Vísir Sunnudagsblað - 23.04.1944, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 23.04.1944, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Algernon Charles Swinburne. Hið fyrsfa af kvæðum Swin- burnes, sem út var gefið, var tileinkað Rossetti, og með því lýsti hann yfir fylgi sínu við Pre-Rafaelítana þó að hann væri of sérstæður, til þess að geta verið með í flókknum, var hann þeim þó alltaf vinveittur. Uppistaðan í skáldskap Swin- burne’s meðan hann var ungur, var leikritagerð 16. aldar og hið mikla dálæti lians á Victor Hugo. Við þetta bætti hann þjóðfrelsishugmyndum upp- runnum frá Shelley og ákafri andvigni við kirkjuna. Á þeim árum hlaut slík samsetning sem þessi að bægja frá honum allri hættu á því að verða mikilsvirt- ur rithöfundur með hinni eldri kynslóð. skáldlegi söluvarningur, fluttur af orðkyngi i Ijóðum, ágætlega orktum, fjölskrúðugum og tígulegri en flest önnur skáld megna að gera ljóð sín. En kyn- legast er að sjá, að ljóðin eru mjög lituð af stíl Gamla testa- mentisins, að sá maður sem hélt þvi fram, að heimurinn hafi orðið Mtlaus við það að Hinn bleiki maður frá Galileu andaði á hann, talaði oft tón spámann- anna og gerði orð þeirra að sín- um. Það er ómöglegt að lesa Swin- burne án þess að hrifast með af hrifningu hans, og þetta er hans galdur. Hann töfrar okkur með ljóðagaldri sinum svo að dimmir í kring, en kynlegar sýnir bera.fyrir augu i Mtum og ljósi, og tónMst ljóðsins sveMur í sivaxandi hrifningu, svo að við þurfum ekki og viljum ekki vita hvort nokkurt vit sé í þessu öllu saman. Sá sem fær að taka þátt i vígslum launlielganna, spyr ekki um rök hversdags- legra hluta. Við látum okkur nægja sýnirnar og töfrana, en varast skyldi að reyna of oft að kaMa þá fram, þeir mundu ekki gegna kalMnu. Þess vegna tókst Swinburne ekki að ná liærra en í fyrstu ljóðum sínum, eftir það hafði hann aldrei neitt nýtt að bjóða. Samskonar ljómandi hrifn- ingu, samskonar einstrengings- legt fylgi við fyrirfram ákveðn- ar skoðanir, og sterkar tilfinn- ingar látnar i ljós með ákefð, er Mka að finna í ritdómum hans. Þekking lians á bókmennt- um er frábær, smekkvísi hans og skyggni á skáldskap einnig með afbrigðum, og þess vegna er ákaflega gaman að lesa bók- menntagagnrýni lians, en það er ekki mikið að marka hana. Dálæti og fyrirfram ákveðin andúð eru áMka öfgafuU, og stundum finnur hann ástæðu til að hrífast þar sem aðrir sjá ekkert merkilegt. Hann á vel skilið, að greinar hans um bók- menntir séu lesnar, en ekki að lagður sé á þær trúnaður skil- yrðislaust. Yngri kynslóðin var stórhrif- in af þessum kveðskap, en eldri mennirnir og einkum eldri kon- urnar, létust ekki skilja neitt í ungdóminum, vissu ekki hvar þetta ætlaði að Ienda, og héldu áfram að lesa Tennyson. Swin- ,.burne þótM ekki í húsum hæfur, fremur en Shelley. Unga fólkið hafði rétt fyrir sér í þvi, að einn af hinum feg- urstu eiginleikum i skáldskap Swinburne’s væri hinn ljómandi æskuhugur hans. Fyrstu kvæði hans eru langbezt, þó að maður kynoki sér við að fallast á um- mæli Sir Elmond Gosse’s er hann segir svo: „Fyrir fertug- asta ár Swinburnes var komin undarleg kölkun í kveðskap hans.“ Sé þetta satt, var þessi kalkaða gröf samt fögur á að líta. Eg held að Sir Edmund hafi fremur haft í huga ritdóm- arann Swinburne en skáldið, er hann samdi þennan dóm. „Meiningarlaus kliður.“ Svo hljóðaði einn sleggjudómurinn, og var að vísu réttlátur er S. brást bogalistin, en annars ekki. Sjálfur leit hann svo á að skáldskaparlistin væri fyrst og fremst faMn i háttum og hrynj- andi og í þessu birtist skáld- hugðin. Enginn ljóðasmiður hefir nokkuru sinni verið jafn leikandi liagmæltur, og jafn- framt bundið í hagmælskuna hina fegurstu skáldhugð. lÓlán þessa stórskálds var skortur hans á yrkisefnum og það Mtið sem honum lá á hjarta, endurtók hann hvað eftir ann- að. ÞjóðfreTsi, lofgerð um Vitcor Hugo, algyðiskennt guð- leysi (ef þetta fjarstæðuorð er leyfilegt), óstarhrifning, hafið og höfuðskepnurnar, óvild til presta og trúarbragða, áköf eettjarðarást, þetta var han$ UPPRISAN Þessi upprisumynd er freskumálverk (fresco) eftir dóminíkajiamuukinn Fra Angelico (1387— 1455). Myndin sýnir konurnar fjóraa' við tóma gröfina, en engill til vinstri bendir á hinn upp- risna Krist i skýjunum, sem keldur á sigurfána í vinstri hendi. Vinstra megin við engilinn er heil agur Dóminíkus, stofnandi xnunkareglunnar. Fótt eitt er vitað um ævi Fra Angelico, hins einstœða kirkjumálara. Hann fæddist í sraóbæn- um Viccihio í Toskanahóraði og sór munkaeið sinn i Fiesole* kiaustrinu 1408. Þar málaði hann flest- ar hinar frægustu myndir sinar. Klaustrið var flutt frá Fiesole til San Marco í Flórenz árlð 1436, og er þar nú hið fræga Jistftsftfn Museo di Ssn Marco. Upprisunxynd þessi prýðir enn vegg þessa íorna klanstwrs,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.