Nýja dagblaðið - 15.11.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 15.11.1933, Blaðsíða 1
NYIA DAGBIAÐIÐ 1. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 15. nóv. 1933. 16. blað Angora í Litlu-Asíu Höfuðborg hins nýja tyrkneska ríkis. 1 apríl 1920 flutti Mustafa Kemal aðsetur tyrknesku stjómarinnar frá Konstantinopel til Angora. .Réði það mestu um, að borgin er svo langt frá ströndinni, að óhultara var þar við árásum Grikkja og annara óvina Tyrklands um það leyti. En að ýmsu öðru leyti liggur borgin vel við sem höf- uðstaður hins nýja Tyrkjaveldis, og 1923 var því lýst yfir af tyrkneska þinginu að hún skyldi framvegis vera höfuð- borg Tyrklands. Borgin er gömul að uppruna og kemur við sögur þeirra þjóða og kynflokka, er barizt hafa um hundr- uð ára um yfirráð í Litlu Asíu. 1402 börðust þeir við Angora Bayazed Tyrkjasoldán og hinn mikli herkonungur Timurlink. Beið soldán hinn mesta ósigur og var tekinn höndum, en mannfall var ógurlegt. Var þeirrar orustu minnst síðan af kristnum þjóðum ekki ófeginsamlega, því þar áttust þeir ein- ir við, er þær hirtu ekki þótt dræpust: Tyrkir og Tartarar. Á myndinni sézt í framsýn nokkuð af hinum nýju bygg- ingum Mustafa Kemals, í höfuðborginni. Jafnaðarmenn lýsa vantrausti á ensku stjórninni. Umræður um afvopnunarmálin i neðri málsiofunni. í DAG Sólaruppkoma kl. 8.58. Sólarlag kl. 3.26. Hóflóð árdegis kl. 3.15. Hóflóð síðdegis kl. 3.40. Ljósatími hjóla og bifreiða 3.55 e. m. til 8.25 árd. Veðurspá: Austan og norðaustan kaldi. Ui'komulaust. Söfn, skrifstofur o. fl.: l.andsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ........ opið 1-4 pjóðminjasafnið .......... kl. 1-3 Náttúrugripasafnið ........ kl. 2-3 Alþýðubókasafnið .... opið 10-10 Landsbankinn .... opinn kl. 10-3 Búnaðarbankínn .. opinn ki. 10-3 iJtvegsbankinn .. opinn kl. 10-4 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg ................... opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn kl. 10-12 og 5-7y2 Fósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn .............. opinn 8-9 Búnaðarfél. Skrifst.t. 10-12 og 1-4 Flsltifél... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband isl. samvinnufélaga opið ................ 9-12 og 1-6 Sölusamband ísl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg, ríkisins opin 9-12 og 1-6 Limskipaféi. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögrcglustj. opin 10-12og l-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Stjórnarróðsskrifstofurnar opnar 10-12 og 1-4 Tryggingarstofnanir ríkisins opnar kl. 10-12 og 1-5. Baðhús Reykjavíkur opið kl. 8-8 Heimsóknartímf sjúkrahúsa: Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Laugamcsspítali ....... kl. 12Y2-2 Vifilstaðahælið 12i/2-iy2 og 3i/2-4i/2 Kleppur ................... kl. 1-5 Næturlæknir: Kristín Ólafsdóttir Tjarnargötu 10 B. Sími 2161. Næturvörður í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Samgöngur og póstferðlri Póstbíll til Reynivalla. Skemmtanlr og samkomur: Gamla bíó: Nótt eftir nótt kl. 9. Amerísk talmynd. Nýja bíó: Útlaginn kl. 9. Hæstiréttur kl. 10. Alþingi: Fundur í bóðum deildum kl. 1. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. iindurtekning frétta o. fl. þing- fréttir. 19.00 tónleikar. 19.10 veð- urfregnir. 19.20 tilkynningar, tón- leikar. 19,35 Tónlistarfræðsla. (Em- il Thoroddsen). 20,00 Klukkusláti- ur. Fréttir. 20,30 Fáindi: þættir úr náttúrufræði: Björn Gunnlaugs- son og Njóla (Ág. H. Bjarnason). 21,00 Tónleikar: Fiðlusóló. (þór. Guðmundsson). Grammófón: Saint- Saens: Grímuball dýranna. Lög úr óperunni Samson og Dalila. Sálmur. Aðalfundur F. IJ. F. Félag ungra Framsóknar- manna hélt aðalfund í Sam- bandshúsinu í fyrrakvöld. For- maður félagsins, Helgi Lárus- son, gaf skýrslu fyrir hönd fé- lagsstjórnarinnar um félags- starfsemina á árinu, því næst var gerð grein fyrir fjárhag félagsins. Var skýrsla for- manns þökkuð með lófataki. Samþykktar voru nokkrar breytingar á lögum félagsins. Þá fór fram kosning félags- stjórnar. Baðst Helgi Lárusson undan endurkosningu í for- mannssæti, sökum annríkis, en í stað hans var Magnús Björns- son bókari kjörinn formaður. í stjórnina voru kjörnir, auk formanns, Runólfur Sigurðs- son, Stefán Jónsson, Páll Hall- grímsson og Þórður Björnsson. Endurskoðendur voru kjömir Halldór Iialldórsson og Sigurð- ur Ólason. í fulltrúaráð Framsóknar- félaganna í Reykjavík voru kjörnir af félagsins hálfu til næsta starfsárs, Rannveig Þor- steinsdóttir, Þórarinn Þórar- insson, Runólfur Sigurðsson, Helgi Lárusson, Magnús Björnsson, Helgi Þórarinsson, Páll Hallgrímsson, Stefán Jóns- son — og jafnmargir til vara. Fundurinn var vel sóttur. Flotamál Brefca. London kl. 17 14/11. FÚ. Brezki flotamálaráðherrann flutti í dag ræðu í enska þing- inu um flotamálin, og tilkynnti nýjar fyrirætlanir Breta í þeim, sem sé þær, að stjórnin hefði ákveðið að breyta fyrri áætlunum um byggingu fjögra smáskipa, í það, að byggja í staðinn tvö stór og eitt lítið skip. í júlímánuði 1932 lögðu brezku fulltrúarnir í Genf fram tillögu um það, að stærð nýrra herskipa yrði bundin við 7000 smálesta liámark. Vonir brezku stj órnarinnar í þessum efnum hafa ekki ræzt, og tillögur hennar ekki náð fram að ganga. Flotastórveldin hafa haldið áfram að byggja stór skip. Japanar og Banda- ríkjamenn hafa notað sér þá heimild sem þeir óneitanlega hafa eftir gildandi flotamála- samningum til þess að byggja slík skip. Japanar hafa byggt tvö 8500 smálesta beitiskip með 15 6-þumlunga byssum, og eru nú að láta smíða tvö önnur samskonar skip, og ráð- gera byggingu enn annara tveggja. Bandaríkin hafa enn- fremur tilkynnt, að þau ætli innan skamms að láta byrja á byggingu fjögra 10 000 smá- lesta skipa, með 15 6-þuml- unga byssum. Ef við höldum áfram, sam- Normandie kl. 0,10 14/11. FÚ. Morgan Jones, þingmaður Jafnaðarmanna, bar fram van- traust á ensku stjórnina af hálfu flokks síns, í gær, út af framkomu hennar í afvopnun- armálinu. Sagði hann stjórnina hafa verið mjög svo óafgjör- andi í þessu máli, ekki hafa fylgt nægilega fast fram sínum eigin tillögum, og ekki hafa tekið nægilegt tillit til þeirra tillagna er frá öðrum hefðu komið. Hann mælti fastlega með alþjóðaiögreglu, og kvað þá skoðun stj órnarinnar, að liún gæti ekki að haldi komið, ekki á réttum rökum byggða. Ennfremur ávítaði hann stjórn- ina fyrir afstöðu hennar gagn- \art Þýzkalandi í afvopnunar- málinu og hélt því fram, að Þjóðverjum hefði ekki verið sýnd sanngirni. MacDonald forsætisráðherra svaraði ræðu Morgan Jones. Hann sagði að vantraustsyfir- kvæmt þeim áætlunum sem gerðar hafa verið um smá- skipabyggingar, verður brezki flotinn bersýnilega lélegri en floti hinna þjóðanna, en ef fylgjast á með þeim, er nauð- synlegt að breyta brezku bygg- ingaráætlununum. Þess vegna hefir enska stjórnin, sér til hryggðar, neyðzt til þess, að láta byggja tvö ný herskip, 9000 smálestir hvort, og eitt 5200 smálesta skip, af Aret- husa-gerð. Fjármál Frakka. London kl. 17 14/11. FÚ. Franska ríkisstj órnin kom saman á fund í morgun til þess að ræða tillögur sem í ráði er að bera fram í sam- bandi við fjárlögin, í þeim til- gangi að koma á sparnaði í ríkisrekstrinum. Ætlunin er sú, að spara 2 300 000 franka, sum- part, eða að 2/3 hlutum með beinni lækkun útgjalda, en annars með því að herða á skattakröíum, og með því að setja ný ákvæði til varnar gegn skattsvikum. Nazisfcar slaka á klónní. London kl. 17 14/11. FÚ. Búizt er við því í Þýzkalandi að stjórnin muni hafa í hyggju, að gefa upp sakir ýms- um pólitískum föngum þar í lýsing, á þessum rökum byggð, væri óréttmæt. Hann sagði, að eins og nú stæðu sakir, væri margt á stefnuskrá Jafnaðar- manna óframkvæmanlegt. — Hann mælti einkum á móti stofnun alþjóðalögreglu. Eink- anlega lagði hann áherzlu á það, að nauðsyn bæri til að halda áfram á þeim grundvelli sem þegar væri lagður, með þeim tillögum, sem fram væru komnar, að því takmarki, að koma sem fyrst á afvopnunar- samningi, sem allar helztu þjóðirnar gætu gerzt aðilar að. Á meðan á þessum umræð- um stóð, barst skeyti frá Henderson, forseta afvopnun- arráðstefnunnar, þar sem hann segir að ástandið á af- vopnunarráðstefnunni og horf ur allar, séu nú svo óþolandi, að ef ekki rætist fram úr vand- ræðunum innan skamms, muni hann neyðast til þess að segja af sér. — Vantraustið var fellt með 409 atkv. gegn 54. landi. Það er ekki vist, hversu víðtæk þessi sakaruppgjöf muni verða, enda hefir hún ekki verið opinberlega tilkynnt ennþá, en almennt er þó álitið, að hún muni ekki ná til meira- háttar andstæðinga stjómar- innar, sem í fangelsi sitja. Það er sagt að í öllu Þýzkalandi séu nú aðeins eftir 10 fanga- búðir, og 40—800 fangar í hverri. Horfur eru einnig taldar á því, að þýzka stjórnin muni ætla að láta falla niður and- róðurinn gegn Gyðingum, nú, þegar hún telur sig örugga í sessi. Réttarhöldin út af hakakrossinum. Blaðið náði í gær tali af full- trúa lögreglustjóra, Ragnari Jónssyni, sem gaf eftirfarandi upplýsingar. Á mánudaginn var Einar Olgeirsson yfirheyrður út af hakakrosstökunni. Einar játaði að hann hefði verið með fánann inni í hús- inu, hefði hann þá snúið máli sínu til nazista bæði hér og erlendis og hvatt fundarmenn til þess að vinna gegn stefnu þeirra. Ekki kvaðst Elnar vita um hver hefði tekið fánann eða flutt hann í fundarsalinn, og ekkert vissi hann hvað um fánann hefði síðar orðið.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.