttir til liafnar- borgar í Canada, þar sem þeir eru settir um l)or'ð í skip og fluttir þaðan til Englands og Rússlands. hve lítið skyn þeir bera á þessa hluti. Hann las upp nokkur rímgölluð og óskiljanleg vers. — Gerir nokkur betur ? spurði hann svo. „En nú skuluð þér heyra nokkrar síður úr smáriti einu, sem eg lief tileinkað hin- um ellefu þúsund meyjum, fimmtíu erindi hverri.“ Mér óaði við tilhugsuninni um þessa rúmlega hálfu milljón erinda og bað hann því heldur um eitt- hvað guðrækilegs efnis. Þá fór hann að lesa upp úr leikriti, sem var í fleiri þáttum en dagar eru í einni Jórsalaför. — Eg skrifaði það niður á tveim dögum. Hér er uppkastið, og hann sýndi mér blaðabunka, sem ekki var minni en fimm rís. Leikritið hét „örkin hans Nóa“. Hann hafði einnig ort yfir níu hundruð kvæði um fótleggi ástmeyjar sinnar, og lílcti þeim við alla þá hluti, sem Pablos kom til liugar að nefna til að leiða talið inn á aðrar brautir....... Áður en Pablos náði til Segoviu, hafði einsetumunkur einn rúið liann inn að skyrtunni i fjárhættu- spili með því að hafa rangt við. Fyrsti maður, sem hann svo hittir í borginni, er böðullinn frændi hans, og er liann með fiokk glæpamanna á undan sér á leið til aftökustaðarins. Pabl- os fór heldur en ekki hjá sér að hafa marga áhorfendur að því, þegar höðulhnn kastaði sér um háls honum og kallaði hann frænda. Fylgdi hann honum þó heim og efndi nú Ramplón böð- ull til drykkjuveizlu og bauð til sin nánustu vinum sínum: svínahirði, essreka og betlara, sem snikti ölmusur vegna sáln- anna í hreinsunareldinum, allt drykkjusvolar og slagsmála- hundar. Húsakynnin voru við þeirra hæfi. Eina veggskrautið voru gálgareipi og önnur af- tökutæki. Pablo skildi við þá fé- laga sofandi á gólfinu og hvarf á brott með arfinn, án þess að kveðja frænda sinn, en á blað- snepil skrifaði hann þessi orð í kveðjuskyni: „Herra Ramplón! Eftir að guð hefir sýnt mér þá náð að kalla til sin minn góða föður og látið setja móður mina inn í Tóledó, þar sem hún á sennilega eftir að verða að ösku, vantar nú ekki annað en að eg sjái yður gert það, sem þér haf- ið gert öðrum. Eg vil að ætt mín sé eg einn og enginn ann- ar, og verður svo að vera, nema eg komist í yðar hendur og þér farið með mig eins og bróður yðar. Spyrjið ekki um mig, því að eg verð að neita að sama blóð renni í æðum okkai’. Hald- ið áfram að þjóna guði og kon- pnginum“. Á leið sinni aftur til Madrid mætti Pablos tigulegum og fínt klæddum rpanni, er stóð við veginn og virtist biða eftir vagni sínum og fylgdarliði. En þegar hann gáði betur að, var yfirhöfnin eina fatið, sem heilt var og hreint. Innanundir henni var maðurinn i lörfum og hafði botnlausa skó á fótum. ILann var sem sé einn af þessunx blásnauðu aðalsmönnum, sem hétu fleiri nöfnum en þeir áttu aurana og lifðu á þvi að blekkja náungann. Pablos kenndi í brjósti um þennan aumingja, setti hann varlega á bak asna sínum, því að aðalsmaðurinn varð að halda báðurn höndum utan að fatadruslunum sinum íil þess að ekki sæi í hann ber- an, og urðu þeir svo samferða til höfuðboi’garinnai’. Á leið- inni varð Pablos margs vísari um siðu og lifnaðarhætti þess- arar manntegundar i Madrid. „Klækirnir eru leiðarstjarna okkar allra, sagði aðalsmaðui’- inn, — liann hét don Toribio Rodi’íguez Vallejo Gómez de Ampuero y Jordán; — en mag- inn er oftast tómui’, þvi að það kostar okkur milda áreynslu að leita á náðir annara. Við enxm vofur veizlusalanna, sníkjudýr veitingakránna, hvai’vetna sjálf- boðnir og óvelkomnir. Við lif- um vart á öðru en lofti, og er- um þó alltaf ánægðir. Við get- um látið okkur nægja einn graslauk í mál, en segjumst svo ekki leggja okkur annað til munns en kalkúnasteik. Ef ein- hver heimsækir okkur, sér hann sauðabein og fugla hingað og þangað unx íbiiðina, ávaxtabörk, fjaði-ir og kanínubelgi um allt gólf, svo að hurðin gengur ekki upp, nema fast sé ýtt á. Allt þetta tínum við upp af götunum að nætux’lagi, til þess að hafa það til sýnis á daginn. Þegar svo gesturinn okkar kemur, látumst við vera bálvondir: — Er eg þá ekki slíkur húsbóndi á mínu heimili, að þessi þernu- nxynd fáist til að sópa gólfið? Fyrirgefið, herra minn, það borðuðu hjá mér nokkrir kunn- ingjar, og þessir bannsettu.þjón- ar......— Sá, sem ekki þekkir okkur, tekur þetta gott og gilt og trúir þvi, að við höfunx haft boð inni. Á eg svo að segja yð- ux’, livernig við lifum aðallega á annara mat? Við höfum ekki fyr yrt á neinn mann en við vit- unx Iivar bann á heima, og still- um við þá svo til að við heilsum upp á liann í matmálstímanum. Við segjum lieimsókn okkar stafa af virðingu fyrir mannin- um, liann sé það mesta gáfna- ljós, senx, við höfum kynnst. Fai’i liann að borða og spyrji okkui’, hvort við séum búnir að því, svörum við hreinskilnislega neitandi. Bjóði hann okkur að snæða nxeð sér, látum við ekki ganga á eftir okkui', þvi að slikt lxefir oft leitt af sér langar föst- ur. Sé bann farinn að borða, segjunxst við vera búnir, en hversu vel sem hann sker sund- ur fuglasteikina, brauðið, kjöt- ið, eða livað það nú er, þá er okkur þaá kærkomið tækifæri til að krælcja í nokkra munn- bita. — Leyfið mér, hágöfugi Ixei’ra, segjum við, að þjóna yð- ur til borðs. Hertoginn af .... friður sé með sál hans! — og við nefnum einhvern framlið- inn aðalsmann, — hafði meiri ánægju af því að sjá mig sneiða niður steikina éú borða bana Vt 1 ‘’ — Við höfum ekki ox’ðinu sleppt fyrr en við tökum liníf og förum að bi’ytja niður steik- ina í smáagnir. —- Ó, lxvað ilm- ui’inn er freistandi! — hrópum við. — Það væri móðgun við malreiðslukonuna vðar að smakka ekki á þessu. Hún hlýt- ur að vera snillingur. — Um leið og þetta er sagt, kyngjum við niður hálfri steikinni, róf- unuin og fleskinú, aðeins svona til að bragða á því. Þegar þessi leið er ekki farandi, höfunx við alltaf þann úrslitakost, að borða gjafasúpu í einhverju klaustx’- inu. Við neytum hennar auðvit- að ekki, svo alnxenningur sjái, heldur á laun, og við látum munkana skilja á okkur, að við þiggjum hana fremur af guð- rækni en þörf. Þá er nú sjón-að sjá eiphvei-n úr okkar hóp i spilavítum borgarinnar, hvern- ig hann snýst fyrir alla, ldippir skarið af kertunum, sækir koppana, syngur lofkvæði unx þann, sem vinnur, o. s. frv., allt fyrir einn auman 25-eyring, sem spilararnir gefa honum í þjór- fé.“ Það voru ekki aðeins sí- hungraðir aðalsmenn, sem lifðu þessu lifi í höfuðborginni, lield- ur og allskonar iðjuleysingjar og bófar, senx gengu í félag við þá. Þessir menn sultu oft heilu lxungri, heldur en að stunda heiðarlega vinnu, þótt hún stæði þeim til boða. Þeim fannst það bókstaflega ósamboðið sér að dýfa liöndinni í kalt vatn. Að minnsta kosti, svo aðrir sæju. Þessi gauðrifni aðalsnxaður, sem Pablos tók upp af götu sinni, sagði honum allt af létta um liagi þeirra. Annars var það sið- ur þeirra að segja aldrei satt oi’ð. Með því að slá gullhamra, vandlega hugsaða en lítt nxeinta, með því að segjast vera ná- skyldir hinunx eða þessurn hefð- armönnum, sem auðvitáð, voru annaðhvort afarlangt í burtu eða lcomnir í gröfina, með því að hylja klæðadruslur sínar undir þokkalegum, ( lánuðum yfirliöfnum o. s. frv. gátu þeir oft blekt trúgjarna og hégóm- lega auðmenn, annað hvort sér til framdráttar þann daginn eða til þess að koma franx meiri- háttar fjárplógsfyrirætlunum. „Reglur félagsskapar okkar Ixjóða, að við skulum einu sinni í mánuði fara í’íðandi um göt- ur boi’garinnai’, þótt á asna sé, og akandi í vagni a. nx. k. einu sinni á ári, enda þótt sæti okkar sé fai’angurskistan fraxn i, eða þreppallurinn aftur i; en þá sjaldan við erum svo heppnir að fá sæli innandyra, jxá bregst ekki að við yeljuna sæti við

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.