Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 28.10.1933, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 28.10.1933, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIS Loixd.on.a.rtíska.. Fataefni beint frá verksmiðjunni, ofin eftir nýjustu tískuhugmyndum, komu með seinustu skipum. Verð- ið ótrúlega lágt. Sauma föt í tveim flokkum eftir ósk. Sendi föt gegn póstkröfu um allt land. Tek á móti aðsendum málum. Þar sem eg býst við að auka í stórum stíl vinnustofu mína, ósk- ast ábyggilegir umboðsmenn víðs- vegar af landinu. Svara spurnum fljótt. Læt viðskiftavini njóta góðra innkaupa. Andrés Andrésson Ija.-o.g-a.-veg' 3 heimsfrægu lífstíðar lindarpennar, verða kærkomnasta fermingargjöfin. Athugið að með hverjum slikum penna fylgir skrifleg lífstíðar ábyrgð frá Sheaffers. Fæst aðeins í Tóbaksbúdinni í £imskip. fslenzk kornyrkja. ÍSóímenntxr - íþróttir - íistir Blaðið hefir haft tal af Klemens Kristjánssyni á Sáms- stöðum um komyrkjuna aust- ur þar. Undir korayrkju voru teknar 16 dagsláttur í sumar, þar af 8,6 dagsláttur fyrir hafra, en 7,4 dagsláttur fyrir bygg. Að- eins ein dagsláttan var ný- brotið land, og hefir það aldrei verið jafn lítið áður. Af höfrunum voru aðallega ræktaðar tvær tegundir, fa- vorite-hafrar (amerískir) og riiðurhafrar (norskir). Eru fa- vorite-haframir fremur sein- þroska, en niðurhafrarnir bráðþroska. Sáðtími hafranna var 29. apríl til 3. maí. Austur í Fljótshlíð var í maí og fram til miðs júní þurrviðrasamt, svo að það var heldur til tafar við sprettuna, en síðari hluta júnímánaðar og í júlí var sprettan ör, og voru hafrarn- ir skriðnir 20. júlí. Korasetn- ing var ágæt, og uppskeran hin albezta, er verið hefir. Upp var skorið 10.—23. sept., og tafðist uppskeran vegna ó- hagstæðra veðra. Komið var bundið blautt og allt þurkað á hesjum og reyndist það ágæt- lega. Er það örugg ráðstöfun, til að bjarga uppskeru af höfr- um, bæði hálmi og komi, að þurrka á hesjum. Uppskera af dagsláttu er 9—10 tn. kom af dagsláttu (28—30 tn. af hekt- ara) og 16—18 hestar hálms, og er hálmurinn talinn vera hálfgildi töðu til fóðurs. Bæði hálmur og kom náðist ágætlega þurrt og í allan stað ágætlega verkað þrátt fyrir óvenjulega rigningatíð. Af byggi var aðallega rækt- að dönnesbygg. Sáðtíxni byggs- ins á komökrunum var 29. apríl tíl 6. maí, en sáð var í til- raunareíti allan maímánuð. Bygginu fór í vor betur fram en höfrunum, sprettur betur í þurkatíð. Það skreið með fyrra móti, 1.—10. júlí. Uppskera hófst 24. ágúst, og var lokið 6. sept., en byggið komst ekki í hlöðu, fyrr en í byrjun þessa mánaðar. Uppskeran varð að þessu sinni miklu minni af bygginu en höfrunum, ekki nema 6—7 tn. af dagsláttu. Stafaði það að mestu af ofviðrinu 27. ág., því að þá varð allmikið tjón á því, en ekkert á höfrunum. Líklega hafði þó byggið sprott- ið eitthvað verr en hafrarnir hvort eð var, enda hefir upp- skera af því verið heldur minni að meðaltali undanfarin ár. Byggið var ekki þurrkað á hesjum. Það var fyrst borið í smástróka og hálfþurrkað þann veg. Þá var það borið saman og skrúfað upp í stóra keilu- myndaða stakka, er voru þakktir afraki eða umsópi í toppinn og stakkarnir kross- bundnir vírum í jörð niður. Þannig stóðust þeir öll rok og rigningar í septembermánuði, og voru þó bæði rok og rign- ingar óvenju miklar (regn 415 mm). 7. okt. var byggið tekið úr þessum stökkum molþurrt og flutt heim í hlöðu. — Mýs höfðu nokkuð búið um sig í stökkunum, en ekki orðið til stórfelldra skemmda. — Þessi þurrkunaraðferð er ný og hefir hún gefizt alveg prýðisvel. Öll uppskeran af komökmn- um á Sámsstöðum er á annað hundrað tunnur. Eyfellingar hafa tekið kom- ræktina á Sámsstöðum til fyr- irmyndar og stofnað félagsbú til kornyrkju og er það bú á Seljalandi. Höfðu þeir í sumar 10 dagsláttur undir komrækt, höfram og byggi. Styrkti Búnaðarfél. Islands og Búnaðarsamband Suðurlands þá með samtals 2200 kr. fram- lagi, er aðallega fór til verk- færakaupa. Þeir hafa komið sér upp góðri hlöðu og fengið sér rafmótor til þreskingarinn- ar. Er hugmynd þeirra að nota rafmagnið líka til mölunar. Er þreskingu þar sennilega þegar lokið. Eyfellingar urðu fyrir stórskaða í ofveðrinu 27. ág., töpuðu 3/4 af bygguppsker- unni, en hafrana sakaði ekki, og var uppskeran af þeim prýðisgóð. Á kornræktarbúi Eyfellinga er komið ræktað í sendnum jarðvegi og á ber- svæði. í Reykholti er verið að stofna til samskonar félagsbús um kornrækt og undir Eyja- fjöllum, o gtekur það bú til starfa n. k. vor. Stöðin á Sámsstöðum sendir ókeypis út um land sáðkorn til smátilrauna, 2 kg. af byggi á hvern stað og ofurlítið af höfr- um. Fylgir því svo leiðarvísir til þeirra, sem tilraunir vilja gera. Fengið hefir Klemens nú þegar vitneskju um árangur þriggja slíkra tilrauna í sumar, frá Teigarhorni við Djúpavog, Gafli í Reykdælahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu og úr Patreks- firði vestra. Sáð var á öllum þessum stöðum um miðjan maímánuð og skorið upp 9.— 15. sept. og náði kornið alstað- ar prýðilegum þroska. Gafl í Reykdælahreppi er heiðarbýli langt uppi í landi og hátt yfir sjó, en „mikið var kornið fall- egt“, sagði Klemens. Sumarið var einstakt nyrðra, en merki- legur er þessi árangur samt — og tilraunirnar allar. A. Herskipið fljúgandi. Bretar hafa alveg nýlega gengið frá smíði á nýrri hem- aðarflugvél, sem er miklu full- komnari í sinni röð en áður hefir þekkst, og ætla menn, að með því hefjist nýtt tímabil 1 sögu lofthernaðarins. í heims- styrjöldinni urðu stórkostleg- ar framfarir í fluglistinni, en þrátt fyrir allt tókst ófriðar- þjóðunum aldrei að komast lengra en það, að vopna flug- vélarnar með vélbyssum, og töldu menn, að þær gætu ekki borið þyngri vopn. En á þessu var sá galli, að þótt vélbyssu- kúlum rigndi yfir óvinaflug- vélarnar, þá var mjög undir hendingu komið, að kúlumar hittu svo á „snöggu blettina“ að eigi væri flugvélamar flug- færar eftir, ef ekki kviknaði í þeim. Hin nýja hernaðarflug- vél er útbúin með fallbyssu og má skjóta af henni 100 skotum á mínútu. Eru það sprengikúlur, afarkraftmiklar, og telja sérfræðingar örugt, að eigi þurfi nein flugvél nema eitt slíkt skot, hvar sem það hittir hana. Byssa þessi er geysilangdræg, og er talið, að hún muni koma að góðu haldi í orustu gegn kafbátum og tönkum. Hin nýja hemaðar- flugvél flýgur með 132 enskra mílna hraða á klukkustund og getur hæglega flogið 1000— 1500 enskar mílur í stryklotu. Ný bók Cajus Julius Caesar: Bel- lum Gallicum (Gallastríð). Páll Sveinsson þýddi. — Reykjavík — Bókadeild Menningarsjóðs 1933. ísa- foldarprentsmiðja h.f. — Bókhlöðuverð kr. 10,00. Stærð: 572 bls. Allir stúdentar kannast við þessa bók, því að hún (eða nokkur hluti hennar) hefir ver- ið og er lesin sem kennslubók í latínu í 4. og 5. bekk mennta- skólanna hér á landi. Það er af því, að hún er einna auð- skildust latneskra rita. Þýð- andinn, Páll Sveinsson, hefir um langt skeið verið latínu- kennari menntaskólans í Rvík. Geta nú nemendur eignast hina öruggustu „vertio“, sem kostur er á, sem er prentuð þýðing eftir kennarann sjálf- an, og munu þeir án efa kunna Menningarsjóði beztu þakkir fyrir útgáfuna. Höfundur „Gallastríðs", hinn mikli rómverski hershöfðingi Julius Caesar er fæddur árið 100 fyrir Krists burð og var myrtur á öldungaráðsfundi í Rómaborg 15. marz árið 44 f. Kr. Upp yfir aldirnar ber nafn hans hæst í veraldarsögunni allra rómverskra manna. Það var hann, sem, að unnum sigri í Austurvegi, ritaði öldunga- ráðinu í Róm hin víðkunnu orð, Veni, vidi, vici, þ. e. Ég kom, ég sá, ég sigraði*). Það var hann sem átti að hafa sagt við íiskimann, sem flutti hann í stórviðri á bát yfir Adriahaf- ið: Vertu óhræddur, þú hefir Caesar og hamingju hans inn- anborðs. Og það var hann, sem sagði við vin sinn og bana- mann: Og þú líka barnið mitt Brutus, og hné örendur fyr- ir knífstungum skjólstæðinga sinna. í þvílíkum orðum og til- svörum lifir minning hinna fornu Rómverja um hinn mikla Caesar, sigursælan, giftusam- an og göfuglyndan. Og eftir hans dag gaf rómverska ríkið æðsta valdsmanni sínum á hverjum tíma nafn Caesars. Latneska orðið Caesar er sama og íslenzka orðið keisari. Það var Caesar, sem fyrstur manna skildi, á hverju byggj- ast myndi samheldni og fram- tíð hins víðlenda rómverska ríkis. Hann sá, að ríkið varð að hafa náttúrleg landamæri. Hann, sem mest lönd hafði unnið allra rómverskra hers- höfðingja, gerði sér það Ijóst, að íbúar Rómaborgar gætu ekki til frambúðar drottnað með harðri hendi yfir heilu heimsveldi. Þess vegna vann hann að því að hefja íbúa *) Árið 1588 var þessum orðum af illkvittnum mönnum snúið upp á „spanska flotann ósigrandi", sem Filippus II. Spénarkonungur sendi til að berja á Englending- um. Venit, vidit, fugit, þ. e. Hann kom, hann sá, hann flýöi, sögðu óvinir Spánarkonungs þá. hiuna sigruðu landa til jafns við rómverska menn að rétt- indum. Við Caesar er kennt hið svokallaða Júlíanska tíma- tal, því að hann lét reikna tímann í sólarárum innan Rómaveldis, en ekki í tunglár- um eins og áður var. Stóð tímatalsreikningur Caesars ná- lægt 10 öldum og í sumum löndum enn þann dag í dag. Rétt áður en hann var myrt- ur, hafði hann með höndum >. .< stórfelldar áætlanir um áveit- ur við Tiberfljótið í grend hinnar miklu borgar. Sú áætl- un fór í gröfina með höfund- inum og er enn ekki komin í framkvæmd. En Caesar var fleira en her- foringi og stjómmálamaður. Ilann er talinn með snjöllustu rithöfundum á latneska tungu. Á herferðum sínum ritaði hann um viðburði, jafnóðum og þeir gerðust. Hann sagði skil á ókunnum löndum og þjóðflokkum, sem hann átti í höggi við, og. margt bar til tíðinda í svaðilföram þeim. Þannig varð Bellum Gallicum til, bókin, sem segir frá því, hvernig Gallia hin forna, þar sem nú heitir Frakkland, var unnin af herjum Rómverja undir forystu Caesars. Sú bar- átta stóð í 7 ár. Auk „Gallastríðs“ hafa geymst tvö rit, sem Caesari eru eignuð: Annað um latneska málfræði, ritað í herbúðunum norður í Gallíu(!) og hitt um borgarastyrjöldina, sem síðar hófst milli Caesars, sem for- ingja annarsvegar, og endaði með sigri hans og eins árs al- ræði í Rómaveldi árið 44 f. Kr. Um þýðingu Páls Sveinsson- ar má það sjálfsagt segja, að ekki myndi hún hafa verið bet- ur af hendi leyst af öðrum hér á landi. Latínukunnátta fer nú þverrandi og rýmir fyrir ann- ari þekkingu meir við nútíma- hæfi. Er erfitt að þýða latínu, svo að eðlilega fari, ef beita skal þeirri nákvæmni, sem þýð- anda þessarar bókar er töm. En skýringarnar neðanmáls eru stórfróðlegar, enda taka þær allt að því eins mikið rúm og sjálf þýðingin. Þá hefir þýð. ritað æfisögu Caesars ásamt sérstökum kafla um ritstörf hans og um Gallastríðið sjálft. 1 heild er þetta merkileg bók og góð og fengur íslenzkum bókmenntum. Með því er ósagt látið, að Menningarsjóður hefði ekki átt völ betri bóka til út- gáfu og meir við hæfi og þarf- ir nútíma lesenda á Islandi. Frá Bókadeild Menningar- sjóðs hafa Nýja dagbl. . enn- fremur borizt „Land og lýður“ eftir Jón Sigurðsson í Yzta- felli og „Alþjóðamál og mál- leysur“ eftir Þórberg Þórðar- son. Verður þeirra nánar getið innan skamins. Síðustu bókar Guðmundar Kambans „30. Generation“, sem út er komin á dönsku verður einnig getið bráðlega.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.