Vísir Sunnudagsblað - 23.04.1944, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 23.04.1944, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 uppsprettur umhverfis bæinn. Sömuleiðis á Svanshóli og Klúku. Á þessum bæjum eru i- búðarhúsin hituð upp frá þess- um uþpsprettum. Þá er laug á Bakka, skammt frá bænum, sömuleiðis á Ásmundarnesi. Loks er heit uppspretta niður við sjávarmál í Höfðanum niður af Kaldrananesbænum. Sýnist þvi sem þarna sé um nokkuð stórt hitasvæði að ræða. Eru all- ar líkur til að þessir kostir lands- ins gætu orðið til mikilla nota i framtiðinni, ef vel væri eftir leit- að og um búið. Eins og vatnið er notað nú má búast við að yfirborðsvatri og kaldar lindir neðanjarðar blandist saman við heita vatnið. Þó er það þegar til mikiDa nota á hinum fyrr- nefndu bæjum til upphitunar og> garðræktar. Þess má geta, að síðasthðið ár, 1943, sem var af- ar kalt og kartöfluuppskera- brást viða um land, jafnvel íveð- ursælum sveitum, þá var allgóð uppskera úr görðum í Goðdal, sem jarðhitinn var. (Hefir þó sennilega andað kalt inn af Tré- kyllisheiði. Aðdrættir eru fremur hægir á Selströndinni, því að aðeins er yfir fjörðinn að fara til Hólmavíkur. Aftur eru ilhr veg- ir á landi og erfitt um vegagerð. Landslagið þannig háttað, að víða eru kleifar og klettabelti, er liggja þvert á ströndina og liggja víða i sjó fram. Norðan yfir Bjarnarfjarðarháls, úr Bjarnar- firði og Bölum, eru óhægir að- drættir. Yfir hálsinn er að fara, svo sjóleið yfir Steingrímsfjörð. Vegir á bálsinum eru viða ó- greiðir, ekki sizt að haustlagi i misjafnri veðráttu. Sjóleið einn- ig löng og óhæg. Aftur eru vegir heldur góðir um Bjarnarfjörð. Undanfarin ár hefir líka verið unnið þar að vegagerð, og með- fram Bjarnarfjarðará eru viða góðir kaflar frá náttúrunnar hendi. Um Bala mun ekki eins óhægt um vegagerð sem á Sel- strönd. Meginviðskipti manna eru við kaupfélagið á Hólmavík. Hefir oft verið innt að þvi undanfarin ár, að félagið setti upp útibú á Kaldrananesi. Dálítið hefir ver- ið gert í þá átt af félagsins hálfu, en betur má að gera, ef koma á að haldi. Það hefir verið þyrnir i augum sjófarenda að leiðin imi á Bjarnarfjörð hefir ekki verið » mæld svo öruggt hafi þótt. Er nú úr þvi bætt, og leiðin talin ör- ugg til umferðar. Hafnarskil- yrði allgóð og mjög auðvelt að gera lendingarbætur, sem gera mundi ferming og affermingu auðvelda. „Bjamarfjörður er sudda- sveit, sést hann oft með fönn- um“ o. s. frv., stendur i gamalli vísmJEkki er af því að taka, að stundum suddar hér. Eru þó úrkomur minni, én viðast ann- ars staðar hér i sýslu, að minnsta kosti.. Þurrviðrasamasta plássið við Bjarnarfjörð mun vera um innanverðan Steingrimsfjörð. Austanáttin miðlar okkur Strandamönnum mestrar úr- komu og þoku á sumrum. Get- ur þá oft verið þurrt veður eða jafnvel þurrkur frammi i Bjarn- arfirði, þó mikil úrkoma sé norðan Trékyllisheiðar og fýla og suddi í innhreppum sýslunn- ar. Ekki ósjaldan sér í kolsvart- an þokumökkinn innyfirflóann, Trékyhisheiði og Balafjöll, er enda út til hafsins i Kaldbaks- horni, bjóða illviðrum byrginn og vernda byggðina. Þar sem hreppurinn er stór og að sumu leyti erfiður umferðar, er held- ur erfitt um ýmis félagssamtök. Eru þó hér starfandi margskon- ar félög, svo sem: búnaðarfé- lag, fóðurbirgðafél., nautgripa- ræktarfélag, ungmennafélag, kvenfélag og tvö lestrarfélög. Misjöfn munu afköst þessara félaga, eins og víða gerist. Geta niá þess að fóðurbirgðafélagið var eitt af þeim fyrstu er stofn- uð voru. Hér í Bjarnarfirði hefir und- anfarin ár starfað félag, „Sund- félagið Grettir“. (Hefir þ'að, eins og nafnið bendir til, mest beitt sér fyrif sundkennslu. Byggði. það sundlaug við volga vatnið á bökkum Bjarnarfjarðarár. Hefir það nú í undirbúningi byggingu stórrar og fullkomnari sundlaugar á Klúku. Einnig hef- ir „Ungmennasamband Stranda- manna“haft með höndum sund- kennslu i Hveravik. Það hefir þvi oftast verið haldið uppi sundkennslu við tvær sundlaug- ar i hreppnum um tima á hverju ári. Má svo að orði kveða, að hver uppvaxandi unglingur hér, karl og kona, kunni eitthvað í þessari nytsömu iþrótt. Ætlast er til að sundlaugin á Klúku verði rekin i sambandi við væntanlegan heimavistar- skóla. Sýnist vel til falhð að hafa þar einnig garðyrkjunámskeið við hitauppspretturnar. Þá er þar vel fallið til vetraríþrótta, svo sem skauta- og skíðaferða. Oft gljáandi svell á láglendinu og nægur snjór i brekkum hið efra. Lengi fram eftir vori fann- breiður á heiðum fyrir þá, er sækja vilja til skíðaferða á lang- leiðum. Eg þefi hér að framan farið fljótt yfir sögu. Sagt lauslega frá þvi einu, er að mestu liggur ljóst fyrb hverjum þeim, sem um veginn fer. Hef ekki nánar rakið sögulegar minjar, enda ekki haft tækifæri til þess, mundu þær. þó reynast nokkrar ef til væri leitað með kostgæfni. Því síður farið inn á þau svið, er lýsa lífsbaráttu fólksins. Oft munu þær sögur hafa gerst, er frásagnar eru verðar. Fækka tekur þvi fólki er man harðind- in eftir miðja síðasthðna öld og hafði spurnir öðrum eins eða meiri. Var þá oft lagt upp með litið. Flestir áttu nóg með sig. Þeini var þvi ekki rífskipað, er lífsbaráttan gerði magnþrota. Leikslokin voru oft tvísýn hjá þeim er þó voru taldir sjálf- bjarga. Staðhættir eru liér ekki þeir, að menn þyrftu að staðaldri við alla aðdrætti, að khfa lítt fær björg og brattar brúnir, eins og þeir, sem bjuggu i hinum umluktu vikum Norðurstranda, þar sem slys gat verið búið ef hin minnsta fótfesta bilaði. Eigi að síður var oft um langan veg að sækja þegar hafisar lögð- ust að landinu og torvelduðu alla umferð. Voru þá oft smáir aðdrættir er eins manns orka megnaði, enda til lítilla byrgða að sækja þegar siglingar teppt- ust langt fram eftir sumri. Varð þá að þreyja meira en „Þorrann og Góuna“ og bjargast við þau fátæklegu föng, er heima fyrir voru. Á þeim árum, sem eg hefi liaft kynni af högum manna hér i hreppi, liefir útgerð breytzt frá árabátuiu í vélbátaútgerð. Hefir sú útgerð gefizt misjafn- lega. Fólk hefir þó dregizt þar að og margur gengið frá með lítið. Á seinni stríðsárum hefir þó úrræzt betur, hvað sem við- tekur. Hraðfrystihúsin eru tal- in þar vænleg til úrbóta. Jarðræktarframkvæmdir eru komnar skemmra á veg en æski- legt væri og vart sem i innhrepp- um sýslunnar. Að minni hyggju veldur þar mestu um, að seinna vai- hér hafizt handa um þá hluti. Á árunum 1902—1906 starfaði ég að jarðabótum i Ó- spakseyrarhreppi. Eitt ár fór eg um með liesta og verkfæri og plægði hjá bændum i Fells- og Kirkjubólshreppum. Var á flestum Iiæjum i þessum hrepp- um búið að girða túnin og slétta þau að mestu. iHingað norður fluttist eg 1906. Á fyrsta ári mældi eg öll tún hér í breppi. Þá voru fleat tún ógirt, á fómn stöðum búið að slétta nokkuð að mun og sumum ekkert. Það seiri áunnist hefir: ÖU tún hér eru girt, að mestu horfið aUt þýfi og á sumum bæjumkominn álitlegur túnauki. Auk þessara túnbóta, byggð ibúðarhús á flestum bæjum, ýmist úr stein- steypu eða timbri. Á nokkurum stöðum all-reisuleg peningshús og hlöður yfir mestan heyskap. Oft hefir verið um einyrkja- starf að ræða, einkum hin seinni ár. Enda hefir heldur dregið úr framkvæmtíum á seinustu ár- um þvi hið háa kaupgjald við vegavinru o. fl. hefir dregið bændur sjálfa frá heimilisstörf- um. Þeir sem fara um Strandir sjú þess mun hver breyting verður á landslagi eftir að kem- ur inn fynr Trékyllisheiði. Að balci eru hin hrikalegu f jöll, með liáum gnýpum og risakömbum, hin marghreytilegustu að lögua og úíM. Ofl veit bað út til hafs- ins i þverhnýptum björgum, þar sem úthafsaldan gnýr við óheft. Má íelja að Kaldbakshorn standi innst i fylkmgu þessara stórbrotnu mynda. Eftir það fara ijöllin að verða svipminm, en jafnframt hlýlegri og mild- ari. Útsýni er viða fallegt, eink- um lil lafsins. Mun hverjum þeinr, er kemur á norðurbrún liálsins yfir Kaldrananesbæn- um, á björtum og stilltum vor degi, verða á að staídra við og horfa ofan yfir umhverfi Kald- rananess, þar sem skiptast á vogar og nes, eyjar og sund, lognslétt, iðandi af fugli. Byggð- in fram af firðinum blasir við fram i dali, þar liðast áin lygn fram um undirlendið. Út til hafsins sér yfir Húnaflóa, er takmarkast af Skagastrandar- fjollum og Lágskaga, er teygir arminn svo langt vestur, að -í góðu skygni, virðist hann seil- ast Iangleiðis til hinna tigullegu Strandafjalla. Mikið er nú talað um þær framfarir og þægindi, þegar bú* ið væri að veita rafmagni yfir landið. Það er dálítill uggur í okkur útkjálkabúum, að við verðum settir skör lægra þeim, sem i þéttbýlinu búa um not þeirra gæða, að minnsta kosti fyrst um sinn. Kemur það og ekki illa heim við skoðanir sumra, þó enn strjálist um byggðir í dreifbýhnu, meir en orðið er. Fólliið þráir Ijósið og ylinn og önnm' þau þægindi, er sam- fara er þeim framkvæmdum, að þær sveitir sem þar yrðu útundan mundu lítt byggilegar téljast. Þar sem enn hefjr sést um þessa" hluti skráð, er ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmd- um í þessa átt norðan Stein- grimsf jarðar. Er því merkilegra þar sem mikill verksmiðju-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.