Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1944, Qupperneq 2

Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1944, Qupperneq 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Utsýn til suðvest- urs af Vaðalfjöll- um. svefninn seig fljóllega á brá vinnulúrium lýð, og lyfti hóg- Iega inn á ævintýralönd draum- anna. Morguninn eftir vaknaði fólkið af værum blundi, teygði úr sér, geispaði og naut hvíld- arinnar. Blátt himintjaldið Iiafði tyllt sér á brúnir fjalls- ins' andspænis, sem reis þarna tigið og glæst móti árroða dags- ins, með Iivanngræna rinda, sem teygðu úr sér allt upp að brún. Svona rétt hafði þá kvöld- roðinn spáð í gærkvöldi. Fólk- ið dreif sig í fötin; stúlkurnar til að sinna mat og mjöltum og piltarnir reiðtýgjum og járn- ing hrossa á hverjum bæ, og nú ýrði gaman að njóta dags- ins í glöðum hópi í dásemdar veðri. Að gegningunj loknum var svo farið að týgja sig til ferð- ar, og innan stundar var svo riðið úr hlaði inn á þjóðveginn. Fleiri og fleiri bættust nú í hópinn, og því fvlgdi meira lif og fjör i samræðum fólksins, og var nú vert að gefa gaum að háttsemi eins og annars, ekki svo mjög um klæðaburð þess, sem það hversri það bar sig á hestbaki, svaraði keskn- um gamanvrðum vel, náði beztu skeiði úr fáknum- sínum, þóft sá, sem til hliðar reið, geistist fram með á harða stökki, og gat samt ekki tekið götuna fvrir skeiðhestinum, scm mærin sat á, og hafði svona vel á valdi sínu. Sum hrossin höfðu þá til að rífa sig upp af skeiðinu og sendast fram úr á harða stökki, og varð sameiginlegt með hesti og manni. Það gljáði á svita- storkinn kropp þeirra, og svit- inn draup af fnæstum nösum þeirra, er við Iétum þá kasta mæðinni í smárahrekkunni. Þeir hristu sig og frísuðu eftir fjörtökin, og bruddu mélin. En þarna inni á leitinu hill- ir enn undir nokkra menn. Og hvern skyldi bera þarna hæst og bylgjumikinn til að sjá? Er það ekki hreppstjórinn? spyr einhver. Jú, víst er það hann, og segjum hann velkominn með orðum Matthiasar: Ver enn með ungum ungur og ern og liress í lund. Hann var hinn hermannlegasti ásýndum með silfurgrátt al- skegg niður á bringu, er fór hið bezta við mikilúðlegt and- lit hans, og mátti öllum vera Ijóst, að hér fór engi meðal- maður. Hann var hverjum manni auðkenndur ósén. Nú vildi hann lífga upp ferðafé- lagana, og lék á alsoddi. Var nú stigið á bak og sprett úr spori fram í sveitina, og til beggja handa lágu grænir valllendishólar, fvrir ofan syðsta bæinn í Reykhólasveit. Er hér viða einkar hýrlegt land, þar sem gkiptast á töðugresis- brekkur og mýrasund, brekk- ur prýddar smára og öðru blómskrauti, sem ilmar fyrir vit vegfarandans. Hið neðra liggur bjartur fjörðurinn fram- undan, með grænum hólmum og þangivöxnum flúðum víðs- vegar, lognlær og fagur, með Borgarland í baksýn. Barma- Iilíð fjær. Var nú farið greitt inn sveit- um í skógarkjarrinu og með- fram vatninu, við bjarkailm og svanaklið. En þar áðum við um stund og hittum fyrir fólk úr sveitinni, sem var þarna til að njóta vermandi geisla sólar- innar. Að skammri stundu stigum við enn á bak og héldum sem leið liggur upp liálsinn undir fjöllin, þar sem hagi var næst handa hrossunum. Var þeirra gætt þarna, meðan við geng- um á fjöllin. Vaðalfjöll eru tveir stuðla- bergstindar, sem risa þarna á fjallsbrúninni, upp af æsku- heimili Mafthíasar skálds. Eru þarna umhverfis malar- og sandholt og litilsháttar urð, sem hrunið hefir úr fjöllun- um í aldaraðir. Á milli tind- anna er snarbrött skriða, laus undir fæti og illgeng. Sama er að segja að norðan og sunnan. En sú syðri virtist okkur tor- sóttari og réðum við því til uppgöngu að norðan. Þegar upp er komið, er út- sýni undrafagurt og viðsýnt um hálendið á alla vegu. í suðri blasir þarna við fyrir fótum manns innsveit Reykhólasveit- ar, Berufjörður, Króksfjörður, Gilsfjörður, og í baksýn Saur- bærinn og Skarðsströndin, og fjarst blasa við Suðurdala fjöll- in, en Baula teygir kollinn yfir allt annað á þeim slóðum, og ber þar við heiðblátt loftið. í suðvestri blasa við Breiða- fjarst blasa við Suðurdalafjöll- ul að sunnan, eu Skorarhlíðar að vestan, og Barðastrandar- hrepp allt inn fyrir botn Vatns- fjarðar, þar sem við vissum að spegilslétt vatnið hans Hrafna- Flóka lá inni á milli blárra fjalla og skrigi yaxippa þiíða; vatnsins, sem glapti liann við heyskapinn, svo að fé lians dó uni veturinn. En á miðjum firði blasa við Vestureyjar, ineð sól- blikandi sundum, að svo miklu leyti sem Reykjanesfjall eigi hylur sýn.. I vestri sér yfir hálendi Vest- fjarðakjálkans, en Reibólsfjöll skyggja á Glámujökul. En aft- ur sjást Strandafjöllin, hátyppt, í norðri, ásamt Drangajökli. Hafa þau vafalaust verið sval- ur hústaður Höllu og Eyvindi, að vetrarlagi, forðum daga. 1 austri blasir við auga orustu- völlur þeirra Þórðar kakala og Kolbeins unga, allt til Skaga- strandar og Vatnsnes allt til TröIIakirkju vestan Holta- vörðuheiðar. Til Eiriksjökuls og Langjökuls sést eigi. Betra veður og útsýni getur ekki, og verður okkur æ minnisstætt. Eldri mennirnir skýrðu fyrir hinum yngri það, sem fyrir augu bar, það, er þeir báru skyn á í þessum uppsölum byggð- arinnar, svo sem helztu fjöll á hálendinu. Ekki hygg ég, að neinum hafi komið í hug orðin skáldsins frá, Skógunum: „Flenzað liræ af frumheims jötunhval“, er við létum sjón- ir svífa um Vestfjarða-hálend- ið. Það var vingjarnlegra en svo, nú í góðviðrinu, og við sá- um gróðursæla bletti víðsvegar og kjarngóð sauðlönd, og við vissum af yndislegum og gróð- ursælum dölum kringum alla Vestfirði, og það fannst okkur ólíkt lífrænna en hræið skálds- ins. Og einhver tók til máls 4 þessa lund: Kæru ferðafélagar! Það gleður mig að sjá ykkur hér saman komin i góðviðrinu, 6 þessum vtðsýna stað $ sóþ> og skaut þonnig kepjúnautnum i ina og allt að Berufj arðarvatni ref fyrir rass, svo hverjumJJog áð í Sætrunum, svokölluð* knapanum hijóp kapp í Wnn,®um, Er þa? vinalegt i brekkup®

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.